Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 19.10.2000, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 19.10.2000, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 19. október 2000 Fréttir 11 fólk getur t.d. fengið það sem það kýs í verslunum, þ.e.a.s. ef það hefur efni á því. En það er mikið atvinnuleysi í Póllandi og lífskjörin því almennt ekki góð.“ Saumaklúbbamir stórkostlegir Ef þú berð saman lífskjör á Islandi og í Póllandi, í hverju er þá helsti munurinn fólginn? „Við emm miklu fátækari og getum ekki leyft okkur það sem þykir sjálf- sagt hér. Lífsstandardinn er miklu lægri. T.d. hefur venjuleg fjölskylda ekki efni á því að fara í frí til útlanda eins og hér þykir bara eðlilegt. Flestir krakkar á mínum aldri hafa aidrei farið til útlanda. Þau fara í írí innanlands, í sumarfríinu er farið út að ströndinni eða upp í íjöllin, efnin leyfa ekki neitt kostnaðarsamara. Svo vinnur fólk líka mjög mikið í Póllandi, vinnudagurinn er langur og fólk hefur ekki tíma fyrir skemmtanir eða frí eða heimsóknir til vina og kunningja. Fólk er bara of þreytt til að gera slíkt. Hér á Islandi fmnst mér aftur á móti fólk hafa bæði tíma og fé til að njóta lífsins. Hér þykir bæði sjálfsagt og eðlilegt að skreppa upp á land í helgarfrf og fólk heimsækir hvert annað. Svo fannst mér alveg stórkostlegt að kynnast saumaklúbb- unum þar sem konur koma saman kvöldstund, sauma og rabba saman, óþreyttar, og hafa nógan tíma. Svona er ekki til heima, þar myndu konumar bara detta út af af þreytu. Ég sé t.d. foreldra mína ekki fyrir mér á þennan hátt, hjá þeim er lífið vinna og aftur vinna.“ Em trúarbrögð snar þáttur í lífi fólks í Póllandi? „Kaþólska kirkjan hefur mikil ítök og Pólverjar em almennt mjög trúaðir, sérstaklega gamalt fólk. Foreldrar mínir fara t.d. í kirkju á hverjum sunnudegi en ég er sjálf ekki mjög trúarlega sinnuð. Vinkona mín er frá mjög trúuðu heimili og þar er ætlast til að hún mæti við trúarlegar athafnir oft í viku. En hún fer þangað ekki af trúarlegum áhuga, heldur situr kannski og horfir út í loftið í klukkutíma. Þetta finnst mér ekki rétt. Ég hef ekkert á móti trúnni en ég vil að fólk sé af áhuga í því sem það er að gera, hvort sem það tengist trú eða öðru.“ Hræðilegt þegar fólk ropaði Hvemig líkar þér við íslendinga? „Islendingar em mjög vingjamlegt fólk en mér finnst þeir oft vera dálítið feimnir. Þangað til þeir em búnir að fá sér nokkur glös, þá hverfur feimnin af þeim. Og þeir em áhyggjulausir, ef þá langar til að gera eitthvað skemmtilegt þá drífa þeir í því, engin vandamál til staðar. En svo er ýmislegt sem kemur manni undarlega fyrir sjónir og lá við fyrst í stað að maður fengi sjokk yfir. T.d. fannst mér mannasiðir ungs fólks fýrir neðan allar hellur, þegar fólk var að ropa við matarborðið sem þykir alveg hræðilegt heima. Ég fæ ekki lengur sjokk yftr slfku en ég held að ég muni aldrei geta vanist því eða þótt það eðlilegt." Hefur eitthvað komið þér sérstaklega á óvart á Islandi? ,,Ég held að ég hafi orðið mest undrandi á því hvað Reykjavík er mikil menningarborg, miðað við stærð hennar. Þar er ótrúlega mikið menn- ingarlíf. Svo varð ég líka undrandi á því hvað Islendingar fylgjast vel með tískunni í fatnaði, ekki bara yngra fólkið heldur þeir sem eldri em.“ Systir mín með tárin í augunum Hefurðu fengið heimþrá? „Það get ég ekki sagt. Auðvitað hlakka ég til að sjá foreldra mína á ný en ég hef verið í góðu sambandi við þau gegnum síma. Svo er ég hjá dásamlegu fólki, þar sem ég er ein af fjölskyldunni. Mér hefur liðið hjá Jarli og Helgu eins og ég sé heima hjá mér, og alveg stórkostlegt að búa í sveitinni fyrir ofan hraun. Ef ég hef verið eitt- hvað stúrin þá hafa þau hughreyst mig og allan þennan tíma hefur mér aldrei liðið illa. Ég hef ekki saknað Póllands en ég veit að ég á eftir að sakna þeirra þegar ég fer. Svo kom Marika, systir mín í heimsókn til mín í sumar og það var mjög ánægjulegt. Hún varð yfir sig hrifin af Islandi, landslaginu, Ijöllunum, hafinu, náttúmnni, rétt eins og ég varð þegar ég kom hingað. Við fómm í tjaldferðalag um landið, skoðuðum Gullfoss og Geysi og fleiri stórkostlega staði og fómm í ævintýra- ferðir eins og siglingu niður á. Ég sendi henni myndir sem ég tók á því ferðalagi og hún er búin að sitja með tárin í augunum þegar hún rifjar þetta upp. Hún á ömgglega eftir að koma aftur hingað og ég reikna alveg eins með því að ég sláist í för með henni líka. Þetta er búinn að vera ógleyman- legur tími,“ segir þessi geðþekka pólska stúlka, Anna Wiktoria, Sigurg. ANNA og húsráðendur á Steinsstöðum, Jarl Sigurgeirsson og Helga Dís Gísladóttir. Heimilishundurinn Tító er einnig á myndinni en synirnir þrír á heimilinu voru íjarri. ANNA kann vel við sig í sveitasælunni og segist eiga eftir að sakna fjölskyldunnar á Steinsstöðum. ANNA hefur stundað nám á Iistabraut við Framhalds- skólann og hefur greinilega listamannshæfileika. ANNA með pólskum vinum sínum og félögum á góðri stund. Þótt lífskjör séu erfið í Póllandi skemmtir ungt fólk sér þar eins og annars staðar í veröldinni.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.