Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 31.08.2000, Blaðsíða 20

Fréttir - Eyjafréttir - 31.08.2000, Blaðsíða 20
Frétta- og auglýsingasimi: 481-3310 • Fax 481-1293 Hrunhætta úr fjöllum Oðru hvoru hefur orðið vart við hrun úr fjöllum, eftir jarð- skjálftana í sumar og skemmst að minnast lítillar gusu sem féll úr Klifinu á dögunum. Að gefnu tilefni eru Eyjamenn beðnir um að hafa allan vara á sér nú þegar haustar með auknu vot- viðri og ekki síður þegar frysta fer. Ármann Höskuldsson forstöðu- maður Náttúrustofu Suðurlands sagði að full ástæða væri til að vara menn við hrunhættunni. „I rign- ingartíð eykst hætta á grjóthruni og hættan minnkar ekki þegar fer að fijósa og þiðnar á milli. Við gemm ráð fyrir því að framan af vetri verði hmnhættan viðvarandi, sérstaklega við áðumefnd skilyrði. Síðan má ætla að sárin taki að gróa og hlíðarnar öðlist fyrri stöðugleika," sagði Ármann. Enn fækkar fólki Samkvæmt upplýsingum úr Ráð- húsinu var íbúafjöldi í Vest- mannaeyja miðvikudaginn 30. ágúst sl. kl. 13.30, 4.536 ein- staklingar. Þann l.desember 1999 var íbúafjöldi 4.583. Hefur íbúum því fækkað um 47 á tímabilinu. Brott- fluttir á tímabilinu em 198, fæddir 46, látnir 22. Innfluttir á þessu tímabili em 127 einstaklingar. Fjöldi karla í Eyjum 1. desember 1999 var 2.416, en íjöldi kvenna 2.167. Fjöldi karla 30. ágúst kl. 13.30 var 2.385, en kvenna 2151. Körlum hefur því fækkað um 31 og konum um 16 á þessu tímabili, sem er 1.0 prósent fækkun. Þess má geta í framhjáhlaupi að á umræddu tímabili flutti 451 einstaklingur á milli húsa og eða hverfa í Eyjum. Ofbeldisfull busavígsla? Eins og venja er í framhaldskólum landsins, er venjan að eldri nemendur skóianna bjóði nýnema velkomna í skólann á hverju hausti með því að busavígja þá. Á hverju hausti heyrast fréttir um að slíkar vígsluathafnir séu meira en lítið - verið velkomin í skólann -, heldur hreinar og klárar misþyrmingar og einelti. Á morgun föstudag er formleg busavígsa Fram- haldskólans og trúlega þóknanleg skólayfirvöldum. Hins vegar hafa miklar sögur af einhvers konar forbusavígslu gengið fjöllunum hærra í bænum þessa viku og ekki allir á eitt sáttir við aðfarimar. Er þar nefnt dæmi um stúlku sem í þrígang var keyrð út í Stórhöfða og gert að ganga þaðan í bæinn. Einnig að stúlka haft verið þvinguð í sjóinn úti í Klauf og látin ganga heim að loknu sjóbaðinu. Olafur H. Siguijónsson skólameistari FÍV sagði að honum væri ekki kunnugt um einstakar athafnir nemenda sinna utan skólatíma. „Undanfarin ár höfum við reynt að draga úr tilhneigingum til ofbeldis við busavígslur, og reynt að koma þessu í ákveðinn farveg, en það hefur gengið misjafnlega. Busunin hér innan skólans hefur verið án vandræða held ég megi segja. Hinu er ekki að leyna að eldri nemendur og busar espa hverjir aðra upp í þessu, svo úr verður hálfgerður bófahasar.“ Þegar ofantalin dæmi um busun vom nefnd við Olaf sagðist hann ekki kannast við þau, né að lögregla hafi haft afskipti af slíku „Það hefur gerst áður að nemendur hafi verið keyrðir hingað og þangað um eyjuna og látnir ganga heim. Hvorki foreldrar nemenda í skólanum, né nemendur hafa kvartað við mig. Það em hins vegar dæmi um að krakkar sem ekki em í skólanum hafi verið að atast í þessu. En það er erfitt að fylgjast með þessu. Ég sé til dæmis ekki flöt á því að hætta þessu innan skólans og að krakkamir fæm þá eingöngu niður í bæ með busunina það yrði held ég hálfu verra.“ Tryggvi Olafsson, lögreglufulltrúi, sagði að engin tilfelh sem tengdust busavígslum hefðu borist inn á borð hjá lögreglu og engar færslur í dagbók hennar af þeirra sökum. „Hins vegar emm við með aukið eftirlit vegna þess að bamaskólamir em að byija og sjálfsagt að skilja ekki nemendur Framhaldskólans útundan í því eftirliti,“ sagði Tryggvi að lokum. Rútuferðir - Bus tours Móttaka ferðamanna, skóla- og íþróttahópa ÓDÝRASTIKOSTURINN í EYJUM (3)481 1909 -896 6810-fax 4811927 Vilhjálmur Bergsteinsson n 481-2943 » 897-1178 Umferðarskólinn var hér á ferð í síðustu viku en hann er ætlaður elstu nemendum leikskólanna og yngstu nemendum grunnskólanna. Fréttir litu við í tíma í skólanum og fengu að fylgjast með kennslunni. Leiðbeinendur gátu ekki kvartað yfir athyglinni sem þeir fengu því ekki eitt einasta orð sem þeir sögðu fór fram hjá krökkunum. Ævintýrið um Rauðhettu og úlfinn var fært til nútímans og notað í kennslunni og að sjálfsögðu fékk úlfurinn að kenna á því að kuna ekki umferðarreglurnar. Daglegnr jf ferðir mifli U lands og Eyja r/ Landflutningar J W=\f VlkutlLboðl *vikuna 30. ágúst - 6. sept. Cöte rl'Orlilakarmellur, 200gr. 189,- ðlur 268,- %" McmiesMacakes 138,- ðtur16B,- OeyktarAli smakótelettur 1098,- áður 1389,- pr. kg. m • r oj \t Smjör, 500gr. 169,- áðir 212,- IgilsKristallJ.SItr. LeS Berioóliíuolia, 500ml. 79,- á#ur99.- 138,- álur 249,- 248. áSur 339,- c 196,- áður 248,- Oeykt lolaláakjöt Irá Bautabúrinu, úrbeinaS 539,- áður 819, pr.ka-J Smjoryi Srujörvi, 300gr. 139,- álur159,- !9 !8 !8 '8

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.