Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 19.10.2000, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 19.10.2000, Blaðsíða 8
8 Fréttir Fimmtudagur 19. október 2000 Bygging veitinga- og ráðstefnuhússins á tankinum: Málið í biðstöðu eftir að úrskurðarnefnd skipulags og skipulagsmála stöðvaði framkvæmdir ÞÓ svo að framkvæmdir við ráðstefnuhúsið hafi verið stöðvaðar vegna mótmæla, í bili a.m.k., eru þeir þó margir sem eru því hlynntir að húsið rísi. Á mánudag voru afhentir undirskriftalistar með nöfnum 1379 Vestmannaeyinga sem lýstu því yfir að þeir væru hlynntir fyrirhugaðri byggingu. Þeir Ingi Sigurðsson, byggingafulltrúi og Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri, tóku við listunum í Ráðhúsinu frá þeim Þórarni Ólasyni, Aðalsteini Baldurssyni, Bjarneyju Pálsdóttur og Emilíu Guðgeirsdóttur en þau stóðu fyrir undirskriftunum. Á fimmtudag í síðustu viku barst úrskurður frá úrskurðarnefnd skipulags- og byggingamála um að stöðva skyldi framkvæmdir við byggingu veitinga- og ráðstefnu- hússins á vatnstankinum í Löngulág meðan kærumál um lögmæti byggingarleyfis fyrir húsinu sé til meðferðar hjá nefndinni. Nefndin, sem hefur aðsetur í Reykjavík, er skipuð þeim Ingimundi Einarssyni, varalögreglustjóra í Reykjavík, Þorsteini Þorsteinssyni, byggingaverkfræðingi og Hólmfríði Snæbjömsdóttur, lögfræðingi. Nefnd- in hélt fund á miðvikudag í síðustu viku vegna kæru nokkurra íbúa og eigenda íbúða við Fjólugötu og Smáragötu í Vestmannaeyjum á ákvörðun skjpulags- og bygginga- nefndar Vestmannaeyja frá 5. sept. sl. að veita leyfi til byggingar veitinga- og ráðstefnuhúss á áðumefndum stað. Var krafa kærendanna sú að ákvörðun skipulags- og bygginganefndar Vest- mannaeyja yrði felld úr gildi og framkvæmdir við bygginguna stöðv- aðar. Hér verða birt helstu atriði úr niðurstöðu og úrskurði úrskurðar- nefndarinnar en þeir sem vilja sjá úrskurðinn í heild sinni geta nálgast hann á slóðinni: eyjafrettir.is Málsrök kærenda Helstu málsrök kærenda eru þau að ekkert deiliskipulag liggi fyrir á svæðinu og byggingaráformin ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag. Þannig sé fyrirhuguð matvælafram- leiðsla ekki í samræmi við skilgreinda notkun en auk þess megi ráða af gögnum að aðkoma að húsinu og bílastæði séu að stómm hluta utan þess reits sem byggingin eigi að rísa á og séu á svæði sem sé tilgreint sem útivistarsvæði. Þá er talið að grennd- arkynningu hafi verið áfátt. Þá telja kærendur að framkvæmdir hafi verið hafnar á leyfis. Loks er talið í kæmnni að fyrirhuguð bygging muni valda verðrýmun fasteigna í nágrenninu. Málsrök bæjaryfirvalda Helstu málsrök skipulags- og bygg- inganefndar og bæjarstjómar Vest- mannaeyja em þau að unnið hafi verið eftir heimildum og fullnægjandi grenndarkynning hafi farið fram. Þá er litið svo á að matvælaframleiðsla sé gmnnþáttur í starfsemi veitinga og ráðstefnuhúss. Aðkoma og bílastæði séu á því svæði sem er til staðar og samkvæmt þeirri breytingu á aðal- skipulagi sem samþykkt hafi verið. Bent er á