Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 30.03.2000, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 30.03.2000, Blaðsíða 6
6 Fréitir Fimmtudagur 30. mars 2000 Sýning Tolla: Feikigóðar viðtökur Æ wT^ Tolli Morthens opnaði málverkasýningu síðastliðinn laugardag í Gallerí Ahaldahúsinu. Þetta var fyrsta sýningin á Myndlistarvori Islandsbanka í Eyjum á þessu ári, og eins og kunnugt er, var svogiftulega hleyptaf stokkunum á síðasta ári. A opnuninni fluttu Eydís Franzdóttir óbóleikari og Hilmar Þórðarson einnig tvö verk fyrir óbó og tölvu. Mikill fjöldi gesta mætti á opnunina og var gerður góður rómur að bæði verkum Tolla og tónlistinni. Einnig hafa nemendur Hamarsskóla heimsótt sýninguna í vikunni ásamt kennara sínum Sigurdísi Arnarsdóttur myndlistarmanni. AIls munu hafa komið um 250 gestir þessa fyrri sýningarhelgi, en sýningunni lýkur sunnudaginn 2. apríl næst komandi Vildi Tolli koma á framfæri þakklæti til Eyjamanna fyrir frábærar móttökur. Opið er frá kl. 14.00 til 18.00. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Nemendur úr Hamarsskóla stilltu sér upp til niyndatöku. Bára Grímsdóttir, sem veg og vanda átti af komu tónlistarfólksins, Börkur, Hilmar, Tolli og Eydís. Sævar Brynjólfsson, Gerður Sigurðardóttir og Ingibjörg Hafliða- dóttir spjalla við listamanninn. * ^ II "fi Tónleikar Magga Eiríks og KK: Sterk taug til Eyja Maggi Eiríks og KK héldu stórkostlega og eftirminnilega tónleika á Höfðanum síðastliðið föstudagskvöld. Það er langt síðan þeir félagar hafa spilað í Eyjum á tónleikum eins og þakklátir áheyrendur fengu að heyra. Fullt hús var á tónleikunum og Ijóst að þeir félagarnir eiga ríka og öfluga taug til Vestmannaeyja. Dagskráin stóð saman af þekktum lögum þeirra í gegnum tíðina, auk þess sem þeir tóku nokkur Eyjalög í lok tónleikanna og allir sungu með svo undir tók í Höfðanum. Það var sama hvar menn ræddu um framistöðu þeirra félaga að tónleikunum loknum, þá var það hrifning ánægja og þakklæti fyrir að þeir skyldu halda tónleika í Eyjum. Það hefur svo sem lengi blundað sterk blústaug í Eyjamönnum, auk ákveðinnar rómantíkur sem einkennir mörg hinna bestu Eyjalaga. Þetta einkenni er og aðal þeirra Magga og KK, einnig eiga þeir gott með að fá áheyrendur með sér hvort heldur að hlusta eða taka undir í lögum sem þjóðinni eru töm og slíkt á ríkulega við um lög og texta þeirra beggja. Þeir em og dulítið kúnstugir á sviði, í léttu spjalli, hvort heldur hvor við annan eða við áheyrendur úti í salnum. Þannig er þeim létt á tungu að dramatísera tilveruna og gera að henni góðlátlegt grín um leið, og þar hitta þeir líklega Eyjamenn hvað sælasta. Sigurgeir Jónsson Af froðusnakksmönnum Þegar þetta er skrifað em bæði karla- og kvenna- lið ÍBV í handboltanum í eldlínunni. Loka- spretturinn í algleymingi. Kannski verður búið að slá annað hvort liðið út þegar þetta kemur á prent á fimmtudag, kannski bæði. Aðalvand- ræðin hafa verið að undanfömu með hvort gefið hefur til flugs til Eyja eða ekki. Hvernig svo sem úrslilin verða í þessu Islandsmóti í handbolta þá fer ekki milli mála að okkar fólk hefur verið að gera góða hluti, sérstaklega eftir áramót. Það hefur t.a.m. ekki oft verið húsfyllir á leiki hjá kvenfólkinu í handboltanum en í kjölfar góðs gengis hjá liðinu að undanfömu gerðist það nú á dögunum þegar leikið var við FH. Skrifari hefur alltaf haft áhuga fyrir handbolta, sem áhorfandi, hefur aldrei stundað þá íþrótt sjálfur. Hann var tíður gestur