Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 25.05.2000, Blaðsíða 27

Fréttir - Eyjafréttir - 25.05.2000, Blaðsíða 27
Fimmtudagur 25. maí 2000 Fréttir 27 Leikmenn ÍBV og leikjaröðin Markmenn: Petra F. Bragadóttir 24 ára Sigríður I. Kristmannsdóttir 22 ára Varnarmenn: Elfa Asdís Olafsdóttir 17 ára Hanna Heiður Bjamadóttir 20 ára Iris Sæmundsdóttir 26 ára Sigríður Asa Friðriksdóttir 21 árs Fanný Yngvadóttir 22 ára Rakel Rut Stefánsdóttir 17 ára Miðjunienn: Elena Einisdóttir 22 ára Eva Björk Omarsdóttir 17 ára Hjördís Halldórsdóttir 18 ára Hjördís Jóhannesdóttir 18 ára Lára Dögg Konráðsdóttir 20 ára Lind Hrafnsdóttir 18 ára Samantha Britton Karen Burke 29 ára Sóknarmenn: Kelly Shimmin 18 ára Bryndís Jóhannesdóttir 19 ára Þjálfarar: Heimir Hallgrímsson aðalþjálfari Stefanía Guðjónsdóttir aðst.þj. Farnar: Hrefna Jóhannesar, íris Sigurðardóttir og Jóna Sigurlásdóttir. Nýjar eru: Samantha, Lisa Sandys og Laufey Jóna Sveinsdóttir. Heimaleikir Fim. 1. jún 14.00 ÍBV - Breiðablik Þri. 20. jún. 20.00 ÍBV - Þór/KA Mán. 3. júl.20.00 ÍBV - FH Þri. ll.júl 20.00 ÍBV-KR Mán. 17 .júl. 20.00 ÍBV - Valur Fös. 11. ágú. 19.00 ÍBV - ÍA Mið. 30. ágú. 18.00 ÍBV - Stjaman Útileikir Þri. 23. maí 20.00 KR-ÍBV Lau. 27. maí 14.00 Valur - ÍBV Þri. 13. jún. 20.00 ÍA - ÍBV Þri. 27. jún 20.00 Stjaman - ÍBV Þri. 25. júl. 20.00 Breiðablik - ÍBV Lau. 26. ágú. 14.00 Þór/KA - ÍBV Sun. 3. sep. 14.00 FH - ÍBV Fim. 3. ágú. 20.00 Keflavík - ÍBV Sun.20. ágú. 18.00 Leiftur - ÍBV Sun. 10. sep 14.00 KR - ÍBV Knattspyrna: Landssímadeild kvenna Tap í Frostaskjólinu Kvennalið ÍBV spilaði sinn fyrsta leik í Landsímadeildinni gegn KR á útiveili á þriðjudagskvöld. Lauk leiknum með 3-1 sigri gestgjaf- anna. IBV-stelpumar fóm upp á Laugarvatn á mánudeginum og luku þar undirbúningi sínum fyrir tímabilið og héldu svo til Reykjavíkur til móts við íslands- og bikarmeistarana. Heppnin var þó ekki með ÍBV í þetta skiptið, liðið fékk á sig frekar ódýr mörk og náði aðeins að skora eitt eftir laglega sókn ÍBV. Lokatölur urðu 3-1 tap sem gefur ekki rétta mynd af leiknum því Eyjastelpur vom mun betri aðilinn í leiknum. Heimir Jdallgrífnsson var þrátt fyrir tapið nokkuð sáttur við leik liðsins á þriðjudaginn. „Þetta var frábær leikur fyrir áhorfendur. Það er kannski ljótt að segja það en ég er bara nokkuð ánægður með stelpumar enda vom allar að spila mjög vel, sérstaklega fannst mér ungu stelpumar eins og Biddý, Elfa Asdís og Elva Dögg koma sterkar til leiks. En maður er náttúmlega aldrei ánægður með tap, fótboltinn er bara stundum þannig að betra liðið sigrar ekki og það átti svo sannarlega við um þennan leik.“ Næsti leikur ÍBV er á laugardaginn þegar liðið sækir Valsstúlkur heim að Hlíðarenda og segist Heimir ekkert banginn við að spila til sigurs. „Það er náttúmlega ekkert varið í það að horfa á lið sem liggur í vöm og vonar að andstæðingurinn skori ekki. Við ætlum að vera áfram á svipuðum nótum og í KR leiknum og fömm í leikinn til að vinna.