Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 31.08.2000, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 31.08.2000, Blaðsíða 4
4 Fréttir Fimmtudagur 31. ágúst 2000 Bókvitið 'askana Eg fór á sjó þann dag Enn er þáttur bókaunnenda í uppnámi vegna ferðalaga og sumar- fría þeirra góðu manna sem skorað hefur verið á. Það vekur þó ekki neina furðu að bókaunnendur skuli vera svo ferðaglaðir sem raun ber vitni, enda eru slíkir fróðleiksfúsir á fleiri vegu en að liggja eingöngu yfir skruddum, gömlum og nýjum. Það hefur þess vegna hvarflað að umsjónarmanni að leggja niður bókaþáttinn og taka upp ferðaþátt í staðinn, þar sem lesendur Frétta gætu sagt frá eftirminnilegum ferðalögum sínum, jafnt innanlands sem utan. Þannig væri hægt að halda í sagna- geirann öðrum þræði og þátturinn því bara lagður niður til hálfs. Þessir þankar minna mig á sögu, sem er reyndar ferðasaga, þar sem segir af ferð tveggja ágætra manna sem farin var frá Reykjavík austur á Hvolsvöll sumardag einn árið 1974, ef rétt er munað Þá var þessi spotti þjóðvegar eitt með öðmm hætti en nú. Hann var nefnilega ekki malbik- aður og lá í miklum beygjum og bugðum gegnum landslagið og á stundum lítt árennilegur. Einnig vom öryggisbelti ekki í bifreiðum þegar þetta var. I þann tíð var ekki talið óeðlilegt að aka austur á Hvolsvöll á þremur tímum með skikkanlegum hraða og löglegum að sjálfsögðu. Sá sem sat Ferðasaga vikunnar undir stýri á Toyotabifreið þeirri sem rann eftir þjóðveginum þennan dag, þótti nokkuð kappsamur ungur maður og stundum réttnefndur drabbari; hann var á leið austur á Reyðaríjörð og þurfti að komast um borð í bát sem hann var búinn að ráða sig á. Með honum í ferðinni var piltur nokkur; hann var á leið í sveitina. Þegar pilturinn sagði frá þessari ferð síðar, var honum einna minnistæðast, hversu tíminn leið ótrúlega hratt og ekki síður, hversu erfitt hann áttí með gang þegar hann steig úr bifreiðinni þegar komið var á Hvolsvöll. Þetta ferðalag tók nefnilega rétt tæpan klukkutíma og er þá engu logið. Hvernig bílstjórinn fór að því að aka á tæpum klukkutíma, leið sem alla jafna tók um þijá tíma er piltinum engan veginn ljóst. Síðar þegar bíl- stjórinn var spurður að því hvemig hann hafði farið að þessu, hallaði hann undir flatt, glotti undarlega og sagði: „Eg fór að minnsta kosti á sjó þennan dag.“ Þar sem ný stefna er nú í augsýn varðandi bókaþáttinn, er sagnabelgur- inn hér með opnaður upp á gátt og skorað á góðan mann að gefa sig ffam sem lumað gæti á ferðasögu, sannri eða loginni. Ef ekki, þá er belgurinn í höndum Erlendar Jónssonar sem átti með réttu að segja af bóklestri sínum í þættinum. ísköld mjólk og vínarbrauð A-sveit GV í öldungaflokki gerði sér lítið fyrir um síðustu helgi og varð Islandsmeistari í Sveitakeppni öldunga en leikið var í Garðabæ. Eyjamaður vikunnar er einn úr sigursveitinni. Fullt nafn ? Ragnar Guðmundsson. Fæðingardagur og ár? 8. desember 1940. Fæðingarstaður? í Vesturbænum í Reykjavík. Fjölskylduhagir? Kvæntur Sigríði Þóroddsdóttur frá Ekru og við eigum tvö börn og talsvert af barnabörnum. Menntun og starf? Lærður hárskeri og rakari og starfa sem slíkur. Laun? Þeim hefur mér alltaf tekist að eyða. Bifreið? Suzuki ‘97. Helsti galli? Ég gæti trúað að það væri frekjan. Helsti kostur? Segi alltaf satt. Uppáhaldsmatur? ísköld mjólk og volgt vínarbrauð hjá Andrési bakara. Versti matur? Bjúgu, að undanskildum hrossabjúgum sem eru góðurmatur. Uppáhaldsdrykkur? Undanrenna dags daglega en til spari erþað Murphy's bjór. Uppáhaldstónlist? Jass þykir mér hvað vænst um. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Að fara holu í höggi. