Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 24.08.2000, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 24.08.2000, Blaðsíða 4
4 Fréttir Fimmtudagur 24. ágúst 2000 Bókvitið 'askana Orðaklósettpappír Mig langar að byrja á að þakka þessum klára ketti kærlega fyrir áskorunina en held því miður að hann hafi skotið sig í fótinn þegar hann skoraði á mig. Pappírsbækur munu hverfa af sjónarsviði okkar sem daglegur hlutur í nánustu framtíð. Engar bækur verða til nema þá kannski á þjóðminjasafninu til minningar um þá tíma þegar fella þurfti mörg tré til að prenta eina bók. Auðvitað mun texti bókanna lifa áfram og rithöfundar munu ekki hverfa, þó þar megi aðeins grisja. I framtíðinni munu skjáir ýmiss konar koma í stað pappírsbóka og ef þú eða ég viljum lesa einhverja bók mun ég tengjast netinu og sækja þessa bók á litlu sætu tölvuna mína. Þessi þróun er reyndar þegar haftn og nýlega gaf Stephen King út bók sem einungis var hægt að lesa á netinu, hún var ekki prentuð. Eg spái því til dæmis að eftir 20 ár munu Fréttir, Morgun- blaðið og DV ekki koma út á prentuðu formi. En það var ekki þetta sem ég á að skrifa um. Ég á væntanlega að skrifa um það sem ég les og þar er nú ekki um mjög auðugan garð að gresja. Þó hef ég nú lesið ýmsar af frægari bókmenntaverkum íslendinga eins og Laxdælu og Brekkukotsannál. Þessar bækur eru, eins og allir vita sem hafa lesið þær, afbragðs vel skrifaðar og mannbætandi lesning. Öðru máli gegnir um svokallaðar afþreyingar- bókmenntir en það eru ástarsögur og glæpasögur sem eru ekkert betri en sjónvarpsþættir á Stöð 2. Sem betur fer hef ég ekki lesið mikið af þessum ástarsögum en horfi því meira á þættina sem gerðir eru eftir þeim. Skör lægra en afþreyingarbókmennt- imar sitja svo tímarit. Auðvitað finnast inn á milli góð og gild tímarit en þegar öllu er á botninn hvolft eru þetta ekkert betri bókmenntir en orðaklósettpappír. Ég verð þó að viðurkenna að ég hef fallið í þá gröf að kaupa tímarit en á aðeins öðrum forsendum en margir aðrir. Ég kaupi tímaritin aðallega til þess að skoða þau, ekki til að lesa. Tímarit eins og Wallpaper og Flaunt em glanstímarit mynda og leturgerða sem mér finnst mjög flottar en samkvæmt minni reynslu þá em tímaritin efnisminni og verr skrifaðri því flottari sem þau em. Annað en ofantalið sem ég les er heldur lítið utan skólabækumar sem ég les nauðugur, þó inn á milli leynist snilldar gullmoli. Auðvitað væri hollast að lesa meiri texta, því að lesa er virk afþreying, þ.e. lesandinn þarf að ímynda sér myndir sem rithöfundurinn hafði í huga þegar hann skrifaði hana. Öðm máli gegnir um sjónvarpsgláp og spil í tölvu- leikjum þar sem neytandinn situr og lætur algjörlega mata sig á ýmissi vitleysu. Að lokum vil ég vitna í heimspekinginn Schopenhauer: „Það er aldrei lesið of lítið af hinu illa eða of mikið af hinu góða. Vondar bækur eitra lífið og skemma sálina. Lestur hins góða hefur í för með sér að menn lesa ekki hið illa. Lífið er stutt og tíminn og kraftamir eru of takmark- aðir til að sólunda í lestur hins illa.“ Ég skora á Erlend Jónsson því ég veit ekki um nokkurn mann sem á fleiri bækur en hann. Góðhjartaður inn við beinið Einn af sérstæðustu persónuleikum bæjarins er að hætta störfum vegna aidurs, þótt ekki sjái þess merki á honum, vallavörðurinn Siggi í Húsavík. Hann verður sjötugur í desember og á þá lögum samkvæmt að hætta. Þó segir hann að líkast til fái hann að halda áfram fram í janúar til að koma nýjum manni inn í starfið. Á árum áður var Siggi líka mikil driffjöður í frjálsum íþróttum ÍEyjum. Siggi í Húsavík er Eyjamaður vikunnar. Fullt nafn ? Sigurður Jónsson. Fæðingardagur og ár? 22. desember 1930. Fæðingarstaður? í Litla-Skálholti Vestmannaeyjum Fjölskylduhagir? Ég er einn eftir í Eyjum en sex systkin í Reykjavík Menntun og starf? Þrautgenginn úrskóla lífsins, byrjaðiað vinna strax eftir barnaskóla. Hef verið vallavörður í