Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 24.08.2000, Blaðsíða 17

Fréttir - Eyjafréttir - 24.08.2000, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 24. ágúst 2000 Fréttir 17 aeyja tekinn tali um völlinn sem fengið hefur mikið hrós II með aðeins 200 klúbbmeðlimum enginn. Þá var ráðist í viðamikil verkefni við tjamimar á vellinum í vor og margir sem óttuðust að það yrði okkur ofviða. Ekki síst þar sem slík verkefni þarf að vinna að vori eða hausti og þá em að jafnaði fáir starfsmenn við völlinn. En félagar í klúbbnum bmgðust ekki, þetta var unnið í hópvinnu af fjölda sjálf- boðaliða þar sem Haraldur Óskarsson fór fremstur í flokki, þetta var klárað með miklum sóma og án þess að það kostaði stórfé. Ég efast um að þetta hefði verið gerlegt annars staðar en í Vestmannaeyjum. Hér em menn þekktir fyrir að ganga í svona hluti með oddi og egg og alveg frábært að vinna með svona fólki.“ Hvaða vellir standa upp úrá Islandi? „Það fer kannski svolítið eftir því hvort verið er að tala um gæði vallanna eða hve skemmtilegt er að spila á þeim. Margir af nýju völlunum lofa góðu en em dálítið hráir ennþá. En ef ég ætti að taka einhverja tvo velli sem sameina hvort tveggja þá er það Korpúlfsstaðavöllurinn og svo völlurinn í Eyjum. Ég hef alltaf verið mjög hrifinn af vellinum hér, reyndar var það ein ástæða þess að ég kom hingað, ég hefði ekki gert það hefði mér ekki líkað við völlinn. En þessir tveir vellir sameina gæði og skemmt- anagildi, báðir verðlauna þeir góð högg og refsa fyrir slæm eins og góðir vellir eiga að gera.“ Svo var ég lengi að ná mér neðar en í dag er ég með 2,7 í forgjöf. Auðvitað stefnir maður alltaf að því að lækka sig enn frekar, alltaf er maður að læra eitthvað og reyna að þróa sig til hins betra, a.m.k. heldur maður það. Svo er það spumingin hve miklum tíma er hægt að verja í íþróttina, nú er fjölskyldan að stækka og ekki má maður gleyma henni þó að golfið sé skemmtilegt.“ Hverjir eru skemmtilegustu vellir sem þú hejur leikið á? „Þeir eru báðir í Skotlandi, Loch Lomond og Camoustie. Loch Lomond sameinar bæði gæði og nátt- úrufegurð, skógarvöllur með vötnum og óendanlegir peningar sem búið er að kosta til að gera hann sem best úr garði. Aftur á móti er Camoustie náttúrulegur völlur, með mikla sögu að baki ekki síst British Open keppnimar. Og hann er alveg svaka- legur boli, óhemju erfiður, enda sagðist Sergio Garcia aldrei myndu spila aftur á þessum velli eftir British Ópen í fyrra. Hann kallar völlinn eftir það aldrei annað en „Camasty." Ég er mjög hrifinn af trjám og skógarvöllum, finnst mjög skemmti- legt að leika á slrkum völlum. En mér myndi seint detta í hug að fara að planta tijám á vellinum í Vest- mannaeyjum. Hann á að halda sínum sérkennum, hann er sjávarvöllur og nógu erfiður eins og hann er.“ Byrjaði sjálfur 17 ára Víkjum þá aðeins að sjálfri tþróttinni, hvenœr byrjaðir þú að stunda golf? „Ég var orðinn 17 ára þegar ég bytjaði. Faðir minn dró mig með sér á völlinn en pabbi var og er enn ágætur spilari. Meginástæða þess að ég byrjaði ekki fyrr var sú að ég var sendur í sveit á sumrin en þegar þessum aldri var náð var því hætt. Ég byijaði að spila á Nesinu, fékk strax mikinn áhuga og um tvítugt var ég kominn niður í átta eða tíu í forgjöf. Kraftaverk að reka 18 holu völl með 200 klúbbfélögum Völlurinn hér hefur