Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 25.05.2000, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 25.05.2000, Blaðsíða 2
2 Fréttir Fimmtudagur 25. maí 2000 fréttir Eínsetníngu frestað Einsetning grunnskóla átti að hefjast frá og með næsta skólaári. Mörg sveitarfélög hafa ekki talið sér fært að verða við því á þeim tíma og hafa sótt um frest á þessu ákvæði. Þar á meðal er Vest- mannaeyjabær. A mánudag lá fyrir bréf frá mennlamálaráðuneytinu þar sem bænum er veiltur frestur til að einsetja skólana til 1. september 2004. Fleíri uilja malbík í síðasta blaði var greint frá því að íbúar við Litlagerði óskuðu þess að galan yrði malbikuð í sumar. Nú hafa íbúar við Goðahraun farið hins sama á leit og hefur erindi þcirra verið vísað lil gatnagerðaráætlunar ársins 2001. Erillumframveniu Alls voru 200 færslur í dagbók lögreglunnar síðastliðna viku sem eru nokkuð tleiri færslur en undan- i’arnai' vikur. Gafþessi umframerill lögreglu töluveit að iðja. Árekstur Árekstur vaið á gatnamótum III- ugagötu og Höfðavegar sem endaði með því að önnur bifreiðin lenti utan vegar. Ökumenn og farþegar í bifreiðunum kvörtuðu allir yfir eynrslum eftir óhappið en ekki mun hat'a verið um alvarlega áverka að ræða. Aðsúguraðlögreglu Lögregla stóð í ströngu um helgina við að taka áfengi af unglingum og var gerður aðsúgur að henni sem endaði með því að tveir vom hand- teknir og færðir í fangageymslu lögreglu. hvar þeir fengu gistingu þar til víman var af þeim runnin. Tveir til viðbólar fengu að gista fangageymslu lögreglu sökum ölvunar á almannafæri. Ökumenn kærulausir Alls lágu fimmtán kærur vegna umferðarlagabrota eflir síðastliðna viku. Var þar aðalega um væn- rækslu á að færa ökutæki til skoðunar, hraðakstur, akstur gegn einstefnu, viðhlítandi öryggis- búnaður bifreiða hunsaður og nagladekk undir bifreiðum án heimildai'. Snöggirdælumenn Síðastliðinn laugardag var tilkynnt um að bátur sem Keikósamtökin eru með á leigu væri að sökkva við Nausthamarsbryggju. Snöggum dælumönnum tókst að dæla sjó úr bátnum áður en hann sökk og hann hífður á land. Ekki er Ijóst hversu miklar skemmdir urðu á bátnum né er vitað um orsök þess að sjór konrsl í bátinn Fálandsbyggðarmót Athygli vekur að í mótaskrá GSI fyrir öldungamót (LEK) í sumar er ekkert opið mót í Vestmanna- eyjum. Öllum LEK-mótum sum- arsins er raðað innan 60 km radíuss frá Reykjavík, að einu undanskildu sem fram fer á Húsavík. Ein ástæðan fyrir þessu staðavali mun sú að forysta GSÍ telur þetta minnka ferðakostnað þátttakenda. Rcnnir það enn stoðum undir það sem haldið hefur verið fram að „alheimsgolfnaflinn" sé staðsettur suðvestarlega á landinu. Vélsmiðjan Þór: Stærsta skilja í heimi HEIMSINS stærsta skilja segja þeir í Þór. Undanfarna daga hefur stærsta loðnuskilja í heimi verið í smíðum hjá Vélsmiðjunni Þór. Skiljan á að fara í Ingunni AK sem verið er að smíða í skipasmíðastöðinni ASMAR í Chile. Ingunn er væntanleg til landsins í sumar, en verið er að smíða hana fyrir HB á Akranesi. Jósúa Steinar, einn eigenda Vélaverkstæðisins