Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 19.10.2000, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 19.10.2000, Blaðsíða 16
16 Fréttir Fimmtudagur 19. október 2000 Vestmannaeyingar fylgdust með Formúlu 1 á Monzabrautinn á Ítalíu: Varð eins og barn -segir Sigurður Bjarni Richardsson sem þarna upplifði eitt af stóru andartökum lífs síns Áhugi á bfla- og mótorhjóla- íþróttum hefur vaxið mikið undanfarin ár hér á landi eins og annars staðar. Fyrirmyndimar eru sóttar erlendis frá eins og bflarallýin og motocross- keppnir þar sem þeyst er á sérstökum torfæruhjólum upp og niður brekkur af miklum móð. Formúla 1 nýtur vaxandi vinsælda hér á landi eftir að RÚV fór að sýna beint frá keppninni. Þrátt fyrir alla heimsvæð- ingu hefur orðið til ein grein bflaíþrótta á íslandi, það er torfæran sem nú er að ná athygli út fyrir landsteinana. Flestir láta sér nægja að fylgjast með slagnum í gegnum sjónvarpið heima í stofu en til eru þeir sem ekki finnst það ekki nóg og vilja fá hávaðann og bensínlyktina beint í æð. I þeim hópi eru starfsmenn Gámaþjón- ustunnar og áhöfn Dranga- víkur VE sem létu sig ekki muna um að fljúga til Ítalíu, keyra heila nótt í rútu til að fylgjast með keppni í Formúlu 1 á Monzabrautinni við Mflanó. Keppnin varð sú sögulegasta á árinu því stór hluti bflannan skemmdist strax á annarri beygju, starfsmaður lést í atgangi og í þriðja og síðasta lagi þá lagði Þjóðverjinn Michael Schumacher drög að heimsmeistaratitlinum með sigri í keppninni. Tek allan pakkann næst Sigurður Bjami Richardsson, starfs- maður Gámaþjónustunnar, er með bensín í blóðinu, keppir í motocrossi og missir ekki af útsendingu frá Formúlunni. Hann átti sér þann draum heitastan að komast á keppni í Formúlunni og hann rættist á Ítalíu sunnudaginn 10. september. Þá var hann mættur á Monzabrautina ásamt um 20 Eyjamönnum og konum. „Við flugum út laugardaginn 9. september þannig að við misstum af tímatökunni sem fram fór daginn sem við komum út,“ segir Siggi Bjami þegar hann riíjar upp ævintýrið mikla með Fréttum. „En allur pakkinn verður tekinn næst þegar við förum,“ bætir hann við hlæjandi. Þau flugu til Rimini og fengu inni í litlu hóteli og voru Vestmannaeying- amir 20 einu gestimir á hótelinu. „Eftir að við höfðum komið okkur fyrir var farið út að borða en strax að því loknu fómm við að leggja okkur. Náðum við tveimur tímum fram að miðnætti en þá fór rútan frá Rimini til HÓPURINN, F.v. Sigurður Alfreðsson, Ófeigur Hallgrímsson, Símon Eðvarðsson, Siggi Bjarni, Kristófer Jónsson, Selma Ragnarsdóttir, Ólöf Klemensdóttir, Elína Sigríður Björnsdóttir, Ásdís Sveinsjónsdóttir, Margrét Elísabet Kristjánsdóttir. Monza sem er rétt hjá Mílanó. Við fómm öll, konur og karlar og komum við á keppnisstað um klukkan hálf sjö um morguninn.“ Eins og þjóðhátíð Þá tók við löng ganga inn á sjálft keppnissvæðið. „Þama var allt fullt af sölubúðum sem buðu bæði mat og drykk og alls konar vaming. Þetta var löng ganga og það þýddi ekkert annað en að taka daginn snemma því mannmergðin var óskapleg og sætin í stúkunni okkar vom ekki númerið. Við gengum meðfram girðingum og alls staðar lá fólk sofandi í svefn- pokum, steinrotað. Monzakeppnin er sérstök að því leyti að sjálf keppnin er ekki nema hluti af íjörinu sem stendur í heila þrjá daga. Þetta minnir að mörgu leyti á þjóðhátíðina með sínum tjaldstæðum og fjöri,“ segir Siggi Bjami. I allt vomm við 50 Islendingar þama á vegum Samvinnuferða-Land- sýnar og segir Siggi Bjami að mannfjöldinn hafi verið slíkur að ómögulegt var að halda hópinn og varð hver að