Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 31.08.2000, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 31.08.2000, Blaðsíða 6
6 Fréttir Fimmtudagur 31. ágúst 2000 Samkór Vestmannaeyja að hefja vetrarstarfið Alltaf hægt að bæta við góðum röddum Hluti spjallhóps Samkórsins sem ræddi við blaðamann Frétta stillti sér upp í skógarlundi skammt frá koníksstofunni í höfugri síðdegisblíðunni. Blaðamaður sótti fast að fá að vera á myndinni, en ekki þótti stætt á því, nema hann léti skrá sig i kórinn. Fr.v. Alla Hafsteinsdóttir, Hildur Hauksdóttir, Halldór Halldórsson, Bára Grímsdóttir, Hjördís Kristinsdóttir og Sigurleif Guðfinnsdóttir. Nú er söngstarf Samkórs Vestmannaeyja að hefjast á ný að loknu raddhléi sumarsins. Kórinnvar stofnaður, eða reyndar endurreistur ári 1994 af Báru Grímsdóttur, tónlistarvítamínsprautu Vestmannaeyja, og hefur hún unnið mikið og þakklátt starf meðal söngelskra í Eyjum jafnt þeirra sem njóta sín í því að syngja fyrir áheyrendur og ekki síður þeirra sem hafa unun af því að hlusta á metnaðarfullt söngfólkið takast á við hin merkustu tóndæmi, innlend og erlend. I tilefni af undir- búningsvinnu Samkórsins fyrir vetrarstarfið hittust nokkrir félagar ásamt söngelskum blaðamanni Frétta í velbúinni koníaksstofu hér í bæ og létu söngljósið skína í gamni og alvöru. Þáttakendur í samræðunni voru Bára Grímsdóttir stjórnandi kórsins, Halldór Halldórsson tenór, Hildur Hauksdóttir alt, formaður og forystukýr kórsins, Alla alt Hafsteinsdóttir, Sigurleif alt Guðfinnsdóttir og Hjördís alt Kristinsdóttir. Fyrir Fréttir var sérstakur bassavinur Samkórsins Benedikt Gestsson. Eftir nokkra upphitunarbrandara var Hildur beðin um að opinbera nokkrar sögulegar staðreyndir um kórinn, sem gekk þó nokkuð erfíðlega, þangað til Hjördís tók af skarið. „Bára setti auglýsingu í blað árið 1994, ekki satt? Ég þurfti ekki að mæta á neina raddprufu, en ég byrjaði sem tenór, af því að það vantaði svo karlmenn í kórinn, eins og reyndar enn í dag. Þá sungum við: Ég beið þín lengi, lengi mín Liljan fríð, en ekkert gekk. Framan af voru æfmgar því skrítnar, þangað til við fórum að syngja jólalögin, en þetta var þó nokkuð góður hópur sem kom saman í fyrstu. Mjög góðar sópranraddir og fullt af konum sem byrjuðu." Hefur brautin þá legið niður á við t' raddmálum? „Nei, nei, en við vitum bara af svo góðum röddum í bænum," segir Hjördís. Er kórinn að hrekja frá sér fólk, hvernig stendur á því að raddimar koma ekki? „Það er bara svo mikið að gera hjá fólki,“ segir Hildur. „Það er fullt af fólki sem langar, en kemur sér ekki í það. Það þarf að leggja svolítið á sig og mæta alltaf á æfingar." Hvaða beitu œtlið þið að nota til þess aðfá fleiri raddir í kórinn og þá sérstaklega karlaraddir? „Það er svona siliconbra,“ segir Hjördís og koníaksstofan fyllist af hláui. A það að höfða til beggja kynja? „Karlmennimir eru svo feimnir að syngja,“ heyrist einhver segja í hlátrinum. „Ég held að erfiðleikamir að fá karlmenn í kóra sé landlægur andskoti.“ Er ekki stór liluti karlmanna í Eyjum á sjó? Bára: „Ef það væri karlakór héma, þá kannski sæjum við allan þennan karlaljölda, sem getur sungið.“ „Mér finnst sem karlmaður," segir Halldór. „Alveg ómögulegt að vera ekki í kómum, en ég hef verið í honum frá endurreisn hans árið 1994, en það tók mig nokkum tíma að drífa mig af stað. Ég tók svo reyndar frí einn vetur.“ Vegna jjölda áskorana? „Nei, nei, en það er ágætt að hvíla sig lika. Það er til fullt af röddum, það þarf bara að kveikja neistan." „Svo má ekki gleyma að kórstarfið er miklu meira en bara söngæfmgar," segir Hildur. „Þetta er líka mjög góður félagsskapur. Við hittumst oft utan þess, fömm upp á land og svo framvegis, þannig að það er mikil samkennd innan hópsins og þar hefur fólk eignast sína bestu vini.“ „Bestu skemmtiatriði sem hægt er að sjá em á Samkórsskemmtunum,“ segir Bára. „Þar em viðhöfð ýmis heimasaumuð skemmtiatriði.“ Er kórinn aðfœlafrá sérfólk með því að taka að sér verkefiti sem hann rœður ekki við? Hjördís: „Mér finnst að það verði að vera einhverjar áskoranir á mann sjálfan í verkefnavalinu. Þetta verður alltaf þyngra og auðvitað verður eitthvað að reyna á okkur.