Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 24.08.2000, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 24.08.2000, Blaðsíða 8
8 Fréttir Fimmtudagur 24. ágúst 2000 Túnsamningar og landnytjasamningar á Heimaey: Framtíðarskipulag á næsta leyti Margir samningar að renna út - Beitarlönd geta ekki gengið manna á milli Vinna við gerð nýrra túnsamninga á Heimaey hefur staðið undanfarin ár og sér ekki enn fyrir endann á hcnni. Er um tímafrekt verkefni að ræða því verið er að flytja ónýtta túnskika yfir á nafn Vestmanna- eyjabæjar með þinglýsingum. Þegar þessu er lokið taka við nýjar reglur um úthlutun túna og verður stuðst við nýtt hnitakcrfi sem tæknideild bæjarins útbýr. Fréttir hafa kíkt á þetta mál sem er á margan hátt flóknara en gera hefði mátt ráð fyrir. I eðlilegum farvegi Jóhann Pétursson, héraðsdómslög- maður, hefur umsjón með starfmu fyrir Vestmannaeyjabæ og leggur hann áherslu á að koma túnskikum, sem ekki eru í notkun, yfir á nafn Vestmannaeyjabæjar. „Þetta er vinna sem er í eðlilegum farvegi en hún tekur tíma,“ segir Jóhann. „Tilgang- urinn með þessu öllu er að í framtíðinni verði hægt að úthluta túnum eftir nýju hnitakerfi frá tækni- deild bæjarins til þeirra sem þurfa. Oft eru skikar líka skráðir á nöfn manna sem löngu eru hættir að nýta þá. Allt tekur þetta töluverðan tfma og þarf að fara í gegnum þinglestur og slíkt.“ Jóhann segir að í framhaldinu verði gerðir nýir túnsamningar sem taki mið af eðlilegum kröfum dagsins í dag um umgengni og nýtingu. „Margir samn- ingamir eru orðnir fjörgamlir og fallnir úr gildi en nú er verið að gera þetta sem auðveldast og skipulegast þegar til framtíðar er litið.“ Að lokum sagði Jóhann að það þjónaði hagsmunum allra bæjarbúa að gerð nýrra túnsamninga lyki sem fyrst og regla kæmist á um úthlutun lands. „Það eru fjölmargir sem þurfa að koma að þessari vinnu, m.a. Flug- málastjóm og ríkið." Byggja á gamalli hefð Túnsamningar á heimalandinu, Heimaey, em flókið fyrirbrigði en þeir byggja á gamalli hefð um skiptingu landsins sem ekki hefur verið auðvelt mál þegar það gat verið spuming um afkomu fjölskyldunnar hvort hún hafði aðgang að landskika eða ekki. Mikil vinna hefur verið lögð í að koma skikk á hver hefur yfir að ráða hvaða túnsamningi og meginstefnan er að koma landinu undir Vestmanna- eyjabæ. Afraksturinn er átta bækur upp á samtals mörg hundmð blað- síður. Margir þessara samninga eru fallnir úr gildi, óljóst er hver hefur yfirráð yfir landinu, sem um ræðir, en aðrir em í fullu gildi. Samtals er um að ræða hátt í 400 samninga sem hafa verið gerðir við einstaklinga, fyrirtæki, Viðlagasjóð og ríkisstofnanir eins og t.d. Flugmálastjóm. I úttekt, sem Jóhann Pétursson lög- fræðingur og Hlynur B. Gunnarsson þáverandi byggingafulltrúi í Vest- mannaeyjum gerðu árið 1997 sem hluta af vinnu túnsamninganefndar, er farið yfir þinglýsta túnsamninga í Vestmannaeyjum, athuguð staðsetn- ing og hver er líklegur rétthafi. Þeir skipta verkefninu í nokkra kafla og í kaflanum um samninga við ein- staklinga og fyrirtæki er farið yfír 41 samning. Langflestir þeirra em til 