Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 30.03.2000, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 30.03.2000, Blaðsíða 14
14 Fréttir Fimmtudagur 30. inars 2000 Kínverjar smíða tvö skip fyrir Eyjamenn: Verða bæði afhent um mitt þetta ár Kínverjar eru að smíða tvö skip fyrir Vestmannaeyinga og eiga þau að afhendast eftir mitt ár. Um er að ræða togara fyrir útgerð Ofeigs VE, sem einnig er hægt að útbúa á túnfiskveiðar og sérútbúið línuskip fyrir Istún hf. Hallgrímur Rögnvaldsson hefur fylgst með smíðinni fyrir hönd Istúns og lætur hann ekki illa af viðskiptum við Kínverja. Skipasmíðastöðin heitir Huang Pu Guangzhou og er á eyju úti á Perlufljóti. Eyjan tilheyrir borginni Guangzhou (Kanton) sem er um 80 mílur inni í landi upp af Hongkong. í skipasmíðastöðinni vinna um 4000 manns og þar er verið að smíða átta skip af ýmsum stærðum fyrir Islendinga. „Kínverjar eru að smíða fjóra 29 metra langa báta fyrir Islendinga, kúftskveiðiskip fyrir Þórshafnarbúa, 71 metra langt skip fyrir Öm Erlingsson sem gerir út Örn KE og svo tvö skip fyrir Vestmannaeyinga. Túnfiskveiðiskipið sem verið er að smíða fyrir okkur í fstúni er 51,30 m langt 12,20 m breitt og með þremur þilförum. Nýr Ófeigur verður 42 m langur og 11,20 m breiður og verður mjög öflugur togari með möguleika á að fara á túnfiskveiðar," segir Hall- grímur. Hann fór fyrst til Kína 11. janúar og hefur hann samtals eytt þar tveimur mánuðum það sem af er þessu ári. „Ég kom til landsins á fimmtudaginn og fer út aftur 6. apríl. Auk mín er Eyjamaðurinn Gunnar Steingrímsson þama. Hann verður yfirvélstjóri á Öfeigi og fylgist nú með smíðinni fyrir hönd útgerðar- innar.“ Smíðin á Ófeigi er lengra komin og segir Hallgrímur að allur vélbúnaður sé kominn á staðinn, vélar og frystivélar. „Ófeigur verður afhentur í ágúst og okkar skip verður tilbúið aðeins seinna. Siglingin heim tekur um fimm vikur og er siglt í gegnum Súesskurðinn. Við ættum þvf að vera komnir heim með nýtt skip í haust.“ Hallgrímur lætur ekki illa af samskiptum sínum við Kínverjana. Þeirra skipulag sé vissulega öðru vísi en við eigum að venjast. „Kerfið er þungt í vöfum hjá þeim en þeir eru góðir skipasmiðir. En þeir verða að sjálfsögðu að vita hvað við viljum til að geta sinnt þörfum okkar,“ sagði Hallgrímur að lokum. TÚNFISKSKIP ístúns eins og það leit út fyrir tveimur vikum. Þarna má sjá eitt af þremur þilförum skipsins. SÉÐ framan á Ófeig. Smíði á honum er lengra komin og verður hann afhentur í ágúst nk. Ómar og Georg reka sprautu- og réttingaverkstæðið Gljáann: Fljót og góð þjónusta Eins og fram hefur komið í Fréttum eru miklar hrókeringar í bifreiða- og viðgerðabransanum í Eyjum þessa dagana. Hvar Fjölverk var áður til ltúsa við Skildingaveg 8 beint á móti Áhaldaleigunni hefur nú Bílasprautunin Gljáinn hatlð starfsemi sína, en fyrirtækið mun bjóða viðskiptavinum sínum rétt- ingar og sprautun hvers kyns eðalvagna. Það eru Ómar Reynisson og Georg Skæringsson sem reka Gljáann. Ómar hefur starfað við bílasprautun í tuttugu ár, en Georg segir sjálfur að hann sé lærlingur og viðbót við þá skemmti- legu mannslífsflóru verkstæða í Eyjum, og að hann hlakki til að takast á við ný verkefni á þessum sögufræga stað. , já