Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 25.05.2000, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 25.05.2000, Blaðsíða 14
14 Fréttir Fimmtuudagur 25. maí 2000 Fréttir kynna Keikófólkið: Blair Mott kafari hefurferðast um allan heim, tekið þátt í < Þið hafið ykkar Júróvisjon -sem er eitthvað sem ég hefði ekki viljað missa af, segir hann BLAIR -Ég er hérna vegna vinnunnar og var ekki mikið að velta hlutunum fyrir mér. Mér fannst þó frábært að vera allt í einu kominn norður á 63° á stað sem ég hafði aldrei komið til áður. Ég lít að sumu leyti á þetta sem ævintýri og var ákveðinn í að láta ekki kuldann hafa áhrif á mig og hann hefur ekki háð mér til þessa. Blair Mott er á margan hátt eins og klipptur út úr bandarískri bíómynd, er myndarlegur og hefur hressilega og einlæga framkomu sem strax nær að heilla nærstadda. Hann er uppalinn í Kaliforníu og hefur svolítið kæruleysislegt yfirbragð, sem kannski er tilkomið vegna nálægðar við sól og sand. Hann er samt langt frá því að vera kærulaus þó hann sé kannski dæmigerður strandarpeyi frá hinni sólríku Kaliforníu. Blair er kafari að atvinnu og þessi eiginleiki hans hefur nýst honum í starfi því hann hefur starfað víða um heim við að kynna undirdjúpin og það líf, sem þar er að finna, fyrir ferðamönnum. Einnig hefur hann leikið í kvikmyndum, auglýsingum og tekið að sér áhættuatriði. Hann starfaði í nokkur ár fyrir Jean-Michel-Cousteau, sem hlýtur að vera draumur hvers kafara og þar rataði hann í hvert ævintýrið á fætur öðru. Blair vill ekki gera upp á milli verkefna sem hann hefur tekið að sér eða átt aðild að en Keikó-verkefnið er þar ofarlega á blaði. Hann kom fyrst til Eyja í febrúar 1999 og hefur tími hans hér að mestu farið í vinnu en hann hefur þó gefið sér tíma til að kynnast menningu íslendinga um leið og hann leggur sig fram um að koma bandarískri menningu á framfæri. Reynir við íslenskuna Þegar Blair kom í viðtalið á Fréttum fylgdu þau skilaboð að hann hefði náð lengst Bandaríkjamannanna, sem hér starfa hjá Ocean Futures, í að læra íslensku. Sjálfur vildi hann ekki gera mikið úr þessari hæfni sinni, sagðist þó treysta sér til að stauta sig í gegnum texta í blaði. „Ég væri svona hálftíma að lesa þennan bút með aðstoð orðabókar," segir Blair og bendir á fimm cnt bút í blaði þegar íslenskukunnáttan er borin upp á hann. „Ég er heldur ekkert viss um að ég sé sá besti í hópnum en ég veit að ég get lært íslensku. Eitt af því sem ég segi oft er: -Eigum við að kafa núna eða eigum við að kafa strax,“ bætir hann við og hlær. Blair Mott er 29 ára og er lærður kafari. Hann fæddist í Chicago en áður en hann hafði náð eins árs aldri hafði fjölskyldan flutt til Santa Barbara í Kalifomíu. „Santa Barbara er í tveggja klukkustunda íjarlægð norðan við Los Angeles og fimm klukkustunda frá San Fransisco. Ég kláraði mennta- skóla í Santa Barbara en þaðan lá leiðin til eyjarinnar Dominica þar sem ég dvaldist í 14 mánuði og kenndi köfun. Það var mitt fyrsta starf sem atvinnukafari en þá var ég 18 ára,“ segir Blair þegar hann fer á hundavaði yfir fyrstu ár ævinnar. Ævintýrið hefst Hann var þá þegar orðinn lærður kafari og í framhaldi af dvölinni í Dominica kenndi hann köfun vítt og breitt en var ákveðinn í að læra meira í greininni og hélt aftur til Santa Barbara. „Við tók nám í köfun þar sem lögð var áhersla á köfun við borpalla, olíu- og gasleiðslur neðan- sjávar og fleira sem tengdist olíuiðnaði en það átti ekki fyrir mér að liggja að vinna á þeim vettvangi því með náminu vann ég hjá sædýrasafni í Santa Barbara. Það starf var að suniu leyti ekki ósvipað olíuköfuninni. Sæ- dýrasafnið var úti á langri bryggju sem á voru veitingastaðir og verslanir, ekki ósvipað því og víða er á sólar- ströndum. Auk þess að veiða dýr fyrir safnið sá ég um að sjóveitukerfi safnsins væri í lagi.“ Stjómendur safnsins sáu að Blair gat fleira en kafað og ákváðu að nýta sér persónutöfra hans í þágu safnsins. „Ég var beðinn um að kafa, leita að einhverjum sjávardýrum og korna með þau upp og kynna þau fyrir gestum safnsins. Einhvetju sinni kom þama hópur fólks sem ég var kynntur fyrir. Þessi hópur, sem var frá Jean- Michel-Cousteau stofnuninni, var að undirbúa beinar útsendingar úr undir- djúpunum með sjónvarpi. Ég var beðinn um að taka þátt í verkefninu og líkaði vel. Þau höfðu áhuga á að fá mig til ffekari starfa og þá stóð ég allt í einu auglitis til auglitis við sjálfan Jean-Michel-Cousteau og þá sagði ég bara vá!!!! Því það er draumur hvers kafara að fá tækifæri til að hitta þennan mann. Hópurinn bauð mér vinnu áffam. Ég bað um tveggja vikna umhugsunarfrest og að honum loknum ákvað ég að slá til.“ Blair segir að þama hafi hann í einu vetfangi verið kominn inn í allt annan heim. verkefnið hafi verið miklu stærra en hann hafði áður kynnst. í staðinn fyrir að vera að útskýra furður undirdjúpanna fyrir 40 til 50 manns stóð hann nú frammi fyrir 600 til 700 manns. „Ég byijaði í Karabíska hafinu en þaðan lá leiðin um allan heim, til Alaska, Afríku, Grikklands, svo nokkur lönd séu nefnd, en í allt heimsótti ég 45 lönd á næstu misserum. Úthaldið var þetta fjórir til fimm mánuðir og yfirleitt stoppaði ég ekki heima nema í tvær til þijár vikur. Þá var ég líka að vinna því ég þurfti að

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.