Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 19.10.2000, Blaðsíða 20

Fréttir - Eyjafréttir - 19.10.2000, Blaðsíða 20
 Rútuferðir - Bus tours Móttaka ferðamanna, skóla- og íþróttahópa ÓDÝRASTIKOSTURINN í EYJUM (J) 481 1909 - 896 6810 - fax 4811927 - innanbæjar u 8 Vilhjálmur Bergsteinsson 481-2943 a*ill * 897-1178 8 8 Stopp á framkvæmdir á tanknum 8 8 8 8 Á flmmtudag í síðustu viku voru framkvæmdír við nýbygginguna á vatnstankinum í Löngulág stöðv- aðar. Urskurðarnefnd skipulags- og byggingamála kvað upp þann úrskurð að vegna margra vafamála sem varða bygginguna skyldi stöðva framkvæmdir við hana. Urskurður nefndarinnar er til bráðabirgða. Þessi úrskurður er til kominn vegna kæru sem nokkrir íbúar í nágrenni hússins sendu nefndinni. Þó varð samkomulag um að byggingaraðilar fengju að loka húsinu, bæði til að koma í veg fyrir slysahættu og til að fyrirbyggja að óþarfa tjón hlytist af stöðvun framkvæmdanna. I úrskurði nefndarinnar er getið nokkurra atriða sem ekki eru á hreinu. Þar ber hvað hæst tvö atriði, hætta sé á mengun neysluvatns í vatns- tankinum vegna starfsemi í húsinu og bílastæðamál séu ófrágengin. Sam- kvæmt upplýsingum frá fram- kvæmdastjóra úrskurðamefndar gæti þetta þýtt drátt á framkvæmdum allt að sex vikum. Nánar erfjallað um þetta mál á bls. 8 í blaðinu í dag. 8 8 Vikutilboð vikurta 19.-25. okt. Federici pasta, 6 pk. saman 299 kr. - áður 386,- Haribo sælgætispokar 49 kr. - áður 108,- Hunts spaghettisósa 169 kr. - áður 199,- Epla Brani, 11tr. 108kr.-áður138,- Appelsínu Brazzi, l ltr. 98kr.-áður120,- Mr. 468 kr. - áður 548,- Muscle hreinlætisvörur 21Skr.-áður260,- „ , Mr. Muscle ofnhreinsir HuntsUmgar 27«kr.-áíur319, 159 kr. - áður188,- 299 kr. - átnr 376,- Völu Kókosbollur 228 kr. - ðður2B6,- Vörukynningar Oetker pizzur, fim. kl. 16-18.30 og fös. kl. 14-19 B.K.I. kaffi lau. kl. 11.30 -15.00 Pascaljógúrt 169f- áður 219,- ÚTFÖR Sigurðar Einarssonar. Ungir drengir úr ÍBV mynduðu heiðursvörð frá kirkju að kirkjugarði. Fjölmennar jarðarfarir Sigurðar og Kristins Líklega hefur aldrei annar eins fjöldi sótt Landakirkju á einum degi og síðasta laugardag. Þá fóru fram útfarir þriggja Vestmanna- eyinga, þeirra Kristins Pálssonar, Sigurðar Einarssonar og Jóhönnu Kristínar Helgadóttur. Halldór Haraldsson, staðarhaldari Landakirkju telur að samtals hafi á bilinu 1200 til 1300 manns verið við þessar útfarir. Flestir voru við útför Sigurðar Einarssonar, á sjöunda hundrað manns, talsvert á fimmta hundrað manns við útför Kristins Pálssonar og hálft annað hundrað við útför Jóhönnu Kristínar Helgadóttur. Fjöldi manns kom hingað ofan af landi, þeirra á meðal margir þjóð- kunnir einstaklingar sem voru við útfarir Sigurðar og Kristins. Ráð- herramir Davíð Oddsson, Ámi Mathiesen og Ingibjörg Pálmadóttir vom meðal þeirra sem vom við útför Sigurðar. Fyrsta síldin kom í nótt Fyrsta sfldin til Vestmannaeyja á þessu hausti var væntanleg hingað í nótt. Það var Antares sem fékk 350 tonn austur við Stokksnes en þetta er fyrsta veiðiferð skipsins í haust en Antares fór út á mánudag. Skipverjar á Antaresi sögðu þetta þokkalega sfld. Sfld hefúr verið að veiðast talsvert norðar í haust og hefur henni verið landað á Austijörðum. Isleifur VE hefur m.a. verið þar við veiðar og landað á Neskaupstað. Antares er eina skipið sem hafið hefur sfldveiðar hjá ísfélaginu en Gullberg mun einnig leggja afla sinn upp þar. Öll sfld sem kemur til vinnslu hjá Isfélaginu verður flökuð og fryst en söltun heyrir sögunni til. Eins og áður hefur verið getið í Fréttum er Sighvatur Bjamason VE væntanlegur hingað í vikulokin eftir skveringu í Póllandi og mun fara til sfldveiða fljótlega eftir heimkomu. 8

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.