Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 24.08.2000, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 24.08.2000, Blaðsíða 2
2 Fréttir Fimmtudagur 24. ágúst 2000 Enn hækka flugfargjöld -vegna mikilla kostnaðarhækkana og nýrra opinberra gjalda -Lægsta fargjald milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja fór úr 7.730 krónum upp í 8.530 en hæsta fargjald fer úr 11.130 í 12.330 krónur Innbrot I síðustu viku voru 150 færslur í dagbók lögreglu. Er það heldur meira en í vikunni þar á undan. Meðal þess sem tilkynnt var til lögreglu var innbrot og þjófnaður sem líkast til hefur átt sér stað á þjóðhátíð. Farið hafði verið inn í íbúð í bænum meðan eigandinn var erlendis í fríi. Lítið var skemmt en eitthvað hvarf af hlutum ur íbúð- inni. Skemmdarverk Tvö skemmdarverk voru tilkynnt lögreglu í vikunni. Farið vai' inn í bifreið sem stóð við Birkihlíð 8 og skemmdir unnar á henni. Þá var brotin rúða að Hásteinsvegi 3. Ekki er vitað hverjir þarna voru að verki og biður lögregla þá sem geta gefið upplýsingar um þessi skemmdar- verk að hafa samband. Bókanir og kærur Alls vom 34 bókanir úr umferðinni og 21 aðili lékk á sig kæru vegna brota á umferðarlögum. Flestir þeirra fengu kæru lyrir vanrækslu á að færa ökutæki til skoðunar á tilsettum tíma. Einn ökumaður var stöðvaður fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu og annar fyrir brot á biðskyldu og að gefa ekki stefnu- merki. Einn var skrifaður niður fyrir að leggja bifreið sinni öfugt miðað við akstursstefnu og einn kærður fyrir of hraðan akstur. Eitt umferðaróhapp var tilkynnt lög- reglu en það var minniháttar og leystu ökumenn það sín á milli. Ljós og hjólmar Nú er tekið að dimma á kvöldin. Vill lögregla minna á að þeir sem eru á reiðhjólum, þegar birtu er tekið að bregða, verða að hafa sérstakan Ijósabúnað á reiðhjólinu og hann verður að vera í lagi. Þá skal enn og aftur minnt á að þeir sent eru 15 ára og yngri verða að hafa reiðhjólahjálm á höfði. Þó svo að það sé ekki skylda hjá fólki sent er 15 ára og eldra, mælir lögregla þó með notkun hjálma vegna þess öryggis sem í því felst. Umferðarskólinn Umferðarskólinn Ungir vegfar- endur verður haldinn í Vest- mannaeyjum í dag og á morgun, (24. og 25. ágúst). Skólinn er fyrir alla krakka á aldrinum fimm til sex ára og verður að þessu sinni í Bamaskólanum. Skólinn verður frá kl. 11 -12, báðadagana, fyrirfimm ára börn og kl. 14 - 15 fyrir sex ára börn. Ef annar tíminn hentar betur en hinn, má koma á þeim tíma þar sent farið verður yfir sama efni. Lögregla hvetur foreldra til að mæta nteð böm sín í umferðarskólann og gera þau með því að betri veg- furendum. Lok Golfskólans Golfskóli GV hefur verið starf- ræktur í suntar og aðsókn verið með miklurn blóma enda golfíþróttin í mikilli sókn. Nú er komið að lokum og verður síðasti kennslu- dagur á morgun, föstudag. Sunnu- daginn 3. september er svo fyrir- hugað að halda lokamót lýrir nemendur skólans með aðstoð foreldra. Flugfélag íslands hækkar almenn fargjöld sín í innanlandsfiugi að meðaltali um tæplega 10% frá og með 21. ágúst. Meginástæður hækkunarinnar eru eldsneytisverð- hækkanir sem hafa komið mjög illa niður á afkomu innanlandsflugsins og aukin skattheimta hins opinbera nú á seinni hluta ársins. Velta