Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 25.05.2000, Blaðsíða 26

Fréttir - Eyjafréttir - 25.05.2000, Blaðsíða 26
26 Fréttir Fimmtudagur 25. maí 2000 Knattspyrna: Fréttir kynna meistaraflokk IBV kvenna í knattspyrnu LEIKMENN og þjálfarar meistaraflokks kvenna ÍBV í knattspymu árið 2000: Aftari röð f.v. Heimir þjálfari, Hjördís Jóhannesdóttir, Fanný Yngvadóttir, Lára Dögg Konráðsdóttir, fris Sæmundsdóttir, Sigríður Ása Friðriksdóttir, Elfa Ásdís Olafsdóttir, Samantha Britton. Fremri röð: Kelly Shimmin, Rakel Rut Stefánsdóttir, Elva Björk Ómarsdóttir, Sigríður Inga Kristmannsdóttir, Elena Einisdóttir fyrirliði, Petra F. Bragadóttir, Bryndís Jóhannesdóttir, Hjördís Halldórsdóttir og Karen Burke. Á myndina vantar: Hönnu Heiði Bjarnadóttur og Lind Hrafnsdóttur. Heimir Hallsrímsson þjálfari: Er þokkalega bjartsýnn Landa- KIRKJA - lifandí samfélag! Ferming: Orri Arnórsson, Vestmannabraut 69, verður fermdur í Laugar- neskirkju í Reykjavík sunnu- daginn 28. maí, kl. 11.00. Sunnudaginn 28. maí: Almenni bænadagurinn Kl. 11.00. Messa með altarisgöngu. Fermingarböm Landa- kirkju frá fyrri tíð alveg sérstaklega velkomin. Molasopi eftir messu í Safnaðarheimilinu. Kl. 14.00. Guðsþjónusta í Hraun- búðum með Kór Landakirkju og organista. a Miðvikudagur 31. maí: Kl. 20.00. Opið hús fyrir ungling&í KFUM&K húsinu. Skapti Örn pg Óli Jói búnir í prófum og léttir í bragði. Fimmtudagur 1. júní: Uppstigningardagur Kl. 14.00. Guðsþjónusta á degi aldraðra. Fólk úr Félagi eldri borgara les lestra og bænir. Kaffiveitingar í Safnaðarheimilinu á eftir í boði Kvenfélags Landa- kirkju. Hvíta- SUNNU- KIRKJAN Fimmtudagur Kl. 20.30 Biblíulestur, fræðsla um hvað er blessun Guðs. Laugardagur Kl. 20.30 Brotning brauðsins - minnumst pínu, dauða og upprisu Jesú Krists. t- Sunnudagur Kl. 15.00 Vakningarsamkoma með boðskap sannleikans. Gísji Sigmarsson og Hrund Snorradóttir taka þátt. Samskot til útbreiðslif starfsins. i. Allir velkomnir í Hvítasunnukirkjuna. Aðvent- KIRKJAN Laugardagur 27. maí Kl. 10.00 Biblíurannsókn. Kl. 10.00 Guðsþjónusta. Allir hjartanlega velkomnir. Biblían talar simi 481-1585 Heimir Hallgrímsson er líklega einn af þeim sem þakka má mikinn uppgang í kvennaknattspyrnunni í Eyjum undanfarin ár. Heimir, ásamt frisi Sæmundsdóttur eigin- konu sinni, hefur komið að þjálfun flestra þeirra stúlkna á einn eða annan hátt, sem æfa knattspyrnu í Vestmannaeyjum, og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Annar flokkur kvenna varð Is- landsmeistari 1998 undir stjóm Heimis og árið eftir tók hann að sér þjálfun meistaraflokks. Hvemig leggst sumarið íþjálfarann? „Þetta leggst bara ágætlega í mig og ég er svona þokkalega bjartsýnn á þetta. Hópurinn hjá okkur er reyndar minni en í fyrra, en ég tel að ein- staklingamir séu sterkari en árið áður og fleiri lykilleikmenn sem á eftir að nýtast liðinu vel. Svo fáum við tvær mjög leikreyndar enskar landsliðs- konur og þær munu vonandi reynast okkur vel í sumar.“ Hvernig hefur undirbúningur liðsins verið? „Þetta hefur verið nokkuð hefð- bundið hjá okkur. Við spiluðum kannski ekki mikið af æfíngaleikjum héma heima, við vomm í deildar- bikamum og spiluðum svo 2-3 leiki í viðbót. En svo fómm við í tvær æfingaferðir til Englands og Portúgals sem vom liðinu nauðsynlegar vegna þess að fram að Englandsferðinni höfðum við nánast bara æft inni. Malarvöllurinn var ófær í nánast allan vetur en ég veit ekki hvort er verra að skrölta á lélegum malarvellinum eða æfa inni í sal. En eins og ég segi þá höfum við æft vel og ég tel að liðið sé tilbúið í slaginn.