Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 19.10.2000, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 19.10.2000, Blaðsíða 1
Bílaverkstæðið Bragginn s.f. Réttingar og sprautun Flotum 20 - Simi 481 1535 ./UEKfHfEHJlP(o/o SJjlAMUUfejlISry Flötum 20 - Sími 481 3235 4H Vetraráætlun Frá Ilfjini Frá NrlláfesMfiii yiám.icl, - laugarcl, kll. 08.15 kl. 12.00 Suninuci, kl. 14.0.0 kl. 18.00 Aukaferd á fostudl, kl. 15.30 kl. 19.00 $$Herjólfur Sími 481 2800 - Fax 481 2991 ;? niir sL'iíTum TM-ÖRYGGI FYRIR FJÖLSKYLDUNA Sameinar öll (ryggirrgamálin á einfaldan og hagkvæman báti 27. árgangur » Vestmannaeyjum 19. október 2000 * 42. tölublað * Verð kr. 140,- • Sími:481 3310 • Fax:481 1293 SKANSINN og svæði þar um kring er ekki síður skemmtilegt eftir að dimma tekur. Það er alveg þess virði að taka sér ferð út á Skans á kvöldin eins og þessi mynd ber með sér. Ráðstefnan Eyjar 2010: • • Oflugir frummælendur -Hefur vakið mikla athygli á fastalandinu og vonast er eftir góðri þátttöku enda allir velkomnir, segirframkvæmdastjórinn Undirbúningur ráðstefnunnar, Eyjar 2010, er nú á lokastigi og er endanleg dagskrá að líta dagsins Ijós. Margt landsþekkt fólk verður á meðal frummælenda og von er á fjölda gesta af fastalandinu, þing- mönnum væntanlegs Stórsuður- landskjördæmis, forstöðumönnum fyrirtækja og stofnana auk ungra Eyjamanna sem ætla að fjölmenna til Vestmannaeyja helgina 28. til 29. október nk. „Það hefur komið okkur skemmti- lega á óvart hvað fólk er hrifíð að þessari hugmynd, að efna til ráðstefhu þar sem öllum gefst tækifæri á að kynna sér hugmyndir ungs fólks um framtíðina," segir Þorsteinn Sverris- son, framkvæmdastjóri ráðastefn- unnar. Meðal frummælenda eru Öm D. Jónsson forstöðumaður Nýsköpunar- sviðs Háskóla Islands, Ami Sigfússon forstjóri Tæknivals, Ulfar Steindórs- son framkvæmdastjóri Nýsköpunar- sjóðs, Þorsteinn Gunnarsson rektor Háskólans á Akureyri og Andrés Sigurvinsson, kennari, leikari og leikstjóri. Fundarstjóri verður Guðrún Pétursdóttir, forstöðumaður Sjávarút- vegsstofnunar Háskóla íslands. „Om mun fjalla um nýsköpun, Ámi tekur fyrir þá möguleika sem tölvu- og samskiptatæknin hefur upp á að bjóða, Ulfar fjallar um möguleika til að fjármagna atvinnurekstur á lands- byggðinni og Þorsteinn talar um mennta- og skólamál. Það gæti farið svo að Andrés, sem ætlar að tala um menninguna, forfallist en þá höfum annan í takinu til að tafa um það efhi,“ sagði Þorsteinn. Hann segir öfluga fmmmælendur talandi dæmi um þá athygli sem ráðstefnan hefur vakið og hún nái inn á stóm fjölmiðlanna. „Þá má ekki gleyma öllum þeim sem em að vinna efni fyrir ráðstefnuna. Og nú er bara að skora á alla Eyjamenn og gesti, sem hér verða um ráðstefnuhelgina, að mæta. Það em allir velkomnir, ekki þarf að skrá né tilkynna þátttöku og aðgangur er ókeypis. Ráðstefnan Eyjar 2010 er öllum opin og nú er bara að mæta og sjá árangur þeirrar vinnu sem nú er í gangi.“ Eins og komið hefur fram er Eyjar 2010 fyrst og fremst vettvangur þar sem ungt fólk fær að viðra skoðanir sínar til framtíðarinnar og hvort það sér einhveija framtíð í því að búa í Eyjum. „En við viljum ná til fleiri og því má fólk eiga von á upphringingu næstu kvöld þar sem spurt verður nokkurra spuminga sem lúta að búsetu í Eyjum. Og á ráðstefnunni sjálfri verður þingmönnum og fleirum boðið að taka þátt í pallborði sem gæti orðið bæði fróðlegt og skemmtilegt," sagði Þorsteinn Sverrisson að lokum. Heilbrigðisstofnum Vestmannaeyja: Lækna- skortur veldur veru- legum vand- ræðum „Við heilsugæslustöðina eru 4 stöðugildi lækna en frá 1. júní hafa einungis þrjár stöður verið setnar, auk þess sem læknar eiga ennþá töluvert inni af óteknu lögskipuðu fríi á þessu ári. Ekki hcfur ennþá tekist að fastráða í fjórðu stöðuna og illa hefur gengið að fá afleysingalækni til vinnu.“ Þannig hljóðar upphaf til- kynningar frá Heilbrigðisstofn- uninni í Vestmanneyjum. Þar kemur fram að óneitanlega þýði þetta færri tíma hjá læknum og aukið álag á þá sem eftir em starfandi. „Oft hefur vakthafandi læknir þurft að sinna yfir 40 sjúkl- ingum yfir daginn. Það verður að teljast óeðlilegt álag þar sem vaktín er fyrst og fremst hugsuð íyrir neyðartilfelli.“ Fram kemur að vegna þessa hafi verið bragðið til þess ráðs að hafa einn lækni á dagvakt og má bóka tíma og símatíma hjá þeim lækni samdægurs. „Einungis er bókað í annan hvern tíma. Lausir tímar em ætlaðir fyrir neyðartilfelli ein- göngu, þ.e. tilfelli sem ekki geta beðið tímabókunar," segir í tilkynningunni, en lögð áhersla á að eins og áður verði öllum neyð- artílfellum sinnt. „Aðrir læknar verða með annan hvem tíma lausan hvem dag sem bóka má í samdægurs. Aðra lausa tíma má bóka fram' í tímann. Ungbama- og mæðraeftirlit verður áffam með svipuðu sniði, eftir því sem unnt er að sinna. Á meðan þetta ástand varir, sem vonandi er þó tímabundið, biðjum við bæjar- búa að sýna skilning og þolin- mæði,“ segir í tilkynningunni.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.