Fréttir - Eyjafréttir - 30.03.2000, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 30. mars 2000
Fréttir
11
i tvö ár segir frá því sem á daga hans hefur drifið í starfi fyrir hreyfinguna ofl.
iaforða Kiwanis
sérstaklega vegna þess að ég taldi að
ef umdæmisstjórinn væri úr klúbbnum
í Eyjum yrði það honum mjög gott og
eins það að hreyfingin er hreyfing allra
landsmanna ekki bara fyrir
Reykjavíkursvæðið. Ég valdi mína
stjórn með það í huga og þess vegna
voru margir í henni utan af lands-
byggðinni sem gaf mjög góðan
árangur. Einnig reyndi ég að leggja
sérstaka rækt við minni klúbbana úti
um landið og efldi samskipti aðal-
skrifstofunnar í Reykjavík við
klúbbana á landsbyggðinni."
Kynntist mörgu góðu fólki
Hvað stendur upp úr hjá þér á þessum
tveimur ámm?
„Langhæst ber það maður kynnist
ógrynni af góðu og skemmtilegu fólki,
sérstaklega innanlands, en ekki síður
erlendis. Einu sinni á ári er haldið
alheimsþing, Evrópuþing og um-
dæmisþing. Ég hélt til að mynda mitt
umdæmisþing á Akureyri, sem
mæltist mjög vel fyrir. Ég ætlaði að
reyna að halda það í Eyjum, en það
var ekki möguleiki vegna skorts á
gistingu og sér í lagi, engin aðstaða að
halda slíkt þing vegna aðstöðuleysis,
en í hreyfmgunni hér á landi eru um
ellefu hundruð manns.“
Þú nefndir áðan að klúbbastarfsemi
ætti undir högg að sækja, en aðrir
myndu kannski ekki vera sammála
þessu sérstaklega héma í Eyjum, þar
sem margir telja klúbbastarfsemi hér
vera ýmissi annarri félagsstarfsemi
Ijötur um fót og bjóði heim ákveðinni
einangmn?
„Það er kannski með ólíkindum
héma í Eyjum hversu öll félaga-
starfsemi þnfst vel og hversu vel
klúbbar hér hafa komið sér vel fyrir,
sérstaklega hvað varðar húsnæði. Það
sýnir hversu mikið starf er í þessum
klúbbum. Að hafa þak yfir höfuðið er
því mjög nauðsynlegt. Hvað ein-
angmnina varðar held ég að það sé
ekki rétt, því að við vitum að fullt af
mönnum eru jafnvel í fleiri en einum
klúbbi og ég veit eins og með okkur
að við höfum verið að fá unga menn
inn. Þeir menn hafa verið að starfa
fyrir íþróttahreyfmguna og ýmis önnur
félög, sem kunna félagsmála-starfið út
í ystu æsar. Eins og hjá okkur að gefa
mönnum kost á því að vera til reynslu,
vita þeir nákvæmlega að hverju þeir
ganga, þegar þeir em teknir inn og
hefur verið til eftirbreytni hjá öðmm
klúbbum uppi á landi. Við emm 80 í
klúbbnum héma og aldurinn er mjög
dreifður. Á ferðum mínum hef ég
orðið var við að klúbbar em að „eldast
í burtu“, annað hvort gleymt að yngja
upp, eða sofnað á verðinu. Hjá okkur
hefur þessu ekki verið til að dreifa, því
það hefur alltaf verið ásókn í klúbbinn
og alltaf mjög góð mæting á fundi,
sérstaklega í ljósi þess að mjög margir
sjómenn em í klúbbnum."
Hefur víða komið við
Eins og nefnt var hér að framan hefur
Georg tekið sér sitthvað annað fyrir
hendur en starfið í Kiwanisklúbbnum
Helgafelli. Hann segist hafa verið
mikið félagsmálafrík alveg frá hann
var peyi. „Ég byrjaði í skátahreyf-
ingunni og starfaði þar fram yfir
tvítugt. Ég hef starfað mikið fyrir í
þróttahreyfinguna og var mörg ár
formaður knattspymudeildar Þórs og
AFMÆLISTERTAN skorinog
áfram Man. Un. söng í mag-
anum.
GEORG Þór, hrókur alls
fagnaðar í veislunni miklu...
...og veislustjórinn Snorri Jóns-
son sem stjórnaði öllu af mikilli
röggsemi.
GEORG Þór fær afhenta staðfestingu umdæmisstjóratignar sinnar
frá heimsforsetanum Glen Bagnell. Sitthvoru megin við þá eru
eiginkonur þeirra
handknattleiksdeildar Þórs, þjálfaði
meira og minna yngri flokkana í
handbolta og fótbolta, kanttspymuráði
ÍBV, íþróttadómstól ÍBV og í póli-
tíkinni, en ég var nú farinn að smygla
mér inn á fundi hjá Eyverjum áður en
ég hafði aldur til, því það var nú oft
barist þá og svo var ég í stjóm Eyverja
í fjölda ára.“
Forysta Sjálfstæðisflokksins
rak mig í sérframboð
Aðeins af pólitískum afskiptum
þínum. Þú heftirekki alltaf rekist vel í
Sj álfstæði sfl okkn um ?
