Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 31.08.2000, Síða 18

Fréttir - Eyjafréttir - 31.08.2000, Síða 18
18 Fréttir Fimmtudagur 31. ágúst 2000 Landa- KIRKJA - lifandi samfélag! Sunnudagur 3. septcmber Kl. 11.00. Messa og skím. Kaleikur frá kristnihátíðinni á Þingvöllum notaður við útdeilinguna. „Þingvallahópurinn,“ þau sem vom á Þingvöllum 1. og 2. júlí sl., sérstaklega velkomin. Lagt á ráðin um myndakvöld. Nýtt hljómborð lekið í notkun, en það er gjöf frá' Kvenfélagi Landakirkju. Kaffisopi eftir messu. Mánudagur 4. september Kl. 18.00. Fundur með foreldmm barnakórsins Litlir lærisveinar. Foreldrar nýrra kórfélaga einnig velkomnir. Fimmtudagur 7. september ’ Kl. 14.30. Helgistund á Heil- brigðisstofnun Vestmannaeyja,' dagstofu 3. h. Heimsóknargestir velkomnir. 1 Kl. 16.00. Innritun nýrra kórfélaga í bamakórinn Litla lærisveina. Föstudagur 8. september Kl. 13.00. Æfing hjá eldri hóp bamakórsins Litlir lærisveinar, böm fædd 1988 til 1990. Mæting í Safnaðarheimilið. Kl. 13.45. Æfing hjá yngri hóp bamakórsins Litlir lærisveinar, böm fædd 1991 til 1993. Mæting í Safnaðarheimilið. Hvíta- SUNNU- KIRKJAN Fimmtudagur Kl. 20.30 Biblíulestur Laugardagur Kl. 20.30 Brotning brauðsins Sunnudagur Kl. 15.00 Vakningarsamkoma. Samskot til starfsins. Allir hjartanlega velkomnir Hvítasunnukirkjan Aðvent- KIRKJAN Laugardagur 2. sept. Kl. 10.00 Biblíurannsókn. Kl. 11.00 Guðsþjónusta. Gestur helgar- innar Halldór Olafsson. Allir hjartanlega velkomnir. Afmælisfun- dur AGLOW Þann 6. sept. nk. hefst vetrarstarfið með 10 ára afmælisfundi AGLOW sem em þverkirkjuleg samtök kristinna kvenna. Fundurinn verður haldinn í Safn- aðarheimili Landakirkju og hefst kl. 20. Fjölbreytt dagskrá í tali og tónum verður á hátíðarkvöldinu. Sérstakur gestur fundarins verður Mirjam Oskarsdóttir, söngkona, og mun hún tala til gesta á fundinum, ásamt því að flytja nokkur létt lög við eigin undirleik. Konur í Vestmannaeyjum em allar hjar- tanlega velkomnar. Biblían talar sírni 481-1585 Landssímadeildin: IBV 4 Breiðablik 1 MARKI fagnað. Leikmenn ÍBV hafa glatt stuðningsmenn sína í undanförnum leikjum og eru inni í myndinni bæði í deild og bikar. langt í knattspymunni ef rétt er haldið á spilunum. Líklega þarf hann ekki að hafa áhyggjur af því að hafa ekki náð athygli þjálfaraU-21 árs landsliðsins en það er einmitt Sigurður Grétarsson þjálfari Breiðabliks, sem valdi Pál ekki í landsliðshóp sinn fyrir leikinn gegn Danmörk og nagar sig líklega í handarbökin þessa stundina. Kristinn Jónsson þjálfari IBV sagði í samtali við Fréttir eftir leikinn að hann væri ánægður með stigin þrjú. „Þetta var ágætis sigur hjá okkur. Við vissum að þetta yrði erfitt enda em þeir að beijast fyrir lífi sínu í deildinni og það er mjög erfitt að spila á móti liði sem er komið í þá stöðu. Þetta var svolítið óömggt hjá okkur í byrjun, þeir fá tvö ágætis færi en svo komust við inn í leikinn og skoruðum tvö stórglæsileg mörk í fýrri hálfleik. Við héldum okkur við toppinn með þessum sigri en það em tveir leikir eftir, við þurfum bara að halda áfram á sömu braut og sjá svo til hvar við stöndum í lokin,“ sagði Kristinn. IBV spilaði 4-5-1 Birkir Kristinsson, Páll Guð- mundsson, Páll Almarsson, Hlynur Stefánsson, Bjami Geir Viðarsson, Ingi Sigurðsson. Hjalti Jónsson, Baldur Bragason, Momir Mileta, Goran Aleksic, Steingrímur Jóhann- esson. Varamenn sem komu inn á: Jóhann Möller, Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Atli Jóhannesson. Mörkin: Steingrímur Jóhannesson þijú mörk og Momir Mileta eitt. A mánudagskvöldið tóku Eyja- menn á móti cinu af botnliði Landssímadeildarinnar, Breiða- bliki. Leikmenn