fengið mjög jákvœða umfjöllun í sumar, ekki síst eftir Norðurlandamótið. A þessi um- fjöllun eftir að skila sér og laða að golfleikara? „Ég býst fastlega við því og vonandi virkar þetta hvetjandi á hópa til að koma hingað. Þetta er reyndar þegar farið að skila sér, um síðustu helgi var hér hópur af fjölmiðlafólki með golf- rv-£K TJÖRNIN á 18. braut hefur vakið athygli og setur mikinn svip á völlinn. „Hér eru menn þekktir fyrir að ganga í svona hluti með oddi og egg og alveg frábært að vinna með svona fólki,“ segir Aðalsteinn. mót, án efa vegna áhrifa Norður- landamótsins. Svo horfi ég bjartsýnn til Landsmótsins fyrir 35 ára og eldri, sem hér verður haldið í næstu viku og virðist ætla að verða fjölsótt. Þar er á ferðinni aldurshópur sem við ættum að sýna áhuga, þar eru margir sem búnir eru að koma sér vel fyrir, hafa ekki áhyggjur af lífmu og stfla inn á að spila golf. I raun er það kraftaverk að reka 18 holu völl með aðeins 200 félögum og á ekki að vera hægt. I framtíðinni verður að reyna að laða til Eyja kylfinga, bæði innlenda og erlenda, dæmið gengur ekki upp öðruvísi. I stóru klúbbunum á Reykja- víkursvæðinu horfir þetta allt öðruvísi við. Þegar félagatalan er komin á annað þúsund, þá vænkast fjárhag- urinn auðvitað. Aftur á móti eru það ákveðin forréttindi við að vera í Eyjum að geta labbað inn á golfvöll hvenær sem er og spilað á góðum velli. Það er ekki lengur hægt á Reykjavíkursvæðinu, þar þarf orðið að panta rástíma með nokkurra daga fyrirvara, slík er ásóknin orðin í íþróttina." Þaif að bœta viðfleiri völlum? „Ég held að það sé ekki spuming á Reykjavíkursvæðinu, vellimir þar anna ekki lengur eftirspuminni. Svo er það spuming hvort ekki komi á næstunni klúbbar þar sem árgjaldið verður vemlega hærra en það sem við þekkjum, hundrað til tvöhundmð- þúsund krónur á ári. í dag kostar milli 200 og 300 milljónir að koma upp golfvelli. Aftur á móti virðist mér mikið ljármagn í gangi í þjóðfélaginu í dag og kannski bara spuming um hvenær farið verður að veita því í þennan farveg. Þetta gerist úti um allan heim og vafalaust verður þróunin svipuð hér.“ Ég bý hér Hvemig kann Reykvíkingur úr vestur- bœnum við sig í Vestmannaeyjum? „Mér líkar vel að búa hér. Það hefur sína kosti og auðvitað sína galla líka. Til dæmis finnst mér mjög gaman að fara suður að hitta fjölskylduna. En ég á heima hér.“ Sigurg. SIGURÐUR Jónsson verkstjóri hjá bænum er nú senn að komast á aldur og hættir störfum í desembermánuði. Margir ungir drengir hafa stigið sín fyrstu skref í atvinnulífinu undir stjórn Sigga og hafa þeir lengi verið kallaðir Vallógengið. Fyrir skömmu héldu nokkrir þeirra karlinum smá hóf til að minnast gamalla tíma. „Ég er mjög þakklátur fyrir það að drengirnir skuii minnast mín með þessum hætti. Allt eru þetta öðlingspiltar sem eiga eftir að marka spor í íslensku þjóðlífi," sagði Siggi. Myndin er frá hófinu, frá vinstri: Daníel Ásgeirsson, Hlynur Herjólfsson, Jón Helgi Gíslason, ívar Róbertsson, Siggi, Andri Runólfsson og Friðberg Sigurðsson og fyrir framan er Jóhann Örn Friðsteinsson. Á myndina vantar Einar Sigurmundsson, Sæþór Jóhannesson, Smára Jökul Jónsson. FLUGFELAG ISLANDS Sumaráætlun gildir til 1. október Fjórar ferðir á dag Bókanir og upplýsingar um flug í s. 481 3300 www.flugfelag.is Eyjar 2010

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.