75 ára, örfáir til 50 ára og margir renna út árin 2003 og 2004, nokkrir renna út síðar, enn aðrir em fallnir úr gildi og og um tvær jarðir, Breiðabakka og grasbýlið Lyngfell er talað um erfða- leigu til ótakmarkaðs tíma. I mörgum tilfellum er óljóst um staðsetningu en GREINARMUNUR er gerður á landi undir beit og landi undir túnskika. Túnsamningar á heimalandinu, Heimaey, eru flókið fyrirbrigði en þeir byggja á gamalli hefð um skiptingu landsins sem ekki hefur verið auðvelt mál þegar það gat verið spurning um afkomu fjölskyldunnar hvort hún hafði aðgang að landskika eða ekki. rétthafar finnast að flestum þeirra. í næsta kafla er listi yfir túnskika sem heyra undir Vestmannaeyjabæ, Viðlagasjóð og ríkisstofnanir. Sam- tals em þetta milli 80 og 90 samningar við bæinn, Viðlagasjóð, Flugmálstjóm og Lyngfell. Margir skikar sem heyra undir Vestmannaeyjabæ em komnir undir byggðina. Svo eru það samningar sem ekki hafa verið þinglýstir en þeir em 28 og þeir eiga það flestir sameiginlegt að þinglýstur skiki er þegar kominn undir byggðina. Skilaði af sér fyrir tveimur árum Túnsamninganefnd var skipuð af bæjarstjóm Vestmannaeyja þann 28. október 1996 og var henni ætlað að yfirfara alla túnsamninga á Heimaey og skila skýrslu um málið. í nefndinni sátu Jóhann Pétursson lögmaður, Olafur Olafsson bæjartækniffæðingur, Hlynur B. Gunnarsson þá bygginga- fulltrúi bæjarins, Stefán Geir Gunnarsson þá formaður landnytja- nefndar og Georg Kr. Lámsson þá sýslumaður. Jóhann var af nefndinni kosinn formaður og skilaði hún skýrslu sinni í mars 1998. Samkvæmt niðurstöðu nefndarinnar er að finna samtals 242 túnsamninga og í öllum tilvikum em eignaráðin hjá Vestmannaeyjabæ nema í nokkmm undantekningum þar sem um er að ræða samninga milli bæjar og ríkis. „Margir af þessum túnsamningum em í dag þinglýstir á Vestmannaeyjabæ og líka á ríkisstofnanir. Þá em túnsamningar sem eru þinglýstir eða skráðir á einstaklinga eða fyrirtæki. Margir þessara samninga em skv. niðurstöðum nefndarinnar fallnir til Vestmannaeyjabæjar fyrst og fremst þar sem skilyrði um eðlilega notkun samkvæmt samningnum hafa ekki verið haldin og túnin ekki ræktuð í samræmi við ákvæði samningsins. Einnig em ýmsir samningar þar sem rétthafar em taldir vera einstaklingar eða fyrirtæki. Gildir þetta um tún sem em í eðlilegri notkun skv. ákvæði samningsins. Nefndin skoðaði hvem samning og lagði ákveðið mat á gildi hans,“ segir í samantekt nefndarinnar. Vill nýja túnsamninga Varðandi framtfðarskipan telur nefndin eðlilegast að gerðir verði nýir túnsamningar sem verði tímabundnir til tíu ára. „Þessir samningar renni allir út á sama tíma til að auðvelda alla vinnu við endumýjun þeirra. Akvæði um forleigurétt og forkaupsrétt Vest- mannaeyjar ofl. skulu koma skýrt fram í þeim samningum. Þessir samningar skulu miðaðir við hnita- kerfi þannig að landamerki verði ætíð ljós.