Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 31.08.2000, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 31.08.2000, Blaðsíða 10
10 Fréttir Fimmtudagur 3 i. ágúst 2000 Líkamleg heilsa og heilbrigt líferni, og markmið til að viðhalda líkamanum í sæmilegu standi fram á elliárin er viðfangsefni fjölmargra heilsuræktar- og líkamlegra uppbyggingar- stöðva. Markmiðið eitt og hið sama, um leið og líkaminn er glaður er sálin það líka. Fyrir mörgum er heilsurækt lífstíll sem fullnægir hraða nútímasamfélagsins, kannski eins og skyndibiti hjá mörgum, en langtíma kræsingar hjá öðrum. Það eru ekki margar heilsuræktarstöðvar í Vestmannaeyjum, en Hressó átti fimm ára afmæli í janúar á þessu ári og hefur fundið sér nokkuð fastan sess í samfélagi Eyjanna. Hressó var stofnað af systrunum Onnu Dóru og Jóhönnu Jóhannsdætrum fyrirfimm árum og þó oft hafi blásið á móti, hafa þær þó náð að halda fyrirtækinu gangandi með því að fylgjast með nýjungum á sviði heilsuræktar, óeigingjarnri vinnu og þolinmæði. Jóhanna Jóhannsdóttir lítur yfir heim heilsulífstílsins í spjalli við Fréttir. HRESSO hefur alltaf státað af góðum kennurum og hér er hópurinn sem er ætlað að fá fólkið til að svitna. Frá vinstri, Regína, Júh'a, Dagmar, Jóhanna, Kári, Hafdís og Anna Lilja. Jóhanna á Hressó í hressilegu yiðtali um líkamsræld, samkeppni við bæinn og stóra drauma um dekursetur í Elliðaey Fólk þarf tilbreytingu og vill setja sér ný markmið Vildi alltaf vera best Jóhanna vill þakka Ingveldi Gyðu, sem var barnaskólakennari í Eyjum, fyrir að hún hóf að leggja fyrir sig erobikkennslu. „Hún bytjaði að kenna jassballet, en ég hafði alltaf verið í íþróttum og ég prófaði held allt sem mögulega var hægt að prófa. Ég var þannig að ég vildi alltaf vera best og tolldi þá stundum stutt í hverri grein ef ég náði ekki að verða best um leið. En þegar Ingveldur hóf jassballetkennsl- una byrjaði ég hjá henni og komst í sýningarhóp og var þar ein af þeim bestu, svo að ég hélt áfram í því. Mér þótti jassballetinn mjög skemmtilegur og náði góðum tökum á honum. Hún byrjaði kennsluna í bílskúmum heima hjá sér og síðar þar sem skátaheimilið er núna við Faxastíginn. Þegar hún Ilutti síðar frá Eyjum tóku góðir nemendur hennar við af henni. Ég man að Ásta Ólafsdóttir byrjaði að kenna eftir að Ingveldur Gyða hætti og svo Hafdís Kristjánsdóttir sem er að vinna á Hressó núna. Hafdís fór svo að kenna eróbik inni í Týsheimili, og mig var farið að langa til að reyna fyrir mér í kennslunni." Hvernig líðan er það að þurfa alltaf að vera best? „Ég hef verið svona frá því ég man eftirmér. Ég prófaði ýmislegt. Égvar í handbolta, fimleikum og var ágæt þar, en náði aldrei að komast í besta hópinn, sem fór mjög í taugamar á mér. Líklega vom þetta ekki íþrótta- greinar sem hentuðu mér. Ég var að ná þokkalegum tökum á fimleikunum, en þá hættu líka allar 13 ára gamlar í þeim. Þegar ég var í níunda bekk var ég í skólanum þegar fimleikaæf- ingamar vom og ég hvort eð er orðin of gömul til þess að vera í þeim. En ég var líka fljót að gefast upp, en kannski vantaði mig líka þolinmæðina á þessum ámm. Eg vildi verða best strax. En þetta hefur breyst núna og ég talin frekar róleg manneskja núna. Flestir segja það, en ef mér dettur eitthvað í hug verður það helst að hafa gerst í gær.