Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 31.08.2000, Blaðsíða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 31.08.2000, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 31. ágúst 2000 Fréttir 19 Landssímadeild kvenna: Þór/KA 0 - IBV 7 Stefnan sett á þríðja sætið ÍBV mætti sameiginlegu liði Þórs/KA á Akureyri en fyrri leikur liðanna í Eyjum endaði með aðeins eins marks sigri IBV og Eyjastúlkur því við öllu búnar. Stelpurnar sýndu það í leiknum að þær geta skorað mörk gegn lakari liðum enda urðu lokatölur leiksins 0-7, sjö marka sigur sem hefði jafnvel getað verið enn stærri. ÍB V var mun betri aðilinn í leiknum og kláruðu stelpumar leikinn í fyrri hálfleik enda var staðan 0-5 þegar liðin gengu til búningsherbergja í leikhléi. Ensku leikmennimir vom áberandi í leik ÍBV, skomðu reyndar öll mörkin, en fremstar í flokki ÍBV fóm Samantha Britton, sem skoraði fjögur mörk ÍBV í leiknum og Karen Burke sem skoraði tvö. Nú hefur deildin þróast þannig að baráttan um meistaratitilinn stendur milli KR og Breiðabliks, en þær síðar- nefndu hafa þriggja stiga forystu þegar tveimur leikjum er ólokið. IBV getur hins vegar náð þriðja sætinu með því að sigra í síðustu tveimur leikjum sínum, að því gefnu að Stjaman tapi báðum sínum leikjum. Sá möguleiki er alls ekki svo íjarlægur, Stjaman þarf að mæta ÍBV á Hásteinsvelli í næsta leik og svo Breiðabliki í loka- leiknum, en líklega þurfa Blikastúlkur að sigra í leiknum til að tryggja sér titilinn. ÍBV mun hins vegar mæta FH í Hafnarfirði í síðasta leik en sá leikur ætti að öllu eðlilegu að vinnast. Þar með mundi ÍBV ná besta árangri sínum til þessa en liðið hefur nú þegar jafnað stigamet sitt í efstu deild sem er 20 stig. Heimir Hallgrímsson var að vonum ánægður með sigurinn. Við skomð- um fljótlega í leiknum og eftir það þá var þetta engin spuming. Þrátt fyrir að ensku stelpumar hafi skorað mörkin þá var ég mjög ánægður með liðið en samt sem áður hefðum við getað skorað fleiri mörk í seinni hálfleik. Það er bara erfitt að halda áfram fullri keyrslu á svona slökum liðum og því varð sigurinn fyrir vikið ekki stærri. Nú setjum við stefnuna á þriðja sætið og ef við náum góðum úrslitum gegn Stjömunni á miðvikudaginn (í gær) þá eigum við góða möguleika á því.“ Úrslit ÍBV og Stjömunnar í Lands- símadeild kvenna vom ekki kunn þegar blaðið fór í prentun. Knattspyrna 3. deild B-riðill: Átta liða úrslit KFSfcllút KFS á sér dygga stuðningsmenn sem örugglega mæta til leiks næsta vor. Knattspyrna Bjarnólfur ræðir við ÍBV KFS féll út úr úrslitakeppni 3.deildar þegar liðið gerði jafntefli í framlengdum leik, 4 - 4 í seinni leik sínum gegn Þrótti frá Neskaupstað. Fyrri leikur liðanna fór fram á laugardaginn en hann tapaðist 2-3 og því tapaði KFS samanlagt 6-7 í viðureignum liðanna í 8-liða úr- slitum 3. deildar. Fyrri leikur liðanna var góð skemmtun fyrir íjölmarga áhorfendur sem fylgdust með leik liðanna. KFS byrjaði leikinn mjög vel en fyrsta mark leiksins kom þó ekki fyrr en eftir tæplega hálftíma leik þegar Magnús Steindórsson kom KFS yfír eftir laglegan samleik heimamanna. En lið gestanna var mjög sterkt, m.a. með þrjá mjög góða erlenda leikmenn og náðu þeir að jafna leikinn eftir vamarmistök KFS. En Oðinn Sæbjömsson kom KFS aftur yfir með góðu skallamarki rétt íyrir leikhlé og staðan því 2-1 fyrir KFS í hálfleik. Seinni hálfleikur var hins vegar mjög illa leikinn af hálfu KFS og virtust leikmenn liðsins missa algjörlega taktinn. Liðið virkaði þreytt, enda vom aðstæður mjög erfiðar á Helga- fellsvellinum og kannski gæði knattspymunnar eftir því. Gestimir skomðu tvö heldur ódýr mörk áður en yfir lauk og tryggðu sér dýrmætan 2-3 útisigur. Handknattleiksmaðurinn Sigurður Bragason átti stórleik í marki KFS, varði m.a. vítaspymu