Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 24.08.2000, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 24.08.2000, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 24. ágúst 2000 Fréttir 15 íslendingur til Halifaxá morgun Alls staðar konunglegar móttökur 24 daga þjóðhátíð Víkingaskipið íslendingur er væntanlegt á morgun til Halifax í Kanada eftir að hafa siglt milli hafna á Nýfundnalandi síðasta mánuðinn. Móttökur, sem skip- verjar hafa fengið í hverri höfn, eru að þeirra sögn stórkostlegar og langt umfram það sem þeir áttu von á sjálfir. Stór hópur aðstoðar- fólks og ein vinsælasta hljómsveit landsins hefur fylgt íslendingi eftir og haft veg og vanda af uppá- komum sem verið hafa í hverri einustu höfn sem skipið hefur komið til. Siglingin hefur vakið mikla athygli fjölmiðla vestra og hafa blöð, tímarit, sjónvarps- og útvarpsstöðvar í Kanada og Banda- ríkjunum gert henni mikil og góð skil. Þegar rætt var við Stefán Geir Gunnarsson, í áhöfn íslendings, á þriðjudaginn voru þau stödd suður af Nýfundnalandi á leið til Halifax í Kanada. Veður var gott og reiknaði hann með að koma til Halifax á morgun, föstudag, þar sem verður umfangsmikil móttökuathöfn. „Við erum orðnir illa tamaðir,“ sagði Stefán í samtali við Fréttir. „Við vorum 24 daga á Nýfundnalandi og þetta er búið að vera eins og 24 daga þjóðhátíð. Við erum því hvíldinni fegnir og það er kærkomin afslöppun að vera kominn á sjó aftur. Við erum að koma frá Port De Grave á Nýfundnalandi og þar eins og annars staðar voru móttök- umar glæsilegar og þegar við fómm fylgdu okkur 98 skip og þegar þau flautuðu var hávaðinn það mikill að ekki heyrðist mannsins mál.“ Frábærar móttökur Stefán Geir segir að móttökumar hafi alls staðar verið frábærar en hápunkturinn hafi verið í St. Johm þar sem athöfnin var stórkostlegt sjónar- spil með með flugeldasýningu. „Maður átti von á góðum móttökum en ekki neinu þessu líkt eins og verið hefur í hverri höfn. Alls staðar hafa ráðherrar verið í móttökunefndum, kanadískir og íslenskir og þegar Einar Benediktsson sendiherra kom til St. John lét hann hafa eftir sér að hann hefði aldrei átt von á þessum mót- tökum. Við emm spurðir spjömnum úr um land og þjóð og svo fær áhöfhin stanslaust klapp á bakið og hrós fyrir framtakið. Ég hef enga tölu á boðum og grillveislum sem við höfum lent í. Við höfum orðið að velja og stundum hefur þetta gengið það langt að okkur hefur verið kippt til hliðar og á stað þar sem við gátum verið óáreittir. Sem dæmi um þetta má geta þess að umboðsmaður Eimskips í St. John hélt grillveislu fyrir okkur og þar fengum við örlítinn frið frá fólkinu." Stefán Geir segist ekki getað neitað því að hann hafi gaman af öllu til- standinu en 24 daga skemmtun á þjóðhátíðarskala sé kannski einum of mikið. „Fjölmiðlar hafa gert ferðinni mjög góð skil, bæði í Kanada og Bandaríkjunum og fólk telur ekki efth- sér löng ferðalög til þess eins að hitta okkur. Ég hef til dæmis rætt við fólk frá Los Angeles, Vancouver og fleiri borgum í báðum löndum sem hafði annaðhvort lesið um siglingu ís- lendings eða séð fréttir af okkur í sjónvarpi. Mér skilst lfka að það sé mikil eftirvænting fyrir komu okkar til New York 5. október." Kvaddir með tárum íbúar Nýfundnalands hafa undirbúið komu Islendings mjög vel og sem dæmi má nefna að 44 manna hópur fylgdi þeim eftir og undirbjó móttöku í hverri höfn og sama hljómsveitin var með í för. „Það var sett upp stórt svið og hefði Biggi Gauja (formaður þjóðhátíðamefndar) orðið grænn af öfund ef hann hefði séð það. Hljóm- sveitin er ein sú vinsælasta í landinu, hörku stuðgrúbba sem hefði sómt sér vel á þjóðhátíð. Síðasta daginn í St. John reyndum við að endurgjalda greiðann og buðum við öllum hópn- um í siglingu. Það var þéttsetinn bekkurinn því um borð voru 95 en þrátt fyrir þrengslin tókst okkur að draga upp seglin. Um kvöldið leigð- um við sal og buðum til veislu með íslenskum mat, sviðakjömmum og fleira góðgæti. Þetta mæltist mjög vel fyrir en það var ekki laust við að söknuður segði til sín þegar við kvöddum fólkið og nokkur tár féllu,“ sagði Stefán Geir. Sjónvarpað var beint frá móttök- unni í St. John og sagði Stefán Geir að það sama yrði uppi á teningnum í Halifax á morgun. „Við verðum búnir að safna kröftum í nýja töm þegar þangað kemur. Veður hefur verið gott, stundum of gott því víkingabún- ingurinn er ekki beint heppilegur í 26 til 27 stiga hita. Núna látum við fara vel um okkur. Veðrið á leiðinni frá Halifax hefur verið helst til gott. I morgun var logn en núna blæs hann á móti og gengur Islendingur einar 7 til 8 mílur.“ Að lokum vildi Stefán Geir koma á framfæri kveðjum frá áhöfninni til ættingja og vina í Vestmannaeyjum og annars staðar á landinu. ÞESSI mynd var tekin á sunnudaginn þegar ríkisstjórn Nýfundnalands og Labrador hélt áhöfninni veislu. Hljómleikar og skemmtun voru í hverri höfn. Áætlað er að allt 100 þúsund manns hafi verið við móttöku íslendings í allt. FJÖLDI manns á bryggjunni til að taka á móti íslendingu og áhöfn hans. EYJAR 2010 Spurt er. Ertu búin(n) að fara í sumarfrí? Sigurður Þór Sveinsson, Olís: „Já, ég var í sumar- | Grímsnesi. Það vai fWHpL'f. J hafði ég heimsins N M besta kokk með Ágústa Guðnadóttir, snyrti- fræðingur: ~„Nei, en ég fer í . p næsta mánuði til I Flórens á Ítalíu. Þar ájJpjKJ verður haldið þing snyrtifræðinga og maður sameinar r __ starfið og suamifríið með því." Þorsteinsdóttir, Anna Laufási: 3 „Eg fór í vikuferð I með Félagi eldri 1 borgara um Snæ- ' fellsnes. Við gistum á Ólafsvík í blíð- >, skaparveðri. Þetta fí var mjög ánægjuleg ferð enda er alltaf gaman hjá eldi i borgurum." Ingibergur Einarsson, Ilug- vallarstarfsmaður: V V „Nei, enda búinn að ^ vera í veikindafríi og Stefán Jónasson, Bæjarveitum: r——-------1 „Nei." Marý Njálsdóttir, í Mozart: —-------;--- „Já, ég var í Ölfus- borgum í heila viku og það var mjög |xegilegt, gott veður allan tímann." ! Sverrir Unnarsson, Samskipum: WCC. „Að hluta til. Við fórurrt austur á Hérað þar sem við j vorum í flottu veðri. " Ég veit ekki hvað ég geri við það sem j eftir er af sumar- fríinu, ætli ég verði ekki bara heima."

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.