Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 31.08.2000, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 31.08.2000, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 31. ágúst 2000 Fréttir 11 JÓHANNA: Ég held hins vegar að þessi bylgja sé liðin hjá og að líkamsræktin sé komin til að vera. Hún er frekar að stækka heldur en hitt um allan heim, en það eru alltaf miklar hræringar á þessum þá man ég eftir því að ein vinkona mín sagði við mig að við ættum að fá upp- áskrifað hjá bæjarstóra um að tækjasalurinn inni í Iþróttamiðstöð yrði ekki endumýjaður í samkeppni við okkur, en þá var þar mjög ófull- kominn tækjasalur. Við fórum til hans og þótti reyndar hálf asnalegt og út í hött. Enda einkennilegt að bærinn ræki slíkan sal og myndi frekar fagna því að það kæmi góður tækjasalur í bæinn, sem allir gætu komið í. Bæjarstjórinn sagði og lofaði reyndar að ekki stæði til að endumýja tækin í íþróttamiðstöðinni á næstu ámm. Við tókum svo í höndina á honum upp á það. En svo gerist það á sama ári og við opnum að öll tækin í íþrótta- miðstöðinni em endumýjuð. Auðvitað urðum við mjög svekktar og sárar yfir þessu. Anna Dóra fór svo og talaði við bæjarstjórann og tók hann á beinið, en þeim fannst þetta eitthvað væl í okkur og sögðu; „Hvað eru stelpumar að röfla.“ Þannig að það var ekkert hlustað á okkur. Við kærð- um þetta svo úl Samkeppnisstofnunar og unnum það mál. Við vomm að sjálfsögðu ekkert vinsælar í bænum fyrir það, en þeir urðu að sýna fram á að tækjasalurinn hjá þeim væri rekinn sjálfstætt. Við gerðum hins vegar aldrei neitt í þessu og fylgdum málinu ekkert eftir, en fengum reyndar upp- reisn æm með því að vinna málið.“ En þið hafið samt staðið ykkur í samkeppninni við bœjarstyrkta heilsu- rœkt, eða hvað? „Okkar starfsemi er allt öðm vísi. Við emm að bjóða upp á fjölbreytta dagskrá fyrir utan tækjasalinn sjálfan. Þannig að þetta er allt í lagi, hins vegar vantar alltaf fleira fólk til þess að koma og æfa.“ Hvemig erþetta umhverfi íheilsurœkt húna, er einhver niðursveifla eða einhvert ákveðið „trend" í heilsu- rœktinni? „Þetta hefur verið frekar dapurt hjá flestum í sumar, enda alltaf minna að gera yfir sumartímann. Það var alltaf talað um líkamsræktarbylgju á sínum tíma. Eg held hins vegar að þessi bylgja sé liðn hjá og að h'kamsræktin sé komin til að vera. Hún er frekar að stækka heldur en hitt um allan heim, en það em alltaf miklar hræringar á þessum markaði. Það er alltaf að koma eitthvað nýtt inn og við höfum staðið okkur vel í því að koma með nýjungar og bjóðum upp á mjög góða tíma, svo að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Við emm með rólega tíma og tíma fyrir hjarta- sjúklinga. Svo höfum við tekið inn alþjóðleg kerfi frá Les Mills, þar sem body pump og RPM-hjólin em í öndvegi. Þannig að við höfum fylgst mjög vel með og emm með góða og vandaða tíma. Enda er gaman að heyra jákvæðar undirtektir frá fólki, vegna þess að í Eyjum er stundum haldið að allt sé betra í Reykjavík. Svo fer fólk á einhvetja líkams- ræktarstöð í Reykjavík og kemst að því að það em jafnvel miklu betri tímar héma heima. Stundum er fólk mjög hissa á því, en það em gerðar mjög miklar kröfur til okkar og jaftivel miklu meiri heldur en í Reykjavík. Eg get til dæmis sagt að sumir sem em að kenna í Reykjavík fengju ekki vinnu á Hressó, vegna þess að þeir myndu ekki standast þær kröfur sem við gemm. Hins vegar er svo að það er rifist um margar stelpur sem hafa verið að kenna hjá okkur og flutt hafa til Reykjavíkur og hreinlega boðið í þær, ef fféttist af kennurum frá okkur í Reykjavík.