í íþróttamiðstöð- inni fyrir nokkrum árum þegar handbolti var á dagskrá en hefur lagt af þær ferðir og lætur sér nægja að fylgjast með í útvarpi og sjónvarpi. Ástæður þess að hann er hættur að mæta á staðinn em æmar og verða ekki gefnar upp að svo stöddu. Eitt af því leiðinlegasta sem skrifari innir af hendi í starfi sínu á Fréttum er að tala við þjálfara eða forráðamenn íþróttafélaga sem tala eins og stjómmálamenn, „diplómatískt," eins og það heitir á vondu máli. Stundum hefur skrifari verið nákvæmlega jafnnær eftir slfk viðtöl og fyrir þau um komandi leik eða leiktíð, og þá lesendur væntanlega líka. Ákveðnir frasar eru oft gegnum gangandi slík viðtöl, sama hvaða íþróttagrein á í hlut. „Þetta verður erfiður leikur." „Við munum gera okkar besta.“ „Það verður á brattann að sækja.“ „Við munum stíga eitt skref í einu.“ Allt em þetta almennir og viðurkenndir frasar í gagnagrunni viðmælenda á íþróttasviðinu og segja nákvæmlega ekki neitt annað en það sem allir vissu íyrir. Þegar talað er við keppnisfólk í golli þá kemur oftar en ekki þessi gullvæga setning: „Eg ætla bara að spila milt golf.“ En ekki hvaða golf? Skrifari hefur enn ekki kynnst þeim kylfingi sem spilar annað golf en sitt eigið (þó svo að hann vildi oft óska þess að hann gæti verið að spila eins og sumir aðrir). Nú veit skrifari ekki gjörla hvað veldur þessari miklu varfæmi forsvarsmanna í íþróttum þegar þeir þurfa að tjá sig um íþrótt sína. Eitt veit hann þó. Öllum þessum aðilum liggur miklu meira á hjarta, langar til að segja miklu meira. Aftur á móti þora þeir ekki að gera slíkt, óttast viðbrögðin við því ef þeir hætta að nota frasana og segja eins og þeim býr í bijósti. Þess vegna tekur skrifari ofan fyrir mönnum eins og Sigbimi Óskarssyni, þjálfara kvennaliðs ÍBV. Hann hefur verið alls óhræddur við að segja skoðun sína tæpitungulaust. Fyrir vikið hefur hann fengið það óþvegið frá hinum „siðsömu-1 aðilum í íþróttaheiminum sem gæta þess vendilega að fara ekki út fyrir frasana sína og „stíga eitt skref í einu.“ Ein er sú íþrótt sem er laus við þessa skrúðmælgi (kannski er það m.a. þess vegna sem hún er bönnuð á íslandi). Á þeim bæ segja bæði keppendur og forráðamenn hug sinn allan fyrir keppni og draga hvergi af. Þetta em hnefa- leikar. Einn þekktasti kappi þeirrar íþróttar, fyrr og síðar, Múhameð Alí, var aldrei að skafa utan af hlutunum, tilkynnti fullum fetum að hann væri mestur og bestur, ásamt því að hann lýsti því fjálglega hvemig hann hygðist mala andstæðing sinn. Hann talaði aldrei um að það væri á brattann að sækja eða að hann ætlaði að stíga eitt skref í einu. Múhameð Alí sagðist ætla að vinna og stóð nokkuð oft við það. Sigbjöm Óskarsson vann sér það til óhelgi á dögunum að segja það sem honum bjó í brjósti í útvarpsviðtali. Það vakti hneykslun þeirra sem alltaf em að reyna að gera sitt besta og stíga eitt skref í einu. Ekki skrifara. Honum þótti ein- staklega gaman að fá svona „múhameðalíska“ rödd mitt í öllu froðusnakkinu frá hinum skrefastigsmönnunum. Skrifari á því láni að fagna í jreim íþróttum sem hann leggur stund á að andstæðingar hans em flestir hverjir ekki á froðusnakksplaninu og reyndar ekki hann sjálfur heldur. Þar er engin minnimáttarkennd ríkjandi né heldur ótti við að tala af sér. Þar em oft stór orð látin falla fyrir kappleiki, orð sem einhverjir verða svo að éta ofan í sig að leik loknum. Það er bara ennþá meira gaman. Sigurg.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.