“ Mark ÍBV: Karen Burke um fótbolta Haukum við góðar aðstæður og höfum svo verið að æfa á eigin spýtur. Heimir hefur svo fylgst vel með okkur, fengið okkur reglulega út í Eyjar og mælt okkur og vigtað. Þannig að okkur er veitt mikið aðhald þótt við sjáum nánast sjálfar um að halda okkur í þokkalegu formi. Stelpurnar hérna virðast vera í mjög góðu formi og ensku stelpurnar hafa verið að spila úti í vetur þannig að mér sýnist hópurinn koma ágætlega undan vetri. Æflngaferðirnar hjálpuðu auðvitað mikið til. I lok febrúar fórum við til Englands í fyrsta skipti og það var ómetanlegt að komast á gras svo snemma árs. Svo fórum við að sjálfsögðu til Portúgals þar sem við þekkjum orðið nokkuð vel til aðstæðna. Þessar ferðir hafa líka mikið að segja upp á móralinn þar sem allar stelpurnar hittust þarna og voru saman lengur en í einn leik.“ Er eitthvað sem fyrirliðinn vill koma að, að lokum? „Eg vil að sjálfsögðu hvetja alla til að mæta á leikina okkar og styðja við bakið á okkur. Aðsóknin hefur verið að aukast undanfarin ár en við viljum endilega sjá fleiri áhorfendur á Hásteinsvellinum enda lofum við skemmtilegum fótbolta í sumar. Við erum að selja ársmiða og getur fólk t.d. komið í Isjakann og keypt ársmiða af mér þar.“ JAKOBINA ásamt þremur vöskum konum í golfínu á árum áður, þeim Kristínu Einarsd., Ágústu Guðmundsd. og Sjöfn Guðjónsd. Kylfingur aldarinnar á íslandi valinn: Jakobína með- al átta bestu -Hneyksli aldarinnar aó ganga fram hjá Björgvin Þorsteinssyni, segir Jakobína Fyrir skömmu tilkynnti Golfsam- band íslands hver hefði verið útnefndur kylfingur aldarinnar á Islandi. GSI valdi átta kylfinga og úr þeirra hópi völdu síðan íþrótta- fréttamenn Ulfar Jónsson kylfing aldarinnar. Fimm karlar og þrjár konur hlutu tilnefningu og var Vestmannaeying- urinn Jakobína Guðlaugsdóttir ein þeirra en hún var eini Vestmanna- eyingurinn sem komst í átta manna hópinn. , Jú, auðvitað er það heiður að lenda í þessum hópi,“ sagði Jakobína. „Ég er hvað ánægðust íyrir hönd Golf- klúbbs Vestmannaeyja með þetta. Aftur á móti finnst mér það vera hneyksli aldarinnar hver skyldi vera valinn kylfingur aldarinnar. Það gerðu íþróttafréttamenn, með Pál Ketilsson, formann þeirra, í broddi fylkingar. Hvemig í ósköpunum þeir gátu gengið fram hjá Björgvin Þor- steinssyni í því, skil ég ekki. Björgvin hefur sex sinnum orðið Islands- meistari og hann er eini Islending- urinn sem getur státað af því að hafa verið í landsliðinu í 30 ár. Hann er enn á fullri ferð sem einn af okkar bestu golfleikurum og með fullri virðingu íyrir öllum öðrum, þá er mér íyrirmunað að skilja hvernig unnt var að ganga framhjá honum og finnst það skandall. Þá finnst mér líka furðulegt að maður á borð við Þorbjöm Kjærbo skuli ekki hafa komist inn á listann yfir þessa átta. Hann hefði átt þar heima frekar en sumir aðrir. Ég er mjög ósátt við þetta val og það skyggir á ánægjuna yftr því að ég skyldi vera valin í þennan hóp,“ sagði Jakobína að lokum. Knattspyrna: Bikarkeppnin Sigur hjá KFS Sameinað lið Framherja og Smá- stundar, KFS keppti á þriðju- daginn gegn liði Barðastrandar í undankeppni Coca Cola bikar- keppninnar. Barðstrendingar hafa aðsetur sitt í Mosfellsbæ, er samansafn leikmanna af Stór-Reykjavíkursvæðinu og var því búist við jöfnum og skemmti- legum leik. KFS byijaði betur og sótti mikið en fyrsta mark leiksins skomðu gestimir eftir vamarmistök KFS. En áfram héldu Eyjamenn að sækja og uppskám þrjú mörk fyrir leikhlé. Seinni hálfleikur var svo áfram eign KFS og sótti liðið nánast látlaust. Liðið bætti þremur