“ Dekurstöð í Elliðaey Jóhanna segir að heilsuræktin hafi alltaf verið fyrir almenning, en undanfarin ár hafi orðið nokkur breyting þar á. „Núna hafa sprottið upp dekurstöðvar, sem em dýrar og bjóða upp á alls konar snyrtiaðstöðu, nudd, heita potta, leirböð og vafninga. Þetta hefur slegið í gegn. I rauninni væri hægt að bjóða útlendingum til Islands í mjög sniðugar heilsuferðir. Það em til milljón hugmyndir. Við höfum til dæmis spaugað með þá hugmynd að setja upp stöð úti í Elliðaey, því þá kæmist fólk ekkert út í sjoppu til að kaupa sér nammi eða óhollustu, Síðan yrði fólk bara í eyjunni við æfingar og borðaði hollan mat, vítamín og fæðubótarefni, og kæmi endumært heim aftur. Það mætti líka fá fólk úr Reykjavík til þess að koma til Eyja og æfa og inni í því væri alls konar dekurþjónusta. Það er svo margt hægt að gera á þessu sviði.“ Þessi dekurheilsurœkt er hún hluti af þenslunni í efnahagslífinu sem alltaf er veríð að tala um, og að fólk hafi almennt meira fé milli handa til að dekra við sig? „ Já ég held það. Fólk á meiri pen- ing og vill borga meira fyrir einkatíma og þjálfun Fólk fær sér einkaþjálfara fyrir þrjátíu þúsund kall á mánuði og það er leitt í gegnum alla þjálfunina, ásamt leiðbeiningum um fæðuval og svo fram vegis. Og það er ekki spuming að fólk er að ná árangri í þessu og gengur líka kannski betur miðað við peninginn sem það er að setja í þjálfunina. Það virðist að minnsta kosti oft vera þannig.“ Ólögleg efni Eitt sem við höfum ekki kotnið inn á, sem tengt er heilsurœktarstöðvum og margir telja að sé ekki mjög heilsu- samlegt, en það er steranotkun og hvers kyns notkun ólöglegra fæðu- bótarefna, hvað viltu segja um þá hlið málanna. Eru heilsurœktarstöðvar ekki meira og minna vettvangur óheilbrigðis, þegar upp er staðið ? „I dag em komin frábær fæðu- bótarefni sem em hverjum manni holl og stofnanir sem em að þróa slfk efni, sem em náttúmleg og góð, til þess að fólk geti náð árangri. Til dæmis fæðubótarefnið sem við höfum verið að selja og er búið til og markaðsett af Bill Philips. Það er ekki neitt skemmdarverkaefni fyrir líkamann. Þegar Bill þessi ætlaði að fara að æfa á sínum tíma vom honum boðnir sterar og slíkt og honum sagt að hann gæti ekki náð árangri nema að taka slíkt. Hann var ekki reiðubúinn til þess að trúa því og leitaði annarra leiða. Hann er nú með í gangi tólf vikna áskorun um að fólk noti fæðubótarefnin hans og æfi eftir ákveðnu prógrammi sem hann hefur þróað. Það er tekin mynd fyrir og eftir og fólk hefur náð stórkostlegum árangri að því loknu.“ Heilsuræktin virk í daglegu lífi Er ekki hœgt að vera í heilsurœkt og ná sœmilegum árangri með því að borða bara sína ýsu og kartöflur? , Jú auðvitað, ef fólk getur og borðar ávexti og grænmeti, skyr og kjúklingabringur, þá er það í góðu lagi. Hins vegar er lífstíll fólks orðinn þannig að það er alltaf að flýta sér og þess vegna er gott að grípa einn heilsudrykk í hádeginu, sem skilar alveg sama árangri. Eða að fólk segist ekki kunna að elda neitt, sem er hollt, en í rauninni finnst mér líkamsræktin auglýst út á það að fólk eigi að verða grannt og flott. Hins vegar ef fólk stundar heilsurækt með því að lyfta og hreyfa sig þá líður því miklu betur og er heilsubetra. Þannig að það er allt að vinna. Það er ekki útlitið sem skiptir mestu máli, þó að það virðist vera það eina sem selur, heldur er það vel- líðanin sem fylgir því að hafa góða heilsu. Ég hef oft sagt það að heilsan sé það besta sem nokkur getur átt, þannig að stundum finnst mér fólk ekki vera að koma í heilsurækt með rétt viðhorf, en þessu er hægt að breyta. Ef fólk nær svo ekki árangri á stundinni, þá hættir það í stað þess að gera heilsuræktina að virkum þætti í daglegu lífi. Mörgum finnst þetta líka leiðinlegt til lengdar, en það er svo margt í boði og leitun að því sem ekki getur orðið leiðinlegt til lengdar. En það er líka annað í þessu að ef fólk hjakkar alltaf í sama farinu minnkar kannski árangurinn líka. Fólk þarf nýjungar og vill takast á við ný markmið, þannig er heilsurækt eilíft verkefni, því það er ekki það sama sem hentar öllum.