Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 30.03.2000, Blaðsíða 18

Fréttir - Eyjafréttir - 30.03.2000, Blaðsíða 18
18 Fréttir Fimmtudagur 30. mars 2000 Úrslitakeppni kvenna í handbolta: ÍBV - FH annar leikur STUÐNINGSMENNIBV troðfylltu íþróttamiðstöðina á leiknum á laugardaginn og studdu vel við bakið á sínum konum. Hafa sennilega ekki fleiri mætt á kvennaleik í Eyjum. Landa- KIRKJA - lifandi samfélag! Fimmtudagur 30. mars Kl. 10.00. Mömmumorgunn. Samvera foreldra með ungum bömum sínum. Kl. 14.30. Helgistund í Heil- brigðisstofnuninni í Vestmanna- eyjum, dagstofu 2. hæð. Heim- sóknargestir velkomnir. Kl. 17.00. TTT- kirkjustarf 10-12 ára krakka. Leikir og bæn og allt þar á milli. Kl. 18.00. Kyrrðar- og bænastund. Velkomið er að koma með fyrirbænir. Föstudagur 31. mars Kl. 12.30. Æfíng fellur niður hjá Litlum lærisveinum. Kl. 13.15. Æftng fellur niður hjá Litlum lærisveinum. Sunnudagur 2. apríl Kl. 11.00. Bamaguðsþjónusta með sögum, söng og leikþætti. Góð lofgjörðarstund fyrir alla aldurshópa. Séra Magnús B. Bjömsson er gestaprestur. Messufall verður eftir hádegi vegna þátttöku Kórs Landakirkju, organista og presta í kristnitöku- hátíð í Reykjanesbæ þessa helgi. Kl. 20.30. Æskulýðsfundur í Safnaðarheimilinu. Þriðjudagur 4. apríl Kl. 16.30. Kirkjuprakkarar, kirkju- starf fyrir 7-9 ára krakka. Föndrað verður með umhverftsverkefni. Krakkamir mega koma með msl. Kl. 20.00. Fundur um sorgar- viðbrögð og missi. M.a. rætt um dagskrá næstu fjögur þriðju- dagskvöld. Miðvikudagur 5. apríl Kl. 20.00. Opið hús hjá ung-lingum í KFUM&K húsinu við Vestmannabraut. Nýir unglingar (úr 8.-10. bekk) velkomnir. Kl. 20.00 Aglófundur Fimmtudagur 6. apríl: Kl. 10.00. Mömmumorgunn. Samvera foreldra með ungum bömum sínum. Kl. 17.00. TTT- gott kirkjustarf 10- 12 ára krakka. Kl. 18.00. Kyrrðar- og bænastund. Hvítasunnu KIRKJAN Fimmtudagur Kl. 20.30 Biblíulestur um 1. Korintubréf (Snorri) Föstudagur Kl. 20.30 Unglingamirásam- komu. Laugardagur Kl. 20.30 Bænasamkoma Sunnudagur Kl. 15.00 Vakningarsamkoma Samskot til eilingar trúboði. Þriðjudagur Kl. 17.30 krakkakirkjan með kátínu. Allir velkomnir í Hvítasunnukirkjuna. Aðvent- KIRKJAN Laugardagur l.apríl Kl. 11.00 Biblíurannsókn. Allir velkomnir. Biblían talar 481-1585 Grát- lcgur endir í hörku- leik Leikur númer tvö í viðureign IBV og FH í undanúrslitum Nissan- deildar kvenna var í Eyjum síðasta iaugardag. Með sigri gátu Eyja- stúlkur tryggt sér farseðil í úr- slitaleikinn gegn Gróttu/KR og því var mikil spenna í loftinu. Leik- urinn var þar af leiðandi spennandi í meira lagi og þurfti framlengingu til að fá úrslit sem urðu þau að gestirnir sigruðu 23-22, en eftir venjulegan ieiktíma var staðan 19-19. Það sást strax frá fyrstu mínútu leiksins að taugar leikmanna voru þandar til hins ýtrasta. Mikið var um mistök, spilaðar vom stuttar sóknir og tekin ótímabær og erfið skot í sókn- inni. ÍBV var þó alltaf skreft á undan og rúmlega það því þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður vom Eyja- stelpur þremur mörkum yftr, 6-3. En gestimir bitu frá sér og náðu að minnka muninn niður í eitt mark 8-7 fyrir leikhlé. Andrea Atladóttir byrjaði seinni hálfleikinn eins og þann fyrri, en þá skoraði hún fyrsta mark leiksins og ÍBV var aftur komið með tveggja marka forystu. En Adam var ekki lengi í Paradfs því að aðeins sex mínútum síðar höfðu FH-ingar náð að jafna leikinn 10-10 og komust í kjölfarið yfir 10-12. Eyjastelpur spýttu í lófana og hvattar áfram af troðfullri