Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 25.05.2000, Blaðsíða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 25.05.2000, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 25. maí 2000 Fréttir 19 Þóranna Halldórsdóttir og Freydís Vigfúsdóttir: Dýrmætar stundir sem gleymast aldrei ÞÓRANNA Halldórsdóttir og Freydís Vigfúsdóttir fluttu ávarp fyrir hönd nemenda. Á milli þeirra stendur Anna Rós Hallgrímsdóttir sem var meðal nemenda sem fengu viðurkenningu fyrir frábæran námsárangur. Þóranna Halldórsdóttir og Freydís Vigfúsdóttir ávörpuðu gesti fyrir hönd stúdenta og komu þær víða við. Þóranna byrjaði og vitnaði í orð Kristjáns Albertssonar bókmennta- gagnrýnanda sem skrifaði: „Loks- ins, loksins“ um bók Halldórs Laxness, Vefarann mikli frá Kasmír. Þarna átti Krsitján við að miklum árangri hafi verið náð og sagði Þóranna að í tilefni dagsins segði hún: „Loksins, Ioksins“. „Þegir litið er yfir farinn veg skjóta margar minningar upp kollinum en margar af okkar bestu minningum urðu einmitt til innan skólaveggjanna. Þrátt fyrir oft æði stirðar samveru stundir með kennumm leyfi ég mér að fullyrða að vinskapurinn milli nem- enda og kennara í þessum skóla er alveg einstakur og getur skólinn verið stoltur af þessum, einum af bestu kostum skólans,“ sagði Þóranna. „En tíminn fór nú ekki allur í að spjalla og smjaðra við kennarana, síður en svo. Við höfum einnig átt prýðilegar samvemstundir með sam- nemendum okkar bæði í leik og starfi. Ég gerði mér ekki alveg grein fyrir því og var ekki alveg tilbúin til að kaupa það þegar skólameistari okkar sagði á kynningarkvöldi skólans fyrir ljómm ámm: „Hér eignast þú þína bestu vini og þetta verður einn skemmtilegasti tími ævi þinnar“. Og viti menn, kallinn hafði bara rétt fyrir sér. Allt firá okkar fyrsta busaballi til mauralegrar dimmiteringar hefur alltaf verið nóg fyrir stafni, til að líta upp úr skólabókunum svona til til- breytingar. Við munum horfa sakn- aðaraugum til núna fyrrverandi sam- nemenda okkar sem eiga enn eftir dýrmætar stundir í skólanum. Þó nemendur sem enn stunda nám við Framhaldsskólann séu ekki með sömu hugsun gagnvart okkur, því nú í dag er engin afsökum að mæta of seint í tíma eftir frímínútur þar sem stúdentamir gáfu skólanum langþráða veggklukku, langþráða af okkar hálfu. Við góðan orðstír höfum við stúdentar einnig rekið svona líka prýðis góða góð- gætisverslun við góðar viðtökur bæði nemenda og kennara. Já, rekstur Stúdentafélagsins hefur aldrei verið betri og arðbærari og á ein manneskja mestan heiðurinn af því,“ sagði Þóranna að lokum. Þegar þama var komið sögu afhentu þær stöllur Hörpu Sigmarsdóttur blóm fyrir vel unnin störf í þágu Stú- dentafélagsins. „Já, það má því með sanni segja að þær stundir, sem við höfum átt í Framhalsskólanum í Vestmanna- eyjum séu búnar að vera sérdeilis prýðilegar," sagði Freydís. „Þó að við munum ekki ganga lengur inn við bjölluhringingu Framhaldsskólans, alltof snemma í morgnana, þá taka eflaust aðrar bjöllur við sem boða nýja tíma og breytta og jafnframt minna okkur á þær góðu stundir sem liðnar em. Þær munu einnig minna okkur á að skólinn verður alltaf hluti af okkur og að okkur ber að halda heiðri skólans uppi hvert sem við fömm því það emm við sem setjum stefnu á framtíð Vestmannaeyja og getum því sagt að við emm stolt af því að vera útskriftamemar úr Framhaldsskólan- um í Vestmannaeyjum. Já, hvert sem við fömm þá eigum við bjarta framtíð fyrir höndum því skólinn hefur gefið okkur góðan bakgmnn. Og hvort sem okkar næsta skref er áframhaldandi nám í æðri menntastofnunum eða nám í skóla lífsins þá mun það vera námið sem byggir framtíðarstöðu okkar í þjóð- félaginu. Já, hvert sem við fömm munu minningar skólans fylgja okkur og vinátta jafnt kennara sem nemenda. En ég held að það sé ekki hægt að orða þetta betur en einn af okkar góðu kennurum gerði,“ sagði Freydís og las þar næst bréf sem Ragnar Óskarsson hafði sent stúdentum: „Ágæta stúdentsefni; Nú þegar þú ert u.