“ Hversu hátt seturðu markið í sumar? „Við stefnum alltaf hátt, en mark- miðið er aðallega að gera betur en í fyrra. Allt fyrir ofan fjögur er frábært og við viljum blanda okkur í topp- baráttuna. Við emm með stelpur í liðinu sem hafa verið með IB V síðustu fimm til sex ár og þær hafa breytt liðinu úr því að vera 2. deildarlið í að veraágætis 1. deildarlið. Þæreigaþað einfaldlega skilið að það sé allt gert til að þær geti spilað alvöru leiki við bestu liðin og þess vegna emm við að fá ensku stelpumar hingað, bæði til að styrkja liðið og til að miðla reynslu sinni til heimastúlkna. En ef við eigum að líta raunhæft á deildina þá eru þama 2-3 lið sem em með breiða og mjög sterka leikmannahópa og það hlýtur því að vera markmið hjá okkur að standa þeim á sporði. Spá fyrirliða og þjálfara segir að við eigum eftir að enda í fimmta sæd en við ætlum okkur stærri hluti. Mér fannst líka aðrir þjálfarar í deildinni tala ífekar lítið um möguleika okkar og við vorum ekkert inni í myndinni hjá þeim. Eg tel það bara kost að geta unnið okkar vinnu undir lítilli pressu, við getum þar af leiðandi kannski komið þessum liðum á óvart í sumar.“ Ertu ánœgður með þœr breytingar Elena Einisdóttir er ein þeirra Eyjastúlkna sem allan sinn ferii hefur verið innan herbúða ÍBV. Reyndar spilaði hún, þrátt fyrir ungan aldur, sinn fyrsta meistaraflokksleik með Tý en árið eftir var meistaraflokkur Þórs og Týs sameinaður í IB V og hefur verið undir þeim merkjum síðan. Elena hefur verið valin fyrirliði liðsins, aðeins 22 ára gömul, og komið að hennar hlut í kynningu á kvennaliði ÍBV í sumar. Hvernig líst þér á sumarið? „Mér líst bara mjög vel á þetta hjá okkur. Ég tel að liðið komi vel undirbúið til leiks þrátt fyrir að hópurinn hafi verið nokkuð tvístraður í allan vetur. T.d. komu ensku stelpurnar nú fyrir sem hafa orðið á umgjörð liðsins? „Já, ég tel að öll vinna okkar sé auðveldari í sniðum eftir þær breyt- ingar sem voru gerðar. Við stofnuðum sérstakt kvennaráð í íyrra, það gekk vonum framar og því var ákveðið að stíga skrefið til fulls og skilja okkur frá karladeildinni. Það eru allt aðrar aðstæður sem eru núna þegar við ráðum okkur sjálf en við þurfum að sjálfsögðu að sjá sjálf um að safna peningum fyrir starfið. Með þessu losum við okkur við alla þá togstreitu sem hefur verið milli karladeildarinnar og kvennadeildar- innar undanfarin ár enda á ekki að vera nein togstreita þama á milli. Umgjörðin í kringum léikina hefur líka verið að breytast. I fyrra var fullt af fólki sem mætti á leikina hjá okkur og voru flestir áhorfendur á leikjum stuttu en þær eru í fínu formi eins og aðrir iiðsmenn ÍBV og því hef ég ekki miklar áhyggjur. Það er líka mjög gott fyrir okkur stelpurnar, sem höfum verið saman í þessu undanfarin ár, að fá ensku stelpurnar inn í þetta, þær eru alveg klassanum fyrir ofan okkur og við getum nýtt tækifærið og lært af þeim. Okkur hefur að vísu ekki verið spáð neinu sérstöku gengi, fimmta sætinu en við erum staðráðnar í því að vera töluvert ofar en það. Annars var þessi spá dálítið skrautleg því ég held að röðin á liðunum hafi verið nánast eins og tímabilið í fyrra endaði þannig að hún er líklega ekki mjög marktæk.“ ÍBV í deildinni. Við byrjuðum á því að mkka inn á leikina í íyrra, það gekk mjög vel og við höldum því áfram ásamt því að leggja meira í að gera leikina aðlaðandi fyrir áhorfendur. Það má kannski koma fram að við emm að selja ársmiða á leikina hjá okkur í sumar og hefur salan gengið frábærlega, enda kosta miðamir ekki mikið, 3500 krónur fyrir sjö leiki.“ Oft hafa lokatölur í leikjum efstu og neðstu liða verið tveggja stafa, eigum við eftir að sjá það áfram í deildinni í sumar? „Já alveg vafalaust. Munurinn á efstu liðunum og þeim liðum sem em að koma upp er einfaldlega allt of mikill." En nú ertu fyrirliði liðsins og hefur kannski meiri skyldur innan liðsins, hvernig leggst þetta hlutverk í þig? „Ég hef reyndar ekkert verið að velta þessu fyrir mér. Auðvitað er það mikill heiður að vera fyrirliði liðsins, en ég tel mig ekkert vera merkilegri innan liðsins fyrir það. Við erum 11 inni á vellinum í einu og ætlum að vinna saman sem eitt lið, þannig næst árangur.“ Hópurinn hefur verið ansi dreifður, hvernig hefur undirbúningurinn verið? „Þar sem ég bý í Reykjavík yfir vetrartímann, þar sem ég stunda mitt nám, get ég aðeins svarað fyrir þær sem þar eru. Við höfum verið að æfa bæði með FH og Lofum skemmtilec -segir Elena Einisdóttir nýr fyrirliói meistaraflokks kvenna

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.