Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 24.08.2000, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 24.08.2000, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 24. ágúst 2000 Fréttir 11 im um íslenskt kvonfang >tt hefur Vestmannaeyjar reglulega á undanförnum árum en brúðkaup 5ustu viku með hóp frá Bandaríkjunum sem var mættur á pysjuveiðar BRUCE er nú í fjórðu ferð sinni til Vestmannaeyja sem hann eins og undanfarin ár hefur skipulagt ásamt Mary Lou White. Hann segir að alltaf hafi verið auðvelt að fá fólk í ferðirnar. vildi heldur vera ein en í hjónabandi. Þetta er dálítið sorglegt, miðað við lundann sem býr með maka sínum alla ævi. Ég held að skilnaðar- hlutafallið hjá lundanum sé aðeins um átta prósent og því miður varð hlutskipti mitt að verða einn af þessum átta prósentum. Þess vegna kem ég kannski alltaf aftur til Vestmannaeyja til að leita mér að nýrri konu, skilurðu." Og ekkert gengur? „Nei ekki enn þá, ég verð líklega að koma oftar. Kannski eru allar bestu konumar giftar, nei án gríns. En þú mátt segja ffá því að þegar ég kvænist aftur, þá verður það trúlega íslensk kona. Það gæti orðið gaman, því ísland og Eyjar eru mér eins og mitt annað heimili. Égheflagtmjögmikið á mig við að læra íslenskuna, þó að það veki nú aðallega hlátur þegar ég reyni að tala hana. Ég hef keypt nokkrar „kenndu þér sjálfur íslensku- bækur,“ en auðvitað nær maður bestum tökum á tungumáli með því að búa á staðnum. En ég er frekar slakur þegar tungumál eru annars vegar. Ég á mér eina uppáhaldssetningu á íslensku en, því miður get ég ekki sagt hana opinberlega. En ég get sagt þér eina vandræðasögu sem ég lenti einu sinni í. Hún gæti heitið: „Gaman að hitta þig.“ Eg hitti einhvem mikil- vægan aðila og það var verið að kynna mig fyrir föður hans. Ég gekk til hans og sagði á mjög góðri íslensku: „Rassgat í bala.“ Hann leit auðvitað forviða á mig og sagði: „Hvað?“ Ég fór auðvitað hjá mér, en þetta kenndi mér að segja ekki mikið á íslensku án þess að vita nokkum vegin hvað ég væri að segja, en þetta var liklega mjög sjálfhverfur brandari og á minn kostnað þegar upp var staðið.“ Þunglyndur eftir dauðann Mér virðist þú vera mjög léttlyndur og mikill húmoristi? ,dá, hvemig á mér annars að lynda við íslendinga,“ segir Bmce og hlær. „Lífíð er allt of stutt til þess að vera í einhverju þunglyndi. Lífið er fyrir hina lifandi. Þegar ég er dauður skal ég verða þunglyndur, því þá verður nægur tími til þess.“ Með það er Bmce rokinn af stað, því að hópurinn er að fara í bátsferð með PH-Víking og Bmce segir að þó hann sé gjam á að taka ýmsa útúrdúra þega hann er með hópa, þá reyni hann nú að halda áætlun eins og hægt er. Rétt áður en hann rýkur af stað hvíslar hann þó að mér. „Heyrðu þetta í sambandi við konumar og landið. Skoégerástfanginnafíslandi og dreymir um að koma afitur og aftur. Ég hef aldrei komið að vetrarlagi og dreymir nú um að koma aftur í vetur. Ég mjög marga góða vini á íslandi og aldrei að vita nema rómantískur draumur minn eigi eftir að rætast og ég eigi eftir að verða ástfanginn af íslenskri konu eins og landinu.