Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 24.08.2000, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 24.08.2000, Blaðsíða 10
10 Fréttir Fimmtudagur 24. ágúst 2000 Á mér rómantískan drai -segir Bruce McMillan, barnabókahöfundur og Ijósmyndari, sem heims hans í Stórhöfða fyrir nokkrum hélt ekki. Hann var staddur í Eyjum í sí Bruce McMillan, barnabókahöfundur- inn góðkunni og lundaóhugamaður, hefur heimsótt Vestmannaeyjar undanfarin ór og gekk sællar minningar í heilagt hjónaband í Stórhöfða fyrir þremur órum. Bruce var í Eyjum í síðustu viku ósamt 20 manna hópi óhugafólks um lunda og allt sem honum við kemur. Bruce hefur skrifað fimm bækur sem gerast ó Islandi og nú er hann með þó sjöttu í smíðum. BRUCE hefur skrifað og gefið út fjörutíu og eina barnabók í Bandaríkjunum, auk þess að taka ljósmyndir í þær. „Sú bók sem náð hefur mestri hylli og hlotið fjölda verðlauna er Nigths of the Pufflings, eða Pysjunætur og komið hefur út á íslensku. Eins og lundinn Bruce segir að hann sé í raun eins og lundinn. „Lundinn kemur á hveiju ári til Vestmannaeyja og ég geri það líka, nema hvað að lundinn kemur hingað í tilhugalífmu, en ekki ég,“ segir Bruce og hlær mikinn. „Ég hef komið til Eyja á hveiju ári síðan 1994 utan einu sinni, en þá hafði ég svo mikið að gera við bókaskrif að ég kom Eyjaheim- sókn ekki við. Ég elska Vest- mannaeyjar og fyrir mér eru þær eins og mitt annað heimili. Ég hef því fullan skilning á því hvers vegna lundinn kemur aftur og aftur til Eyja. Ég veit hvemig hann hugsar og skil hann fullkomlega." Hvemig stóð á þvíað þú komstjyrst til Vestmannaeyja ? „Ég var eitt sinn á Suðurskauts- landinu við Ijósmyndatökur vegna bókar sem ég var að gera um mörgæsir. Einhvem tíma við mynda- tökumar vorum við starfsfélagi minn að ræða saman og barst talið að lunda. Hann sagði þá ef að ég vildi ljósmynda lunda, þá væm Vestmanna- eyjar langbesti og kannski eini staðurinn til þess. Nú ég kom svo hingað og hef gert á hverju ári síðan utan þetta eina ár sem ég nefndi áðan. Alltaf þegar ég hef komið hef ég hitt einn besta vin mér í Eyjum, Kristján Egilsson, forstöðumann Náttúmgripa- safnsins, en hann hefur verið mér mjög innan handar, þegar ég hef komið hingað með lundaáhugafólk." Bmce hefur skrifað og gefíð út íjömtíu og eina bamabók í Banda- ríkjunum, auk þess að taka ljósmyndir í þær. „Sú bók sem náð hefur mestri hylli og hlotið fjölda verðlauna er Nigths of the Pufflings, eða Pysju- nætur og komið hefur út á íslensku. Einnig hefur önnur bók eftir mig komið út á íslensku en það er My Horse of the North. Hún hefur líka komið út í íslenskri þýðingu, en ljósmyndir í hana em teknar í nágrenni Sauðárkróks, sem ég vil meina að sé Texas Islands. Núna er ég með aðra bók í undirbúningi, sem ég tók ljós- myndir í síðastliðið sumar að Hvallátmm við Breiðafjörð. Þessi bók mun heita Days of the Ducklings, eða Æðamngadagar. Þessi bók er að vissu leyti hliðstæð Pysjunóttum. I lok þeirri sögu verður hins vegar aðal- persónan, lítil stelpa, eftir og pysjumar yfirgefa eyjuna, en í Æðamngadögum yfirgefúr aðalpersónan, sem enn er lítil stúlka, eyjuna og ungamir verða eftir. Það er líka gaman að segja frá því að ein þeirra kvenna, sem nú er í hópnum með mér, færði mér að gjöf bók sem móðir mín las fyrir mig í æsku. Þetta var uppáhaldsbók mín sem bam og heitir Make way for the Ducklings og er lítið ævintýri um andamnga í Boston, en þar ólst ég upp sem bam.“ Að skrifa er eins og hjónaband Bmce bæði skrifar texta bóka sinna og tekur ljósmyndimar sem í þeim em, hvort kemur á undan textinn eða myndefnið? „Þetta er ferli sem geng- ur í báðar áttir,“ segir Bruce. „Ég fæ hugmynd og geri drög að sögunni bæði í myndum og texta. Síðan vinn ég efnið eftir því sem andinn blæs og hvaða myndir kunna að henta frá- sögninni og öfugt. Þetta er eins og að drippla bolta og að lokum verður maður og bolti eitt. Það má líka líkja þessu við hjónaband. Það getur tekið mörg ár að ná jafnvægi í hjónabandi, eins er með góða bók, maður heldur áfram þar til jafnvægi er náð. Stundum tekur þetta langan tíma og stundum skamman." Hvaðan ertu og hvemig vaknaði áhugi þinn á að skrifa bœkur fyrir böm? „Ég er frá Mainefylki í Bandaríkj- unum en það fylki er næst Vest- mannaeyjum af fylkjum Banda- ríkjanna," segir Bmce og hlær innilega. „Það er kannski ástæðan fyrir því að ég verð alltaf að koma aftur til Eyja. Áhugi minn á að skrifa bamabækur kviknaði hins vegar ekki fyrr en ég varð fullorðinn. Faðir minn var