“ Uppstrílaðjólatré Jóhanna segir að á þessum tíma hafi Anna Dóra systir hennar búið í Reykjavík og hún hafi nefnt við hana að sig langaði til að fara á kennara- námskeið í eróbik. „Ég þorði nú samt varla, því ég bjóst við að þetta væm svo miklar skvísur sem væm í þessu og ég yrði hræðileg. Anna Dóra hvatti mig samt til að fara á fyrsta nám- skeiðið. Ég man að námskeiðið átti að byrja klukkan níu. Ég vaknaði klukkan sjö um morguninn, úl þess að vera nógu fín á námskeiðinu, í nýja glansgallanum og búin að blása á mér hárið og allt. En svo var ég bara eins og uppstrílað jólatré á meðan hinar komu nývaknaðar í íþróttagöllunum sínurn." Fórstu þá í þetta fyrir einhvem miskilning íjyrstu? , Já, til að byija með þótti mér þetta svo skemmtilegt. Það var engin heilbrigðishugsjón samfara því til að byrja með, þó að þannig sé það núna. Þetta var þriggja daga námskeið, sem ég fór á. Á eftir fannst mér ég vera rosalega klár og fór til Hadísar Kristjáns og spyr hana hvort ég geti ekki leyst hana af, af því ég sé nú búin að fara á námskeið. Hún tók mjög vel í það og ég man að þetta sumar var hún oftar og oftar frá og kannski orðin þreytt á þessu sjálf. Ég kenndi því mikið fyrir hana og tók svo að lokum við af henni, en þá var ég aðeins 19 ára.“ Draumurinn um Hressó og Iþróttakennaraskólann Var alltaf nœg aðsókn íþessa tíma? „Það var alltaf ákveðinn kjami sem mætti. Ég var líka sjálf með tíma í Þórsheimilinu, eins og pallapúl og kvennaleikfimi, og var þá með sinn hvom hópinn, yngri og eldri kvenna. En þetta var ekkert á við það sem ég er að gera í dag.“ Jóhanna segir að síðan hafi hún og Anna Dóra farið að ræða meira um framhald á því að stofna eigin heilsu- ræktarstöð í Eyjum. „Ég var nú alltaf að fara til Reykjavíkur og flutti reyndar í bæinn um tíma. Við fómm saman á líkamsræktarstöðvar og fannst þetta mjög skemmtilegt. Við vorum þá að æfa hjá Stúdíói Jónínu og Ágústu og Amór Diego var að kenna okkur, sem var rosa töffari. Við vomm alltaf að tala um að það vantaði svona stað í Vestmannaeyjum, en alltaf spuming um grundvöllinn." Varþá eittlivað inni ímyndinni að þið œtluðuð að flytja alveg frá Vest- mannaeyjum? „Nei, nei, miklu frekar að flytja alveg til Eyja aftur. Við vissum að pabbi og Hörður í Andvara áttu húsnæði, sem hafði staðið autt lengi. Ég man að okkur fannst við ekki geta farið út í þennan rekstur án þess að önnur okkar myndi læra eitthvað, sem varð til þess að ég sótti um í íþróttakennaraskólanum á Laugar- vatni til þess að hafa grunninn og geta opnað heilsuræktarstöð. I raun er alls konar fólk að opna svona stöðvar, en ég hefði ekki viljað gera það án þess að mennta mig áður. Ég var svo heppin að komast inn í skólann og hoppaði hæð mína, vegna þess að það vom svo fáir sem komust inn á hverju hausti. Það var frábært að vera á Laugarvatni og æðislega gaman að vera á heimavistinni þar. Þegar ég klára skólann emm við búnar að tala við pabba um hvort við ættum ekki að drífa í þessu. Hann var aðeins tregur í fyrstu, en samþykkti þó að lokum og er mjög stoltur af okkur í dag. Ég fór svo að vinna í líkamsræktarstöð í Reykjavík og lærði mikið af því, auk þess sem ég kynntist mörgu fólki sem starfar í þessum geira.“ Bærinn í samkeppni Jóhanna segir að í fyrstu hafí þær byrjað með erobik og tækjasal, hins vegar hafi þær átt nokkuð erfitt uppdráttar því að skyndilega sáu þær fram á samkeppni frá bænum. „Síðan er þetta búið að þróast heilmikið, en þegar við vomm að setja upp stöðina,

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.