þ.b. að Ijúka námi við FIV langar mig að þakka þér fyrir samvemna og samstarfið. Vonandi hefur þú á enhvem hátt haft gaman af kennslu minni og vonandi reynist hún þér veganesti til framtíðarinnar. Þegar þú nú rærð á ný mið vildi ég geta gefið þér ótal góð ráð. Hér ætla ég þó að minna þig á að vináttan er e.t.v. það mikilvægasta veganesti sem nokkur maður getur átt. Sá sem á vini þarf engu að kvíða og hann getur óhikað tekist á við nánast öll heimsins vandamál. Þess vegna er svo mikil- vægt að rækta vináttuna. I kvæðinum Hávamálum, sem er ein af dýrmætustu perlum íslenskra bókmennta, langt aftan úr grárri fomeskju, er vakin sérstök athygli á mikilvægi vináttunnar en þar segir: Veistu, ef þú vin átt, þann er þú vel trúir, og vilt þú af honum gott geta, geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. Þessi viska og þessi heimspeki á jafn mikið erindi við okkur í nútímanum eins og forfeðuma. Gangi þér allt í haginn," sagði Ragnar Ósk- arsson. „Þá, geði skaltu við þann blanda, líkt og við höfum gert hér dag. Fyrir hönd stúdenta vil ég þakka kennurum, starfsfólki og nemendum skólans kær- lega fyrir þann skemmtilega tíma sem við höfum átt saman. Og hvert sem ferðinni er heitið munið þá að ganga hægt inn um gleðinnar dyr og hafið í huga að: „Dagurinn í dag gæti orðið besti dagur ævi þinnar bara ef þú notar hann rétt,“ sagði Freydís að lokum. HARPA Sigmarsdóttir útskrif- aðist af tveimur brautum, félags- og náttúrufræðibraut. Hér er hún ásamt dótturinni Valdísi Báru og ciginmanninum Baldvin Þ. Svavarssyni sem samfagna henni. —7-------------- Utskriftarnem- ar vorið 2000 Grunndeild rafiðna: Gylfi Bragason Kristján Georgsson Steingrímur Jóhannesson Sjúkraliðabraut: Asta Gústafsdóttir Elsa Gunnarsdóttir Jóhanna Svanborg Jónsdóttir Sigríður Gísladóttir Vélstjórnarbraut, 2. stig: Haraldur Guðbrandsson Ragnar Benediktsson Stúdentsprófsbrautir: Anna Rós Hallgrímsdóttir náttúrufræðibraut. Davíð Egilsson náttúmfræðibraut. Elías Ingi Björgvinsson náttúm- fræðibraut. Ester Helga Sæmundsdóttir hag- fræðibraut. Freydís Vigfúsdóttir náttúrufræði- braut. Fríða Hrönn Halldórsdóttir félags- fræðibraut. Gunnar Steinn Magnússon nátt- úmfræðibraut. Hallína I. Hafliðadóttir félags- fræðibraut. Haipa Sigmarsdóttir félags- og náttúmffæðibrautum. Jóna Hildur Jósepsdóttir hag- fræðibraut. Lóa Baldvinsdóttir félags- fræðibraut. Ragnheiður G. Guðnadóttir nátt- úmfræðibraut. Richard Bjarki Guðmundsson hagfræðibraut. Þóranna Halldórsdóttir félags- fræðibraut. Þórhildur Ögn Jónsdóttir náttúra- fræðibraut. Viðurkenningar Fyrir frábæra skólasókn: Guðrún María Þorsteinsdóttir Kristófer Alexandersson. Fyrir frábæran árangur í dönsku. Danska sendiráðið: Eygló Egilsdótlir. Vélstjóraúrið, sem gefið er af Vélstjórafélagi Vestmannaeyja og veitt þeim nemanda sem lýkur 2. stigi vélstjórnar með bestum árangri í vélstjórnargreinum. Ragnar Benediktsson. Stúdentar Viðurkenning frá Máli og Menningu fyrir góðan náms- árangur í bókmenntaáföngum í íslensku: Davíð Egilsson Viðurkenning frá Sparisjóði Vestmannaeyja fyrir góðan meðalnámsárangur í framhalds- áföngum í íslensku: Elías Ingi Björgvinsson Viðurkenning frá Endurskoðun Deloitte & Touche fyrir góðan námsárangur í viðskiptagreinum á stúdentsprófi: Jóna Hildur Jósepsdóttir Viðurkenning frá þýska sendi- ráðinu fyrir góðan námsárangur í þýsku: Freydís Vigfúsdóttir Davíð Egilsson Viðurkenning frá Efnafræði- félaginu fyrir góðan námsár- angur í efnafræði: Freydís Vigfúsdóttir Viðurkenning frá FIV fyrir frá- bæran námsárangur í stærð- fræði: Gunnar Steinn Magnússon Viðurkenning frá FÍV fyrir góðan námsárangur almennt á stúdentsprófi: Anna Rós Hallgrímsdóttir Davíð Egilsson Elías Ingi Björgvinsson Freydís Vigfúsdóttir Gunnar Steinn Magnússon.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.