Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 25.05.2000, Blaðsíða 20

Fréttir - Eyjafréttir - 25.05.2000, Blaðsíða 20
20 Fréttir Fimmtudagur 25. maí 2000 Kannski er þetta viðtal b< -sem ekki er hægt að segja. Sigurdís Arnarsdóttir mynd opnar sýningu á Listavori íslandsb Sigurdís Arnardóttir myndlistarmaður hefur ekki haldið einkasýningu á verkum sínum í Eyjum síðan hún flutti aftur til Eyja eftir fjögurra ára nám í Myndlistarskólanum á Akureyri, en síðan eru rúmlega tvö ár. Næst- komandi laugardag mun verða breyting þar á því þá hún mun opna einkasýningu á Myndlistarvori íslandsbanka í Eyjum í Gallerí Áhaldahúsinu. Þetta er jafnframt síðasta sýningin á Myndlistarvori að þessu sinni. Sigurdís hefur ekki verið mjög opinská um sýningu sína, enda hefur hún yfirleitt ekki viljað tjá sig mikið um verk sín opinberlega. Þó er Ijóst að hún hefur unnið að þessari sýningu undanfarin fjögur ár og óhætt að segja að hún fari ekki hefðbundnar leiðir í að tjá myndhugsun sína frekar en oft áður, en sýning hennar ber yfirskriftina „Ást í maí", þar sem hún vinnur stórar myndir af sjónvarpsskjá með aðstoð tölvu- og Ijósmyndatækninnar. Myndirnar fjalla allar um ástina á einhverju stigi hennar og samskipti fólks eða samskiptaleysi í þeirri tilbúnu veröld sem sjónvarpið hendir inn í stofur þjóðarinnar á hverjum degi. ITi EIN af myndunum sem Sigurdís verður með á sýningunni. Konan skipar stóran sess Sigurdís segir að konan hafi alltaf skipað stóran sess í list sinni, og að hún blandist öðru eins og til dæmis englunum sem hún hefur gert. „Engl- amir eru einn hluti af miklu stærri myndveröld, sem hefur kannski ekki verið mjög áberandi í þeim myndum sem ég hef verið að gera í Eyjum. Þó ekki sé hægt að kalla myndir mínar sjálfsmyndir, þá held ég að mynd- listarmenn séu á einhvem hátt alltaf að kljást við sjálfa sig, eða hugarheim sinn og listamaðurinn sjálfur verður aldrei slitinn frá þessum heimi sínum. Myndheimur minn er mjög ólíkur og mér finnst mjög gaman að reyna ólíka miðla til þess að koma honum til skila, en þrátt fyrir það er samhengi í öllu sem ég geri og hef gert, þó miðillinn sé ólíkur. Þetta er bara skynjun lista- mannsins og í leit hans að sjálfum sér og samhengi í veröldinni.“ Sigurdís segir að hún reyni að tjá fegurðina í myndum sínum, en ekki ljótleikann. „Sýningin ber yfir- skriftina -Ast í maí- og ástin fyrir mér er fögur. Þó að mörgum finnist ástin kannski vera útjaskað hugtak, þá er hún mikill og stór ótæmandi brunnur, þar sem alltaf er hægt að sjá eitthvað nýtt.“ Þessi sýning sem þú setur upp núna er mjög ólík því sem þú hefur áður sýnt, myndirnar stærri og myndefnið sótt í heim kvikmynda og sjónvarps, hvemig tengjast þessar myndir því sem þú hefur áður gert? „Hugmyndin kviknaði kannski með því að ég fór að hugsa um hvemig hægt væri að stoppa eitthvað ferli og setja það í annað mynrænt samhengi. Ég hef unnið alla tíð með texta og bækur og tengingin við þau verk er sú að ég hef tekið texta út úr einhverju verki eftir einhvem höfund og þannig stoppað ákveðna hreyfingu textans og búið til minn eigin, sem lýtur öðmm forsendum. Þessi bók- og textaverk eiga sér mjög langa sögu og að- draganda. Oft fæðast hugmyndir, þegar maður er blankur og þá fer maður í þann bmnn sem næstur manni er og aðgengilegastur og í mínu tilfelli vom það bækur. Ég reif blaðsíður úr bókum, málaði yftr síður og lét skína í orðin, eða ég málaði alla síðuna fyrir utan eitt orð eða setningu. Svo kom að því að ég límdi alla bókina aftur og málaði kápuna alla eða lét bara titilinn halda sér. Síðan kom tímabil þar sem ég opnaði bókina aftur og smíðaði kannski ljóð úr heilli skáldsögu með einni setningu úr bókinni. Öll þessi verk eiga rætur í hugmyndum mínum um fegurðina." Skóhælamir urðu að sýningu Sigurdís hefur alltaf safnað að sér hlutum til þess að vinna úr síðar. „Eins og til dæmis þegar ég safnaði skóhælum, sem varð að sýningu og ég kallaði Hljóðir hælar, eða þegar ég tek ljósmyndir, sem ég er að vinna með í sambandi við sýningu mína núna. Hugurinn er sívirkur og allt á sinn tíma. Þessi sýning og vinnan að baki henni er því í samhengi við hvemig ég hef alltaf unnið. Þetta er mitt um- hverfi, sem að ég breyti til þess að tjá nýja sýn á veruleikann. Þannig er þessi sýning í samhengi við annað sem ég hef gert, nefnilega að stoppa ferli sem er í ákveðnu samhengi, eins og kvikmynd sem svo auðvelt er að stoppa á vídeóinu, frysta augnablik og setja það í samhengi sem lýtur sínum eigin lögmálum og listamannsins. Þetta eru ekki sjónvarpsskjáir á veggjunt heldur stund sem maður stoppar og finnst falleg, eitthvað eitt sem snertir mann og er eins konar þögul snerting.“ Sigurdís segir að sýning hennar sé hluti af þessum brunni, sem hún bæti í og sæki svo í aftur og aftur. „Þetta er spuming um að fara aðeins til baka og sækja eitthvað án þess þó að vera á

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.