Eyjum frá 1965, tók við af Torfa Bryngeirs. Laun? Nú fer að koma að eftirlaununum. Bifreið? Engin í eigin eigu, bærinn hefurséð fyrir vinnutæki. Helsti galli? Ætli það sé ekki þvermóðskan. Helsti kostur? Strákarnir í Valló- genginu segja að ég sé góð- hjartaður inni við beinið. Uppáhaldsmatur? Sigin ýsa með kartöflum og floti. Versti matur? Mér þykir flestallur maturgóður, kannski síst hænsna- fóður á borð við pizzur. Uppáhaldsdrykkur? Mér þykir gott að fá mér smáhressingu einstaka sinnum, koníakssnafs til dæmis. Uppáhaldstónlist? Ég hef alltaf haldið upp á Benjamino Gigli og Mario Lansa. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Að hlaða veggi og svo er gaman meðan sláttur stendur yfir. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Mér hefur alltafþótt gaman að öllu. Hvað myndirðu gera ef þú ynnir milljón í happdrætti? Ég held ég tæki þvínú bara rólega. Uppáhaldsstjórnmálamaður? Nei, þeir eru allir horfnir. Uppáhaldsíþróttamaður? Örn Clausen var topp- maðurá sínum tíma. Ertu meðlimur íeinhverjum félagsskap? Ég var og tel mig enn vera í Knattspyrnufélaginu Tý. Uppáhaldssjónvarpsefni? Fótboltinn. Uppáhaldsbók? Éger frekar lélegur í bóklestri. Hvað metur þú mest í fari annarra? Dugnað og vinnusemi. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Leti og sérhlífni. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Eyjan er alltaf falleg, sérstaklega Heimaklettur sem ég alltaf horfi á á sunnudags- morgnum. Svo er líka fallegt inni í Kaplagjótu. Hvenær byrjaði áhugi þinn á frjálsum íþróttum? A þjóðhátíð 1937, þá var ég sjö ára gamall, þá setti Siggi í Húsunum íslandsmet, nýkominn af Ólympíuleikum, stökk 13,76 íþrístökki. í hvaða grein kepptir þú aðal- lega? Ég varí flestöllu, mestþó í kúlunni en hvatti menn til að æfa frjálsar íþróttir. Hvernig standa frjálsar íþróttir í Eyjum í dag? Þær hafa verið mjög slappar. Hverju sérðu mest eftir, þegar þú hættir í starfi? Ég á eftir að sakna mannskapsins, þetta hafa verið mjög góðir peyjar sem ég kveð með söknuði og þakklæti. Eitthvað að lokum? Áfram ÍBV. Nýfæddir <?cf Vestmannaeyingar Þann 4. ágúst eignuðust Hulda Ástvaldsdóttir og ísleifur Arnar Vignisson son. Hann vó 11 merkur og var 49 cm að lengd. Hann er hér á mynd með móður sinni Hann fæddist á fæðingardeild Landsspítalans í Reykjavík. Ljósmóðir var Edda Jóna Jónsdóttir. Þann 6. ágúst eignuðust Bryndís Bogadóttir og Pétur Andersen son. Hann vó 16 Vi mörk og var 55 cm að lengd. Ljósmóðir var Drífa Bjömsdóttir Orðspor___________________ jtr - Mikið hefur verið fjallað um girðingamál og búfjárhald í Eyjum í sumar og reyndar í fyrra líka. Virðist sem girðingar eigi hug manna allra nú um stundir. Þykir mörgum girðingagleði Eyjamanna all undarleg sérstaklega í Ijósi þess að þegar litið er til umheimsins hafa menn heldur viljað brjóta niður múra og girðingar. Á meðan menn fagna til dæmis niðurbroti Berlínarmúrsins, þá girða menn í Eyjum sem aldrei fyrr. Síðustu afrek á girðingarvettvangi áttu sér stað fyrir austan flugvöllinn á móts við Dalabúið, sitt hvoru megin vegar upp á flugvöll. Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að amast við gaddavír og neti á meðan ekki er leitt rafmagn í móverkið, en mörgum finnst þó helst langt til gengið þegar vegstikur gular að lit með rauðum toppi og endurskinsmerkki eru notaðar í girðingarstaura. En ekki er annað að sjá en slíkar stikur hafi verið notaðar í téða girðingu. Óttast menn nú slysahættu þegar bílstjórar í slæmu skyggni glepjast hugsanlega á vegstikum og girðingarstaurum. Þykir jafnvel sumum að girðingajöfrar þeir sem staðið hafa fyrir téðri girðingu hefðu kannski getað hengt gaddavír og net beint á vegstikurnar. Á döfinni 4* 24. ágúst Setning Framhaldsskólans 26. ágúst Sparísjóðsmótið í golfi 1. sept. Setning Bamaskóla Vestmannaeyja 1. sept. Setning Hamarsskóla 14. olct. Eyjar2010.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.