“ Halldór: „Menn geta líka byrjað á því að drífa sig í bassann, áður en þeir fara að takast á við alvöm rödd, sem að sjálfsögðu er tenórinn. Það er nokkuð sem kemur til að reyna virkilega á söngmenn." (Mikið var hlegið að þessu innleggi Halldórs.) Hvernig hefur kórhurn verið tekið í bœjarfélaginu? Alla: „Mér finnst að fólk vilji hafa þennan kór, það er að minnsta kosti mín tilfinning." Bára: „Stefna Samkórsins er að hafa fjölbreytt lagaval og við stefnum að því að hafa mikið af léttri tónlist, hvort heldur á jóla- eða vordag- skránni. Þessu ætlum við ekkert að breyta.“ Alla: „Svo viljum við reyna að fá unga fólkið. Okkur vantar ungar raddir og kannski rétt að geta þess að nú geta nemendur í ÉIV fengið kórstarfið metið inn í námið. Þannig að yfir veturinn geta þeir nemendur sem eru í kómum nælt sér í tvær einingar.“ Halldór: „Svo viljunt við eiga gott samstarf við fjölmiðlana. Ef ykkur á Fréttum finnst eitthvað að hjá okkur, þá eigið þið að koma með það og segja okkur frá því.“ Aður en við skrifum um það? Halldór:. Já, áður en þið skrifið um það, vegna þess að umfjöllunin skapar svo mikið.“ Bára vill líka koma því að, að fólk þarf ekki að lesa nótur til þess að komast í kórinn. „Ég söng raddir inn á spólur, svo að fólk getur æft sig heima með því að hlusta á spólumar.“ Halldór: „Við tenóramir höfum líka verið mjög hjálplegir við fólk sem á í erfiðleikum með nótumar.“ Hjördís: „Svo getur fólk farið í leikfimi og göngur og hlustað á spólurnar, en fólk ræður hvort það syngur með um leið.“ Alla: „Ef fólk séreinhvem syngja á Steinstaðahringnum, þá er það ömgg- lega einhver úr Samkómum.“ Hvar og hvenœr eru œfingar kórsins? Bára: „Við æfum einu sinni í viku á þriðjudagskvöldum í Tónlistar- skólanum frá kl. 20.00 til 22.00. Þegar nær dregur tónleikum æfum við líka lengur og ljölgum æfingum. Svo er að sjálfsögðu alltaf heitt á könnunni.“ Er einhver lágmarksjjöldi fólks sem þatfí kórinn til að geta staðið undir Samkórsnajhinu ? „Nei, það er svo sem ekkert lág- mark,“ segir Bára. „Kórmeðlimir hafa verið á milli 30 og 40 í gegnum árin og það er mjög passlegt. En núna hafa mjög góðar raddir verið að flytja upp á land, það em líka að koma fleiri góðar raddir inn í kórinn, en það em alltaf not fyrir fleiri.“ Hjördís: „Svo er mjög góð afsökun fyrir karlana að koma í kórinn, því þá þurfa þeir ekki að vaska upp eftir matinn á þriðjudögum." Hver vaskar upp á itteðait konumar em á œfingunni? „Það bíður bara eftir okkur þangað til æfingin er búin, eða við dríftim það af áður en við fömm. Við emm svo snöggar.“ Bára: „Ég vil líka ítreka það sem kom fram áðan, að þetta er mjög góður félagsskapur og fyrir mig hefur þetta verið mikil sáluhjálp að fá þetta góða fólk til að taka þátt í starfi Samkórsins." Hjördís: „Bára er líka alveg frábær stjómandi. Hún er kröfúhörð og mjög gott að þóknast henni, því maður fær líka klapp á bakið.“ Ert þú líka t kóntum, og ég beini orðum mínum að konu sem segist heita Sigurleif, en hefur ekki lagt orð í belg það sent af er? , Já ég er líka í kómum.“ Viltu ekki tjá þig eitthvað unt kórstarfið? „Þetta er virkilega skemmtilegur félagsskapur. Ég læt kórstarfið ganga fyrir öllu og æfingamar á þriðju- dagskvöldum eru mín kvöld.“ Halldór: „Ég myndi ekki vilja sleppa þessu kvöldi. Þetta er hluti af lífsmynstrinu og maður bíður eftir þessum kvöldum. Við emm eins og ein fjölskylda og reglulega skemmti- leg fjölskylda.“ Bára: „Þetta er ekki eins og að vera bara í Hressó í leikfimi. Þetta er hópur að vinna að sameiginlegu markmiði, eins og meistaraflokkur IBV svo ég taki hann sem dæmi.“ Er á döfinni að vinna einhver þrekvirki í Reykjavík, eða úti í heinti? „Við fómm upp á land í vor, en það er dýrt að fara slíkar ferðir, svo við verðum að safna,“ segir Alla. Halldór: „Ég myndi vilja fara til Færeyja, það er ömgglega alveg meiriháttar að koma þangað.“ Bára: „Við fömm oftast einu sinni á ári upp á land í æfingaferð og höfum þá stundum haldið tónleika í leiðinni. I tyrra vomm við í tvo daga í Skálholti og sungum meðal annars í sunnudags- messu, þannig að tíminn nýttist mjög vel í leik og starfi. Þess vegna er um að gera fyrir áhugasama að mæta í sal Tónlistarskólans á sunnudaginn kemur klukkan 16.00 og sannreyna söng og gleði hjá kómum.” Benedikt Gestsson

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.