Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 30.03.2000, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 30.03.2000, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 30. mars 2000 Fréttir 13 Héraðsdómur Reykjaness sýknar markvörð ÍBV: Ekkert bendir til ásetnings Á fostudaginn var Gunnar Bergur Runólfsson, markniaður ÍBV í 2. flokki í knattspyrnu, sýknaður af ákæru um líkamsárás vegna atviks í leik í Kópavogi gegn HK þar sem Villý Þór Olafsson fótbrotnaði eftir tæklingu við Gunnar Berg. I ákær- unni var Gunnar Bergur sakaður um að hafa hlaupið sex til níu metra út frá markinu að Villý Þór sem lék í átt að markinu. Átti Gunnar að hafa rennt sér harkalega í fæturna á Villý Þór og komið höggi á miðjan hægri sköflung með þeim afleið- ingum að fótleggurinn brotnaði. Þess var krafist að Gunnar Bergur yrði dæmdur til refsingar auk þess sem hann var krafinn skaðabóta að upphæð 1.099.944 krónur auk vaxta. Krafist var sýknu af hálfu ákærða og að málsvarnarlaun yrðu greidd úr ríkissjóði. Fyrsta mál sinnar tegundar hér á landi Málið, sem er fyrsta mál sinnar tegundar hér á landi, var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness, skipuðu dómari og tveir meðdómendur hann og var Guðmundur Haraldsson fyrr- verandi milliríkjadómari í knattspymu annar þeirra. Leikurinn, sem fram fór laugar- daginn 30. janúar, var Iiður í Islands- mótinu í innanhússknattspymu og var staðan 3-5 fyrir HK og skammt til leiksloka þegar umrætt atvik átti sér stað. Fjöldi vitna var kallaður til og einnig var stuðst við skýrslur dóm- aranna Liljars Heiðarssonar og Huga Sævarssonar. Samkvæmt skýrslu dómaranna var brotið alvarlegt og fékk Gunnar Bergur umsvifalaust að sjá rauða spjaldið og var vikið af leikvelli. Liljar sagðist aldrei hafa séð eins gróft brot og Hugi sagði að um grimmilega tæklingu hafi verið að ræða. Báðir vom dómaramir sammála um að um ásetning hefði verið um að ræða. Á gmndvelli þessa var Gunnar Bergur dærndur í fimm leikja bann af aganefnd KSÍ. Vitnisburður Gunnars Bergs I lögregluskýrslu sagði Gunnar Bergur að Villý Þór hefði fengið boltann um miðjan völl og leikið í átt að marki IBV. Hann hafi hlaupið út úr markinu til þess að verja markið og stokkið á móti Villy Þór, eins og markmenn gera, með alla anga úti, þegar Villy Þór nálgast vftateigslínu handbolta- vallarins. Gunnar Bergur segist hafa fyrst komið við boltann en síðan farið með sólann í fótlegg Villys Þórs, sem fallið hefði í gólfíð. Ekld vissi hann fyrr en eftir á að Villy Þór var fótbrotinn. Þá sagðist hann hafa fagnað því að hafa náð boltanum af Villy en ekki því að hafa meitt hann. Vitnisburður Villys Þórs Villy Þór segir í lögregluskýrslu að hann hafi náð að leika á tvo leikmenn ÍBV og haldið áfram í átt að marki ÍBV. Hann hefði þá séð markmann IBV koma á móti sér og því leikið boltanum til hægri. Markmaðurinn hefði þá hent sér með báða sóla á undan sér og skollið á innanverðum hægri fæti hans. Villy Þór segist strax hafa gert sér grein fyrir því að hann var fótbrotinn og hann kvaðst muna að markmaðurinn hefði strax staðið upp og sagt, „yes, mér tókst það“, en síðan gengið rakleitt af vellinum án þess að búið væri að reka hann út af. Villy Þór kvað markmanninn hafa ekki átt nokkum möguleika á að ná til boltans og sjálfur hefði hann átt GUNNAR Bergur í tölvutíma í Framhaldsskólanum: -Þá fannst mér eins og ég væri orðinn glæpamaður. Eg þoldi álagið en ég verð að viðurkenna að ég er feginn að þetta er afstaðið, segir hann um þessa reynslu. auðvelt með að senda boltann í autt markið hefði markmaðurinn ekki komið í veg fyrir það með þessari árás sem Villy Þór fullyrti væri ekki óviljaverk. Með og móti Fjöldi vitna var kallaður fyrir dóminn og samkvæmt vitnisburði þeirra er óumdeilt að Gunnar Bergur fór í tæklinguna en að öðm leyti er vitnis- burðurinn með eða á móti og þar skiptast menn í tvær fylkingar, HK- vitni, og í þeirra hópi eru dómarar leiksins og IBV-vitni þar sem Bjami Jóhannsson, þá þjálfari meistara- flokks, var meðal áhorfenda á leiknum og bar hann vitni fyrir dómi. Einnig vom læknar kallaðir fyrir dóminn. Eins og áður hefur komið fram er þetta mál einstakt í knattspymu hér á landi. Dómarar málsins fóra á vettvang í íþróttahúsinu í Digranesi eftir málflutning og kynntu sér aðstæður og ástand og áferð vallar- gólfs. Forsendur og niðurstaða í forsendum og niðurstöðu dómsins segir að málið sé sprottið af því að Villy Þór hafi leikið í átt að marki ÍBV þar sem Gunnar Bergur var einn til vamar. „Þegar tveir til þrír metrar vom á milli Gunnars Bergs og Villys Þórs, sem var með knötdnn fyrir framan