Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 31.08.2000, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 31.08.2000, Blaðsíða 8
8 Fréttir Fimmtudagur 31. ágúst 2000 íslandsmótið í Motocross: Vestmannaeyingar þokka- lega ánægðir með sinn hlut Síðasta umferð íslandsmótsins í Motocross tór l'ram á Olafsík þann 19. ágúst. I’rír Eyjamenn tóku þátt í mótinu, Sigurður Bjarni Rich- ardsson sem varð í 9. sæti, Sæþór Gunnarsson sem varð í 18. sæti og Omar Stcfánsson sem var sæti á eftir. Alls em íjögur mót í keppninni um Islandsmeistaratitilinn og tóku Ómar og Sæþór þátt í þeim öllum en Sigurður Bjarni gat ekki keppt í móti númer þrjú þar sem hjól hans bilaði. Auk þess er ein bikarkeppni og í henni tóku þátt Sigurður Bjami, Sæþór og Símon Eðvarðsson. Óvenju margir tóku þátt í mótinu í sumar og varð að skipta keppendum í flokka. Sigurður Bjarni, Sæþór og Ómar lentu í A-flokki. Þrátt fyrir að hafa misst úr eina keppni náði Sigurður Bjarni bestum árangri Eyja- manna. „Ég er með 53 stig og lenti í 11. sæti. Ég er mjög sáttur við það því mig vantaði ekki nema sex stig upp á 10. sætið sem ég stefndi á í sumar. Af þeim sem eru fyrir ofan mig eru sex núverandi og fyrrverandi íslands- meistarar og allir hafa þeir æft á fullu undanfarin ár en ég byrjaði aftur í vor eftir langt hlé. Ég get því ekki verið annað en ánægður," sagði Sigurður Bjarni. „Ómar varð í 16. sæti með 26 stig sem er frábær ánægður hjá fertugum manni, Sæþór, sem er að byrja, varð í 24. sæti. Hann náði að klára öll mótin sem mjög gott á fyrsta tímabili. Er hann með efnilegustu strákunum í motocrossinu en hann verður 17 ára í haust.“ Pétur Sigurjónsson varð nr. 26 með 6 stig í tveimur mótum, Símon varð 29. með 5 stig eftir eitt mót og Sigur- jón Eðvarðsson varð í 32. sæti með 3 stig eftir eitt mót. I bikarkeppninni varð Sigurður Bjami í 6. sæti, Símon í 10. og Sæþór f 11. „Við viljum þakka öllum sem stutt hafa okkur í sumar, sérstaklega Darra og Jóni Steinari í Bragganum. Þeir hafa verið ótrúlegir, lánað okkur bíla, borgað bensín og ferðir og Gummi Rikka hefur líka verið betri en enginn en hann hefur lánað okkur tæki og bfla til að laga brautina. An þeirra hefðum við aldrei getað tekið þátt í mótinu,“ sagði Sigurður Bjami að lokum. SIGURÐUR Bjarni á fullri ferð á Ólafsvík. SÆÞÓR, Pétur, Ómar og Sigurður Bjarni náðu ekki að hala inn titla í sumar en þeir ætla ekki að gefast upp og stefna hærra næsta sumar. LÍF, nýstofnuð samtök útgerðarmanna: Heimta innskatt af leigu aflaheimilda Tveir Vestmannaeyingar í stjórn samtakanna í byrjun júlí í sumar var gengið frá skráningu á nýjum samtökum manna sem gera út iiskiskip. Fengu samtökin nafnið l.andssamhand íslenskra tiskiskipaegienda, skammstafað LÍF. Laugardaginn 26. ágúst sl. var svo haldinn formlegur stofnfundur sam- takanna í Hafnarfirði. Þar var lagt fyrir uppkast að lögum félagsins, kosin stjóm og mótuð stefna til fram- gangs baráttumála samtakanna. í þessum samtökum eru einkum eigendur kvótalausra eða kvótalítilla skipa og er ætlun samtakanna að fá aftur líf í rekstrarumhverfi fiskibáta. Samtökin benda á að hlutdeild togara- flotans í heildarafla landsmanna hafi sífellt verið að aukast á undanförnum árum og rekstrarumhverfi rninni og meðalstórra fiskiskipa versnað að sama skapi. Það hafi svo haft í för með sér verulegan samdrátt í atvinnu í sjávarbyggðum landsins. Eitt af markmiðum samtakanna er að efla veiðar í fiskveiðilögsögunni með veiðarfætum sem hlffa vistkerfi sjávar. Þá er eitt af höfuðbaráttumálum hinna nýju samtaka að beita sér gegn því óréttlæti sem þau telja felast í því að útvegsmenn, sem fengið hafa úthlutað veiðiheimildum frá sjávar- útvegsráðuneyti, geti framselt eða leigt öðmm þær heimildir gegn gjald- töku. Forsvarsmenn samtakanna segja að Kvótaþing starfi ekki eftir þeim lögum sem því hafi verið sett, auk þess að þar séu brolin bæði bókhalds- og skattalög. Einn þeirra brotaþátta sé að tilgreina ekki virðis- aukaskatt af því leigugjaldi sem innheimt sé vegna kvótaviðskipta. Ut- vegsmenn, sem leigja til sín afla- heimildir, hafi vegna þessa verið að greiða mun hærri virðisaukaskatt en