Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 31.08.2000, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 31.08.2000, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 31. ágúst 2000 Fréttir 15 2001: i milli eftir í bænum. Kvóti Eyjabergs VE var fluttur yftr á Þómnni Sveinsdóttur eftir að Ós ehf. keypti Eyjabergið af Utgerðarfélagi Vestmannaeyja. Það sama gerðist með kvótann af Drífu VE eftir að útgerð Ófeigs VE keypti útgerð Drífu. Danski Pétur VE fór til Þorlákshafnar með einhvem kvóta þegar Vinnslustöðin stoínaði Frostfisk með heimamönnum. Þá hefur Gullfaxi VE verið seldur án kvóta en þar er um að ræða gamla Gullbergið en nýtt skip kom í stað þess á síðasta ári. Þá em nokkur skip sem ekki era ára gerð út, þar má nefna Eyjaberg VE, Gandí VE, Guðjón VE, Adólf Sigurjónsson VE og Gígju VE en Harpa VE leysir hana af hólmi. Það er því ljóst að umtalsverð breyting hefur orðið á útgerð í Vest- mannaeyjum síðasta árið. Skipum hefur fækkað, kvóti í bolfiski hefur minnkað, hlutdeild Eyjmanna í heildar aflaúthlutuninni hefur dregist saman á milli ára, þeir hafa styrkt stöðu sína í uppsjávarfiski en lágt afurðaverð á sfld og loðnu gerir það að verkum að vægi þeirra er mun minna en á síðasta fiskveiðári. Munur á úthlutun í helstu fiskteg- undum og heildarúthlutun nú og í fyrra og hlutdeild Eyjaflotans 1999/2000 Tegund Heildarúthlutun Kvóti Hlutdeild Þorskur 175.715 14.948 8,51% Ýsa 26.909 4.890 18,20% Ufsi 23.184 4.191 18,07% Karfi 60.000 6.423 10,71% Sfld 110.000 19.779 18.00% Loðna 891.501 136.342 15.29% Samtals 379.061 39.080 10,31% 2000/2001 Tegund Heildarúthlutun Kvóti Hlutdeild Þorskur 154.583 11.574 7,49% Ýsa 22.380 3.734 16.68% Ufsi 24.060 3.749 15.58% Karfi 56.999 5.407 9,49% Sfld 99.992 21.758 21.76% Loðna 417.754 84.561 20.24% Samtals 315.942 27.242 8,62% PÉTUR Steingrímsson stóð uppi sem sigurvegari í keppni um bestu lundauppskriftina sem Fréttir og Magnús Bragason stóðu fyrir. Verðlaunin voru myndarleg matarkarfa frá Heildverslun K. Kristmanns. Hér er Magnús að afhenda Pétri verðlaunin. SHELL-mótið í Vestmannaeyjum, (pollamótið) hefur verið haldið í 16 ár og er eitt fjölmennasta íþróttamót landsins. Það hefur fengið mikið hrós fyrir góða skipulagningu þar sem drengirnir eru í aðalhlutverki. Hróður mótsins hefur borist út fyrir Iandsteinana en hvort það er Guði þóknanlegt eða ekki liggur ekki fyrir. Það sem gerðist í ár er að mótið fór fram um leið og Kristnihátíð og hefur sennilega orðið til þess að 60.000 færri mættu á Þingvelli en ætlað var. Halldór Blöndal forseti Alþingis á Hólahátíð: Andkirkjulegur fótbolti í Eyjum? Halldór Blöndal, forseti Alþingis, fetar í fótspor forseta Iýðveldisins og forsætisráðherra þegar hann á Hólahátíð þann 13. ágúst fer mikinn í því að verja kirkjuna. Báðir náðu þeir eyrum þjóðar- innar með orðum sínum en það er ástæða fyrir Eyjamenn að huga að orðum Halldórs þegar hann tekur fyrir kristnihátíðina og Iofar hana í hástert. Til að hnykkja enn frekar á ágæti hennar nefnir Halldór uppákomur eins og pollamót í Vestmannaeyjum sem honum finnst heldur lágkúruleg tískubóla og andstæður póll við dýrleika kristnihátíðarínnar. Tengsl kirkju og þjóðar I ræðu sinni á Hólahátíð rekur Halldór tengsl þjóðar og kristni allt frá landnámi og jafnvel lengra aftur. Nefnir hann nokkur dæmi úr íslend- ingasögunum og Landnámu máli sínu til staðfestingar og ekki efast hann um trúverðugleika þeirra. „Eg rifja þetta upp af því að mér þykir vænt um Islendingasögumar og gleðst, þegar nýjar rannsóknir stað- festa það, sem ég hef viljað trúa, að þær séu í