en annars var fátt um fína drætti hjá KFS. Seinni leikur liðanna fór fram á þriðjudag fyrir austan og átti KFS mjög góðan leik. Staðan í hálfleik var 1-3, Eyjamönnum í vil og útlitið gott. KFS lék svo einum fleiri allan seinni hálfleik, en eins og í fyrri leiknum þegar KFS-menn vom einum fleiri bættu Þróttarar við marki og staðan eftir 90 mfnútna leik því 2-3 og staðan því jöfn í einvígi liðanna. Þá varð að grípa til framlengingar þar sem heimamenn skomðu tvö mörk á meðan KFS skoraði eitt og þar með komust Austfirðingar áfram. Hjalti Kristjánsson sagði eftir leikinn að þrátt fyrir að vera úr leik þá væri hann nokkuð sáttur við tímabilið. „Maður er náttúmlega miður sín eftir að hafa komist svo nálægt því að komast áfram en það verður ekki sagt annað en að leikmenn KFS hafi verið að standa sig frábærlega í leiknum. Við réðum leiknum lengst af, komumst yfir eftir aðeins tvær og hálfa mínútu og emm yfir í hálfleik 1-3. Við spiluðum einum fleiri hluta úr fyrri hálfleik og út leikinn en það virtist bara efla heimamenn. Þróttarar em með mjög gott lið og þar innanborðs einn Júgóslava sem að mínu mati er að leika í vitlausri deild. Þetta er í fyrsta skipti sem við spilum í úrslitum þannig að við verðum að nýta okkur þessa reynslu næsta sumar. Það góða við það að hafa unnið leikinn sjálfan er að þar með komumst við í deildarbikarkeppni KSI og fáum þar góða æfingaleiki fyrir næsta sumar.“ Mörk KFS: Sindri, Lúðvík, Heimir og Þorsteinn. Heyrst hefur að Bjarnólfur Lárus- son atvinnumaður í knattspyrnu sé á leiðinni heim og ætli að spila með IBV á næsta tímabili. „Eg vil nú sem minnst segja um það hvort ég sé á leiðinni heim ttl Eyja eða ekki en ég neita því ekki að ég hef haft samband við þá með það í huga að spila með IBV næsta sumar. Fyrir mér er þetta aðeins einn af þeim möguleikum sem ég hef í stöðunni og ég er að velta þessum hlutum fyrir mér eins og er. En ég vil bara taka það fram að það hefur ekki verið skrifað undir neitt ennþá, þetta em enn sem komið er bara viðræður sem em á fmmstigi." Asmundur Friðriksson formaður knattspymudeildar ÍBV neitaði því ekki að Bjamólfur hefði haft samband við þá. „Það er rétt að Bjamólfur hefur haft samband við okkur en eins og staðan er núna þá er ekkert fast í hendi með það. En við emm að sjálfsögðu reiðubúnir að ræða við hann og fögnum því að hann vilji koma heim til Eyja en eins og ég segi þá er þetta allt á frumstigi og ekkert hægt að segja meira um málið.“ Evrópukeppnin Úr leik ÍBV lék síðari leikinn í Evrópu- keppni félagsliða þegar liðið mætti Hearts á heimavelli Skotanna síðastliðinn fimmtudag. Ljóst var fyrir leikinn að möguleikar ÍBV á áframhaldandi þáttöku f keppninni voru litlir sem engir, enda tapaðist heimaleikurinn 0-2 og ólíklegt að IBV tækist að vinna það upp í Skotlandi. En leikmenn ÍBV hrifu u.þ.b. 10 þúsund skoska áhorfendur með sér með mikilli baráttu allan leikinn og þrátt fyrir að vera 3-0 undir þá hélt liðið áfram að beijast og sækja að Skotunum. Því miður tókst liðinu ekki að skora en með smá heppni hefði ÍBV getað skorað eitt til tvö mörk í leiknum. Knattspyrna: Yngri flokkarnir Annar flokkur vann KR Annar flokkur karla er sá flokkur í yngri flokkum drengja IBV sem heldur uppi heiðri Eyjanna. Liðið er í harðri sex liða baráttu um Islandsmeistaratitilinn ásamt því að vera í undanúrslitum bikar- keppninnar. Liðið mætti KR í Frostaskjóli á þriðjudaginn og var um hörkuviður- eign að ræða, enda KR í þriðja sæti með 21 stig fyrir leikinn en IBV í því fimmta með 19 stig. En strákamir mættu mjög ákveðnir til leiks og komust fljótlega yfir. KR náði þó að jafna fyrir leikhlé en aftur komust Eyjapeyjar yfir. KR-ingar neituðu að gefast upp og jöfnuðu aftur, 2-2 en síðustu 25 mínútumar léku Eyja- peyjar eins og þeir gera