Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 24.08.2000, Blaðsíða 18

Fréttir - Eyjafréttir - 24.08.2000, Blaðsíða 18
18 Fréttir Fimmtudagur 24. ágúst 2000 Landa- KIRKJA - lifandi samfélag! Fimmtudaginn 24. ágúst Kl. 14.30 Helgistund á Heil- brigðisstofnun Vestmannaeyja, setustofu 3. hæð. Heimsóknargestir hjartanlega velkomnir. Laugardagur 26. ágúst Kl. 14.00 Útför Halldóru Úlfars- dóttur Sunnudagur 27. ágúst Kl. 11.00 Messa að hætti Eyja- klerks. Ungir sem aldnir velkomnir að borði Drottins. Kl. 13.00 Guðsþjónusta á Hraun- búðum Stafkirkjan verður opin og til sýnis sunnudaginn 27. ágúst frá kl. 14 - 15. Ollum velkomið að sjá og skoða á þessum tíma. Prestar Landakirkju minna á nýtt símanúmer kirkjunnar 488 1500. Hvíta- SUNNU- KIRKJAN Fimmtudagur Kl. 20.30 Biblíulestur Laugardagur Kl. 20.30 Bænasamkoma Sunnudagur Kl. 11.00 Vakningarsamkoma, ræðumaður Snorri Oskarsson. Ræðuefni, -Mínir sauðir heyra mína raust. Ailir hjartanlcga velkomnir Hvítasunnukirkjan Aðvent- KIRKJAN Laugardagur 26. ágúst Kl. 10.00 Biblíurannsókn. Allir hjnrtanlcga velkomnir. Biblían talar sími 481- Knattspyma: Yngri flokkar Mjög misjafnt senji Annar flokkur karla mætti sam- eiginlegu liði Þórs, Leifturs og Dalvíkur fyrir norðan í síðustu viku. Fyrri leikur liðanna í Eyjum endaði með stórsigri ÍBV 7-0 og því áttu menn von á sigri. Sú varð raunin, Eyjamenn völtuðu yfir jafnaldra sína fyrir norðan og lokatölur urðu 0-6 fyrir ÍBV. A þriðjudag átti liðið svo að keppa við Breiðablik en leiknum var frestað til 5. september. Mörk ÍBV: Pétur 2, Gunnar Heiðar 2, Tómas 1 og Karvel 1. Þriðji flokkur karla lék tvo útileiki um helgina, fyrst gegn Fylki á laugar- deginum og svo gegn ÍA á sunnu- deginum. Fylkisleikurinn var ágæt- lega leikinn af hálfu ÍBV en liðið var að miklu leyti skipað leikmönnum úr fjórða flokki og því átti ÍBV á brattann að sækja. Fylkismenn sigruðu í leiknum 2-0 sem verða að teljast sanngjöm úrslit. Skagaleikurinn var hinsvegar ekki jafn góður og fyrri leikurinn en fyrri leikur liðanna hér í Eyjum endaði með 2-2 jafntefli. Leikurinn endaði með sjö marka tapi, 7-0 og er staða IBV orðin ansi erfið í A-riðli en Uðið situr á botninum með þrjú stig en Fylkis- menn eru þar fyrir ofan með 5 stig og Keflavík með 9 stig. ÍBV á eftir tvo leiki og ljóst að liðið verður að sigra í þeim báðum til að forðast fall. Fjórði flokkur karla lék gegn Stjömunni í Garðabæ, í A- og B- liðum. Bæði lið töpuðu sínurn leikj- um, A-liðið 6-0 og B-Iiðið tapaði 4-2. Liðin sitja bæði á botni deildarinnar og ljóst að fall blasir við þeim. Þriðji flokkur kvenna lék gegn Haukum á heimavelli á föstudaginn. Haukar em næstneðsta liðið en þetta var síðasti leikur liðanna í íslands- mótinu og ljóst að ef IBV ætlaði sér í úrslitakeppnina þá þurftu þær að treysta á að Valur, sem var í öðm sæti myndi tapa stigi í síðasta leik og jafnframt