Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 24.08.2000, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 24.08.2000, Blaðsíða 6
6 Fréttir Fimmtudagur 24. ágúst 2000 Nýr jarðskjálftamælir og GPS landmælingatæki tekin í notkun í Eyjum: Samfellt eftirlit með íarðskorpuhreyfingum Búið er að setja niður nýjan jarðskjálftamæli og GPS land- mælingatæki í Eyjum, en þessi búnaður leysir af hólmi jarð- skjálftamælinn sem staðsettur hefur verið austur á Nýjahrauni. Tækin eru sett upp að frum- kvæði Náttúrustofu Suðurlands, en fjármögnuð af Viðlagatrygg- ingu, Vestmannaeyjabæ, Veður- stofunni og Náttúrustofu Suður- lands. Jarðskjálftamælirinn er staðsettur í hlíðinni fyrir ofan Spröngu en GPS tækið er í Helgafellshrauni, nánar tiltekið á Brekkuhúsum og hófust mæl- ingar með því þann 27. júlí sl. Mjög viðkvæm tæki Ármann Höskuldsson, eldfjalla- fræðingur og forstöðumaður Náttúru- stofu Suðurlands, sagði að með upp- setningu þessara tækja væri öryggi Eyjamanna mun tryggara, gagnvart hreyfingum og breytingum á jarð- skorpunni sem liugsanlega gætu verið undanfari stærri hamfara. „Það eru tvær vikur síðan jarðskjálftamælirinn var settur upp, en GPS tækið var tekið í notkun 27. júlí sl. Jarðskjálftamælir- inn er í prufukeyrslu, en að henni lok- inni verður opnuð vefsíða þar sem frummæliniðurstöður verða gerðar að- gengilegar í rauntíma. Það eru alltaf einhverjar hreyfingar á jarðskorpunni, en jarðskjálftamælirinn er viðkvæmur gagnvart hreyfingum sem geta stafað af umferð, bæði á láði, legi og í lofti." Ármann sagði að GPS tækið væri fúllkomnasta mælitæki sem völ væri á í heiminum í dag. „Tæki sem þetta til Ármann við jarðskjálftamælinn sem er staðsettur á móbergsklöpp ofan við Sprönguna. að fylgjast með hreyfingu jarðskorpu- nnar gerist hvorki dýrara, né ná- kvæmara. Auk þess er það mjög við- kvæmt. Það má ekkert koma við það og ég vil ítreka öryggisþáttinn í því sambandi. Það eru mjög viðkvæmar stillingar sem ekki má raska né verða fyrir hnjaski. Þess vegna vil ég biðja fólk sem er á gangi á svæðinu að láta tækið í friði. Einnig er rétt að árétta að tækið er á friðuðu landi svo að búfénaður á ekki að geta nálgast tækið, en það er að sama skapi hættulegt ef að skepnur fæm að nudda sér upp við það. Tækið er hluti af sólarhrings vöktunarkerfi Veður- stofunnar og mælir út hreyfingu jarð- skorpunnar og er upplýsingum, sem tækið safnar, komið áleiðis í gegnum gervihnött til Veðurstofu íslands, en það er dr. Þóra Ámadóttir sérfræð- ingur Veðurstofunnar í GPS mæling- um sem mun sjá um að túlka gögn sem berast frá tækinu." Ármann sagði að nákvæmni GPS tækisins væri mjög mikil. „Gögn em send sjálfvirkt til Veðurstofu Islands, en tækið byggir á langtímamælingum og nemur hreyfingu sem er innan við sentimetra, en það er frávikið frá því sem kalla má eðlilega hreyfingu jarð- skorpunnar, sem segir vísinda- mönnum hvað er að gerast,“ sagði Ármann. Samfelldar mælingar Dr. Þóra Ámadóttir jarðeðlisfræðing- ur, sem sér um að túlka gögn og niðurstöður mælinga GPS tækisins, sagði að nú væm átta GPS stöðvar á landinu sem reknar séu af Veðurstofu Islands og allar staðsettar sunnan- lands. „Stöðvamar em á svæði sem nær frá Reykjavík allt austur fyrir Mýrdalsjökul. Fyrstu fjórar stöðv- amar vom settar upp á Hengilssvæð- inu í framhaldi af jarðskjálftum árið 1998 og hugsanlegu landrisi á því svæði. Tvær stöðvar vom svo settar upp á Kötlusvæðinu eftir umbrot á því svæði og hlaup í Jökulsá á Sólheima- sandi í fyrrasumar. I maí á þessu ári var svo sett upp stöð suður af Eyjafjallajökli og nú síðast í Vest- mannaeyjum, en fýrirhugað er að setja annað tæki upp á þessu ári á Skrokk- öldu vestan Vatnajökuls." Þóra sagði nákvæmni GPS mæling- anna vel innan við einn sentimetra. „Tækið nemur láréttar hreyfingar til norðurs og austurs, auk lóðréttrar hreyfingar jarðskorpunnar. Mæl- ingamar em nú miðaðar við fastan punkt í Reykjavik, en hægt er að bera þær saman við aðrar stöðvar, ef einhver óvenjuleg færsla á sér stað. Tækið nemur merki frá gervihnöttum sem em í 20.000 km hæð og skráir þau á 15 sekúndna fresti. Síðan er hringt í tækið frá Veðurstofunni á tuttugu og fjögurra stunda fresti og náð í gögn og þau sett í úrvinnslu. Það hefur sýnt sig að til þess að geta túlkað niðurstöður þurfa mælingar að hafa staðið í amk eitt ár, meðal annars til þess að geta útilokað tmflanir ffá jónahvolfi og veðrahvolfi.