Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 20.07.2000, Page 17

Fréttir - Eyjafréttir - 20.07.2000, Page 17
Fimmtudagur 20. júlí 2000 Fréttir 17 Dagmar Skúladóttir framkvæmdastjóri Sumarstúlkukeppninnar: Stelpurnar verða að sjálfsögðu aðalatriðið -enda koma þær mikið fram - Þema kvöldsins verður Villta vestrið DAGMAR: „Auk titilsins, sumarstúlka Vestmannaeyja, verður og valin vinsælasta stúlkan og Ijósmyndafyrirsætan. Þessir titlar hafa verið veittir undanfarin ár og eru góð viðbót og tilbreyting í keppninni.“ Sumarstúlkan 2000: Glæsileg verðlaun í boði Margir leggja Sumarstúlkunni lið og stúlkurnar fá fjölda gjafa og vinninga. Fyrsti vinningur er Edin- borgarferð fyrir einn í haust frá Úrval-Útsýn, Flugfélag íslands gefur fyrstu þremur Ilugferð til Reykjavíkur, Ffressó gefur öllum stúlkunum mánaðarkort í heilsu- rækt, Eðalsport og Flamingo gefa gjafakort, Hárgreiðslustofa Guðbjargar og Snyrtistofan Aníta gefa öllurn stúlkunum pakka með hár- og snyrtivörum, Foto gefur myndavél, Bókabúðin Penninn gefur pakka frá Kodak, Heildverslunin Grekko og verslunin Natama við Laugaveg, sem eru í eigu Sirrýar Garðars frá Þorlaugargerði, gefa sumarstúlkunni 10.000 kr. fataúttekt og allar fá stúlkurnar pakka frá Islensk-austurlenska, umboðsaðila Oroblu á íslandi. Framkvæmdastjóri er Dagmar Skúladóttir, kynnir og skemmtanastjóri kvöldsins er Bjarni Ólafur Guðmundsson, Ijósmyndari Guðmundur Asmundsson, búningahönnuður Selma Ragnarsdóttir, höfundur málverks á sviði Nada Borosaki, ljósa- og hljóðmaður Rúnar Karlsson og aðstoð við skreytingar Björg Valgeirsdóttir. Aðalstyrktaraðilar eru Fréttir, Veisluþjónusta Gríms, Hótel Þórshamar og Kaffi Tímor, Úrval Útsýn, Hárgreiðslustofa Guðbjargar, Snyrtistofan Am'ta og Flugfélag íslands. Aðrir styrktaraðilar eru Metro málning Reynistað, Sprett úr spori, Eyjablóm, Hressó, Betri línur, Róma, Foto, Eðalsport, Flamingo, Tölvun og Bókabúðin Penninn. Dagmar Skúladóttir, framkvæmda- stjóri Sumarstúlkukeppninnar í ár, segir að undirbúningur keppninnar hafi gengið með ágætum. Æfingar hafa verið stífar undanfarið og mikið lagt í að gera keppnina sem veglegasta. „Stelpumar verða að sjálfsögðu aðalatriði kvöldsins og þær koma því mikið fram. Þema kvöldsins verður Villta vestrið, en Selma Ragnarsdóttir hefur saumað alla búninga á stelp- umar, sem þær koma fram í á opnunaratriðinu. Einnig verður tísku- sýning þar sem stúlkumar koma fram í fatnaði frá Flamingo og Eðalsport. Björg Valgeirsdóttir hefur svo verið til aðtoðar við skreytingar á salnum." Dagmar sagði að ýmis fleiri atriði yrðu gestum sumarstúlkukeppninnar til skemmtunar. „Helga Braga mun verða með grínatriði, Margrét Bjama- dóttir og Ólafur Guðmundsson ntunu syngja einsöng og ungt fólk úr Fim- leikafélaginu Rán verður með atriði. Dómnefnd verður á svæðinu, en auk þess verður dreift atkvæðaseðlum til gesta sem munu geta látið álit sitt í ljós og lagt sitt af jTiörkum til vals sumarstúlkunnar. I dómnefnd em Jón Helgi Erlendsson frá Fréttum, Guð- björg Sveinbjömsdóttir frá hár- greiðslustofu Guðbjargar, Guðbjörg Guðmannsdóttir frá Snyrtistofu Guðbjargar, Kristófer Jónsson hand- hafi gjörvileikatitils Vestmannaeyja árið 2000, Valgerður Jóna Jónsdóttir frá snyrtistofu Anitu og hinn frægi ítalski Antóníó frá Icelandic Models." Dagmar sagði að auk titilsins, sumarstúlka Vestmannaeyja, yrði og valin vinsælasta stúlkan og ljós- myndafyrirsætan. „Þessir titlar hafa verið veittir undanfarin ár og em góð viðbót og tilbreyting í keppninni. Sigurvegarinn og handhafi titilsins Sumarstúlka Vestmannaeyja árið 2000 mun að sjálfsögðu hljóta vegleg verðlaun. Að venju verður boðið upp á miklar og veglegar kræsingar í mat og drykk og verður ekkert til sparað. „Það er Grímur Gíslason og rómuð Veisluþjónusta hans sem sér um matinn og ætlar Grímur að bjóða upp á spænska tapas smárétti, sem er nýjung á matseðli sumarstúlku- keppninnar.“ Dagmar sagði að, byrjað væri að taka við pöntunum á keppnina og að mikil eftirspum væri hjá hópum og einstaklingum að komast á skemmt- unina. „Hægt er að panta borð í síma 481-2665. Rétt er að geta þess að fyrir undarlegan áhitting innsláttarpúkans birtist rangt borðapöntunarsímanúmer í síðustu fréttum sem leiðréttist hér með. Verð fyrir manninn á sumar- stúlkukeppnina er 2800 kr.og 1500 kr. á ballið á Kaffi Tímor á eftir, en að sjálfsögðu er hægt að kaupa allan pakkann og er verðið á honum 4300 kr.