sigra Haukana. Það síðar- nefnda gekk eftir en Valur sigraði í sínum leik og komst þar með í úrslit á mun betri markatölu. ÍBV endaði tímabilið í þriðja sæti með 21 stig, eða jafnmörg stig og Valur. Sigurlás Þorleifsson þjálfari stelpnanna sagðist vera nokkuð sáttur við tímabilið. „Við byrjuðum tímabilið vel og urðum Islandsmeistarar innanhúss og við vomm inni í myndinni allt þar til í lokin. Við klúðmðum svo tækifærinu á móti Stjömunni í næstsíðasta leik þar sem við gerðum jafntefli en þrátt fyrir það áttum við möguleika. En það sem kannski varð okkur fyrst og ffemst að falli í sumar var að sumar af þeim stelpum sem em þama vom hreinlega ekki tilbúnar að leggja nógu mikið á sig til að ná árangri. Það má því kannski segja að við höfum ekki átt það skilið að komast í úrslit. Hitt er svo annað mál að það er umhugs- unarefni að aðeins tvö lið úr A-riðli komast í úrslit þar sem klárlega þrjú bestu liðin á landinu em.“ 4. flokkur kvenna B lék í úrslitum fslandsmótsins um helgina og var leikið á Selfossi en ekki tókst að ná í úrslit áður en blaðið fór í prentun. Golf: íslandsmótið í sveitakeppni Svcit GV í fjórða sæti Um síðustu helgi tók karlasveit GV þátt í íslandsmótinu í sveitakeppni en GV lcikur í 2. deild. Leikið var á Akranesi. Sveitina skipuðu þeir Júlíus Hall- grímsson, Aðalsteinn Ingvarsson, Orlygur H. Grímsson, Karl Haralds- son, Viktor P. Jónsson, Guðjón Grétarsson og Gunnar G. Gústafsson. Liðsstjóri var Haraldur Óskarsson og aðstoðarliðsstjóri Óskar Haraldsson. Keppt var í ljórleik, fjórmenningi og einmenningi og lenti sveitin í 4. sæti. Þessi varð lokaröðin: 1. Golfkl. Leynir Akranesi 2. Golfkl. Kjölur Mosfellsbæ 3. Golfkl. Suðumesja 4. Golfkl. Vestmannaeyja 5. Golfkl. Oddur 6. Golfkl. Sandgerðis Leynir leikur í 1. deild á næsta ári en Sandgerðingar falla í 3. deild. SVEIT GV, neðri röð frá vinstri: Karl Haraldsson, Örlygur H Grímsson, Viktor P Jónsson, Gunnar G Gústafsson. Efri röð: Haraldur Óskarsson liðsstjóri, Guðjón Grétarsson, Júlíus Hallgrímsson, Óskar Haraldsson aðstoðarliðsstjóri og Aðalsteinn Ingvarsson. Golf. ísfélagsmótið Ásbjörn og Sig- urður efstir Agæt þátttaka var í ísfélagsmótinu í golfi sem fram fór á laugardag, eða 39 manns. Þessir urðu efstir án forgjafar: 1. Asbjöm Garðarsson 73 h. 2. Jónas Þ Þorsteinsson 78 h. 3. Haraldur Júlíusson 78 h. Með forgjöf: 1. Sigurður Þ Hafsteinsson 66 h. 2. Heimir Freyr Geirsson 67 h. 3. Pétur Kristjánsson 67 h. Sami langafinn og langamman en þrjú félög. Þessir peyjar tóku þátt í Lottó-móti 7. flokks á Akranesi í sumar. Þeir eru náfrændur og eiga sama langafann og langömmuna. Þeir eru Leó Snær Sigurjónsson HK, Guðjón Orri Sigurjónsson IBV og Brynjar Darri Brynjarsson Stjörnunni. Eru þeir langafabörn Baldurs Ólafssonar fyrrum bankastjóra í Eyjum og Jóhönnu Ágústsdóttur konu hans.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.