Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 25.05.2000, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 25.05.2000, Blaðsíða 8
8 Fréttir Fimmtudagur 25. maí 2000 ¥ ' A 'lf ^ •^3KS=53=SJS IF/ ; w jV J , /\ i K. M N Guðrún og Erla fullnuma nuddarar Sl. laugardag útskrifuðust þær Guðrún Krist- mannsdóttir og Erla Gísladóttir frá Nuddskóla íslands en útskriftin fór fram í Fjölbrautaskólanum við Armúla. AUs útskrifuðust tólf nuddarar að þessu sinni og er það stærsti árgangur sem útskrifast hefur frá skólanum til þessa. Báðar hafa þær rekið nuddstofur í Eyjum í eitt ár en lokahluti námsins er einmitt í því fólginn að vinna á nuddstofu. En nú hafa þær lokið náminu að fullu og hyggjast báðar halda áfram með sínar stofur í Eyjum enda segir Erla að nóg sé að gera í þessari grein. Á nuddstofum er m.a. boðið upp á svæðanudd, ilmolíunudd, vöðvabólgunudd, íþróttanudd og sogæða- nudd en Erla segir að auk þessa sé í náminu farið í íþróttameiðsl og íþróttateygjur. Hún segir að greinilega hafi verið þörf fyrir þessa þjónustu í Eyjum því að báðar hafi þær haft yfirdrifið nóg að gera frá því að þær byijuðu. Erla segir að vöðvabólgunuddið sé langalgengast og fólk noti sér það í æ ríkara mæli til að fá bót meina sinna í stað þess að leita á náðir lyfja enda sé nuddið mun heilnæmara en lyf. Síðastliðinn miðvikudag var Jói á Hólnum með dulitla móttöku fyrir vistmenn Hraunbúða á hinum eina og sanna Hól, sem Jói kennir sig við. Að sögn Hönnu Þórðardóttur deildarst jóra föndurstofu Hraunbúða kom upp hugmynd um að gera eitthvað til tilbreytingar og þegar farið var að hugsa málið var ákveðið að freista þess að reyna inngöngu hjá Jóa á Hólnum. „Við hringdum svo í Jóa og hann tók mjög vel í hugmyndina og hófst þegar í stað handa við að hella upp á könnuna og baka vöfflur, auk jiess sem hann hafði samband við Hilmar Sigurðsson nikkara.“ Hanna sagði að allir hefðu verið mjög ánægðir með heimsóknina og að kviknað hcfðu ýmsar hugmyndir um að gera eitthvað fleira skemmtilegt. Hanna vildi að lokum koma á framfæri þökkum til Jóa og Binna hjá ferða- þjónustunni sem keyrði hópinn. Hér á myndinni má sjá hópinn ásamt harmonikkuleikaranum Hilmari Sigurðsyni og gestgjafanum Jóa á Hólnum. Fr.v. Gunnar Kristinsson, Sigríður Haralds, Magnea Bergvins, Margrét Péturs, Kristjana Sigurðar, Þórunn Magg, Erla Eiríks, Vilborg Andrésdóttir, Klara á Látrum, Jórunn Helga, Anna Tomm, Lea Sigurðar, Guðrún Einars, Svala Hauks, Hanna Þórðar, Steingerður Jóhanns. NÝÚTSKRIFAÐAR og tilbúnar í slaginn, Guðrún og Erla. Hefur þú skapað þínu fyrirtæki jákvæða ímynd? Opið hádegiserindi um ímyndarsmíð: Staður: Rannsóknasetrið, Strandvegi 50 Dagsetning: Fimmtudaginn 25. maí (í dag) Tími: 12.05-13.00 Ímyndarsmíð - hvað em ímyndir og hvað er ímyndunarafl og hvemig em ímyndir notaðar markvisst til kynnninga og áróðurs. Boðið verður upp á léttar veitingar Þátttökugjald er kr. 500. Erindið flytur Guðmundur Oddur Magnússon en hann sér um deild í grafískri hönnun við Listaháskóla íslands en í þeirri deild er kennd myndræn framsetning á hverskyns upplýsingum, áróðri, skrumi og þjóðþrifamálum. Allir velkomnir sjá einnig: http://www.eyjar.is/rannsoknir/ BÍLL TIL SÖLU MMC Pajero V6. 3,0 bensín 4x4. Árg. ‘90. Þrennra dyra, styttri gerð. Ek. 172 þús. 5 gíra. Skoðaður, mjög vel með farinn bíll í góðu standi. Vökvastýri, rafknúnar rúður, dráttarkrókur, króm- felgur, ný aukadekk á sportfelgum. - Lækkað verð! - Fæst á góðum kjörum - Skipti á ódýrari bíl ath. Til sýnis hjá Bílverk, Flötum 27 AUGLÝSING U M STARFSLEYFI í samræmi við lög nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvamir og reglugerð nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun, liggja drög að starfsleyfi fyrir Sæfell ehf, til kynningar í ráðhúsi Vestmannaeyja og hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands að Strandvegi 50, Vestmannaeyjum. Frestur til að gera athugasemdir er til 19. júní n.k. Athugasemdir sendist skriflega til Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Að gefnu tilefni vill Heilbrigðiseftirlit Suðurlands benda hlutaðeigandi aðilum, sveitarstjórnum og rekstraraðilum á að samkvæmt lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvamir, ber að afla starfsleyfis fyrir alla nýja starfsemi svo og vegna eigendaskipta eða meiriháttar breytinga á rekstri sem getur haft í för með sér mengun. Umsóknareyðublöð er hægt að fá á slóð okkar á http://www.sudurland.is/hs og á skrifstofu okkar að Strandvegi 50, Vestmannaeyjum. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands STRANDVEGI 50 • 9 0 0 VESTMANNAEYJAR SÍMI: 481 1111 • FAX: 481 3114 • hs@eyjar.is Spurt er???? Áað fresta hafnar- fram- kvæmdum vegna Keikós? Friðrik Asniundsson, fyrrv. „Efþeir Keikómenn eru hræddir þá eiga þeirað kippa honum út á stundinni. Von- andi farnast þeim vel.“ Hafsteinn Gtiðlinnsson. for- stiiðuniaður Hafrannsókna- stofnunar í Vestmannaeyjuni: Bára Grímsdóttir, tónlistar- kennari: Árný Heiðarsdóttir, rekur gisti- hús: „Nei." Atli Elíasson, steypuframleið- andi: „Eruð þið eitthvað bilaðir?!" Sigmund Jóhannsson, uppfínn- ingamaður: „Auðvitað. Og helst ættu allir að flytja burt úr Eyjum til að tryggja að hann verði ekki fyrir neinni truflun. Állt fyrir Keikó." skolastjóri:

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.