Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 31.08.2000, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 31.08.2000, Blaðsíða 2
2 Fréttir Fimmtudagur 31. ágúst 2000 Loka vegna bikarleiks Flestar ef ekki allar verslanir í bænum verða lokaðar þegar IBV mætir Fylki í undarúrslitum bikarkeppninnar á þriðjudaginn Breyftar reglur Alls voru 198 færslur í dagbók lögreglu í síðustu viku. Er það talsvert meira en í vikunni þar á undan. Ekki er þó allt sem sýnist í Jressu og skýrist mestur hluti þess af breyttum reglum um færslur í dagbók. Eignaspjöll af gáleysi? Það sem áður nefndist skemmd- arverk er nú í lögregluskýrslum kallað eignaspjöll. Nokkuð sérstætt atvik af þeint toga átti sér stað um helgina. Tveir menn vom á gangi í bænum eftir heimsókn á öldurhús og kom til einhvers ósættis milli þeirra. Endaði það með því að annar þeirra datt utan í bifreið og skemmdist hún nokkuð af þeim sökum. Spuming er hvort atvík á borð við þelta flokkist ekki undir ómeðvituð eignaspjöll eða þá eignaspjöll af gáleysi. Sýnið aðgát við skólana Lögregla vill benda ökumönnum á að nú em gmnnskólarnir að byrja. Eru ökumenn hvattir til að aka varlega í nágrenni skólanna og Iþróttamiðstöðvar. Sérstaklega eru ökumenn minntir á að sýna aðgát við gangbrautir og stöðva þar þannig að börnin eiga greiða leið yftr akbrautirnar. Útivistartími breytist 1. september Foreldmm og forráðamönnum bama og unglinga er bent á að þann 1. septenrber breytist útivistartími. Börn. yngri en 12 ára, mega ekki vera á almannafæri eftir kl. 20 nema í l'ylgd með fullorðnum. Ung- menni, á aldrinum 13 til 16 ára, mega ekki vera á almannafæri eftir kl. 22 nema í fylgd með fullorðnum eða að urn sé að ræða beina heim- ferð frá viðttrkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðsstarfsemi. Hörmulegur viðskilnaður? í fundargerð umhverirsnefndar frá 23. ágúst sl. stendur orðrétt: „Nefndin harmar viðskilnað þjóðh- átíðamefndar í Dalnum.1' Engar skýringar fylgja með þess- ari bókun. „Nefndin hefur ekki haft samband við mig vegna þessa og ég er að heyra þetta fyrst núna," sagði Birgir Guðjónsson, formaður þjóð- hátíðarnefndar, þegar rætt var við hann í gær. „Það tekur um mánuð að koma þessu upp fyrir þjóðhátíð og ekki óeðlilegt að það taki líka sinn tfma að ganga lirá því á ný. Við erum enn að taka saman en ég vonast til að við náum að ljúka því um helgina," sagði Birgir og bætti því við að sér vitanlega hefðu aldrei verið sett ákveðin tímatakmörk vegna frágangs þjóðhátíðarmann- virkja. Náðst hefur samkomulag milli knattspyrnudeildar ÍBV og tlestra verslana í bænum um að þær loki fyrr en venjulega á þriðjudaginn þegar ÍBV mætir Fylki í undan- úrslitum Coca Cola-bikarsins. Leikurinn hefst kl. 17.30 og er þetta einn mikilvægasti leikur sumarsins hjá ÍBV. „Við sáum fram á að hluti af okkar stuðningsmönnum kæmist ekki á leikinn vegna vinnu sinnar og þess vegna fórum við fram á það við kaupmenn að þeir lokuðu verslunum sínum fyrr á þriðjudaginn. Flestir tóku þessu mjög vel og er það von okkar að fleiri fyrirtæki fylgi í kjölfarið," sagði Ásmundur Friðriksson formaður knattspymudeildar. Eftirtaldar verslanir ætla að gera starfsfólki sínu kleift að mæta á völlinn og loka því kl. 17.30: KÁ- Tanginn, KÁ Goðahrauni sem opnar svo að leik loknum kl. 19.30, Vöruval, Reynistaður, Metró, Miðstöðin, H. Sigurmundsson, 66° verslun, Eyjabúð, Miðbær, Eyjablóm, Foto, G. Þórar- insson, Brimnes, Bókabúðin-Penninn, Axel Ó, Gullbúðin, Prýði, Tölvun, Róma og Húsey. „Forráðamenn þess- ara verslana ætla að loka og emm við þeim mjög þakklátir fyrir stuðninginn. Við erum í viðræðum við fleiri kaup- menn og vonumst eftir jákvæðum undirtektum. Þessar verslanir verða sérstaklega merktar af okkur." Bikarleikurinn er með erfiðari verk- efnum IBV-liðsins í sumar því Fylkir er sýnd veiði en ekki gefin og trónir á toppi Landssímadeildarinnar. „Það er okkur mjög mikils virði að ná upp góðri stemmningu og við þurfum að fá sem flesta á völlinn. Hásteinsvöllur getur verið sterkasti heimavöllur Á laugardaginn kl. 15.00 boða Árni Johnsen, Tryggvi Sigurðsson og Sigtryggur Helgason til stofnfundar félags til að gera upp Blátind VE og verður fundurinn haldinn við bátinn þar sem hann stendur í Austurslippnum. Þremenningamir hafa fengið jákvætt svar frá menningarmálanefnd um leyfi til að stofna félagið og halda áfram því