Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 25.05.2000, Blaðsíða 21

Fréttir - Eyjafréttir - 25.05.2000, Blaðsíða 21
Fimmtudagur 25. maí 2000 Fréttir 21 ira ein setning listarmaður sem á laugardaginn anka 2000 kafi í fortíðinni, því að miðillinn breytist alltaf, eftir því hvað hentar hverju sinni. Sýningin er því hluti af þessari veröld, en miðillinn nýr.“ Náttúran skiptir miklu máli Hversu mikils virði er náttúran í þinni myndhugsun og ef við höldum okkur við líkinguna um bíóið má þá líta á náttúruna sem hluta af sviðsmynd, því í bíói er jú alltaf verið að skipta á milli sviðsmynda, eins og í lífinu sjálfu, eða hvað? „Maður hefur allt þetta fallega sem maður hefur alist upp við og náttúran skiptir miklu máli í myndlist minni. Ég er alin upp í Eyjum og hef séð Eyjamar frá mörgum ólíkum hliðum og slíku gleymir maður ekki Mig langar til þess að bæta einhverju við, sem er ekki sýnilegt, en hefur mikla fegurð fyrir mér. Þannig breyti ég sviðsmyndinni og bý til nýjar tengingar. Það er líka einn kjarninn í sýningunni.“ Það eru margir listamenn sem þú hefur dálæti á og þar á meðal eru Louisa Matthíasdóttir, Júlíana Sveins- dóttir og Muggur. Eru sterk tengsl á milli þín og þeirra? „Louisa málaði alveg stórglæsilegar uppstillingar, en hennar veröld er mikið í þögninni, sem ég kann ágæt- lega við. Þar ræður maður sér sjálfur án þess að þurfa að tala um hlutina. Mér finnst myndlistin skýra sig sjálf og að hún eigi að gera það. Það þarf ekki alltaf að vera að bulla eitthvað um myndlist. Hlutimir breytast og menn éta ofan í sig það sem þeir hafa áður sagt. Til hvers? Mér finnst Louisa falleg í sinni hugsun alveg eins og Júlíana og Muggur. Þau em hjartamálarar, fullir af einlægni, þrátt fyrir að vera ólíkir. Þetta er líka spuming um að gleðja aðra, ef Muggur seldi mynd, þá var hann fyrstur manna til þess að slá upp veislu og kaupa gjafir, og lofa öðmm að taka þátt í þeirri velgengni, þrátt fyrir að hann var alltaf fátækur, ef út í það er farið. Mér finnst þetta fallegt. Éinser með Louisu, hún þarf enga heimspeki á bak við sig til þess að tengjast ein- hverju víðáttubrjálæði svo gagn- rýnendur geti skoðað sýningar hennar. List er ímyndun og ímyndunarafl, ekki einhver fom heimspeki, sem þarf endalaust að tengja einhveijum kenn- ingum. I því samhengi er myndlistin mín bara frá hjartanu; það sem ég les, skoða og upplifi. Þess vegna finnst mér vont að vera í viðtali og kann það ekki. Annað hvort er maður mynd- listarmaður eða ekki og þarf ekki neinn heimspeking til þess að vima í til þess að vera góður myndlistar- maður. Það má gera allt í myndlist og maður ræður hvað maður gerir og þarf ekki alltaf að vera að skilgreina það.“ Hver er það sem ákvarðar það að myndlistarmaður sé myndlistar- maður? „Helgi Þorgils sagði einhvem tíma að þetta byrji þannig að manni finnst gaman að teikna, þannig held ég líka að þetta sé. Maður segir ekki einn góðan veðurdag. „Jæja nú ætla ég að verða myndlistarmaður“. Þetta byijar bara þegar maður er bam og kannski tekur maður öðm vísi eftir um- hverfinu, eins og til dæmis vegg- fóðrinu í eldhúsinu heima, eða litunum á veggjunum. Ég var bara inni í þessum litaheimi og hann var veröld mín. Stundum full af gleði og stundum ekki. Þessi veröld æskunnar er mér jafn lifandi í dag og hún var þá.“ Benedikt Gestsson Guðmunda Hjörleifsdóttir skrifar: Eru líknarfélög að verða „liðin tíð?