þeim raunvemlega ber. Samtökin hafa sent ríkisskattstjóra bréf þar sem vakin er athygli á mismunun í sömu atvinnugrein milli aðila. Þar er sett upp dæmi um tvo útgerðarmenn, annars vegar A, sem fær án greiðslu úthlutað aflaheim- ildum frá stjómvöldum, og B, sem fær enga gjaldfría úthlutun heldur verður að leigja sínar aflaheimildir af þeim sem fengu þær ókeypis. Nú fara báðir aðilar í veiðiferð og afla báðir jafn mikið, 10.000 kg af þorski sem seljast á markaði fyrir 170 kr. kg eða samtals 1.700.000 kr. fyrir aflaverðmæti hvors um sig. Við þessa upphæð bætist síðan 14% vsk. sem gerir kr. 238.000. Útgerðarmaður A hefur allt aflaverðmætið til greiðslu kostnaðar við veiðiferðina. Útgerðarmaður B þurfti að leigja sér aflaheimildir á kr. 110 pr. kg eða alls 1.100.000 kr. Ríkisskattstjóri telur að ekki sé heimild fyrir færslu innskatts vegna þess rekstrarkostnaðar. Því hefúr hann einungis eftir kr. 600.000 til greiðslu alls kostnaðar við veiðiferðina, þar með talið vsk. af aflaverðmætinu, kr. 238.000. Því hefur A 100% aflaverðmætis til greiðsiu vsk. og annars kostnaðar sem yfirleitt hefur inni að halda innskatt til lækkunar á útskatti. Samkvæmt ákvörðun ríkisskattstjóra hefur B aðeins 45,3% af heildaraflaverðmæti til greiðslu vsk. og annars kostnaðar þar sem sú er ákvörðun ríkisskattstjóra að þau 64,7% af aflaverðmæti hans sem fara til greiðslu á leigu aflaheimilda, beri ekki innskatt. Samtökin segja þetta óréttlæti og munu leita til dómstóla fáist ekki leiðrétting með öðru móti. Þau telja augljóst að leiga fyrir aflaheimildir sé reglubundinn rekstrarkostnaður sem innskattur verði að reiknast af. í Vestmannaeyjum eru gerð út nokkur kvótalaus eða kvótalítil skip, þ.á.m. Þorri, Sæfaxi, Haföm, María Pétursdóttir, Adolf Sigurjónsson, Bjarnri og Lilja. Munu eigendur þeirra flestir vera stofnfélagar í hinum nýju samtökum. Tveir Vestmanna- eyingar eiga sæti í stjóm samtakanna, þeir Atli Sigurðsson og Sigurjón Pálsson, Atli í aðalstjóm en Siguijón í varastjóm. Sigurjón Pálsson mætti á stofnfundinn og sagði að um 40 manns hefðu setið hann, bæði eigendur kvótalausra skipa og einnig nokkrir úr hópi þeirra sem eiga kvóta. „I þeirra hópi em líka menn sem blöskrar þetta óréttlæti," segir Sigur- jón en félagar í samtökunum munu vera um 200 talsins. Stjómin á eftir að skipta með sér verkum en Siguijón sagðist búast við að Guðbjöm Jónsson yrði formaður samtakanna. „Þetta var ágætur fundur, gott hljóð í mönnum og þeir ákveðnir og samstíga," sagði Sigurjón. FLUGFELAGISLANDS Sumaráætlun gildir til 1. október Fjórar ferðir á dag Bókanir og upplýsingar um flug í s. 481 3300 www.flugfelag.is Verið að kanna vilja nemenda til fistölvuvæð- ingar FIV Eins og greint var frá í Fréttuni fyrir nokkru undirrituðu Tölvun, Nýherji og Framhaldskólinn viljayfirlýsingu um fistölvuvæð- ingu Framhaldsskólans. Olafur H. Sigurjónsson skóla- meistari FIV sagði að verið væri að kanna vilja þeina fólks. „Við emm að vinna í að senda út bréf til nemenda og forráðamanna til þess að kanna hljóðið í fólki. Einnig er verið að athuga hversu mikla um- ferð netið hjá okkur ræður við.“ Ólafur sagði að kennsla hefði byrjað í FIV síðastliðinn föstudag og starfið færi vel af stað. „Það á eftir að setja upp örbylgjukerfið héma, en ég geri ráð fyrir að einhverjir verði orðnir fistölvu- væddir á önninni Þetta tekur allt sinn tíma, en viljayfirlýsingin er í fullu gildi og við höldum ótrauð áfram," sagði Ólafur. Vetrarstarf Samkórsins Þeir sem áhuga hafa á að kynnast fjölbreyttu starfi Samkórsins í vetur em hvattir til að mæta í sal Tónlistarskólans sunnudaginn 3. september nk. kl. 16.00. Enþáætlar kórinn að hittast í fyrsta sinn að loknu sumarfríi og rifja upp Autumn leaves, þar sem haustið fer nú að renna í hlað. Síðan er önnur æfing hjá kómum þriðjudaginn 12. september kl. 20.00. Hinn vaski hópur Samkórsins vildi að lokum hvetja alla þá sem áhuga hefðu og sæju sér fært að taka þátt í starfi kórsins að mæta á sunnudaginn til skrafs og ráðagerða og ekki síst syngja sig inn í heiðríkju komandi vetramótta. Fréttatilkynning.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.