grundvallaratriðum réttar að því marki, sem þær gefa sig út fyrir að vera réttar. Því að vitaskuld er erfitt að höndla sannleikann og koma honum til skila, það veitist a.m.k. sumum fjölmiðlum fullerfitt í dag og em þeir þó að skýra frá sam- tímaatburðum og hafa blaðamann á staðnum. Því að auðvitað er það svo, að fréttin getur aldrei orðið þroskaðri en blaðamaðurinn, sem á pennanum heldur. Dagblaðið ber keim af rit- stjóranum, eins og Heimskringla ber svip Snorra Sturlusonar," segir Halldór. Næst snýr hann sér að kristnihátíð sem hann segir hafa verið mjög af hinu góða. „Það var ærið tilefni til og svo er nauðsynlegt að halda hátíð annað slagið til þess að minna sig á sögu sína og uppruna, ef menn vilja ekki verða rótlausir í landi sínu. Menn þurfa á því að halda að vera hátíðlegir á stundum. Við vitum ekki nákvæmlega. hversu margir sóttu kristnihátíð á Þingvelli og þaðan af síður, hversu margir fylgdust með henni í sjónvarpi eða útvarpi. En þeir hafa skipt tugum þúsunda, það þori ég að fullyrða eftir þeim viðbrögðum, sem ég hef fundið. Og hátíðin fór vel fram, var öllum til sóma, sem að henni stóðu. Hún gladdi menn og göfgaði og kallaði fram hið góða í mönnum, af því að þeir lögðu sig fram um að gera hátíðina að hátíð þjóðarinnar," segir Halldór sem telur að fijálslega hafi verið farið með tölur um kostnað við hátíðan." Sætir Akureyringar Sem dæmi um þá göfugmennsku sem hátíðir og heimsóknir tigina gesta kalla fram hjá fólki nefnir Hall- dór heimsókn Danadrottningar til Akureyrar fyrir um aldarfjórðungi. „Eg man að sumir drifu í því að mála húsin sín og bæjaryfirvöld lögðu kapp á að ljúka nýrri vegargerð fram á flugvöll inn íjömna til að gera aðkomuna að bænum sem glæsi- legasta. Akureyringar hentu gaman að þessum framkvæmdum og kölluðu veginn drottningarbraut til að gera góðlátlegt grín að bæjarstjóm- inni, sem svaraði fyrir sig með því að láta það nafn festast við brautina. Mér finnst þetta sæt saga, Akureyringum líka,“ segir forseti Alþingis um fólkið í kjördæminu sínu. Sætl, ekki satt en til að leita að því gagnstæða leitar hann þvert yfir landið og stoppar ekki íyrr en í Vest- mannaeyjum. „Menn kasta því á milli sín í blöð- unum, að þjóðin hafi fellt áfellisdóm yfir kirkjunni með því að ekki sóttu fleiri hátíðahöldin á Þingvöllum en raun ber vitni. Þeir vom þó 15 þúsund hefur mér verið sagt og sumir nefna 20 þúsund á sunnudeginum. Og maður spyr sjálfan sig, hvort hægt hafi verið að búast við, að fleiri sæklu hátíðina en þangað fóm. Súrir Eyjamenn Ég læt því ósvarað og jafnvel þó svo hafi verið, held ég, að það hafi ekki verið vegna andúðar á kirkjunni að fleiri sóttu ekki kristnihátíð á Þing- völlum. Kristin trú og kirkja er ekki tískufyrirbæri eins og pollamót í Vestmannaeyjum, úrslitaleikur í knattspymu eða popptónleikar og veldur ekki gervispennu í andar- takinu, sem hverfur út í veður og vind, áður en varir. Og það megum við vera þakklát fyrir,“ segir Halldór og honum finnst ástæða til að minna á að íslenska kirkjan er frjálslynd en af hverju minnist hann ekki á pollamót á Akureyri. Em þau kirkjunni þóknanlegri en pollamót í Eyjum? „Kirkjan er nær fólkinu en áður. Þá settu kirkjunnar menn sig ofar alþýðu manna og kenndu niður á við. Nú tala prestamir við ungt fólk með allt öðmm hætti og ekki í áminningarstíl lengur. Og svo hefur kenning kirkj- unnar öðlast meiri dýpt og breidd, meiri þroska og reynslu, eftir að konur bættust í hóp kennimanna, svo að okkur er farið að þykja sem svo hafi ávallt verið,“ segir Halldór.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.