Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 24.08.2000, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 24.08.2000, Blaðsíða 14
14 Fréttir Fimmtudagur 24. ágúst 2000 Endurbætt verslun í Goðahrauni Síðastliðinn föstudag opnaði KÁ nýja og endurbætta verslun í Goðahrauninu. Við opnunina var ýmislegt til gamans gert. Til að mynda var grillað og hljómsveit lék til að auka á stemmninguna meðal viðskiptavina verslunarinnar sem voru fjölmargir þennan dag. KA hefur verið stærsti styrktaraðili ÍBV í kvennakanttspyrnu og var Elena Einisdóttir fyrirliði meistaraflokks ÍBV því fengin til þess að klippa á borða og opna verslunina formlega. Einnig voru stelpurnar til aðstoðar í versluninni opnunardaginn. Sigurður Markússon, framkvæmdastjóri KA, sagði verulegar breytingar hafa verið gerðar á versluninni. „Öll tæki og tól, sem ekki var skipt um fyrir ári, voru endurnýjuð núna. Allar innréttingar voru endur- nýjaðar, enda orðnar nokkuð gamlar. Um leið var allt kælipláss aukið sem þýðir að við getum aukið framboð á ferskvöru. Það er þess vegna mun meira pláss undir kjötvöru og mjólkurafurðir og verslunin mun rúmbetri og þægilegra fyrir viðskipta- vinina að versla hjá okkur.“ Sigurður sagði að aðkoma að versluninni hefði einnig verið endurbætt. „Það var sett upp ný rafmagnsrenni- hurð svo að viskiptavinurinn getur farið með innkaupa- kerruna út að bíl sínum án þess að standa í brasi við að opna hurðir sjálfur. Við hjá KÁ erum sífellt að endur- bæta verslanir okkar til þæginda fyrir viðskipta- vininn, en reyndar er breytingin hér í Goða- hrauninu töluvert mikil á einu bretti miðað við það sem gengur og gerist.“ Þegar Sigurður var spurður að því hvort til stæði að fara út í sambærilegar breytingar á verslun KA á Tanganum, sagði hann að nokkur andlitslyfting hefði verið gerð þar. „Við gerðum töluvert miklar breytingar á sérvörudeildinni. Við ein- földuðum hana nokkuð um leið og hún var efld mjög mikið. Þeim breytingum mun ljúka í þessari viku og vonandi að fólki líki þær breytingar.“ Nú er það vöruverðið sem yfirleitt er efst í huga Fjör hjá Á7VR Hér gefur að líta nokkrar myndir sem Vignir Sigurðsson, Heiðmerkurbóndi tók á sumargrilli ÁTVR sem haldið var síðastliðinn laugardag. Grillið var að þessu sinni í Heiðmörk í nýjum fjölskyldulundi og mættu milli 80 - 100 manns. Segir Vignir að ekki hafi verið annað að heyra á fólki en að vel hafi tekist til. Flestir ætluðu að grillinu loknu að fara í miðborgina og taka þátt í menningarviðburðum menningarnætur. EINS og alltaf þegar Eyjamenn koma saman var lagið tekið og hér má sjá Hafstein Guðfinns með gítarinn. KLIPPT á borðann. Lind Hrafnsdóttir og Elena Einisdóttir frá ÍBV og Sigurður Markússon framkvæmdastjóri KA. MIKIL örtröð var í verslun KA í Goðahrauninu þegar hún var opnuð eftir breytingarnar. neytandans, hvað gerið þið að halda vöruverði í lágmarki? „Viðgerum stöðugar verðkannanir og fylgjumst með því sem gerist á markaðnum um allt iand og bregðumst við í samræmi við það. KÁ er líka partur af mjög stóru fyrirtæki sem nýtur góðs af magninn- kaupum,“ sagði Sigurður.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.