“ Skemmtilegur mórall í kringum strákana Hvemig er kynjaskiptingin hjá ykkur á Hressó? „Okkur vantar sárlega karlmenn. í allt em líklega um 30 karlmenn að jafnaði, en það er mjög gaman að hafa þá. Til dæmis þegar gúanókarlamir vom hjá okkur myndaðist svo skemmtilegur mórall og ég er að vona að þeir komi aftur. Ég bara skora á vinnustaði og hópa að taka sig saman og mæta. Það er líka þannig með karlmenn að þegar þeir em í heilsurækt, hvort heldur í hóptímum eða í einstaklingsátaki að þá myndast meiri keppnisandi og árangurinn því oft meiri. Konumar em ekki eins kappsamar, enda eiga karlmenn auðveldara með að grennast og styrkjast, vegna þess að karlar em með meiri vöðvamassa. Það er vöðva- massinn sem brennir hitaeiningunum. Karlar em með stærri vél ef svo má segja og eyða meiru. Hins vegar er skýringin á fáum körlum ósköp eðlileg og það helgast af gerð sam- félagsins í Eyjum, þar sem karlar em á sjó og konumar í landi. Mjög margar konur em hræddar við tækjasalinn af því að þær óttast að verða svo vöðva- miklar, en það er engin hætta á því í eðlilegri þjálfun." Jóhanna segir að þeir sem stunda líkamsrækt í Hressó séu yndislegt fólk og eigi hrós skilið. „Það em allir ánægðir með það sem við emm að gera og fólk er þakklátt sem þjálfar hjá okkur. Margir hafa verið hjá okkur frá upphafi. Sumir hafa náð góðum árangri, en svo segja aðrir að þeir séu kannski alltaf eins í útliti. Ef manneskjunni líður vel og er heil- brigð, þá er það allt í lagi, en mataræðið segir svo mikið og sumum er eðlilegt að vera þyngri en aðrir. Það er vellíðan einstaklingsins sem skiptir í rauninni miklu meira máli. Ég get bara sagt með sjálfa mig að mér líður aldrei eins vel og þegar ég er búin að taka góða æfingu Við gætum alveg tekið á móti fleira fólki, en mörgum finnst þetta þvílíkt erfitt spor að ganga þama inn. Margir halda að það séu bara glanspíur sem sem æfa hjá okkur, en það er mikill misskilningur, því það er bara ósköp venjulegt fólk sem æfir hjá okkur. Miðað við fólksfjölda í Eyjum, er talið eðlilegt að um tíu prósent bæjarbúa séu að æfa líkamsrækt, en við á Hressó náum því ekki.“ Meira dekur Hveming sérðu framtíðina í heilsu- rœktinni? „Þetta á eftir að þróast meira út í dálítið dekur með hefðbundinni heilsurækt. Við á Hressó höfum plássið fyrir það og það er draumurinn að fara upp á efri hæðina og stækka tækjasalinn á neðri hæðinni. Við emm á tveimur hæðum og það hefur bæði kostí og galla, en við emm mjög vel staðsett í hjarta bæjarins. En eins og er sjáum við ekki gmndvöll fyrir stækkun, miðað við þann fjölda sem æfir hjá okkur í dag. Þetta er mikil vinna og jafnvel þegar maður er heima, er maður oftast með hugann niðri á Hressó við að undirbúa og skipuleggja starfsemina til þess að þetta gangi vel. Nú emm við búnar að reka þetta í fimm ár og stundum er sagt að fólk leggi á sig fyrir fyrirtæki sitt að vera með lítið og lélegt kaup fyrstu fimm árin. Nú er sá tími liðinn og ég vona að þetta fari að koma hjá okkur. Á síðasta ári hvarflaði alveg að okkur að hætta, þó að þetta sé að ganga vel og ég vil ekki vera að kvarta. Hins vagar er það alveg ljóst að ég væri með betri laun ef ég væri að vinna hjá einhveijumn öðrum.“ Jóhanna segir að hana langi alltaf til að ná í það fólk inn í stöðina sem þorir ekki að koma, en langi samt mjög til þess að æfa. „Það er alltaf hægt að finna lausnir sem að henta hverjum og einum, bæði í einkaþjálfun og með ráðgjöf, og líka hvenær það vill mæta. Stundum er þetta feimni, sem gerir fólki enn þá erfiðara fyrir að stíga skrefið til fulls. Þess vegna vil ég hvetja fólk til þess að hafa samband og vita hvort við finnum ekki einhverjar lausnir fyrir það. Mér finnst þetta oft vera spuming um það hvort fólk ætlar að eyða ellinni í rúminu og geta ekki hreyft sig, eða hafa möguleika til að hreyfa sig og gera flest sem það langar." Benedikt Gestsson

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.