mörkum við og var það síðasta einkar fallegt en þar var að verki Þorsteinn Þorsteinsson, varamaður sem negldi boltanum upp við markvinkilinn. Lokatölur urðu 6-1 og kemst KFS því í seinni umferð bikarkeppninnar þar sem liðið mætir Fjölni úr Grafar- vogi mánudaginn 5. júní á Helga- fellsvellinum. Þess má geta að Sindri Grétarsson spilaði með liðinu en hann hefur gengið frá félagsskiptum frá IBV. Liðskynning verður á KFS í næsta blaði Frétta. Mörk KFS: Sindri Grétarsson 2, Magnús Steindórsson 2, Stefán Bragason 1 og Þorsteinn Þorsteins. 1. Bingó í Þórsheimilinu í kvöld kl. 20.30. Aðalvinningur: Dagsferð fyrir tvo til Grænlands á vegum Flugfélags íslands. Þrjú Vestm.eyjamet Ámi Óli Ólafsson úr UMF Óðni er að gera góða hluti í Falun í Svíjtjóð þar sent hann hefur stundað nám í íþróttaskóla. Á laugardag keppti hann á héraðsmóti í Falun. Aðeins var keppt í einum karlaflokki, burt- séð frá aldri, og var hann yngsti keppandinn á mótinu. Varð hann að keppa með áhöld, mun Jiyngri en hans aldri eru ætluð en lét það ekki á sig fá og setti þrjú Vestmanna- eyjamet. Þessi varð árangur hans í þeim þremur greinum sem hann keppti í: Spjót 800 gr. 50.44 m 4. sæti Kringla 2 kg. 30,34 m 4-5.“ Kúla 7,2 kg. 9,84 m 6 “ Guóni Rúnar seldur Guðni Rúnar Helgason hefur verið seldur frá ÍBV til norska 1. deildarliðsins Hönefoss. Guðni Rúnar átti tæplega eitt ár eftir af samningnum við ÍBV og hafði Jtað mikið að segja um söluna. Guðni sagði í samtali við Fréttir að eifitt væri að fara frá ÍBV. liðið hefði reynst honum vel en draumurinn er náttúrulega alltaf að komast í at- vinnumennskuna og því hafi hann látið til skara skríða nú. Framundan Fimmtudagur 25. niaí Kl. 20.00 ÍBV 23 - Keflavík 23 Laugardagur 27. maí Kl. 14.00 Valur - ÍBV konur Kl. 14.00 GG - KFS Sunnudagur 28. maí KJ. 20.00 Fram-ÍBVkarlar Miðvikudagur 31. maí Kl. 20.00 KFS - Hamar/Ægir Elliði sigraði Hið árlega Minningarmót um Svein Arsælsson var á dagskrá GV sl. laugardag. Þetla var punktakeppni og tóku 52 þátt í mótinu. Þrír efstu urðu þessir: 1. Elliði Aðalsteinss 42 p. 2. Leifur Jóhanness. 40 p. 3. Viktor P. Jónsson 40 p. Holukeppnin Nú stendur yfir 1. urnferð í Holukeppni GV og Olís. 1. umferð skal vera lokið í dag, fimmtudaginn 25. maí, fyrir miðnætti. Þeir sem ekki hafa þá lokið leik falla úr keppninni. 1. umferð í öld- ungaflokki þarf hins vegar ekki að vera lokið fyn' en 8. júní. Mótaröðin um helgina íslenska mótaröðin í golfi, eða Toyota mótaröðin, verður á golfvellinum í Eyjum um helgina. Þetta er fyrsta stigamótið í ár og gefrtr stig til landsliðs. Alls hafa 75 keppendur skráð sig til leiks, þeima á meðal flestir af bestu golfleik- urum landsins. Leiknar verða 54 holur, 36 á laugardag og 18 á sunnudag. Komst ekki í landsliðió Islandsmeistari öldunga í golfi, Vestmannaeyingurinn Jóhann Pétur Andersen, sem sigraði á íslands- ntóti öldunga í fyrra með glæsibrag, er ekki valinn í landslið öldunga á þessu ári. Þetta er einsdæmi, ís- landsmeistarinn hefur fram til þessa verið sjálfkjörinn í liðið en að þessu sinni er brugðið út af því. Þeir sem eru kunnugir málurn fullyrða að „útkjálkafólk“ sé ekki í náðinni hjá ráðamönnum landsliðsins, þar nái radíusinn stutt út fyrir suðvestur- honiið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.