“ Nefndin sendi auglýsingu til rétt- hafa varðandi réttarstöðu að þeir lýstu til nefndarinnar þeim réttindum sem þeir teldu sig hafa yfir að ráða. „Astæða þessa var aðallega sú að réttindum hefur í gegnum tíðina ekki verið þinglýst og því þótti rétt að birta þessa auglýsingu. Hins hefur aug- lýsingin ekkert lagalegt gildi,“ segir í samantektinni og það áréttað að nefndin sé ekki dómstóll og hafi ekki vald til að skera úr um í deilum. „í þeim tilvikum þar sem Vest- mannaeyjabær hefur úthlutað félaga- samtökum landskikum, svo sem Skátafélaginu Faxa o.fl. er lagt til að gerðir verði lóðarleigusamningar,“ em lokaorð skýrslunnar. Túnsamningar að renna út Það er fróðlegt að kíkja á túnsamninga sem umboðsmaðurinn í Vestmanna- eyjum hefur gert á öndverðri 20. öldinni. I samningi frá 1929 kemur m.a. fram að landið er leigt á erfða- festu til 75 ára eða til þess tíma sem ákveðinn verður í jarðræktarlögum, ffá fardögum 1929 að telja. Getið er um stærð landsins í fer- metrum og er það leigt til túnræktar en ekki annarra afnota. „Byggingar má ekki gera á landinu, nema að fengið sje sjerstakt leyfi umboðsstjómarinnar til þess,“ segir í 3. lið samningsins. 14. og 5. lið segir að leigutaki skuli hafa girt leigulandið gripheldri girðingu áður en ár er liðið frá því landið er honum útmælt, ella fellur landið aftur til ríkissjóðs (nú Vest- mannaeyjabæjar) án endurgjalds. „A hverju ári skal leigutaki rækta til túns eigi minna en 1/5 hluta af landinu þannig að landið sje fullræktað á næstu fimm árum eftir að útmæling fer fram. Sje þessu skilyrði eigi full- nægt á tilsettum tíma hefír leigutaki fyrirgert erfðarétti sínum,“ segir um skyldur leigutaka en hægt er að gefa tveggja ára frest séu sérstakar ástæður fyrir hendi. „Ef girðingum er ekki viðhaldið eða leigulandið gengur úr sér að rækt, svo til auðnar horfi, hvort tveggja eftir mati óvilhallra manna, fellur landið aftur til ríkissjóðs (Vestmannaeyja- bæjar) án endurgjalds en ríkisstjómin (Vestmannaeyjabær) hefir forkaups- rétt að mannvirkjum þeim er kunna að vera á landinu önnur en ræktunar- umbætur, eftir mati þar til kvaddra manna,“ segir í 6. lið. Þá koma almenn atriði um leigu- gjald, forkaupsrétt hins opinbera og uppkaup á mannvirkjum ef einhver em. „Með þessum takmörkunum er leigutaka heimilt að selja leigurétt sinn, veðsetja eða ráðstafa honum á annan hátt, þó að áskildu samþykki umboðsvaldsins ef um sölu er að ræða, veðsetningu eða ráðstöfun leigurjettar á lóðarhluta er að ræða,“ segir svo í 9. lið. I fundargerð landnytjaneffidar frá 4. apríl 1981 er að finna samning, ekki ósvipaðan, um landnytjarétt. Þar segir að landið sé leigt til fimm ára og í þriðja lið segir: „Landið er leigt til beitar en ekki annarra afnota. Bygg- ingar má ekki gera á því nema til þess sé fengið sérstakt leyfi bæjarstjórnar." Þama skilur á milli samninganna, því ninsamningamir ná aðeins til skika sem nýttir er til sláttu en samningar um landréttindi kveða á rétt um beit. Annað sem skilur að er að leigutaka er óheimilt að selja, leigja eða ráðstafa á annan hátt rétti sínum samkvæmt samningi þessum, án samþykkis bæjarstjómar. Er seinna atriðið mjög athyglisvert því þar kemur skýrt fram að beitarlönd á Heimaey geta ekki gengið manna á milli nema með samþykki bæjarstjómar.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.