IBV áttu harma að hefna frá því í fyrri leik liðanna í deildinni því þar sigruðu Blikarnir nokkuð óvænt, 2-0. En eins og allir vitað hefur ekkert íslenskt félagslið komið á Hásteinsvöllinn og sigrað ÍBV undanfarin ár og því var ekki breytt í þetta skiptið. ÍBV sigraði í leiknum 4 - 1 og spilaði einn af sínum betri leikjum í sumar. Þrátt fyrir nokkuð ömggan sigur vom gestimir mjög sprækir framan af leik. Áttu þeir m.a. tvö ágætis færi sem þeir ekki náðu að nýta. Það var Steingrímur Jóhannesson sem gaf svo tóninn þegar hann skoraði sitt fyrsta mark af þremur í leiknum. Er það líklega með fallegri mörkum sum- arsins. Ekki var annað mark ÍBV síðra, Momir Mileta skoraði keimlíkt mark og á móti Fylki í Árbænum, með þrumuskoti af 30 metra færi, beint upp í samskeytin og hefur Mileta þvf skorað tvö fallegustu mörk sumarsins í Landssímadeildinni. Staðan í hálfleik var 2-0 fyrir ÍBV og ekki spuming um hvort ÍBV myndi sigra í leiknum, heldur hvemig. Seinni hálfleikur var svipaður og sá fyrri, nema hvað ÍBV dró sig til baka og leyfði gestunum að sækja fram á við. ÍBV beitti svo stórhættulegum skyndisóknum sem nýttust ágætlega og Steingrímur bætti við tveimur mörkum áður en Breiðablik náði að pota inn síðasta marki leiksins. Þriggja marka sigur því staðreynd og ÍBV að sýna sínar fínustu hliðar í leiknum. ÍBV hefur verið nánast óstöðvandi í síðustu sjö leikjum, ef frá er talinn leikurinn gegn Stjömunni en spuming er hvort það nægi til þess að IBV standi uppi sem íslandsmeistari í lok tímabilsins. Liðið spilaði sem ein heild á vellinum en frammistaða Páls Almarssonar í leiknum vakti mikla aðdáun og ljóst að Páll getur náð mjög EINN besti maður leiksins ekki erindi í landslið U-21. Almarsson lék óaðfinnanlega í leiknum en hann hefur ekki hlotið náð fyrir augum Sigurðar Grétarssonar þálfara. Golf: GV á íslandsmót í sveitakeppni öldunga íslandsmcistarar í öldunsaflokki GV sendi tvær sveitir til keppni í Lnndsmóti öldungn í sveitnkeppni en keppnin fór frnm á töstudag og laugardag í síðustu viku á velli Goifklúbbs Kópavogs og Garða- bæjar. Fjórir skipa hvora sveit og leikur A-sveit án forgjafar en B- sveit með forgjöf. Þrír efstu í hvorri sveit töldu til stiga. A-sveitin gerði sér lítið fyrir og endaði í efsta sæti eftir mjög góða spilamennsku báða dagana. Þeir vom í 2. sæti eftir fyrri daginn, fimm höggum á eftir sveit Golfklúbbs Akureyrar, en sigmðu mjög sann- færandi með frábæram leik á laug- ardag. Þessi urðu úrslitin: 1. Golfkl. Vestm. 497 h. 2. Golfkl. Keilir 504 h. 3. Golfkl. Akureyrar 507 h. B-sveitinni gekk ekki eins vel og endaði hún í 9. sæti af 11 mögulegum með 484 högg en sigurvegarar í flokki B-sveita urðu heimamenn í GKG með 450 högg. HINIR fimm fræknu. Sigrnar Pálmason, Ragnar Guðmundsson, Jóhann P. Andersen, Gunnlaugur Axelsson liðsstjóri og Atli Aðalsteinsson. Atli lék á bestu skori allra keppenda á mótinu, 151 höggi báða dagana. Átta léku undir forgjöf á Sparisjóðsmóti Sparisjóðsmótið í golfi var haldið á laugardag og var þátttaka þokkaleg eða 34 manns. Urslit urðu þessi án forgjafar: 1. Júlíus Hallgrímsson 71 högg 2. Örlygur H. Grímsson 73 högg 3. Karl Haraldsson 75 högg Með forgjöf: 1. Andri Olafsson 64högg 2. Jón Valgarð Gústafss. 65 högg 3. Hlynur Stefánsson 65 högg Þessi árangur er mjög góður en alls léku átta undir sinni forgjöf og fá því lækkun, þ.á.m. bæði þeir Júlíus og Órlygur Helgi. Lokamót Golfskólans Kennslu í Golfskóla GV lauk á föstudag en á sunnudaginn kl. 13 verður lokamót skólans. Keppendur munu hafa foreldra með sem aðstoðarmenn. Á eftir verður boðið upp á pylsur og kók.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.