Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 24.08.2000, Blaðsíða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 24.08.2000, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 24. ágúst 2000 Fréttir 19 Landssímadeild karla: Leiftur 0 - IBV 1 Eyjamcnn eiga enn von -í baráttunni um íslandsmeistaratitilinn en Fylkir 03 KR standa betur aö vísi ÍBV lék á sunnudaginn gegn Leiftursmönnum á Olafsfirði og var um hörkuleik að ræða. Heima- menn, sem sitja í neðsta sæti deildarinnar, börðust vel á meðan ÍBV náði sér ekki á strik. Það voru þó gestirnir sem náðu að sigra og héldu Eyjamenn heim með þrjú dýrmæt stig sem halda þeim enn inni í toppbaráttunni. Eyjamenn hafa orðið fyrir nokkrum skakkaföllum undanfarið. Kjartan Antonsson er meiddur og Hjalti Jó- hannesson líka. Vonast var til að Tómas Ingi væri orðinn klár í slaginn en svo var ekki og fór hann af leikvelli eftir aðeins níu mínútna leik. Það kom þó ekki að sök því ÍBV sigraði í leiknum 0 -1. Það var enginn glansleikur hjá ÍB V, iiðið spilaði illa í leiknum á meðan heimamenn sýndu mun betri leik. En lukkudísimar virðast vera ganga í lið með ÍBV og Goran Aleksic kom ÍBV yfir þegar stutt var eftir af fyrri hálfleik. Seinni hálfleikur var keimlíkur þeim fyrri en Eyjamenn héldu sínum hlut og tryggðu sér nauðsynleg stig í toppbaráttunni enda verður liðið að sigra í þeim leikjum sem eftir eru ef liðið ætlar sér efsta sætið. Kristinn Jónsson sagði í samtali við Fréttir að ÍBV hefði ekki spilað vel í leiknum. „Við áttum ekki góðan leik og vomm hreinlega að spila illa. Við vorum í sendingavandræðum nánast allan leikinn og gáfum þeim of mörg færi. Eg heyrði eftir leikinn að Leiítur hefði líklega verið að spila sinn besta leik í sumar en heppnin var með okkur í þetta skiptið. Þeir eru náttúrulega að beijast fyrir lífi sínu í deildinni þannig að við vissum vel að þessi leikur yrði mjög erfiður. sem kom einmitt á daginn. Við urðum fyrir áfalli þegar Tómas Ingi þurfti að fara af leikvelli en þessi meiðsli sem eru að plaga IBV-liðið hefur verið að sækja í sig veðrið eftir því sem liðið hefur á mótið. Það á enn möguleika á Islandsmeistaratitlinum og er enn inni í bikarkeppninni þar sem liðið mætir Fylki á Hásteinsvelli 5. september nk. Er ekki ótrúlegt að sigurvegarinn í þeim leik standi uppi sem bikarmeistari 24. september hann virðast ætla að gera honum lífið leitt og mér sýnist að hann verði ekki með í Evrópuleiknum gegn Hearts," sagði Kristinn." Staða efstu liða Gengi IBV í Landssímadeildinni hefur verið hið besta að undanfomu en staða efstu liða í deildinni er þessi að loknum 15 umferðum nema hvað KR áeinn leikáhin liðin. 1. Fylkir 29 stig 2. KR 27 stig 3. ÍBV 26 stig 4. Grindavík 24 stíg I þeim þremur umferðum, sem eru eftir á IBV heimaleiki gegn Breiða- bliki í 16. umferð og Grindavík íl 8 og síðustu umferð og útileik í 17. umferð gegn KR. KR á heimaleik gegn ÍBV og útileiki gegn Grindavík og Stjömunni. Fylkir á eftir útileiki gegn Grindavík og heimaleiki gegn Keflavík og Skagamönnum. Grindvíkingar em í því erfiða hlutverki að eiga eftir leiki gegn þremur efstu liðunum en þeir em enn inni í myndinni. Leiftur - IBV 1 ÍBV lék 4-4-2: Birkir Kristinsson, Páll Guðmundsson, Páll Almarson, Hlynur Stefánsson, Bjami Geir Viðarsson, Ingi Sigurðsson, Baldur Bragason, Momir Mileta, Goran Aleksic, Tómas Ingi Tómasson, Steingrímur Jóhannesson. Varamenn sem komu inn á: Jóhann Möller, Hjalti Jónsson. Mark ÍBV: Goran á 38. mínútu, fylgdi eftír skotí Steingríms. Knattspyrna 3. deild B-riðill: KFS varð í 2. sæti og komst í 8 liða úrslit Dréjust á móti Þrótti Neskaupsstað -Heimaleikurinn veróur á laugardaginn KFS mætti efsta liði riðilsins, Haukum í hreinum úrslitaleik um efsta sæti B-riðils þegar liðin mættust á Asvöllum í Hafnarfirði. KFS var lengst af í efsta sæti en Haukamenn kærðu tapleik sinn við Gróttu og unnu kæmna og var dæmdur sigur í leiknum. Þar með komust þeir einu stigi yfir KFS og dugði því jafntefli í leiknum, sem