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Fyrir utan húsverkin erþað að þrípútta. Hvað myndirðu gera ef þú ynnir milljón í happdrætti? Sofa rótt. Uppáhaldsstjórnmálamaður? Ég átti lengi einn, sem rakst heldurilla ípólitík, Matthías Bjarna. Uppáhaldsíþróttamaður? Sá heitir Trevor Brooking, fyrrum landsliðsmaður og miðjuspilari hjá West Ham. Sá eini sem settur hefur verið út úr breska landsliðinu fyrir aldurs sakir. ígolfinu erþað lan Baker Finch sem því miður er hættur keppnisgolfi. Ertu meðlimur í einhverjum félagsskap? Golf- klúbbnum númereitt, Kiwanis og Skógræktarfélaginu. Uppáhaldssjónvarpsefni? Alls kyns fræðsluefni, golf, fótbolti og aðrar íþróttir. Uppáhaldsbók? Þeim sem klukkan glymur eftir Hemingway og Brekkukotsannáll eftir Laxness. Hvað meturþú mest í fari annarra? Glaðværð og hispursleysi. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Hortugheit og uppistand. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Lake District í Bretlandi. Áttir þú von á þessum árangri fyrirfram? Já, ég átti það nú. Með þessum sterku spilurum sem með mér voru, átti ég von á góðum árangri. Hvernig fannst þér Garðabæjarvöllurinn, miðað við völlinn í Eyjum? Það er ekki hægt að leggja þá að líku en hann kom mér nokkuð á óvart og gæti orðið ágætur. Varstu sáttur við þína spilamennsku? Ég hefði viljað koma sterkari út eftir fyrri daginn, það tók smátíma að læra á völlinn. Eitthvað að lokum? Áfram ÍBV á öllum vígstöðvum. Nýfæddir ?cr Vestmannaeyingar Þann 7. júní eignuðust Ragnheiður Jónsdóttir og Ragnar B. Sigurjónsson dóttur. Hún vó 14 merkur og var 51 cm að lengd. Hún hefur verið skírð María Ragnheiður. Hún er hér á mynd með stoltri ömmu sinni og alnöfnu, og stóra bróður Óaft Brynjari. Hún fæddist á fæðingardeild Landsspítalans í Reykjavík. Fjölskyldan býr í Reykjavík. Þann 22. júní eignaðist Helga Bryndís Ámundadóttir son. Hann vó 16 ‘/2 mörk og var 53 cm að lengd. Hann hefur fengið heitið Róbert Curtis. Með honunt á myndinni em systur hans fr.v. María Rut og Rebekka Ann. Ljósmóðir var Drífa Bjömsdóttir. Orðspor____________________________ fr - Fjórir Vestmannaeyingar fóru norður í land um daginnn og fengu sér m. a. að borða á veitingastaðnum Bautanum á Akureyri. Pöntuðu þeir léttsteikta rauðsprettu og þrjá forseta. Einn Eyjamaðurinn spurði þjónustustúlkuna hvort hún vissi hvað „forsetar" væru. Hún kvað nei við en sagðist mundu stimpla það inn í tölvuna og þá hlyti hið sanna að koma í Ijós. Þá var henni sagt að grísalundir væru kallaðar „forsetar" til heiðurs forseta vorum. - Þegar örvæntingin grípur menn, gera þeir stundum það sem þeir aldrei myndu gera örvæntingarlausir, eða hvað? Hér segir af einum stuðningsmanni ÍBV sem farinn var að óttast um stöðu knattspyrnuliðsins í Landssímadeildinni. Hann sum sé fór heim til Steingríms Jóhannessonar markahróks, þefaði þar upp skotskóna hans og kyssti hátt og lágt. Það var að sjálfsögðu ekki að sökum að spyrja og Steingrímur hrökk í gang í næsta leik og kossamaður þessi nú kominn í dýrlinga- tölu í Eyjum. Þetta mun hins vegar ekki i fyrsta sinn sem hann á erótíska leiki við skó skotkempunnar, því hann mun hafa rennt tungunni yfir skóna hans í fyrra líka. Á döfinni 4* 3. sept. Allir í Samkórinn, hver sem beiur raddað getvr. Mæting í sal Tónlistarskólans Id. 16.00 4. sept. Ullendingahersveitin mætir til Eyja og heldur tónleika í Akóges kl. 21.00. Jazz ó heimsmælikvarða og beint í æð. 5. sep. ÍBV - Fylkir. Undanúrslit Kókakóla- bikarsins ó HósteinsveHi kl. 17.30. Nú mæta allir, meira oð seqja Benni. Áfram ÍBV 6. sep. Op/ð hús hjó Verkalýðsfélagi Vestmannaeyja fró kl. 10.00- 13.00Í tilefni afviku símenntunar 1. sept. Setning Bamaskóla Vestmannaeyja l.sept. Setning Hamarsskóla 14.okt. Eyjar2010.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.