við ákváðum að yfirtaka efri hæðina, og Georg kemur ferskur inn,“ segir Ómar. „En hér hafði Fjölverk verið til húsa áður en reyndar leigði ég aðstöðu hjá Sigga í þessu húsnæði. Það var orðið nauðsynlegt að stækka við sig og þetta var góður kostur, en alls eru þetta um 240 fermetrar með kaffiaðstöðunni, hvar margir andans menn hafa látið gamminn geisa gegnum árin En það kemur maður í manns stað og það verður enginn hörgull á mönnum í spjallið. Við fiskuðum einn núna í dag sem átti leið hjá og hann hefur tilkynnt að hann muni verða fastur gestur hjá okkur í framtíðinni." Ómar segir að Siggi hafi verið ágætur leigusali. „En eins og ég sagði áðan þá var þetta orðin spuming um að hrökkva eða stökkva, nú eða aldrei og við tókum skárri kostinn. Þetta verkstæði er á góðum stað og nú þegar stærsta bílastæði í Eyjum verður héma við hliðina á okkur, þá verða engin vandræði með verkefnin. Við gætum hæglega rétt ogsprautað á meðan fólk skreppur í Áhaldaleiguna eða í Hressó. Við sjáum öflug sóknarfæri á þessum vettvangi." Um framtíðaráform segja þeir fé- lagamir að ýmislegt sé að mótast hjá þeim. „Við sjáum ýmislegt í stöðunni, Fjölverk rekur enn þá vélaverkstæðið hérna á neðri hæðinni, en þegar við höfum yfirtekið það, þá er ekkert því til fyrirstöðu að yfirtaka eyjuna." Þeir félagar segjast sinna öllum tjónum sem upp geta komið og varða réttingar og sprautun. „Við emm með fullkomin tæki til þess og leigjum til ÓLAFUR H. Sigurjónsson, skólameistari tekur við bókagjöflnni sem Eyverjarnir Betsý Ágústsdóttir og Skapti Örn Ólafsson afhcntu fyrir hönd gefenda. Veglegar bókagjafir Nýverið gáfu Eyverjar, félag ungra sjálfstæðismanna, bókasafni Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum veglega bókagjöf. Tilefnið var að í desember sl. varð félagið 70 ára og vildu Eyverjar með því láta gott af sér leiða á þennan hátt. Einnig var gefin bókagjöf á Bókasafn Vestmannaeyja. Fréttatilkynning. Stjórnmálaskóli Sjálfstæðisflokksins: Skólinn verður settur á morgun klukkan 4 Nám í Stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins, sem fara átti fram um síðastliðna helgi, mun fara fram núna um helgina. Skólinn verður settur á morgun klukkan 4, en dagskrá fyrir skólann er að finna í síðasta tölublaði Frétta. Um er að ræða fjölda skemmtilegra, stuttra og hnitmiðaðra fyrirlestra um hin ýmsustu málefni sem snerta okkur öll. Meðal fyrirlesara í skólanum eru Árni Johnsen, Drífa Hjartardóttir, Ámi Sigfússon, Jóhanna María Eyjólfsdóttir ásamt heimafólki. Nánari upplýsingar gefur Skapti Öm Ólafsson í síma 899-2200. Fjölmennum og látum okkur málefnið varða! Eyverjar GEORG og Ómar á verkstæðinu þar sem þeir bjóða jafnvel upp á skveringu á bílnum meðan fólk skreppur á Hressó. að mynda réttingabekk og svo emm við með einn fullkomnasta spraut- unarklefa á landinu. Við emm tilbúnir í allt og bjóðum nýja viðskiptavini velkomna," sögðu þeir félagar glað- beittir og vildu að sjáfsögðu koma á þakklæti til traustra viðskiptavina í gegnum árin. Þeir ætla að taka á móti velunnurum og aðdáendum sínum á morgun föstudag milli kl. 17.00 og 19.00 í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Skildingaveg 8.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.