Höllinni náðu þær aftur yfirhöndinni og leiddu með tveimur mörkum, 19-17 þegar aðeins um fjórar mínútur vom eftir og margir famir að hugsa um leikina við Gróttu/KR. En FH-ingar gáfust ekkert upp og jöfnuðu þegar 30 sekúndur vom eftir. IBV geystist þá í sókn og Andrea skoraði að því er virtist full- komlega löglegt mark, en slakt dómarapar leiksins virtist vera ákveðið í því að fá framlengingu og meiri spennu í leikinn og dæmdu því markið ólöglegt fyrir eitthvað sem enginn veit. Leiktíminn rann út og grípa varð til framlengingar þar sem FH tók öll völd á vellinum á meðan leikmenn IBV gerðu sig seka um hræðileg mistök og fljótfæmi þegar mest á reyndi. Alls fékk liðið fjögur tækifæri á að jafna leikinn í seinni hálfleik framleng- ingarinnar, en allt kom fyrir ekki og FH fagnaði sigri að lokum. Það var IBV þungur baggi í leiknum hversu illa Amelu Hegic gekk að koma sér inn í leikinn. Reyndar var hún tekin úr umferð lungann úr leiknum og í fram- lengingu, en þau skot sem hún tók voru oft laflaus og erftð. Einnig hafði liðið ekki taugar í framlenginguna þar sem vömin vann boltann, en svo var boltanum hreinlega gloprað í hendur gestanna á innan við 10 sekúndum. Hið góða er hinsvegar að liðið getur spilað miklu betur en það gerði þennan laugardag og á alveg jafn mikið enndi í Gróttu/KR eins og FH. Mörk ÍBV: Andrea 5, Guðbjörg 4, Mette 4, Anita 4, Amela 3/3, Ingi- þjörg 2. Varin skot: Vigdís 20/1, Lukrecija 2. Foreldrar Litlu lærisveinanna Senn fer að hefjast undirbúningur hjá Litlum lærisveinum fyrirþátttöku í hátíðahöldum vegna kristnitökuafmælis í sumar. Þess vegna óskar kórstjóri eftir því að foreldrar núverandi og fytrverandi kórfélaga komi búningum til skiki í safnaðarheimilið hið fyrsta. Foreldrafundur hjá Litlum lærissveinunt verður haldinn í Safn- aðarheimilinu þriðjudaginn 4.apríl kl. 18:00. Þar verður dagskrá vorsins og sumarsins m.a. kynnt og skoðuð. Mjög mikilvægt er að sem llestir foreldrar sjái sér l'ærí að mæta á þennan fund. Guðrún Helga Bjamadóttir, kórstjóri Nýjung í Brimnesi - Litgreiningarvél Óskaliturinn með tækninnar Byggingavöruverslunin Brimnes tók í notkun rétt fyrir jólin tæki, svokallaða litgreiningarvél sem gerir viðskiptavininum mögulegt að fá nákvæmlega þann lit sem hann vill fá án þess að þurfa að notast við litakort við samanburð á litum. Vilji t.d. ung heimasæta iáta mála herbergið sitt í sama lit og uppáhaldsleikfangið er í þarf hún bara að mæta í Brimnes með leikfangið, fá það litgreint og þá er ekkert eftir nema blanda Íitinn og mála herbergið. Svavar Sigmundsson, kaupmaður í Brimnesi, segir að notkun á litgreiningarvélinni hafi ekki byrjað af alvöru fyrr en eftir áramótin og síðan hafi eftirspurn eftir þjónustunni aukist. „Það er gaman að geta veitt þessa þjónustu því nú getur fólk sem er í málningarhugleiðingum komið með t.d. leikfang, gardínuefni, mynd eða málningarflögu og litgreiningarvélin finnur út með ótrúlegri nákvæmni hvaða lit er um að ræða. Þetta hefur komið vel út og léttir fólki val á málningu," segir Svavar. Nú fer í hönd mikil málningartíð og segir Svavar að litgreiningarvélin kom sér vel fyrir þá sem ætla mála utanhúss, ekki síst ef þarf að hressa upp á málningu á klæðningu. „Þá er bara að láta okkur skjóta á litinn og drífa sig svo í að mála," sagði Svavar að lokum. SYSTKININ, Selma og Hákon vildu fá sama lit og uppáhalds bangsinn þeirra er. Það var einfalt mál fyrir Svavar í Brimnesi að bjarga því.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.