Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 24.08.2000, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 24.08.2000, Blaðsíða 16
16 Fréttir Fimmtudagur 24. ágúst 2000 Aðalsteinn Ingvarsson, vallarstjóri Golfklúbbs Vestmann Golfvöllurinn í Vestmannaeyjum hefur hlotið mikið lof í sumar. Bæði hérlendir og erlendir hafa hrifíst mjög af vellinum og umhverfi hans. Þá hefur góð umhirða vallarins einnig vakið verulega athygli. Á Norðurlandamótinu, sem hér var haldið í sumar, sögðu margir þátttakenda það hafa komið sér mjög á óvart að finna svo góðan golfvöll á þessari breiddargráðu og einn sagði að þessi völlur væri örugglega best varðveitta leyndarmál golfíþróttarinnar í Evrópu. Margir hafa lagt hönd á plóg til að gera golfvöllinn í Vestmannaeyjum að því sem hann er í dag. Óneitanlega kemur þó nafn vallarstjórans, Aðalsteins Ingvarssonar, upp í hugann þegar leitað er skýringa á því hvers vegna völlurinn er svo góður. Aðalsteinn er hógvær maður og lætur ekki mikið yfir sér dags daglega. Víst viðurkennir hann ágæti vallarins en bendir á að án aðstoðar góðra manna hefði sér ekki mikið orðið úr verki. Úr rafiðn í golfvallafræði Aðalsteinn hefur búið í Vestmanna- eyjum síðan hann kom hingað 1996. Kannski kyrrsettur, þar sem hann kynntist eiginkonunni og Vestmanna- eyingnum, Katrfnu Harðardóttur, og þar með ekki til baka snúið. Þau hafa búið sér fallegt heimili við Breka- stíginn og þann 12. ágúst eignuðust þau frumburðinn, myndarlega dóttur. Aðalsteinn, eða Alli eins og hann er alla jafna kallaður, er Reykvíkingur, fæddur 1970. „Ég ólst upp í vestur- bænum og gekk í skóla á Sel- tjamamesi. Að loknu gmnnskólanámi fór ég í Iðnskólann og kláraði þar grunndeild rafiðna. Einhverra hluta -Kraftaverk að reka svona góðan vc -ÉG komst að því að helst mátti engu breyta frá því sem verið hafði. En þessi mál hafa síðan þróast ágætlega og ég held að flestir séu nokkurn veginn sáttir við mig í dag, segir Alli. Fjölskyldan á Brekastíg 20, Katrín og Aðalsteinn með nýfædda dóttur sína og heimilishundurinn, tíkin Sharon, sem þau kalla „eldri dótturina.“ vegna leist mér ekki á atvinnuhorfur í þeirri grein og söðlaði því yfir í allt aðra hluti eða golfvallafræði. Ég hafði verið að vinna á sumrin við golfvelli, bæði á Nesinu og svo hjá Keili í Hafnarfirði. Ólafur Þór, sem nú er vallarstjóri hjá Keili, var fyrsti Islendingurinn sem fór utan til náms í golfvallafræðum og þegar ég fór að vinna hjá Keili vaknaði hjá mér áhugi fyrir því að feta í fótspor hans. Keilir er mjög vel rekinn klúbbur og ég hreifst af því sem Ólafur var að gera þar. Svo kynntist ég líka Margeiri Vilhjálmssyni, vallarstjóra hjá GR, sem einnig hafði farið utan til náms og ákvað að hella mér í þetta. Þeir Ólafur og Margeir lærðu báðir í Skotlandi og ég fór í sama skóla og þeir. Sá heitir Elmwood College og er í héraðinu Cupar Infife. St. Andrews völlurinn er í sama héraði og segja má að þarna snúist allt meira og minna um golf. Námið tók eitt ár og ég útskrifaðist með National Certificate sem er fyrsta stig í golfvallafræði. Þarna er stundað það sem kalla má almennt nám um golfvelli og umhirðu þeirra. Svo er hægt að halda áfram og sérmennta sig t.d. í uppbyggingu valla, vökvunarkerfum og fleiru. Til að verða fullnuma frá skólanum þarf að ég held þriggja ára nám og kannski varhugavert að nota orðið fullnuma því að lrklega verða menn aldrei fullnuma í þessum fræðum. Flestir