félagsins fyrstu sex mánuði ársins var 30% meiri en á sama tíma í fyrra. Ami Gunnarsson, sölu- og mark- aðsstjóri sagði að mikil áhersla hafi verið lögð á að rétta af rekstur Flug- félagsins með markaðssókn og hag- ræðingaraðgerðum. „Eldsneytisverð- hækkanir sem kostuðu félagið 45 milljónir króna á fyrri hluta ársins og ný flugleiðsögugjöld í innanlandsflugi sem kosta fyrirtækið 40 milljónir á ári hljóta að koma fram í verðlagi. Af- koma í innanlandsflugi á Islandi hefur verið slæm og reksturinn ber ekki auknar álögur af þessu tagi. Fyrir flug til Vestmannaeyja, í krónum talið, var lægsta fargjald milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja 7.730, en hækkar upp í 8.530, en hæsta fargjald fer úr 11.130 112.330.“ Ami sagði ný llugleiðsögugjöld hins opinbera nema 3-4% af innan- landstekjum félagsins í innan- landsflugi. „Þessi kostnaður leggst hlutfallslega þyngst á rekstur smærri flugvéla og gerir rekstur þeirra enn erfiðari en ella, en jretta gjald er miðað við fjölda ferða til hvers staðar. Eldsneytisverð hefur áfram hækkað á heimsmarkaði og þetta hefur að sjálf- sögðu mikil áhrif á rekstur Flugfélags íslands, eins og annarra flugfélaga. Verð á flugvélaeldsneyti er nú rúmlega helmingi hærra en á sama tíma í fyrra.“ Ami benti á að vonir hafi staðið til að verð á eldsneyti lækkaði, en litlar líkur væru nú taldar á vemlegurn lækkunum á næstunni. „Markaðssókn Flugfélags Islands hefur skilað vem- legum árangri síðustu mánuði. Velta félagsins fyrstu sex mánuði ársins var 30% meiri en á sama tíma á síðasta ári. Vonir stóðu því til að afkoma fyrirtækisins myndi batna milli ára. Eldsneytishækkanir hafa gert þær vonir að engu og afkoman hefur farið versnandi. Til viðbótar þarf félagið að fást við miklar launahækkanir og nýjar álögur hins opinbera. Því steftiir í tap á árinu og félagið verður því að grípa til þessara aðgerða til að rétta stöðuna við,“ sagði Ami. Fjögurra milljóna króna skattur á Eyjamenn Jón Karl Olafsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Islands, sagði hvað varðar nýálögð flugleiðsögugjöld að þau næmu 4 til 5 prósentum af farþega- tekjum , en eldsneytiskostnaður væri um 15 prósent. „Það var gengið út frá lækkun eldsneytiskostnaðar á þessu ári, en fyrir viku síðan var elds- neytiskostnaðurinn kominn í sögulegt hámark. Þannig að við erum ekki að sjá neina vemlega lækkun í þeim lið á næstunni, en eldsneytiskostnaður er helmingur af útlögðum kostnaði." Jón Karl sagði að gjöld til hins opinbera vegna innanlandsflugsins næmu nú um 120 til 130 millljónum. „Þetta em tíu prósent af rekstar- kostnaði félagsins og nú las í ég í Morgunblaðinu 1 gær grein eftir Kristján Möller alþingismann þar sem hann segir þessa upphæð um 200 milljónir, sem þýðir að gjöld til hins opinbera nema um 10 prósent af rekstarkostnaði félagsins.