verki sem nokkrir áhuga- menn um varðveislu Blátinds eru landsins og nú þurfum við á öllu að halda. Við höfum ekki tapað leik þar síðan í júní 1997 og við ætlum okkur að halda áfram á sömu braut og stefnum á Laugardalsvöllinn 24. september í bikarúrslitin," sagði Ásmundur. Búast má við góðri stemmningu á leiknum og gert er ráð fyrir að stuðningsmenn Fylkis fjölmenni á leikinn. Hefur heyrst að von sé á þremur Fokkerum að minnsta kosti þannig að það er eins gott fyrir Eyjamenn að íjölmenna á völlinn. byrjaðir á. Er tilgangurinn að koma Blátindi í sýningarhæft form sem eintaki af heimasmíðuðum bát. Fyrst er að setja yfir hann segldúk til að skapa vinnuaðstöðu og til vamar. „Við vonumst til að sjá sem flesta því þó menn hafi misjafnlega mikinn tíma skiptir máli að leggja okkur lið. Ekki væri verra að fólk kæmi í vinnugöllum því við ætlum að setja dúkinn yfir en það er létt verk ef margir mæta," sagði Ámi. Ekkert múnistamál Blaðið hefur fyrir satt að á þjóðhátíðinni í sumar hafi tveir menn verið teknir úr umferð fyrir það lítt sæmilega athæfi að bera á sér afturendana á miðjum degi eða „rnúna" sem kallað er. Nú er slíkt þekkt þegar menn þurfa að sinna kalli náttúrunnar en sjaldnast fram- kvæmt í íjölmenni. Var talið að einhverjar aðrar hvatir hefðu legið að baki þessum gjömingi tvímenn- inganna, t.a.m. mikil athyglisþörf. Lögreglumaður, sem blaðið ræddi við, kannaðist ekki við umrætt mál, lögregla hefði ekki haft afskipti af afturendaberunum. svo að sér væri kunnugt unt og þótt væntanlega hefðu margir framið slíkt athæfi á þjóðhátíð, hefði það trúlega verið af öðmm og eðlilegri ástæðum. Áfengi í Alþýðuhúsið Á fundi bæjarráðs á þriðjudag lá fyrir urnsókn frá Elíasi Bjömssyni um leyfi til áfengisveitinga í Alþýðuhúsinu. Umsóknin var samþykkt til eins árs enda uppfyllir umsækjandinn skilyrði um veitingu slíks leyfis. Bætt aðkoma fyrir hjólastóla Fulltrúar minnihluta bæjarstjómar, þau Guðrún Erlingsdóttir, Ragnar Óskarsson og Þorgerður Jóhanns- dóttir, hafa lagt fratn tillögu til bæjarráðs. Hún tjallar um að gerðar verði ráðstafanir til að laga aðkomu fyrir hjólastóla, bama- vagna og kerrnr við helstu mót gangstétta og gatna bæjarins. Verkinu verði fiýtt svo sem kostur er. Þessari tillögu var vísað til tæknideildar. Þrír skólaverðir ráðnir Auglýst var í sumar eftir fólki í störf skólavarða við Bamaskólann. Fimmtán umsóknir bámst en ráðið var í þrjár stöður. Nýir skólaverðir em öuðriín Linda Antonsdóttir í 80% stöðu og Líney Benedikts- dóttir og Olga Khaevna Akbasheva í 50% stöður. Leiðbeinendur við Hamarsskóla Þijú sóttu um starf leiðbeinenda við Hamarsskóla í haust og vom öll ráðin. Þau em Magnús Matthías- son í 100% stöðu og þær Amdís M. Kjartansdóttir og íris Róbertsdóttir í 67% stöður. f Oánægja með seinagang Á fundi skólamálaráðs á ntið- vikudag í síðustu viku var lýst yfir óánægju með seinagang á viðhaldsvinnu við leikskólana rneðan þeir voru lokaðir í sumar. Hækkun á gjaldskrá Samþykkt hefur verið í skólamálaráði hækkun á gjaldskrá leikskóla bæjarins. Frá 1. sept. verður gjaldskráin þessi: Alm. gjald f. 1 klst. á mán. kr. 2.087 Fullt fæði pr. mán. kr. 3.795 Morgun/síðd.hressing " kr. 1.301 Léttur hádegisverður " kr. 1.747 Hækkunin á fæðisgjöldum nemur 2,15% en 4,06% fyrir vistun. /V\ Vetrartími frá l.sept. Almennir tímar í sundlauginni eru: virka daga laugardaga sunnudaga . kl. 7.00-8.30 kl. 12.00-13.00 kl. 17.00-21.00 kl. 9.00-16.00 kl. 9.00-15.00 Opið er í sólarlampa, líkamsræktarsal og potta allan daginn. Bæjarbúar nýtið ykkur þessa frábæru aðstöðu Íþróttamiðstöðin Vestmannaeyjum Heitt um helgar Um helgar er hitastig laugar hækkað í 32°C sem er ein- staklega notalegt fyrir ung börn og alla sem vilja bara slaka á og hafa það notalegt. sundlaug - heitir pottar - líkamsræktarsalur - sauna - sólarlampar FRETTIR Útgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson. íþróttir: Július Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481- 1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjar.is/~frettir. FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu í Turninum, Kletti, Veitingaskálnum Frið_arhöfn, Tvistinum, Toppnum, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn. FRETTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið. Stofnfundur Blátindsfélags

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.