einmitt varð niðurstaðan, 1-1 þar sem KFS var miklu betra liðið. Það var strax Ijóst að Eyjamenn ætluðu sér sigur í leiknum og þrátt fyrir að í liðið vantaði nokkra af fastamönnum þá var liðið mun betri aðilinn í leiknum og eina sem heima- menn gerðu var að negla boltanum fram völlinn. Það var því algjörlega gegn gangi leiksins að Haukar komust yfir um miðjan hálfleikinn. Kári Hrafnkelsson sá svo um að jafna leikinn fyrir leikhlé með þmmuskoti beint úr aukaspymu. Glæsilegt mark. KFS sótti svo látlaust í seinni hálfleik en svo virtíst sem æðri máttarvöld hafi ákveðið að leikurinn myndi enda með jafntefli. M.a. fengu Eyjamenn vítaspymu sem var varin ásamt því að eiga fjölmörg færi sem ekki náðist að nýta. Hjalti Kristjánsson sagði eftir leikinn að hann gæti ekki annað en verið ánægður með liðið. „Við vomm miklu betra liðið í þessum leik og sýndum það að við emm með sterk- asta lið 3. deildar þegar við viljum. En heppnin var hreinlega ekki með okkur í leiknum og því fór sem fór. Annars er þetta sumar búið að vera mjög gott hjá KFS og líklega er þetta sterkasta liðið sem ég hef þjálfað. En að sama skapi er þetta erfitt fjárhagslega fyrir klúbbinn, sérstaklega núna þegar við mætum Þrótti frá Neskaupsstað í úrslitum og þurfum að ferðast alla leið austur. Við höfum því ákveðið að selja inn á leikinn gegn þeim á laugardaginn, 500 krónur en innifalið í því verði er alvöru leikskrá. Við vonum bara að fólk mæti á völlinn og styðji við bakið á okkur," sagði Hjalti. Bikarkeppni KSI undanúrslit: IBV - Fylkir 5. september Krístinn 03 Bjarni maetast á Hásteinsvelli Dregið var í Coca Cola bikarkeppninni í síðustu viku og varð þjálfurum, leikmönnum og forráðamönnum IBV að ósk sinni en það var fyrst og fremst að fá heimaleik. En andstæðingurinn er líklega sá sterkasti sem var í pottinum, Fylkismenn en þeir eru eins og er efstir í Lands- símadeildinni. IBV hefur að vísu náð hagstæðum úrslitum gegn Fylki í sumar, jafntefli hér heima og sigur í Arbænum þannig að það er ljóst að Bjami Jóhannsson fyrrverandi þjálfari ÍBV og núverandi þjálfari Fylkis þarf að brydda upp á einhverjum nýjungum gegn ÍBV. Leikurinn mun fara fram þriðjudaginn 5. september klukkan 17.30, en úrslitaleikurinn fer svo fram sunnudaginn 24. september á Laugardalsvellinum í Reykjavík. Evrópu- leikurinn ó Netinu I kvöld spilar ÍBV síðari leik sinn í Evrópukeppni félagsliða við Hearts frá Skotlandi. Leikurinn fer fram á heimavelli Hearts, Tynecastle Stadium. Fyrri leik þessara liða lauk með 0-2 sigri Skotanna og því verður róðurinn þungur fyrir Eyja- menn en þrátt fyrir það ætla strákamir að selja sig dýrt og beijast til sigurs í þessum leik og komast þannig í 2. umferð keppninnar. Leikurinn hefst klukkan 19.45 að staðartíma. Leiknum verður lýst á Utvarpi ÍBV FM 104,7 en einnig er hægt að hlusta á útsendinguna í gegnum Intemetið á heimsíðu ÍBV, www.ibv.is. Jón Viðar Stefánsson, vefsíðustjóri Knattspyrnu- deildar ÍBV. Sparisjóðs- mótið ó laugardag Á laugardag er Sparisjóðsmótíð á dagskrá hjá GV en Sparisjóður Vestmannaeyja er styrktaraðili þess móts og gefur öll verðlaun. Leiknar verða 18 holur með og án forgjafar og er unnt að velja rástíma frá kl. 9 -13. Skráningu þarf að vera lokið kl. 20 á föstudag. Tvær öldunga- sveitir fróGV Nú um helgina fer fram sveita- keppni öldunga og verður leikið á golfvelli Kópavogs og Garðabæjar. I öldungaflokki keppa þeir sem em 55 ára og eldri. Tvær karlasveitir keppa fyrir GV, A-sveit sem keppir án forgjafar og B-sveit með forgjöf. Að þessu sinni fer ekki kvennasveit fráGV. Fram- undan Fimmtudagur 24. ágúst Kl. 18.45 Hearts - ÍBV í Evrópu- keppninni, leikið ytra. Laugardagur 26. ágúst Kl. 14.00 Þór/KA, Landssímadeild Mánudagur 28. ágúst Kl. 18.00 ÍBV - Breiðablik, Lands- símadeild. Kl. 18.00 KR - ÍBV 2. flokkur. Miðvikudagur 30. ágúst Kl. 18.00 IBV - Stjaman Lands- símadeild kvenna. Kl. 18.30 Þór A - ÍBV 3. flokkur karla A.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.