“ Og með það var hann rokinn. Benedikt Gestsson Lundafrúna dreymdi um að halda á lunda Donna Ashon, „The puffin lady“ eins og hún kallar sig, býr í Kaliforníu og er í ferðinni með 15 ára gamalli dóttur sinni. Hún er sérkennari, en í tuttugu ár hefur hún safnað öllu sem hún hefur komist yfir um lunda. „Ég á jafnvel tannbursta með lunda á,“ segir hún. „Draumur minn hefur alltaf verið að fá að halda á lunda. Ég heyrði um þessar ferðir Bmce og Mary Lou fyrir tveimur ámm og nokkur okkar sem emm í þessari ferð ákváðum að skipuleggja ferð árið 2000. Nú hefur hún orðið að veruleika og ekki nóg með það heldur hef ég líka haldið á alvömlunda, og það var stórkostleg upplifun." Donna segist vera þekkt sem „lundafrúin" úti í Kalifomíu. „Ég er með stóra heimasíðu og margir þeirra sem em í þessari ferð höfðu upp á henni á síðunni minni. Þetta hefur verið stórkostleg ferð. ísland er frá- bært og Vestmannaeyjar líka.“ Hvemig stendur á þessum áhuga á lundanum? „Ég man ekki alveg hvemig þessi áhugi kom til, en fyrir um tuttugu ámm man ég eftir því að einhver var að tala við mig um lunda. Ég vissi sitthvað um lunda þá, því ég hafði séð bók um lunda. Síðan gaf mér einhver styttu af lunda og áhuginn hefur vaxið alla tíð síðan. Ég er kennari og hef einnig alltaf unnið verkefni um lunda með nemendum mínurn." Donna segir að reyndar sé lunda- kennsla hennar ekki á kennsluskrá. „Ég kenni bömum sem eiga erfitt með nám. En þar sem ég elska lund- ann og nemendur rm'nir lika, þá hef ég komið honum að í náttúruffæðitímum og kynnt ísland í leiðinni. Reyndar hefur ein kvennanna, sem standa að Gallerý Heimalist, verið á tölvu- póstlistanum mínum í nokkur ár. Nemendur mínir hafa einnig sent henni tölvupóst, þannig að hún er mjög góður bakhjarl í lundaáhuga mínum. Einnig höfum við verið í tölvupóstsambandi við lundaveiði- mann hér í nokkur ár. Og að hitta þetta fólk sem við höfum verið í tölvusambandi við hefur verið dásam- legt, eins og reyndar öll ferðin.“ DONNA Ashon „The puffin lady“. Lundar eru svo miklar elskur Shirley Raye Redmond og Sandy Hagen voru í hópnum með Bruce að kynna sér lundalíf í Eyjum. Shirley kemur frá New Mexico og segir enga lunda þar um slóðir. „Mig hefur alltaf langað til að sjá Island og núna er ég að vinna að bók um lunda fyrir Randomhouse út- gáfuna. Ég komst að því að á Islandi eru mestu lundabyggðir í heimi og þess vegna er ég héma núna. Ég er búin að sjá fullt af lundum og þeir eru miklar elskur. Við höfum verið mjög heppin með veðrið, þannig að líklega verður jretta ekki betra.“ Shirley hefur unnið að tveimur örðum dýralífsbókum, en segir þær ekki komnar út enn þá. „Önnur er um risasmokkfiska og hin um amer- ískujarðíkomana. Það er mjög góður markaður fýrir upplýsandi bækur af þessu tagi í Bandaríkjunum, þar sem fjallað er um dýralíf, sögu og vísindi." Sandy er frá Norður Carolina og vinnur fyrir fylkið við aðhlynningu og endurhæfingu villtra dýra auk heimilisdýra sem lent hafa í slysum. „Ég vinn bæði í litlum einkareknum dýragarði og einnig heima. Það er mjög mikið að gera í Jsessu starfi, sem er kannski líka miður.“ Má segja að þú sért Florence Nightingale dýramuj? ,Já, hví ekki það. í dýragarðinum vinn ég við aðhlynningu ljóna, tígris- dýra, bjamdýra og úlfa og svo framvegis, en heima er ég með smærri villt dýr, eins og fugla og vegalaus heimilisdýr." Sandy segir að hún sé mjög ánægð með dvölina í Eyjum og vilji helst ekki fara heim aftur. Ég spyr hana þess vegna að því hvort hún kunni illa við Bmce því hann er víst líka að fara aftur til Bandaríkjanna. Það er mikill hlátur og þær segjast ætla að segja Bmce frennan brandara Jsegar þær em komnar heim. SHIRLEY Raye Redmond og Sandy Hagen voru í hópnum með Bruce að kynna sér lundalíf í Eyjum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.