Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 19.10.2000, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 19.10.2000, Blaðsíða 2
2 Fréttir Fimmtudagur 19. október 2000 Maggi og Sjöfn á Kletti án leyfis í heil 26 ár Þau Magnús Sveinsson og Katrín Sjöfn Sigurbjömsdóttir hafa rekið sjoppuna og bensínsöluna á Kletti síðanárið 1974. Þarer veitinga- og greiðasala eins og í öðrum sams konar sjoppum. Fyrir skömmu fékk Magnús bréf frá sýslumanni þar sem honunr var gert að sækja um leyfi fyrir þessum rekstri. Þar sem Magnús er fádæma löghlýðinn maður hlýddi hann því boði og sótti um leylj til að reka sjoppuna á Kletli. A fundi bæjarráðs á mánu- dag lá iyrir bréf frá sýslumanni þar sem leitað er umsagnar bæjarráðs á umsókn Magnúsar vegna rekstrar veitingastofu og greiðasölu á Kletti. Þetta erindi vai' samþykkt sam- hljóða í bæjarráði. „Eg held að þetta hafi verið einhver misskiln- ingur,“ sagði Magnús. „Kannski hefur þetta verið kolólöglegt í rúman aldaríjórðung hjá okkur þó að ekki hafi nú verið kvartað yfir því hingað til. En nú er leytið sem sagt fengið og við getum því verið róleg næsta aldarfjórðunginn að minnsta kosti.“ Bærinn kaupir Skólaveg 36 Gengið hefur verið frá kaupum bæjarins á húsinu nr. 36 við Skólaveg. Er kaupverð þess fjórar milljónir króna. Gert verður ráð fyrir þcitri upphæð í fjárhagsáætlun ársins 2001 en þessi kaup em vegna framtíðarskipulags skólalóðar Barnaskólans. Áður var húsið Kirkjuhóll keypt en bæði þessi hús standa þétt við skólann og er ætlunin að rífa þau og stækka þar með skólalóðina, raunar er búið að rífa Kirkjuhól, auk þess sem aðgengi umferðar að skólanum verður betra. Ósóttar 1,8 milljónir í Lottóinu Á laugardag kom lottóvinningur til Eyja. Einhver heppinn bæjarbúi, sem keypti lottómiða í Skýlinu, varð þar með 1,8 milljónum króna ríkari. Altur á móti hefur sá heppni ekki enn framvísað miðanum sínum. Telja lottófróðir að þar sé líklega frekar um að ræða að viðkomandi hafi ekki gert sér grein fyrir að hann hafi unnið, frekar en að hann telji ekki ómaksins vert að sækja aurana. Þess vegna birtum við hér lottótölur kvöldsins sem em 3 - 13 - 21 - 32 - 33 og bendum viðkomandi á að drífa sig í Skýlið til að vitja auranna sinna. Þá má geta þess að Eyjakona krækti í hinn hlutann en hún keypti miðann í Reykjavík. SÆVAR Einarsson, markaðsstjóri 11-11 verslananna boðar aukna þjónustu. KÁ heyrir senn sögunni til í Eyjum: Nóatún og 11-11 koma í staðinn Mikil uppstokkun á sér stað um þessar mundir hjá Kaupási sem á og rekur verslanir KA í Vest- mannaeyjum. Auk þess á Kaupás Nóatúnsverslanirnar, 11-11 búð- irnar og stefnir að opnun lágvöru- verslana undir nafninu Krónu- búðir. Vestmannaeyingar fara ekki var- hluta af þessum breytingum því KÁ Tanginn verður Nóatúnsverslun og KA í Goðahrauni breytist í 11 - II verslun. Nóatúnsverslunin tekur til starfa í næsta mánuði en á morgun verður komin 11-11 verslun í Goða- hraunið. Sævar Einarsson, markaðsstjóri hjá 11-11 búðunum, hefur verið hér undanfama daga að undirbúa opnun verslunarinnar í Goðahrauni. í samtali við Fréttir sagði hann að saga 11-11 verslunarkeðjunnar næði allt aftur til ársins 1991. Vom fyrstu verslanimar með því nafni í Reykjavík. „Þetta er því tiltöluega ungt fyrir- Um síðustu helgi hittust á Skuggabarnum í höfuðborginni um 30 ungir brottfluttir Vest- mannaeyingar sem flestir hafa verið að vinna að framsögu hópsins, „Horft heim til eyja“ fyrir ráðstefnuna Eyjar 2010. Upphaflegt tilefni var að ræða þau mál en líka að stofna ÁTVR JR, sem verður hagsmuna- og skemmtifélag ungra Vestmanna- eyinga á höfuðborgarsvæðinu. Allt tókst þetta vel þó stofndaginn haft tæki sem fyrir tveimur ámm rak fimm verslanir en eftir breytingamar verða þær 21,“ segir Sævar. „Við emm á öllu höfuðborgarsvæðinu og núna teygja 11-11 verslanimar sig alla leið austur til Homafjarðar og út til Vestmannaeyja." Sævar segir að Vestmannaeyingar þurfi ekki að kvíða breytingunum. „Við munum leitast við eins og alltaf að bjóða viðskiptavinum hagstæð verð og góð tilboð. Einnig munum við bjóða viðskiptavinum 11-11 frían klaka, 50% afslátt á nammibamum á laugardögum svo höfum við verið með hamborgara, fjögur