láta sér eitt ár nægja en hver veit nema maður eigi eftir að bæta við sig síðar, jafnvel með fjamámi." Sneri ekki aftur „Ég kom heim 1996 og fór strax að vinna hjá Golfklúbbi Ness, á Seltjamamesi. Reyndar hafði þáver- andi formaður Golfklúbbs Vest- mannaeyja, Bergur Sigmundsson, haft samband við mig og hann vildi fá mig til Eyja. Mig langaði en einhverra hluta vegna valdi ég Nesið. Þetta ár átti að halda Landsmótið í Eyjum og Bergur vildi ráða kunnáttumann að vellinunt vegna þess. Ráðinn var Skoti sem átti að mæta um vorið en sá forfallaðist og úr varð að Nes- klúbburinn lánaði mig til Eyja fram yfir Landsmót. Raunin varð sú að ég fór aldrei til baka og er hér enn. Líklega er nú aðalástæðan sú að hér kynntist ég eiginkonunni, sem trúlega hefur haft meira aðdráttarafl en völlurinn.“ I hvernig ásigkomulagi var völlurinn þegarþú komst til Eyja? „Hann var ágætur enda gamalgróinn og hafði verið vel um hann hugsað. Aftur á móti breytist ýmislegt þegar nýir menn taka við. Ég lagði t.d. nokkuð aðrar áherslur á slátt en verið hafði. Það sem stóð starfinu helst fyrir þrifum var hve tækjakosturinn var lélegur. Síðan hefur verið bætt úr því en vantar enn talsvert upp á. Þau tæki sem við höfum til umráða í dag duga þokkalega fyrir níu holu völl.“ Hvernig var því tekið þegar „ókunnugur" maðurfór að ráðskast á vellinum? „Til að byrja með var ekkert sagt, þá þekkti mig enginn. Svo á næsta ári fóru menn að segja sínar skoðanir, t.d. í áburðarmálum og þar voru ekki allir mér sammála. Ég komst að því að helst mátti engu breyta frá því sem verið hafði. En þessi mál hafa síðan þróast ágætlega og ég held að flestir séu nokkum veginn sáttir við mig í dag. í þessu starfi er það náttúran sem við er að eiga og maður finnur off fyrir því að maður er bara lítið peð í því tafli.“ Peningaleysið er vandamál Hvert er aðalvandamálið við að reka og halda við golfvöllunt á Islandi? „Peningaleysi sem kemur niður á uppbyggingu vallanna. Hér er oftast verið að vinna af vanefnum sem kemur svo niður á gæðum vallanna. Það er ekki hægt að miða vellina hér við bestu vellina erlendis þar sem nóg ertilaffé. Velli, þar sem ekkert er til sparað og hafa kannski kostað tvo til þijá milljarða króna. Vanefnin hér koma sérstaklega fram í uppbyggingunni, ekki síst við flat- imar. Algengast hefur verið að byggja þær upp með mold en á seinni ámm hafa þær verið byggðar upp með sandi sem er mun betra, loftar betur um jarðveginn og þar með verða flatimar betri. Það hefur t.d. verið gert hjá Keili og á Korpúlfsstaðavellinum. Þetta er kostnaðarsamara en mun betra. Peningaleysið hefur háð okkur og mun gera það áfram. Svo tekið sé dæmi, þá var í vor farið í smávegis lagfæringar á Belfry vellinum og þær kostuðu hátt í 300 milljónir. Ef peningar em fýrir hendi þá er hægt að gera alveg sambærilega velli hér á landi og úti.“ Nú hefur ríkt almenn ánœgja með völlinn í Vestmannaeyjum í sumar. Verður ykkur eitthvað meira úr peningunum en öðrum? „Við skulum ekki gleyma því að þessi völlur er gamalgróinn að miklu leyti og við búum að því. I vor var líka öllu meira lagt í hann, ekki síst með tilliti til Norðurlandamótsins, meiri áburður og meiri mannskapur. Starfsmenn vallarins hafa unnið óhemju gott starf í sumar. Þá hefur verið gott að geta leitað til formanns vallarnefndar, sem er Ragnar Bald- vinsson, en hann hefur reynst betur en

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.