sig, fór ákærði í tæklingu, en í sömu andrá lék Villy knettinum til vinstri og stóð í hægri fót en leikmennimir skullu saman með þeim afleiðingum að fótleggur Villys Þórs þverbrotnaði,“ segir í dómsforsendu. Þar segir einnig að eftir því sem ráða má af framburði Gunnars Bergs og vitna hafi atvikið gerst við punktalínu handboltavallarins. „Með framburði vitna þykir í ljós leitt að ákærði (Gunnar Bergur) hafi haft fulla stjóm á tæklingunni, en það leiðir til þess að sú staðhæfing í ákæm, að ákærði hafi hlaupið sex til mu metra út frá marki sínu að Villy Þór, fær ekki staðist. Að hafa fulla stjóm á tæklingu merkir á knattspymumáli að við- komandi leikmaður sé með fætur sína á vellinum en ekki lofti.“ Dómurinn telur sannað að boltinn hafi verið í leikfæri þegar atvikið átti sér stað sem merkir að ákærði hafi átt möguleika á að ná til knattarins. „í ljósi framburðar flestra vitna og í reynd framburðar ákærða sjálfs, telur dómurinn að tækling ákærða hafí verið það sem á knattspymumáli kallast skriðtækling eða með öðmm orðum rennitækling. Hún felst í því að leikmaður kastar sér niður og rennir sér með fætuma á undan sér á vell- inum í því skyni að ná til knattarins. Dómurinn telur sannað að ákærði hafi verið of seinn í tæklinguna og það hafi orðið til þess að Villy Þór slasaðist. Á hinn bóginn er ekkert fram komið sem bendir til þess að ákærði hafi rennt sér fyrir Villy Þór í þeim ásetningi að valda honum líkamstjóni. Verður því fráleitt talið að háttsemi ákærða varði við brot almennra hegningalaga eins og í ákæm er talið." Dómurinn telur að vegna eðlis knattspymu sé leikmönnum talið heimilt að beita nokkurri hörku til að stöðva mótheija og ná af honum knetti þótt því fylgi iðulega nokkur hætta fyrir hann. Þá er vísað til reglna í knattspymu sem afdráttarlaust banna skriðtæklingar í innanhússknatt- spymu. Fyrir slik brot eigi að vísa leikmanni tafarlaust af leikvelli eins og gert var í þessu tilviki. Með hliðsjón af öllu því sem fram kom telur dómurinn að brotið feli ekki í sér refsiábyrgð þó um hafi verið að ræða brot samkvæmt knattspymu- reglum. Og að mati dómsins fól háttsemi ákærða ekki í sér beina árás á Villy Þór, heldur rangt mat á hættunni sem af háttseminni kynni að stafa,“ segir í dómnum. Er niðurstaða hans sú að sýkna beri ákærða af öllum kröfum ákæmvaldsins. Veijandinn sáttur Jóhann Pétursson, lögfræðingur í Vestmannaeyjum, veijandi Gunnars Bergs, var að vonum ánægður með niðurstöðu dómsins. „Eg er mjög sáttur og finnst dómarar taka vel á málinu. Reyndar sleppa þeir ýmsum atriðum sem koma fram í vitna- leiðslum og sýna hvað illa ígmnduð ákæran er. Vitnisburður var með þeim hætti að engu líkara var en að menn hefðu ekki verið á sama leiknum. Staðsetning sumra gat ekki staðist og aðrir vissu ekki hvar þeir vom í húsinu á umræddum leik,“ sagði Jóhann. Ekki á hann von á að málinu verði áfrýjað en ákæmvaldið ætlar sér góðan tíma til að ákveða hvort áfrýjað verður eða ekki. Leið eins og glæpamanni Gunnar Bergur segir í samtali við Fréttir að hann sé mjög ánægður með þessi málalok. „Þetta er líka í sam- ræmi við það sem við héldum fram allan tímann,“ segir Gunnar Bergur. Hann segist ekki gert sér grein fyrir alvöm málsins fyrr en hann var allt í einu kominn í dómssal í hlutverki hins ákærða. „Þá fannst mér eins og ég væri orðinn glæpamaður. Ég þoldi álagið en ég verð að viðurkenna að ég er feginn að þetta er afstaðið." Gunnar Bergur stefnir ótrauður á að halda áfram í fótboltanum. „Ég vona að þetta skemmi ekki fyrir mér. Villy Þór er byijaður að spila á fullu en við höfum eklci mæst á vellinum ennþá. Væntanlega eigum við eftir að hittast þar og er í góðu lagi þó hann skori mörk hjá mér svo framarlega sem við skomm fleiri,“ segir Gunnar Bergur að lokum. SVO í lokin, tvær myndir sem sýna að flestir skemmtu sér vel um helgina þó víða hafi verið þriing á þingi. ÞRONG a dansgolliiui hja Skítanióral á Fjðrunni. Hljómsveitii fékk góð einkunn gesta enda þekktir fyrir gott stuð. LENGI lifir i gömluni glæðum, Bjöggi, Sigga Beinteins og Grétar Örvars tættu og trylltu á Höfðanum. FLUGFELAG ISLANDS Gerum öllum fært að fljúga Upplýsingar og pantanir, 481 3300 www.flugfelag.is Uti a lmnu, NÆRRI lætur að 600 til 700 manns liafi farið út á lífið í Vestmannaeyjum sl. laugardagskvöld. 300 manns voru á Fjörunni þar sem Skítamórall fór mikinn, 200 manns sáu og heyrðu Bjögga, Siggu og Grétar á Höfðanum og um 200 manns hcimsóttu Gogga í Klöpp fimmtugan í Kivvanishúsið. AI)DA með tengdapabbann, Adda Palla, upp á arminn og ekki að sjá að þeim leiðist.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.