Þórs, sagði að skiljuflötur þessarar risaskilju væri um 24 fermetrar, en venjulega væru þeir 14 til 16 fermetrar. Skiljan verður á sérstakri braut um borð í skipinu og þar af leiðandi færanleg. Hún er úr áli og vegur um tvö til þijú tonn þegar allt er talið, með festingum og stútum. Jósúa sagði að Vélaverkstæðið Þór hefði smíðað ljöldann allan af skiljum, en aldrei í þvflíkri stærð sem þessari. „Við stöndum við að þetta er stærsta skilja í heimi á meðan ekki eru heimildir um annað. Það var ASMAR skipasmíðastöðin sem bað Skipatækni um að hafa milligöngu um smíðina og það varð úr að við tókum að okkur verkið. ASMAR skipa- smíðastöðin hafði meðal annrs leitað til Noregs um smíðina, en einhverra hluta vegna sáu þeir sér það ekki fært.“ Jósúa bætti við að í sömu skipa- smíðastöð væri verið að smíða Hugin fyrir Berg-Huginn ehf. í Vestmanna- eyjum og ákveðið væri að skiljan fyrir Hugin yrði smíðuð hjá Vélaverk- stæðinu Þór. VINN SLU STÖÐIN HF. HLUTHAFAFUNDUR Hluthafafundur Vinnslustöðvarinnar hf., verður haldinn í Kiwanishúsinu í Vestmannaeyjum, föstudaginn 02. júní 2000 og hefst kl. 15.00. DAGSKRÁ: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara 2. Tillaga stjórnar um samþykki hluthafafundar á samruna Gandí ehf. við Vinnslustöðina hf. 3. Afgreiðsla á tillögu stjómar um breytingu á 4. gr. samþykkta félagsins. 4. Fundarhlé. Ný hlutaskrá tekin í notkun, ef fundurinn samþykkir tillögur undir dagskrárliðum 2 og 3, og fyrrum hluthafar Gandí ehf. boðaðir til fundarins. 5. Tillaga um kosningu stjórnar í sameinuðu félagi. Ef tillagan verður sam- þykkt fer fram stjómarkjör. Óskað hefur verið eftir margfeldiskosningu ef til kosningar kemur. 6. Önnurmál. Tillaga stjórnar skv. 2. og 3. lið dagskrár, liggur frammi á skrifstofum félagsins, Hafnargötu 2, Vestmannaeyjum. VINNSLUSTÖÐIN HF. Þessa dagana eru sex börn að útskrifast frá lcikskólanum Betel og af því tilefni fóru þau ásamt kennurum í óvissuferð á þriðjudaginn. Meðal annars litu þau við á Fréttum þar sem þau fengu að kynnast Ieyndardómum prentiðninnar. Auk þess var farið í sund svo eitthvað sé nefnt af uppákomum dagsins. Frá vinstri: Sigrún Gyða, Halldór Páll, Hreiðar, Nökkvi, Sesseja og Ármey. Þorsteinn til Stöðvar 2 Þorsteinn Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri knattspyrnudeildar IBV, hefur sagt upp störfum sem framkvæmdastjóri knattspyrnu- deildar í framhaldi af því að honum bauðst staða íþróttafréttamanns hjá Islenska útvarpsfélaginu, sem rekur m.a. Stöð 2, Sýn og Bylgjuna. Þorsteinn sagði í stuttu spjalli að hann hefði fengið leyfi hjá stjórn knattspyrnudeildar að hætta störfum seinnipartinn í júní til að hefja störf hjá Islenska útvarps- félaginu og því væri Ijóst að hann myndi ekki klára nýhafið leik- tímabil með ÍBV. Þorsteinn sagði að honum hefði boðist starf á íþróttadeild Islenska útvarpsfélagsins og hann hefði ákveðið að þiggja boðið eftir að hafa sest yfir málið rneð fjölskyldunni. „Þetta var erfið ákvörðun enda starfið hjá ÍBV skemmtilegt en það var hins vegar aldrei hugsað til frambúðar. Auk þess