Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 24.08.2000, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 24.08.2000, Blaðsíða 1
27. árgangur • Vestmannaeyjum 24. ágúst 2000 * 34. tölublað * Verð kr. 140,- • Sími: 481 3310 • Fax: 481 1293 VEÐRIÐ hefur leikið við Eyjamenn undanfarnar vikur og þó þokan hafi látið á sér kræla alltaf af og til hefur sólin oftar en ekki haft sigur. Þessa skemmtilegu mynd af átökum sólar og þoku tók Sigmar Þröstur Óskarsson þar sem þokan læddist yfir hafflötinn en eyjar og land stóðu upp úr. Hér trónir Bjarnarey upp úr þokunni en toppur hennar er baðaður kvöldsólinni. Evrópukeppni félagsliða: Erfiður leikur gegn Hearts í kvöld -Þrír lykilmenn sitja heima vegna meiðsla ÍBV mætir í kvöld skoska liðinu Hearts í Evrópukeppni félagsliða og hefst leikurinn klukkan 18.45. Þetta er seinni leikur liðanna en þeim fyrri, sem fór fram á Laugardals- vellinum, lauk með 0 - 2 sigri Skot- anna. Kristinn R. Jónsson, þjálfari IBV, segir að Eyjamenn eigi þama erfitt verkefni fyrir höndum. „Það er alveg ljóst að þetta verður mjög erfiður leikur fyrir okkur,“ sagði Kristinn. „Við töpuðum 0 - 2 heima sem er ekki gott veganesti í þessari keppni þar sem mikilvægast er að tapa ekki heimaleiknum. En fyrirfram er þetta alls ekki búið. Við munum berjast fyrir því að komast áfram allt þar til leikurinn verður flautaður af. Fótboltinn er nú einu sinni þannig að það getur allt gerst á góðum degi.“ Hveijar verða áherslumar í leiknum? „ Við megum náttúrulega alls ekki fá á okkur mark, það er fyrir öllu. Það er okkur ekki í hag að opna leikinn strax og fá kannski á okkur mark strax í byrjun. En mér fannst við sýna það í fyrri hálfleik í heimaleiknum að við getum alveg haft í fullu tré við þá. Við ætlum fyrst og fremst að hafa gaman af þessu og svo kemur bara í ljós í lok leiksins hvar við stöndum." sagði Kristinn að lokum. Tryggvi Már Sæmundsson, útvarps- maður, fylgir ÍBV til Skotlands og sagði hann í gær að hópurinn hefði lent í Glasgow um klukkan 11 í gærmorgun að staðartíma. Æfing var í gærkvöldi en leikurinn fer fram í kvöld. Þrír fastamenn í liðinu sitja heima vegna meiðsla, Hjalti Jóhann- esson, Kjartan Antonsson og Tómas Ingi Tómasson. Það kemur í hlut yngri leikmanna að fylla þessi skörð. Viðbótarskattur sem kemur harka legast niður á landsbyggðarfólki -segir Lúðvik Bergvinsson um flugleiðsögugjaldið sem hann mótmælti í samgöngunefnd í vor samþykkti Alþingi breytingar á loftferðalögum, en samfara þeim var ákveðið að leggja á svonefnd flugleiðsögugjöld, sem ráðgert var að skilaði Flugmálastjórn um 30 milljónum í viðbótartekjur í ár og allt að 200 milljónum á næsta ári. Flugleiðsögugjaldið hefur valdið megnri óánægju, ekki síst fyrir þá sök að gjaldtakan leiddi til hækkunar far- gjalda í innanlandsfluginu. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylking- arinnar, sem sæti á í samgöngunefnd, sagði að Samfylkingarmenn í nefnd- inni hefðu mótmælt gjaldtökunni harðlega. „Það varð mikil umræða í samgöngunefnd um þetta mál, en allt kom fyrir ekki. Rökin fyrir gjaldinu voru að flugið fjármagni rekstur Flugmálastjómar. Það segir sig hins vegar sjálft að gjaldið er ekkert annað en viðbótarskattur á neytendur og kemur harkalegast niður á lands- byggðarfólki.'1 ^ Lúðvík sagði að Flugfélag Islands, Islandsflug og Samtök ferðaþjón- ustunnar hafi mótmælt þessu og talið að tap á innanlandsfluginu væri nóg, þó að ekki kæmi til slík gjaldtaka. „Innanlandsflugið hefur verið rekið með tapi og þolir ekki slíkar álögur. Við bárum fram breytingartillögu í nefndinni, um að hætt yrði við gjald- tökuna. Hins vegar greiddi minni- hlutinn atkvæði með einstökum greinum frumvarpsins, en ekki frum- varpinu í heild sinni.“ Lúðvík sagði málinu væri ekki þar með lokið af hálfu minnihlutans. „Við munum leggja fram tillögu í haust um að gjaldið verði afnumið," sagði Lúðvík. Ákvörðun stjómvalda ÞorgeirPálsson, flugmálastjóri, sagði flugleiðsögugjaldið ákvörðun sem tekin væri af stjómvöldum og Flug- málastjóm væri uppálagt að inn- heimta. Þorgeir sagði þetta nýtt gjald og algerlega nýjan tekjustofti sem ekki hafi verið nýttur áður. „Flugleiðsögu- gjald er innheimt í öllum löndum Vestur Evrópu og að baki gjaldinu liggja sömu útreikningar og tíðkast þar,“ sagði Þorgeir. „Framlagið til stofnunarinnar hefur verið lækkað í samræmi við áætlaðar tekjur af þessu nýja gjaldi. Stofnunin er því ekki að græða neitt á þessu.“ Þorgeir sagðist ekki vilja leggja mat á sanngimi gjaldtökunnar í ljósi þeirrar gagnrýni sem uppi hefði verið vegna hækkunar fargjalda. „Það er kostnaður á móti því sem er innheimt. Það er meginsjónarmið að gjöld séu ekki innheimt nema kostnaður liggi að baki öllum gjöldum sem eru innheimt í samræmi við reglur Alþjóðaflug- málastofnunarinnar," sagði Þorgeir Pálsson flugmálastjóri. Ekki náðist í Áma Johnsen, formann samgöngunefndar, áður en blaðið fór í prentun. Skipstjóra- vaktin Víkingaskipið íslendingur er væntanlegt á morgun til Halifax í Kanada frá Ný- fundnalandi. Móttökur hafa verið stórkostlegar og langt umfram það sem þeir áttu von á sjálfir. Myndin er tekin á þriðjudaginn eftir að lagt var af stað til Halifax og er þetta skipstjóravaktin, Elías Jensson, Gunnar Marel skipstjóri, Herjólfur Bárðarson og Stefán Geir Gunnarsson. ÍM. Sumaráætlun Frá Eyjum Frá Þorlákshöfn Alladaga. kl. 08.15 kl. 12.00 Aukaferðir fimmtud., föstud. og sunnud. kl. 15.30 kl. 19.00 4$Herjólfur Sími 481 2800 - Fax 481 2991

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.