“ Um heildarupphæð flugleiðsögu- gjalda vegna flugs til Vestmannaeyja, sagði Jón Karl að erfítt væri að finna ákveðna tölu. „Miðað við ljölda ferða, hlutfalls vegalengdar og sæta- nýtingar þá má mjög gróflega áætla þessa upphæð um fjórar milljónir, sem er um tíu prósent af af heildar- upphæðinni sem rennur til ríkisins." Rúmar 5,6 milljónir í ágóðqhlut frá EBÍ Stjóm Eignarhaldsfélagsins Bruna- bótafélag íslands hefur ákveðið á gmndvelli samþykkta fulltrúaráðs félagsins að greiða aðildar- sveitarfélögum sínum samtals 140 milljónir króna 1 ágóðahlut í ár. Greiðslan er í sanrræmi við eign- araðild þeiira að Sameignarsjóði EBI. Vestmannaeyjabær fær greiddar rúrnar 5,6 milljónir króna og önnur sveitarfélög á Suðurlandi fá samtals greiddar rúmar 13 milljónir króna. I samræmi við samþykktir fé- lagsins mælast stjóm og fulltrúaráð EBÍ til þess við sveitarfélögin að þau verji framlaginu meðal annars til forvarna. greiðslu iðgjalda af tryggingum sveitarstjóma og bmnavarna í sveitarfélaginu. Ágóðalilutur aðildarsveitaifélag- anna frá EBÍ hefur orðið til þess að nokkur sveitarlelög munu endur- nýja slökkvibifreiðar sínar á næst- unni. EBÍ hefur uin langt skeið greitt aðikkirsveitarfélögum framlag til ágóðahlutar af starfsemi sinni. Slíkar greiðslur hófust árið 1934 með samningi Brunabótafélags íslands við sveitarfélög um fjár- mögnun slökkvitækja. Árið 1955 var gefin út sérstök reglugerð um þessar greiðslur, og aftur árið 1985. Á síðustu þremur árum hafa aðildarsveitarfélögin fengið samtals um 380 milljónir króna greiddar 1 ágóðahlut. Frá upphafi hefur EBÍ því greitt hundmð milljóna króna til aðildarsveitarfélaga, miðað við verðlag í dag. Gufumenn biðjast velvirðingar í viðtali við Gufuntenn í ÚVAFF s.l. fimmtudag kom fram að Fréttir hafi ekki haft rétt eftir Gufu- mönnum yarðandi pistil út- varpsstjóra ÚVAFF þar sem hann sagði orðrétt „...ríki og bær bera kostnaðinn en uppamir stinga af með seðlana.*1 I grein Frétta í sl; viku kom fram að Útvarpsstjóri Úvaff héldi því fram að Gufutnenn fengju sendinn frían (ríki og bær bera kostnaðinn) og Gufumenn hagnast (...og uppamir stinga af nteð seðlana) Þetta er að sjálfsögðu engan veginn rétt hjá honum þar sem Gufan leigir útvarpssendinn af Félagsnriðstöðinni sem og ber kostnað af öllum rekstrinum. Vilja Gufumenn biðjast velvirð- ingar á þessum ummælum sínum í viðtalinu og jafnframt þakka Fréttunr velvilja í blaði sínu, ekki stóð til að kasta rýrð á ritstjóm Frétta. Virðingarfyllst Tryggvi Már og Ólafur Jóhann. • j . ; 1 1 . ' * 1 ♦ 0 • i '11 m Á dögunum komu nokkrir afkomendur Þorsteins Jónssonar læknis til Eyja til þess að vitja uppruna síns. Þorsteinn Jónsson bjó í Landlyst, en þessi mynd er tekin fyrir framan húsið þegar afkomendur Þorsteins skoðuðu hið forna heimili hans, sem nú hefur verið endurreist á Skanssvæðinu. Fr.v. Kay Matlock fædd í Bandaríkjunum og býr þar, Bogi Sigurðsson, Haukur Sigurðsson, Margrét Ólöf fædd í Bandaríkjunum og býr í Texas, en hún hafði frumkvæðið að heimsókninni til Eyja, Ragnheiður Sigurðardóttir og Þórdís Árnadóttir. Ungu stúlkurnar fremst á myndinni heita fr. v. íris Jensdóttir, sem býr í Noregi og Alexandra Evudóttir sem býr í Eyjum FRETTIR Útgefandi; Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson. íþróttir: Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481- 1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjar.is/~frettir. FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í l_ausasölu í Turninum, Kletti, Veitingaskálnum Friðarhöfn, Tvistinum, Toppnum, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn. FRETTIR eru prentaðar f 2000 eintökum. FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.