bjarga sér. „Það var ekki smuga fyrir allan hópinn að ætla að vera saman. Þetta sáum við best þegar við komum að stúkunni því hún var full af sofandi fólki. Við urðum því að bíða eftir að fólk vaknaði og smeygja okkur ofan í sætin. Þegar leið á morg- uninn gerðust menn frekir og ræstu fólkið en það verður að segjast eins og er að sumir vom heppnari en aðrir. Til dæmis sá Símon ekkert af keppninni og varð að sætta sig að fylgjast með henni í gegnum síma. Akvað hann þess í stað að skoða sig um á svæðinu auk þess sem hann gat eitthvað fylgst með á stómm skjám sem vom með- fram brautinni. Þama var nóg að skoða, verslanir, matsölustaðir og bflar af öllum gerðum og stærðum. Það fór ekkert illa um okkur því allan tímann var verið að bera í okkur, mat, bjór og ís.“ Margra klukkutíma bið Eftir því sem nálgaðist keppnina óx spennan og troðningurinn en í 30 stiga hita biðu þau frá því klukkan 7 um morguninn til klukkan 2 eftir hádegi þegar sjálf keppnin byrjaði en ýmis- legt var að skoða og fylgjast með. „Það byrjaði með æfingu hjá For- múlubflunum frá hálf tíu til tíu og þar var Hakkinen að sjálfsögðu bestur. Þegar fyrsti bfllinn kom sagði konan að ég hefði orðið eins og lítill krakki. Svo var annar kappakstur með bflum ffá Ferrari og fannst manni þeir ekkert komast áfram eftir að maður var búinn að sjá hina. Það heyrðist heldur ekkert í þeim.“ Hápunkturinn, sjálf keppnin, fór nú að nálgast og klukkan eitt stóðu allir upp og stóðu alla keppnina. Stemmn- ingin var eins og á bikarleik þar sem Ferrari með Schumacher var á heimavelli. „Það var nánast allt rautt nema við vorum þama nokkrir með Hakkinenhúfur frá Maclaren. Við urðum ekki fyrir aðkasti af nokkru tagi. Það bara gert grín að okkur og ef einhver kom með Mclarenfána varð allt vitlaust og ítalamir sungu eins og röddin þoldi. Þetta var í einu orði sagt alveg frábært og það varð m.a.s. allt bijálað þegar dráttarvélamar komu inn á brautina til að blása af henni rykinu.“ Alvarlegt slys Svo hófst sjálf keppnin og hún varð í meira lagi söguleg eins og sjónvarps- áhorfendur muna. „Strax á fyrsta hring í annarri beygja lentu sjö bflar í árekstri og Dela Rosa, sem keyrir Arrows-bfl fór fleiri hringi í loftinu og mátti þakka fyrir að drepa sig ekki. En það er talið að dekk úr bflnum hafi lent á einum starfsmanna sem lést. Fyrir keppnina vom miklar umræður um að fyrstu beygjumar væm mjög hættulegar og það kom í ljós þama. Keppnin var ekki blásin af heldur fór öryggisbfll fyrir kappakstursbílunum fyrstu til til tólf hringina og hélt niðri hraðanum. Þegar öryggisbíllinn var að yfirgefa brautina bremsaði Schumach- er skyndilega með þeim afleiðingum að Button missti bflinn út af og þar með var 8. bfllinn úr leik. Schumacher gerði þetta viljandi til að nýta sér kraftinn í eigin bfl,“ segir Siggi Bjami og er hann greinilega ekki yfir sig hrifinn af Þjóðveijanum. „Þama byijaði fjörið fyrir alvöm en það skyggði svolítið á að þeir sem vom að beijast um 3. til 6. sætið voru allir fallnir úr keppninni. Þetta vom þeir Chultart, Barrichello, Trulli og Frenchen og fyrir vikið myndaðst bil á milli Schumachers og Hakkinen sem börðust um toppinn og hinna bflanna. Hávaðinn og lætin náðu alltaf hámarki þegar Schumacher keyrði fram hjá, það varð hreinlega allt vitlaust enda maðurinn á heimavelli." Miklu áhrifameira en hann hafði gert sér í hugarlund Siggi Bjami segist fyrirfram hafa verið búinn að ímynda sér hávaðann og lætin sem fylgja Formúlunni en hon- „OKKAR“ maður Hakkinen á Monzabrautinni.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.