Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 31.08.2000, Qupperneq 16

Fréttir - Eyjafréttir - 31.08.2000, Qupperneq 16
16 Fréttir Fimmtudagur 31. ágúst 2000 Útboð Vegagerðarinnar á rekstri Herjc Klæðskerasniðið fyrir hei UM aðstöðuna í landi, sem nauðsynleg er skipinu og talin hefur verið sterkasta vopn Herjólfs hf. sem alla tíð hefur mótmælt útboðinu, meðal annars á þeirri forsendu að hagsmunir Evjamanna verði ekki tryggðir, nema heimamenn sjái um reksturinn. Það hefur verið úrskurðað af löglærðum manni, Baldri Guðlaugssyni, að réttur Herjólfs hf. til afgreiðslumannvirkjanna standist ekki og auðvelt fyrir Vegagerðina, sem er ríkisfyrirtæki, að taka mannvirkin eignar- eða leigunámi. Útboð ferjusiglinga Herjólfs milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar hefur verið ofarlega í umræðunni í Vcstmannaeyjum undanfarna mánuði og ekki allir á eitt sáttir um ágæti útboðsins. Staðreyndin er hins vegar sú að útboð er orðið að veruleika og samgönguhaukar velta nú fyrir sér útboðsgögnum, en síð- ast þegar vitað var höfðu fimm aðilar sótt sér útboðsgögnin til Vegagerðarinnar sem er cigandi ferjunnar Herjólfs og sér um fram- kvæmd útboðsins fyrir hönd rfldssjóðs. Samningstíminn er þrjú ár, frá 1. janúar 2001 til 31. des- ember 2003, en verkkaupi og verktaki geta framlengt samningin um tvö ár, ef um það næst samkomulag. Tilboðum í verkið á að skila til Vegagerðarinnar fyrir kl. 14.00, mánudaginn 11. sept- ember nk. og verða tilhoðin opnuð á sama stað 15 mínútum síðar. Fréttir glugguðu í útboðsgögnin. I fljótu bragði virðist ekkert geta hindrað Herjólf hf. sem er nú- verandi rekstraraðili skipsins í að halda rekstrinum áfram og jafnvel lítt fýsilegt fyrir aðra aðila að bjóða í verkið, þar sem ýmis skilyrði og þjónustustigið er njörvað í óbreytt ástand, (sem einhverra hluta vegna er talið fullnægjandi nú). Harðir stuðningsmenn óbreytts rekstrar- forms telja þó illmögulegt að sjá hvort áhugsamir finni einhverja fleti til þess að lækka núverandi kostnað við rcksturinn, eða gera hann hagkvæmari á einhvcrn hátt án þess að þjónustustigið lækki. Aðrir benda þó á að það hafi sýnt sig að útboð lækka yfirleitt kostnað og benda á þá miklu lækkun húf- trygginga sem Ríkiskaup bauð út á dögunum fyrir ferjur sem eru í eigu rfldsins. Að sitja báðum megin við borðið Herjólfur hf. er í eigu Vestmanna- eyjabæjar með 51,4% eignarhlut, ríkið 46,3% og aðrir eignarhlutir eru svo í eigu einstaklinga. Hefur þess vegna mörgum þótt kynlegt að ríkið skuli sitja báðum megin borðs, þ.e. að útbúa útboðsgögnin, setja fram kosti og skilyrði fyrir hugsanlega nýja rekstraraðila, en vera á sama tíma fullgildur aðili til þess að bjóða í verkið sem hluthafí í Herjólfi hf. Því þykir gagnrýnendum útboðsins vand- séð hverra hagsmuna er verið að gæta, Vestmannaeyinga, ríkisins eða fyrir- tækja í frjálsu markaðshagkerfi. Svo eru aðrir sem vilja meina að Vest- mannaeyjabær sé ekki síður báðum megin borðsins, þar sem hann fékk einn aðila að fara yfir útboðsgögnin og koma með athugasemdir, auk þess að vera meirihlutaeigandi í Herjólfi hf., sem lýst hefur yfir opinberlega að hann muni bjóða í verkið. Þjóðvegur númer ?? Það hefur verið talað um að Herjófur væri hluti af vegakerfinu og hann oft kallaður þjóðvegur eitt til Vest- mannaeyja. Samkvæmt því segja þeir er mótmæla útboðinu að