stykki með brauði á 289 krónur. Við munum og leggja áherslu á gott úrval í skyndi- réttum og verðum með örbylgjuofn í versluninni þar sem fólk getur hitað réttina. Frá morgni til kvölds verður svo heitt á könnunni." Opnunartíminn er frá 10 á morgn- ana til 11 á kvöldin. „Það verður sami starfsmannafjöldi til að byrja með borið upp á föstudaginn 13. október. Nokkrar tillögur komu um annað nafn og á eftir að koma á fót nafna- nefnd. Tillögumar vom ÁTVR JR, Átthagafélag Vestmannaeyinga á Reykjavíkursvæðinu junior (yngri), einnig VÍR, Vestmannaeyingar í Reykjavík, eða VÍRUS, Vest- mannaeyingar í Reykjavík ung- mennasamtök. Allir em meira en velkomnir í félagið og er kominn svokallaður a.m.k., erfitt að meta þörfina strax en ef eitthvað er gætum við þurft að fjölga fólki. Við höfum markaðssett okkur sem verslun sem opin er alla daga og öll kvöld og við vonum að Vestmannaeyingar taki þjónustu, vömm og tilboðum okkar vel. Við bjóðum alla velkomna á föstudaginn þar sem við munum bjóða upp á fín opnunartilboð." Hvað vömverð varðar segir Sævar að Vestmannaeyingar þurfi engu að kvíða þó Kaupás eigi bæði Nóatúns- verslanimar og 11 -11 keðjuna. Víða á höfuðborgarsvæðinu em Nóatún og 11 - 11 í mikilli nálægð og því í harðri samkeppni. „Það er hver verslun rekin sem sérstök eining og þeir sem þar stjóma verða að standa sig. Það gerist ekki öðm vísi en með hagstæðu vömverði og góðri þjónustu. Einnig vil ég koma því á framfæri að við munum leggja áherslu á að kaupa þær vömr og þá þjónustu sem býðst í Vestmannaeyjum." emil-listi í gagnið og til að skrá sig þarf bara að senda emil ( póst) á netfangið atvijr@hotmail.is og ertu þá kominn á listann, tillögur til nafnanefndar em vel þegnar. Þetta sýnir að ráðstefnan Eyjar 2010 er strax farin að skila árangri. Við vonum bara að þetta verði ekki of skemmtilegt og allir flytji í bæinn. Undirbúningsnefndin. Sömu blessuð rólegheitin Undanfamar vikur hafa verið mjög rólegar hjá lögreglu og færslur í dagbók ekki farið yfir 200 á viku. Síðastliðin vika var þar engin undantekning, aðeins 170 færslur sem er enn minna en verið hefur. Lögreglumenn em hæstánægðir nreð þetta ástand og vona að það vari sem lengst. Óviljaverk Eitt rúðubrot var tilkynnt lögreglu í vikunni og átti það sér stað á bílastæðinu við íslandsbanka. Þar brotnaði rúða í bifreið er flösku var sparkað í hana. Vitað er hver þama var að verki og mun hafa verið um óviljaverk að ræða. Tveir stútar og eitt umferðar- óhapp Svartasti bletturinn á annars rólegri viku var að tveir ökumenn voru teknir, gmnaðir um ölvun við akstur. Alls lágu 14 kæmr eftir vikuna vegna brota á umferðar- lögum. Af þeirn vom 11 sem ekki höfðu farið í skoðun með ökutæki sín og einn sern var staðinn að hraðakstri. Eitt umferðaróhapp var tilkynnt lögreglu. Átti það sér stað á Hilmisgötu á miðvikudag í síðustu viku. Engin slys urðu á fólki en minni háttar skemmdir á bitfeiðum. Féll þrjó metra í vikunni var lögreglu tilkynnt um vinnuslys við nýbygginguna á tankinum í Löngulág. Maður, sem var að vinna við að afferma tengi- vagn, téll af vagninum og var fallið um þrír metrar. Hann kvartaði yfir eymslum í hálsi og baki og var fluttur á Heilbrigðisstofnunina. Ekki er vitað hvort um alvarleg meiðsli var að ræða. Umferðarótak ó morgun Á morgun, föstudag, verður lands- átak í umferðarmálum og tekur lögreglan í Vestmannaeyjum þátt í því. Felst það einkum í því að lögregla mun fylgjast með því að ökumenn fari eftir umferðarlögum og verða þeir sektaðir sem staðnir verða að því að bijóta þau lög. Ungir Eyjamenn á höfuð- borgarsvæðinu stofna félag FRETTIR 8 Utgefandi; Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson. íþróttir: Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gfsli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481- 1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjafrettir.is FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu í Turninum, Kletti, Veitingaskálnum Friðarhöfn, Tvistinum, Toppnum, Kránní, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn. FRETTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttabiaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.