Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 19.10.2000, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 19.10.2000, Blaðsíða 4
4 Fréttir Fimmtudagur 19. október 2000 Bókvitið lg5konc, Nýfæddir______ ?er " Vestmannaeyingar Það er allt í Biblíunni Þegar Halldóra skoraði á mig varð ég glöð því það eru margar bækur sem mig langar til að segja ykkur frá. Fyrsta skal telja bók bókanna; Biblíuna. f henni les ég oft og sæki þangað uppörvun, huggun og ekki síst áminningu. Það er allt í Biblíunni. í sumar, sem leið, lánaði séra Bára mér bók eftir John L. Sherill. Hún heitir Þau tala tungum. Eins og nafnið bendir til er hún um tungutal. John er bandarískur rithöfundur og blaðamaður sem hóf að leita að sögu tungutalsins og rannsaka það frá mörgum hliðum. Hann var tortrygg- inn í fyrstu, en Heilagur andi snerti við honum og þessi saga er um merkilega reynslu í trúmálum. Nú í haust hef ég verið að lesa Haustdreifar eftir Dr. Sigurbjöm Einarsson biskup. Þetta em hugleið- ingar og fyrirlestrar, allt ljúft og fal- legt eins og honunt er lagið. Kaflamir um sorgina og bænina em sérlega góðir. Eina bók langar mig að nefna sem ég hef lesið mikið í í sambandi við starf mitt við skólahjúkmn. Hún heitir Þykirþér raunverulega vœnt um mig eftir Ross Cambell, bama-og geð- lækni frá Tennessee í Bandarfkjun- um. Þessi bók er góð fyrir alla for- eldra og kennir okkur hvernig við getum með augnsambandi, snertingu, aga og andlegri uppbyggingu sýnt bömunum okkar kærleika í uppeld- inu. Sérstaklega er merkilegt hve hlut- verk feðra er mikilvægt í uppeldi dætra sinna. Það er auðvelt að fara eftir leiðbeiningunum og þetta virkar! Þá að skáldsögunum. Herbjörg Vera Björk Einarsdóttir er bókaunnandi vikunnar Wassmo er norsk skáldkona, hún fékk bókmenntaverðlaun fyrir sagna- bálk sinn um Þóm. Hann gerist eftir stríð á eyju úti fyrir norður Noregi. Bækumar em þrjár og heita: Húsið með blindu glersvölunum, Þögla herbergið og Dreyrahiminn. Þetta em magnaðar bækur um sifjaspell og áhrif þess á allt líf fómarlambsins. Fyrir ykkur, sem lesið ensku, er Wally Lamb góður bandarískur höf- undur. Fyrsta bókin, sem ég las eftir hann heitir She 's come undone og er um stúlku, sem heitir Dolores Price. Hún verður fyrir erfiðleikum í æsku og ákveður að borða sig frá lífinu og er orðin um 120 kg, þegar hún snýr við blaðinu og leitar hjálpar. Höfund- ur sýnir ótrúlegt innsæi í líf kvenna, frábær saga. Onnur saga eftir sama höfund og ekki síðri, enda varð sú númer 1 „Bestseller" hjá New York Times er 7 know this much is true. Hún er um tvíburabræður í nútíma Ameríku. Annar tvíburinn er með geðklofa (schizophrenia) og er ótrú- legt að lesa um aðstæður geðsjúkra í Bandaríkjunum í dag. Inn í söguna fléttast saga afa þeirra, sem var ítalsk- ur innflytjandi. Sagan er margslungin og frábærlega sögð. Hún er 897 bls. í kiljuformi en ég gleymdi mér alveg og átti erfitt með að slíta mig frá henni. Eg bíð spennt eftir næstu bók frá Valla. Maeve Binchy er írsk skáldkona, sem sem mér finnst vera vinkona mín, skrifar yndislega raunsæjar sög- ur af venjulegu fólki að gera venju- lega hluti, en samt svo spennandi og skemmtilegt eins og lífið er, ekki satt! Hún er meistari í að flétta saman sögur margra persóna. Gott dæmi um það er bókin Evening class, sem er um fólk í kvöldskóla að læra ítölsku. Fleiri góðar eftir hana eru Circle of friends sem hefur verið kvikmynduð, og Tara road, sem er um konu, sem verður fyrir því að maðurinn hennar heldur framhjá henni, en henni tekst að nota þá sáru reynslu sér í hag. Þannig eru bækur Binchy, enda vel, mjög góðar í ferðalagið og á nátt- borðið. Ég vona að einhver hafi haft gagn og gaman af og skora næst á Helgu Tryggvadóttur, námsráðgjafa. Takk fyrir. Vera Björk Einarsdóttir. Það er okkar allra að nýta tækifærin Fullt nafn? Þorsteinn Sverrisson. Fæðingardagur og ár? 19. febrúar 1970. Fæðingarstaður? Vestmannaeyjar. Fjölskylduhagir? í sambúð með Kristínu Gígju Einarsdóttur. Menntun og starf? Einhverjar einingar eftir í BS í viðskiptafræði og er framkvæmdastjóri ÞV. Laun? Viðunandi. Bifreið? VW Fassat. Helsti galli? Óþolinmæði og skapið. Helsti kostur? Ég veitþað ekki. Uppáhaldsmatur? Ekkert sérstakt. Versti matur? Fiskilifur. Uppáhaldsdrykkur? Mjólk. Uppáhaldstónlist? Fiest annað en nútíma- jazz. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Vinna Árna Johnsen og Gauja bæjó í snóker. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Tapa fyrir Árna Johnsen ogSigga stóra í hverju sem er. Það gerist sem betur fer MJÖG sjaldan. Hvað myndirðu gera efþú ynnir milljón í happdrætti? Grynnka á skuldum. Uppáhaldsstjórnmálamaður? Þegar ég espi afa Dodda upp erþað SteingrímurJ. Uppáhaldsíþróttamaður? Haraldur „vippa,“ sem þvímiður er hættur að leika með ÍBV. Ertu meðlimur í einhverjum félagsskap? Já. Uppáhaldssjónvarpsefni? (þróttir, fræðsluþættir og frétta- tengtefni. Uppáhaldsbók? Jónatan Livingstone mávur. Hvað metur þú mest i fari annarra? Heiðarleika. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Frekja og leti. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Ocho Rios á Jamaíka og Eyjarað vori. Hvernig gengur undirbúningur Eyjar2010? Hann geng- ur bara nokkuð vel. Það er flest á iokastigi og bíð ég spenntur eftir 28. október. Hafa undirtektir fólks verið jákvæðar vegna þessarar uppákomu? Það fólk sem ég hef hitt og fengið póst frá er mjög jákvætt ígarð ráðstefnunnar. Það kom mér skemmti- lega á óvart og er góð tilbreyting frá þeirri neikvæðu umræðu, sem oft er í gangi samfélaginu. Hvaða atriði heldur þú að verði þungamiðjan í umræðum á ráðstefnunni? Þau þemu sem hóparnir fjalla um verða þungamiðja umræðnanna, en af einstökum málum hafa kannanir sýnt að atvinnumál brenna heitt á fólki. Áttu von á að árangur þessarar ráðstefnu komi til með að verða bæjarfélaginu að gagni? Já, tvímælalaust. Öllum er hollt að velta fyrir sér nútíð og framtíð bæjar- félagsins og það er fólkið að gera sem tekur þátt í ráð- stefnunni. Niðurstöður ráðstefnunnar leiða vonandi í Ijós vonir og væntingar fólks til framtíðarinnar og þau tækifæri sem Eyjarnar hafa upp á að bjóða. Það er svo okkar allra að nýta þau bæjarfélaginu og okkur til heilla. Eitthvað að lokum? Ég vil skora á sem flesta að mæta á ráðstefnuna og taka þátt í henni. Einnig vil ég nota tækifærið og þakka þeim er komið hafa að undirbúningi hópavinnunnar kærlega fyrir samstarfið, sem hefur verið gefandi og skemmtilegt. Þorsteinn Sverrisson er Eyjamaður vikunnar Þann 28. júlí eignuðust stúlku Sonja Granz og Sigurður Ólafsson. Hún hefur fengið nafnið Rut. Hún vó 18 merkur og var 54,5 sm á lengd. Með Rut á myndinni er stóri bróðir Ágúst Óli. Fjölskyldan býr í Hafnarfirði. Þann3. ágúst fæddist Kristleifur Óskar á Landsspítalanum. Foreldrar hans eru Soffía Sigurðardóttir og Stefnir Snorrason. Kristleifur Óskar var 18 merkur og 54,5 sm. Á myndinni er Snorri með litla bróður. Fjölskyldan er búsett í Reykjavrk. Þann 31. ágúst eignuðust strák Guðbjörg Viðarsdóttir og Jón G. Valgeirsson. Hann vó 17 Vi mörk og var 57 cm að lengd. Littli kútur hefur ekki verið nefndur en með honum á myndinni eru frænkur hans. þær Bjarkey og Sunna Ottósdætur. Ljósmóðir var Guðný Bjamadóttir. Fjölskyldan býr í Vestmannaeyjum. Á döfímrí 4* 19. okt. ASalfundur Farsæls í kvöld í Sveinafélagshúsinu Heiðarvegi 7 19. okt. Vörukynning hjá Fnnell á vörum frá Sebastian 19. okt. Bjórhátíð á Mánabar, stendur i þrjá daga! 20. okt. ÍBV - Fram í kvennaboltanum kl. 20.00. Áfram stelpur! 20.-21 okt. Bílasýning frá Heklu í íþróttamiðstöðinni 23. okt. Astmadagur í Apótekinu, sérfræðingar á staðnum 26. okt. Skyggnilýsingalundur í Sveinafélagshúsinu HeiSarvegi 7, kl. 20.30 28. okt. Eyjar 2010, ráðstefna ungs fólks um framtíðarsýn sína 28. okl. Grillveisla ÍBV íþróttafélags við Þórsheimilið kl. 20.00 28. okt. Arshátíð járniðnaðrmanna í Fjörunni sem er opnuð kl. 19.30 29. okf. Lokahóf yngri flokka ÍBV í Týsheimilinu kl. 15.00 6. nóv. Arsþing IBV héraðssambands í Þórsheimilinu kl. 18.00

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.