hefur þetta í för með sér búferlaflutninga. En ég er menntaður í fjölmiðlafræði og hef unnið lengst af við prentmiðla. Það hefur blundað í mér að vinna við útvarp og sjónvarp og því ákvað ég í samráði við tjölskylduna að grípa þetta tækifæri sem bauðst enda íþróttadeildin hjá ís- lenska útvarpsfélaginu sú langöfl- ugasta á landinu." sagði Þorsteinn. frettir íbróttadagurá laugardaginn íþrótta- og Ólympíusamband fs- lands hefur ákveðið að standa tyrir íþróttahátíð á þessu ári. fþróttahátíð af þessu tagi hefur verið haldin á tíu ára fresti og er þetta í Ijórða sinn sem hún er haldin. Megininntak hátíðarinnar nú er - fþróttir og ljöl- skyldan - og verður lögð sérstök áhersla á að tengja sem flesta við- burði á vegum héraðssambanda og íþróttabandalaga við hátíðina. Sem hluta af íþróttaliátíðinni hefur verið ákveðið að vera með sérstakan íþróttadag þann 27. maí næstkomandi um allt land til þess að hvetja fólk til hreyfingar og almennrar útivistar. Um leið verður hvatt til sérstaks átaks, Skrefs 2000, sem hugsað er sem upphafsskref í áttina að heilbrigði og hreysti. Hugmyndin er að allir landsmenn geti verið með í Skrefi 2000, en fyrirhugað er að skipu- leggja sérstakt átak í nokkrum stæni byggðarlögum. Eitt þessara byggðarlaga er Vestmannaeyjar, þar sem UMF Óðinn og Fimleikafélgið Rán munu sjá um íþróttadaginn næstkomandi laugardag. Á dagskrá hátíðarinnar vcrður Vestmannaeyjameistaramót í fimleikum, útihlaup og göngur, sem allir geta tekið þátt í, frítt verður í sund og ýmislegt annað gert til þess að gera daginn skemmtilegan og fjölskylduvænan. Fjórirbiófnaðir Alls voru tjórir þjófnaðir kærðir til lögreglu í síðustu viku. Tveimur hjólum var stolið, öðru við Bama- skólann en hinu við Hólagötu 24. Pioneer bflútvarpstæki með inn- byggðum geislaspilara viu* stolið úr Ófeigi VE. og leðuijakka var stolið á veitingastaðnum Lundanum. Lögreglan óskar eftir upplýsingum varðandi hugsanlega gerendur. Rúðuböðlar Tilkynnt var um tvö skemmdarv'erk til Iögreglu. í báðum tilfellum var um rúðubrot að ræða. Tvær rúður vom brotnar í Bamaskólanum og er sökudólgur ófundinn. Þá var rúða brotin í húsi við Faxastíg, en lög- regla hefur upplýsingar um hver þar var að verki. __ , Smáar Bíll til sölu Volvo Station ‘83 árg. Góður og ódýr bíll. Verðhugmynd: 20 þús. Uppl í síma 481 2930 og 897 9631 Glæsibifreið til sölu Toyota Corolla 1300 með skotti. Árg. ‘88. Sjálfsk., samlæsingar. Ekinn 151 þús. Mikið endurnýjaður - smurbók frá upphafi. Fæst á góðum kjörum. Uppl. i síma 897 1135 og 481 1043. Tapað - fundið Grátt seðlaveski týndist á þriðjudaginn. Skilist á Fréttir. Góð fundarlaun ef allt skilar sér. FRÉTTIR Útgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson. íþróttir: Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481 -3310. Myndriti: 481 - 1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjar.is/-frettir. FRETTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu í Turninum, Kletti, Veitingaskálnum Friðarhöfn, Tvistinum, Toppnum, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.