ekki tíðkist að vegir á Islandi séu reknir af öðrum en ríkinu og að vegakerfið sé eign þjóðarinnar. Hins vegar er því ekki að neita að nánast öll vegamannvirki í landinu eru byggð eftir útboð. Minn- ast menn oft á fordæmið Hval- íjarðargöng sem séu rekin af einka- aðilum. Grímseyjarferjan Sæfari var boðin út og ekkert bendir til annars en að sá rekstur gangi vel, almenningi til hreinnar ánægju, þó ýmsum þyki litur hennar Ijótur, hví skyldi útboð Herjólfs ekki lfka, sem hluti þjóðvega- kerfisins verða almenningi til sömu ánægju og heilla. Samkvæmt vega- lögum er ferjurekstur hluti af þjóð- vegakerfi landsins og kostnaður af rekstri Herjólfs bundinn í vega- og Ijárlögum. „Hvað þetta varðar er engin fyrirsjáanleg breyting," sagði samgönguráðherra í viðtali við Fréttir 9. september í fyrra. Sama ferðatíðni í útboðslýsingunni þar sem talað er um ferðatíðni skal til dæmis í engu víkja frá þeirri áætlun sem nú er í gildi. Það vill segja að ekki er hægt að fækka fóstum áætlunarferðum, sem er kannski líka vandséð að leiði til spamaðar, að láta slíkan farkost, sem Herjólfur er, liggja við bryggju. Það er gefinn möguleiki á breytingu ef allir aðilar eru sammála, þar með talin bæjarstjóm Vestmannaeyja Hins vegar er ekkert sem segir að ekki megi nýta skipið til annars, svo fremi sem það kemur ekki niður á téðri fastri óhagganlegri áætlun. Einnig er tryggt að fjórar til fímm aukaferðir verði famar á ári í kringum föst íþróttastór- mót, sem haldin em í Eyjum, eða af öðm tilefni ef bæjarstjóm Vestmanna- eyja óskar þess. Jafnframt er heimilt að breyta tímaáætlun af sérstökum ástæðum að minnsta kosti sex sinnum á ári. Ef hins vegar varanlegar breytingar verða gerðar á áætlun verður það einungis gert um mánaða- mót ágúst - september hvers árs, sem þýðir væntanlega að engar breytingar á áætlun nást inn fyrr en að ári, ef nýjum aðilum hugnast svo. Hvort hér er átt við breytingar á tíðni ferða eða tímasetningar er hins vegar vandséð, af útboðslýsingunni nema hvort tveggja sé. Um aðstöðuna í landi, sem nauð- synleg er skipinu og talin hefur verið sterkasta vopn Heijólfs hf. sem alla tíð hefur mótmælt útboðinu, meðal annars á þeirri forsendu að hagsmunir Eyjamanna verði ekki tryggðir, nema heimamenn sjái um reksturinn. Það hefur verið úrskurðað af löglærðum manni, Baldri Guðlaugssyni, að réttur Herjólfs hf. til afgreiðslumannvirkj- anna standist ekki og auðvelt fyrir Vegagerðina, sem er ríkisfyrirtæki, að taka mannvirkin eignar- eða leigu- námi. Hins vegar eru ekki allir á eitt sáttir með niðurstöðu lögmannsins og telja að ekki hefði verið óeðlilegt að fá álit annars löglærðs manns, sem hugsanlega sæi aðra fleti á málinu, þrátt fyrir að Baldur var samþykktur af öllum aðilum málsins. Menn velta því þess vegna fyrir sér hvort ekki hefði verið rétt að fá óvilhalla löglærða menn til þess að kveða upp um það hvort Herjólfur hf. mætti yfirleitt bjóða í verkið. Heijólfur hf. á öll af- greiðslumannvirki, hús og rana fyrir farþega, bæði í Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn og því hafa Heijólfsmenn staðið á því að ekki kæmi til álita að leigja eða selja aðstöðuna til annars aðila, ef svo ólíklega færi að þeir fengju ekki reksturinn áfram. í útboðslýsingunni segir að verkkaupi, þ.e. Vegagerðin „leggur til aðstöðu

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.