best og uppskám góðan útisigur á KR. 2-4 og em þar með komnir í annað sætið, aðeins þremur stigum á eftir efsta liðinu, Keflavík. Þriðji flokkur karla er fallinn niður úr A riðli en liðið var fallið áður en að leik þess gegn sameiginlegu liði Keflvíkinga og Njarðvíkinga kom. Leikurinn fór fram á sunnudaginn og áttu leikmenn ÍBV erfitt uppdráttar í leiknum enda vom strákar úr Ijórða flokki áberandi í byrjunarliðinu. Leikurinn endaði með 0-2 sigri gest- anna. ÍBV hefur ekki enn tekist að vinnaleik en gert þrjú jafntefli. Annar flokkur kvenna lék gegn Þór/KA á sunnudagsmorguninn og léku Eyjastúlkur á als oddi í leiknum. Gestimir komust nánast ekkert áleiðis gegn IBV og var staðan í hálfleik 4-0 fyrir ÍBV. Stelpumar bættu við tveimur mörkum áður en yfir lauk en síðasta orðið áttu gestimir sem náðu að skora eitt mark. Lokatölur urðu því 6-1 fyrir IBV og á liðið nú ágætis möguleika á að enda tímabilið í öðm sæti. Mörk ÍBV: Kelly 2, Ásta Hrönn 2, Ema og Berglind. Stelpumar í 4. flokki kv. hafa lokið keppni í sumar, úrslitin fóm fram helgina 19.-20. ágúst á Selfossi. B- liði fór í úrslitin en A liðið sat eftir í fjórða sæti síns riðils. B-liðið lenti í riðli með Fylki og Þór Akureyri, leikurinn tapaðist á móti Fylki enn svo unnu þær Þór Ak 2-1 í hörku leik sem var í rauninni aldrei í hættu þótt úrslitin segi kannski annað. Þær spiluðu svo um 3.-4. sætið við Breiðablik, eitt sterkasta lið á landinu og sá leikur tapaðist þar sem UBK stelpumar höfðu allan leikinn í höndum sér þannig að 4 sætið varð ÍBV- stelpnanna. Siggi Braga íVíking Heyrst hefur að Sigurður Bragason, handknattleiksmaður, sé að íhuga að ganga til liðs við Víking, en Víkingur spilar í 2. deildinni í vetur enda féll liðið síðasta tímabil. Sigurður er í námi í Reykjavík og var það reyndar líka síðasta tímabil en spilaði þá með ÍBV. „Ég reyndi þetta í fyrra en það er bara svo erfitt að maður nær engum árangri sem leikmaður með svona fyrirkomu- lagi. Það er reyndar ekki alveg á hreinu að ég spili með Víking, Fram er líka inni í myndinni en líklega mun ég spila með Vík- ingum “ Andrea ekki með í vetur Handknattleikskonan Andrea Atla- dóttir hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna en eins og allir vita gekk hún til Iiðs við ÍBV, eftir áralanga fjarvem, í fyrra og var einn sterkasti hlekkur liðsins þegar á leið. Guðbjörg Guðmannsdóttir, Hind Hannesdótúr, Anita Andreassen og Mette Einarsen eru líka famar og eins og allir sjá þá mega fá lið við að missa jafn sterka leikmenn og þessa. Það er því allt útlit fyrir að veturinn eigi eftir að verða liðinu mjög erfiður. Handboltafólkið komið heim fró Spóni Eins og undanfarin ár fór handknattleiksfólk ÍBV í æfinga- ferð suður á bóginn til að stilla saman strengina fyrir komandi átök. Þetta árið var haldið til Spánar þar sem bæði meistaraflokkur karla og kvenna æfði og keppti við mjög góðar aðstæður. Sex Eyjamenn í landsliðinu Þorbjöm Jensson hefur nú valið 17 manna æfingahóp fyrir Heims- meistarakeppnina sem fram fer í Frakklandi í sumar, en landsliðið mun spila nokkra æfingaleiki gegn liðum af höfuðborgarsvæðinu í vikunni. I hópnunt eru hvorki fleiri né færri en sex Eyjamenn, þar af tveir sem spila með IBV. Þeir em Guðfinnur Kristmannsson, Erlingur Richardsson, Amar Pétursson, Gunnar Berg Viktorsson, Sebastian Alexandersson og Birkir ívar Guðmundsson. Framundan Sunnudagur 3. september Kl. 14.00 FH-ÍBV Landssímadeild kvenna Kl. 14.00 2. flokkur karla undan- úrslit bikarsins Mánudagur 4. september Kl. 17.30 ÍBV-KR 2. fl. kvenna. Úrslit bikarsins fara fram á Hvols- velli. Þriðjudagur 5. september Kl. 17.30 ÍBV-Fylkir Undanúrslit Coca Cola-bikarsins Fimmtudagur 7. september Kl. 18.00 ÍBV-Fylkir 2. fl. karla

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.