“ En alls staðar ber að sama brunni. Starfíð liggur á höndum fárra kvenna því í dag virðast konur almennt ekki hafa tíma til þess að sjá af nokkrum klukkustundum á ári við störf í sínu félagi. Eða er ekkert hægt að gera nema fá greidd laun fyrir það? Væri lausnin e.t.v. að sameina krafta þeirra kvenna sem enn vilja vinna í sjálfboðavinnu og gera úr því eitt öflugt félag? Undanfamar vikur hefur þessi spuming verið ofarlega j huga mínum. Ég hef starfað í Slysa- vamadeildinni Eykyndli í 25 ár og hef alltaf haft af því mikla ánægju. En nú spyr ég: -Hvað er til ráða? í dag em starfandi þijú kvenfélög hér í bæ, þ.e. Svd. Eykyndill, Kvenfélagið Líkn og Kvenfélag Landakirkju. 011 þessi félög hafa unnið mikið og gott starf í gegnum árin með góðum og dyggum stuðningi bæajrbúa. En alls staðar ber að sama bmnni. Starfið liggur á höndum fárra kvenna því í dag virðast konur almennt ekki hafa tíma til þess að sjá af nokkmm klukkustundum á ári við störf í sínu félagi. Eða er ekkert hægt að gera nema fá greidd laun fyrir það? Væri lausnin e.t.v. að sameina krafta þeirra kvenna sem enn vilja vinna í sjálf- boðavinnu og gera úr því eitt öflugt félag? Starfið felst fyrst og fremst í fjáröflunum og höfum við leitað mikið til einstaklinga og fyrirtækja í bænum sem alltaf taka jafnvel á móti okkur. En til þess að félögin leggist ekki af þurfa konur að reyna að finna smátíma til að sinna þessu starfi. Því fleiri sem við emm, því léttara verður starfið. Líður okkur ekki öllum pínu- lítið betur þegar við höfum látið gott af okkur leiða? Þetta bréf er ekki skrifað sem ádeila á einn eða neinn, heldur frekar til að fá okkur aðeins til að hugsa. Ég vil einnig taka það fram að þetta em mínar hugsanir en ekki skrifaðar í nafni félagsins. Eyjakonur! Viljum við að þessi félög heyri sögunni til? Stöndum saman, sýnum hvað í okkur býr, eflum félagsstarfið. Með kveðju. Guðmunda Hjörleifsdóttir HÚSEY BYGGINGAVÖRUVERSLUN VESTMANNAEYINGA FLUGFELAGISLANDS Sumaráætlun tekur gildi 3. apríl Fjórar ferðir á dag Bókanir og upplýsingar um flug í s. 481 3300 www.flugfelag.is Skólagarðar Enn eru laus des í skólagörðunum fyrir börn sem voru í 5. og 6. bekk í vetur. Settar verða niður kartöflur föstudag 26. maí klukkan 17 en starfsemin hefst svo af fullum krafti 5. júní. Matjurtagarðar eldri borgara Eldri borgurum bæjarins gefst kostur á að setja niður kartöflur og kálplöntur í tilbúin des í Löngulág. Starfsmenn garðyrkjudeildar verða á staðnum föstudag 26. maí klukkan 17. Kostnaður í lágmarki. Verkfæri á staðnum. Áhugasamir hringi í síma 4811533. Garðyrkjustjóri. ‘66 ‘66 ‘66 ‘66 ‘66 ‘66 ‘66 ‘66 ‘66 ‘66 ‘66 66 Undirbúningsfundur vegna, árgangsmóts ‘66 1. og 2. sept. nk. verður á morgun, FÖSTUDAG kl.21.00 á MÁNABAR. Nefndin HEIMASÍÐAN: www.eyjar.is/model66 Eyjamenn athugið ÍBV-kvennaráð vill vekja athygli á því að allir þeir sem vilja vinna við Vöruvals- og Shellmótið hafi samband við Guðnýju ísíma 481 1897 Innilegar þakkir til þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langa- langaafa Haraldar Hannessonar, skipstjóra og útgerðamanns, Fagurlyst, Vestmannaeyjum Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sjúkrahúss Vestmannaeyja fyrir góða umönnun. Unnur Haraldsdóttir Ásta Haraldsdóttir Hannes Haraldsson Sigurbjörg Haraldsdóttir bamaböm, bamabamaböm Magnús B. Jónsson Magnea Magnúsdóttir Friðrik Már Sigurðsson og bamabamabamaböm.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.