áhugaljósmyndari og kenndi mér ljósmyndun og einhvem veginn varð ég að finna mér lifibrauð og langaði að tengja það ljósmynduninni. Ég vissi að ég var ekki mjög góður að skrifa, svo ég gerðist umsjónarmaður með eyðieyju nokkuð utan við Maine. Þar gafst mér góður tími til að æfa mig í skrifum og tveimur ámm síðar gaf ég út fyrstu bók mína fyrir ferðamenn. Þegar ég skoðaði sambærilegar bækur í Bandaríkjunum sá ég að í þeim var aldrei að finna góðar ljósmyndir sem skiluðu efni bókanna á sannfærandi hátt. Þannig kviknaði hugmyndin um að ég gæti gert eitthvað sem enginn annar hefði gert áður. Ég hóf því að hasla mér völl á vettvangi bamabóka. Aðrir hafa reyndar gert svipað, en ég var einn þeirra fyrstu til þess að nota ljósmyndir í bamabókum. Böm hafa dálæti á ljósmyndum í bókum og líka teikningu að sjálfsögðu. En þegar þau sjá til dæmis mynd af bami sem er að sleppa lundapysju, þá verður raun- vemleikaskynjun bamsins miklu meira sannfærandi, heldur en ef um teikningu væri að ræða. Ljósmyndir em nær raunveruleikanum og bamið fær það á tilfinninguna að það gæti gert þetta líka, eða verið þátttakandi í einhverri raunsannri atburðarás." Bókmenntatengdar Eyjaferðir Bmce er nú í íjórðu ferð sinni til Vest- mannaeyja sem hann, eins og undanfarin ár, hefur skipulagt ásamt Mary Lou White. Hann segir að alltaf hafi verið auðvelt að fá fólk í ferðimar. „I fyrra var kona ásamt tengdamóður sinni í hópnum. Henni líkaði svo vel að nú kom hún með eiginmanninum. Líklega hefur hann ekki trúað henni og hann viljað sannreyna sjálfur hversu skemmtilegar ferðir þetta eru. Nú hefur hann fengið staðfestingu á þessu og er í hæstum hæðum. Mary Lou White hefur mjög mikinn áhuga á bókmenntum og ekki síst bama- bókum, en hún hefur skipulagt ferðir víðs vegar um heiminn, þar sem ferðimar eru tengdar bókum og bók- menntum. Ég kem inn í þessar ferðir á þeim gmndvelli.“ Hefur aldrei hvarflað að ykkur að skipuleggja ferðir bama til Vest- mannaeyja yfir pysjutímann? „Hæ og hó,“ segir Bruce. „Það yrði gaman, en ferðimar era nú opnar fjöl- skyldum ef svo býr undir og í sumum ferðunum hafa verið böm og þær ferðir era oftast skemmtilegastar. En það eru engin böm í þessari ferð, reyndar ein 15 ára stelpa, en hún er varla barn. En eins og ég segi gæti ferð bama orðið mjög skemmtileg, því að við komum hingað fyrst og fremst vegna pysjutímans og þar era bömin í aðalhlutverki." Skyndilega skiptir Bruce um um- ræðuefni og hann segir: „Veistu hvað ég ætla að kalla næstu bók mína,“ segir hann og hlær dularfullum hlátri. „Hún á að heita: Running out of gas, eða Að verða bensínlaus. Þannig var að við fóram út í Elliðaey á tuðra, en einhverra hluta vegna urðum við bensínlaus á leiðinni og við urðum að kalla í björgunarbát til að draga okkur í land. Þetta var mikið ævintýri og löggan beið okkar á bakkanum. Svo ég er að hugsa um að næsta bók fjalli um bijálaða íslendinga sem verða bensínlausir á milli eyja. En veistu hvað, þó að bensínið hafi gleymst, þá gleymdist ekki bjórinn, en því miður var ekki hægt að hella honum á tankinn,“ segir Brace og hlær stóram. „Þessi atburður er einna eftirminni- legastur úr ferðinni til Eyja núna,“ og Brace heldur áfram að hlæja. Skil fugla himinsins Brace er líffræðingur að mennt og segist þess vegna standa vel að vígi með að skrifa um dýr. „Ég skil því fugla himinsins. Þegar ég ljósmynda lunda til dæmis er ekki nóg að ná bara mynd af þeim sitjandi á steini eða þúfu heldur verður hann að vera að gera eitthvað, eins og að hlaupa um, koma með sfli handa pysjunum og svo framvegis. Myndin verður að lýsa einhverri athöfn og segja einhverja sögu til þess að grípa lesandann." Brace segist vera með aðra bók í undirbúningi sem hann sé að vinna að ásamt Kristjáni Egilssyni og vonast til að komi út í Bandaríkjunum. „Þetta er bók um súlur. Ég hef verið að vinna að textanum, en Kristján tók ljós- myndimar og eru þær að mestum hluta teknar úti í Hellisey. Þessar myndir Kristjáns era mjög áhrifa- miklar og það er mér mikill heiður að fá að gefa þessa bók út ásamt Kristjáni. Þetta er ekkert leyndarmál og alveg óhætt að segja frá því.“ Átta prósentin Brace kvæntist fyrir þremur áram í Vestmannaeyjum út í Stórhöfða og því ekki úr vegi að spyija hann hvemig Stórhöfðahjónabandið gangi? ,Jú ég giftist héma einni indælli konu og hún er enn þá indæl. En hún er samt kona sem komst að því að hún gæti ekki verið gift neinum og mér ekki heldur. Hún komst að því að hún

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.