“ Að lokinni keppninni á Höfðanum verður ball á Kaffi Tímor, þar sem hljómsveitinn Land og synir mun halda upp dynjandi sumarstúlkustuði fram eftir nóttu. Helstu Styrktaraðilar Sumarstúlku- keppninnar í ár em Fréttir, Veislu- þjónusta Gríms, Sparisjóður Vest- mannaeyja, Hótel Þórshamar, Bókabúðin-Penninn, Metro, Sprett úr spori, Eyjablóm, Hressó, Betri Iínur, Róma, Fótó, Kaffi Tímor, Flamingo, Eðalsport og Flugleiðir. Skemmtanastjóri kvöldsins verður hinn síkviki og hressi Bjami Olafur Guðmundsson, og stúlkunum til aðstoðar í atriðum kvöldsins em Davíð Þór Óskarsson, Gústaf Krist- jánsson, ívar Róbertsson og Bjarki Steinn Traustason. Að hafa tilfinningu fyrir stemmningunni -segir Bjarni Ólafur, skemmtanastjóri keppninnar Bjarni Ólafur Guðmundsson, eða Daddi diskó eins Eyjamenn þekkja hann trúlega best, hefur verið kynnir á sumarstúlkukeppnum Vestmannaeyja frá því um 1990, eftir því sem hann mundi best. „Þetta em um það bil tfu ár held ég sem ég hef haft þennan starfa á sumarstúlkukeppninni, þó að ég hafi nú ekki verið kynnir öll þessi tíu ár. Eg hafði verið dagskrárgerðarmaður á Bylgjunni og þess vegna vanur míkrófóninum. Eg var líka skemmt- anastjóri í Hallarlundi, þar sem við settum meðal annars upp hin margrómuðu Eyjakvöld sem vom mjög vinsæl á sínum tíma og sum þeirra kynnti ég. Einnig rak ég tískuvömverslun í Eyjum frá haustinu 1990 í framhaldi af því komst ég í samstarf við Fréttir vegna sumar- stúlkukeppninnar. Seinna, þegar ég var að vinna hjá útvarpsstöðinni FM 957 vann ég náið með fram- kvæmdastjórum keppninnar um Ungfrú Island og skipulagði meðal annars óvissuferð þeirra til Vest- mannaeyja. Þetta þróaðist síðan út í að ég varð kynnir á keppnum um ungfrú Island og ungfrú Reykjavík, sem ég hef kynnt síðastliðin fjögur ár og verð núna þriðja árið með herra Island,“ sagði Daddi þegar blaða- maður sló á þráðinn til hans. Daddi sagði að kynnar og skemmtanastjórar yrðu að hafa sitt- hvað til bmnns að bera til að geta tekið að sér þessi störf. „Það er ágætt að vera sæmilega skýrmæltur, en jafnframt nauðsynlegt að koma vel fyrir. En líklega er þetta spuming um að hafa tilfinningu fyrir stemmningu og að virkja salinn hverju sinni til að ná fram rétta andrúmsloftinu og virkja það í þágu þess atburðar sem er í gangi hverju sinni. Síðan hefur reynslan að sjálfsögðu unnið með manni í gegnum árin.“ Daddi sagði að hann væri alltaf með klárt handrit að dagskránni hverju sinni. „Þetta er kannski aðeins frjálslegra á sumarstúlkukeppninni. En yfirleitt skrifa ég niður hvert einasta orð í kynningum mínum og það hefur gefist mjög vel. Þessar keppnir hafa verið með stærstu við- burðum á sumrin í Eyjum og mikið lagt í þær. Yfirleitt em alltaf vin- sælustu hljómsveitir landsins fengnar til þess að spila Eg hef að minnsta kosti verið kynnir á þremur stöðum þar sem keppnin hefur verið haldin, það er í Hallarlundi, Kiwaishúsinu og ÞESSI mynd er frá því Bjarni Olafur var að stíga sín fyrstu skref sem kynnir. Höfðanum, en líklega hefur keppnin verið haldin oftast þar.“ Hver finnst þér að lágmarksaldur þátttakenda í keppninni eigi að vera? „Einhvem tíma vorum við að velta þessu fyrir okkur og þá held ég að niðurstaðan hafi verið að heppilegast væri að stelpumar væm á 18. árinu, sérstaklega ef þær hafa áhuga á að halda áfram í öðmm keppnum, því sumarstúlkukeppnin væri mjög góður skóli fyrir þær. Mér skilst að ein- hverjir af þátttakendum í keppninni núna hafi tekið þátt í fegurðar- samkeppnum, en þær keppnir era miklu erfiðari, bæði er lýsing í salnum meiri og nálægðin og persónulegur stuðningur ekki eins mikill.“ Daddi sagði að hann hefði alltaf átt frábært samstarf við þá sem skipulagt hafa sumarstúlkukeppni Vestmanna- eyja og komið hafa að þeim með einum eða öðmm hætti. „Þetta fólk hefur verið að standa sig frábærlega. Eg er svo heppinn að minn hlutur í þessu er líka áhugamál mitt, sem tengist markaðs- og sölumálum. Því þegar maður er kynnir í svona keppni er maður líka að selja sjálfan sig um leið,“ sagði Daddi.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.