„Ég gaf kost á mér í prófkjör og var
í bæjarstjóm fjögur kjörtímabil. Þetta
var glæsilegur tími vægast sagt, þó að
hann hafi verið dramatískur líka. Ég
var bæði í minnihluta og meirihluta og
svo fór ég fram sér með óháð framboð
sem náði ótrúlegum árangri. Ég sagði
mig aldrei úr Sjálfstæðisflokknum og
var aldrei ágreiningur um málefni
flokksins sem knúði mig í sérffamboð,
heldur var að forystan í Sjálfstæðis-
“1!
p 1 j
mr
UMDÆMISSTJÓRAR 1998-1999 ásamt heimsforsetanum Glen Bagnell. Georg Þór er í þriðju röð 5.
frá vinstri.
flokknum í Eyjum taldi mig út- bmnn-
inn og vildu mig út af lista. Ég hafði
alltaf barist fyrir því að fram færi
prófkjör en þeir vildu það ekki, eða
þorðu ekki í prófkjör. Ég ákvað því að
fara fram sér og hafði til þess mjög
stuttan fyrirvara, en hafði rosalega gott
og duglegt fólk rneð mér og drifið
áfram, einn, tveir og þrír. Sjálfur var
ég alltaf viss um að ég kæmist inn, en
okkur vantaði ekki nema örfá atkvæði
til að fá tvo menn og það kom kannski
á óvart.“
Heldurðu að þetta hafi haft einhver
langvarandi neikvæð áhrif á Sjálf-
stæðisflokkinn í Eyjum?
„Nei, það varð ekki ofan á og alveg
af og frá. Ég starfa fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn í dag. Þetta var engin djúp
gjá og við vomm allir kunningjar þó
að ég hafi verið inni með mitt óháða
framboð, maður tók bara málefnalega
afstöðu. Það gefur auga leið að miðað
við það að hafa verið búinn að starfa
með Sjálfstæðisflokknum í þrjú
kjörtímabil, þá vissu menn hver hugur
minn var og ég skipti ekki um skoðun
bara fýrir það að vera í minnihluta. Ég
hef horft upp á það áður að menn
breytast eftir því hort þeir eru í
minnihluta eða meirihluta."
Hrekkjalómur
Annað félag sem þú hefur starfað
mikið í, en það er Hrekkjalóma-
félagið?
„Jú það er mjög menningarlegur
félagsskapur, vægast sagt. Það hefur
verið ótrúlega gaman að taka þátt í
störfum þess, því að markmiðið hjá
félaginu er í raun að stríða hver
öðrum, en ekki Pétri og Páli út í bæ,
sem þó er undantekning á við sérstök
tilfallandi tilefni, eins og þegar við
fórum til Bryndísar Schram á sínum
tíma. Aftur á móti höfum við ekki
verið að hrekkja fólk eftir pöntunum,
það hefur verið mjög algengt að bæði
blaðamenn og sjónvarpsfólk hafi
beðið okkur um ýmis tilvik, en við
erum ekkert í slíku, heldur er þetta
spuming um að hafa gaman af
hlutunum sjálfir. Við eigum hins
vegar ekkert upp á pallborðið hjá
öllum og ekki allir jafnhrifnir og við
yfir uppátækjum okkar og það er bara
að virða það. Hugmyndimar em hins
vegar óþrjótandi."
Eins og áður sagði hélt Georg Þór upp
á fimmtíu ára afmæli sitt sl. laugardag
með glæsibrag, svo það er freistandi
að spyrja hann hvort hann sé farinn að
finna fyrir aldrinum, sér í lagi í Ijósi
þess að hann hefur verið ötull og
óþreytandi í félagsmálunum. „Ég veit
það nú ekki, ekkert endilega fimm-
tugur, fertugur, eða tvítugur. Jú, víst
eldist maður og maður verður móðari
með aldrinum, en ekki þar fyrir, ég
spila fótbolta einu sinni í viku með
vinum mínum og hef gert það
síðastliðin átján ár og það heldur
manni í forrni."
Hvaða lyndiseinkunn myndir þú
gefa þér?
„Nú líst mér á það,“ segir Georg og
hlær. „Það hefur nú oft komið fram
og líka í afmælisveislunni að ég á
rosalega erfitt með að segja nei. Ég er
mjög góðlyndur, en ef ég verð vondur
þá líka verð ég vondur og stendur ekki
steinn yfir steini, en það gerist æ
sjaldnar nú orðið og kannski sem
betur fer.“
Benedikt Gestsson