“ Þóra sagði að GPS kerfið væri eftir- litskerfi sem byggði á samfelldum mælingum og skráningu. „Þetta er ný tegund mælinga og aðeins um árs gamalt hér á landi, en það sem við höfum séð fram að þessu em meiri hreyfingar en við áttum von á, stundum þó án þess að um skjálftavirkni sé að ræða,“ sagði Þóra. Hægt er að sjá fyrstu niðurstöður GPS mælinga á vefsíðu Veðurstofunnar: http://www.vedur.is/ja/gps.html Sumarstúlka Eskimo- models 2000 Sumarstúlka Eskimomodels er valin einu sinni á ári. Lilja Nótt Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Sumarstúlku Eskimomodcls 2000, var stödd í Eyjum í síðustu viku að undirbúa þá fjóra þátttakendur frá Eyjum sem skráðu sig á námskeið Eskimomodels, en þær eru: Thelma Ýr Tómasdóttir, Ásta Hrönn Guðmannsdóttir, Sigríður Osk Jcnsdóttir og Valgerður Erla Óskarsdóttir. Þátttakendurnir fóru á námskeið og skiluðu inn Ijós- myndum af sér, en ein stúlknanna kemst svo áfram í aðalkeppnina, sem haldin verður 1. september nk. í Reykjavík. Lilja Nótt segir að námskeiðið sé haldið fyrir stelpur sem áhuga hafa á módelstörfum og sem vilja auka sjálfstraustið, en á námskeiðunum er farið í tjáningu og framkomu. „í sumar hafa líklega um hundrað stelpur víðs vegar að af landinu komið á námskeið hjá okkur,“ sagði Lilja Nótt. „Vestmannaeyjar eru síðasti staðurinn að þessu sinni þar sem námskeið er haldið, en námskeiðin voru haldin á Hressó. Námskeiðin hafa verið helsta leiðin til þess að fá nýjar stúlkur til liðs við okkur. Ein stúlka af hverju námskeiði er svo valin til þess að taka þátt í sumar- stúlkunni 2000.“ Að lokinni ljósmyndatöku á föstu- daginn var haldin tískusýning á Café Maríu. „Stúlkumar sýndu nýju vetrarlínuna frá versluninni Smart, en Vala hjá Snyrtistofunni Anítu var með fræðslu um förðun og umhirðu húðarinnar." Lilja Nótt á nokkum feril að baki sem módel, en em módelstörfin í samræmi við það sem þú bjóst við? ,£g starfaði bæði á íslandi og Mflanó á Italíu. Það kom mér mest á óvart Stúlkurnar fyrir framan Café Maríu ásamt Lilju Nótt. Fr.v. Ásta Hrönn Guðmannsdóttir, Thelma Ýr Tómasdóttir, Lilja Nótt Þórarinsdóttir, Sigríður Ósk Jensdóttir og Valgerður Erla Óskarsdóttir. hvað þetta var miklu meiri vinna en ég hélt. Þegar maður er yngri sér maður módelstörfin fyrir sér dálítið sykurhúðuð, en ekki þar fyrir að ef stúlkur hafa áhuga á módelstörfum er um að gera að reyna, því þetta er mjög skemmtilegt starf. Ef stúlkur hafa áhuga á þessum bransa finnst mér að þær ættu tvímælalaust að láta reyna á það. Margar stúlkur sem prófa þetta komast kannski að því síðar að starfið sé ekki eins og þær áttu von á og detta út. Það má eiginlega segja að viljinn sé allt sem þarf, en auðvitað eru líka gerðar ákveðnar grundvallarkröfur til stúlknanna. En staðfestan í því að vilja standa sig vel og vinna mikið er grundvallaratriði. Hins vegar er Island að koma mjög sterkt inn núna með ungar stúlkur út um allan heim og það hefur verið mikil uppsveifla síðustu tvö til þtjú árin.“ Hvað er eftirminnilegast á þínum ferli? „Það er líklega þegar ég var að taka upp sódavatnsauglýsingu á Ítalíu, því ég þurfti að standa í polli í heilan dag og ég var að frjósa úr kulda og fékk kvef eftir þá þrekraun. Þrátt fýrir fjörutíu stiga hita var ég að frjósa úr kulda, en það var samt mjög gaman.“

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.