að bæjaryfirvöld séu ábyrg fyrir því tjóni sem einstakir aðilar kunni að verða fyrir við skipulags- breytinguna og eigi því kærendur ekki að skaðast af breytingunni. Málsrök byggingaleyfishafa I málsrökum byggingaleyfishafa til úrskurðarnefndarinnar er mótmælt fullyrðingum kærenda um að ekki haft verið staðið nægilega vel að undir- búningi, svo og að lítið haft verið gert úr því að matvælaframleiðsla væri áformuð í húsinu. Þá er og bent á að aðeins fáir af íbúum í nágrenninu standi að kærunni, allmargir íbúar hverfisins haft hvatt til framkvæmd- anna og harmað þá neikvæðu afstöðu sem orðið hafi um málið. Niðurstaða úrskurðamefndar í niðurstöðu úrskurðamefndarinnar segir að ljóst sé að ýmsir annmarkar séu á hinni kærðu ákvörðun. Ekki liggi fyrir fullnægjandi umsögn heil- brigðisyfirvalda um hvort mengun ifá byggingunni geti borist í vatnstankinn og telur nefndin að afla þurfi sér- stakrar umsagnar hollustuvemdar ríkisins um það áður en afstaða verði tekin. Bflastæði og aðkomuleiðir séu á svæði sem skilgreint sé sem útivistarsvæði í aðalskipulagi. Vafi leiki á um hvort byggingarleyfið sé í samræmi við aðalskipulag og hefur verið óskað eftir umsögn Skipulags- stofnunar um það álitaefni. Þá séu verulegir ágallar á aðaluppdráttum og ekki sé gerð grein fyrir nýtingar- hlutfalli hússins. Loks þykir orka tvímælis að fullnægt sé kröfum um fjölda bflastæða. Framkvæmdir stöðvaðar Samkvæmt þessu telur nefndin fjöl- mörg vafaatriði í málinu sem leitt gætu til ógildingar hinnar kærðu ákvörðunar. Ekki verði þó úr því skorið um lögmæti ákvörðunarinnar íyrr en eftir frekari málsrannsókn. Því telur úrskurðamefndin óhjákvæmilegt að framkvæmdir verði stöðvaðar meðan málið er til meðferðar á kæm- stigi. Og í úrskurðarorðum segir að framkvæmdir skuli stöðvaðar meðan málið er til meðferðar hjá úrskurðar- nefnd. Þess skuli gætt að gengið verði þannig frá byggingarstað að fyllsta öryggi sé tryggt og ekki hljótist óþarfa tjón af stöðvun framkvæmdanna. Heimilt að loka húsinu til öryggis Bæjarstjóm Vestmannaeyja er falið að stöðva framkvæmdimar og á sér- stökum fundi bæjarstjómar sl. föstudag var samþykkt tillaga þess efnis að heimila byggingaraðilum að loka (klæða þak og veggi) veitinga- og ráðstefnuhússins til þess að tryggja að fyllsta öryggis sé gætt og ekki hljótiðst tjón af stöðvun framkvæmda, en óheimilt sé að fara í aðrar fram- kvæmdir á meðan bráðabirgða- úrskurður Urskurðamefndar skipu- lags- ogbyggingamálaséígildi. Gæti tekið nokkrar vikur Hjalti Steinþórsson, framkvæmda- stjóri úrskurðamefndar, segir að þessi úrskurður, sem er til bráðabirgða, geti þýtt stöðvun framkvæmda við bygginguna í einhvem tíma, jafnvel nokkrar vikur. Það sem legið hafi að baki úrskurðinum hafi verið mörg vafaatriði, svo sem ófullnægjandi upplýsingar frá heilbrigðisfulltrúa um atriði sem snerta vatnstankinn og hvort hætta gæti verið á mengun neysluvatns vegna þess. Þá standi bflastæði hátt að ofanverðu, með tilliti til vatnstanksins. Bflastæði séu á útivistarsvæði og lóðarmörk ekki tilgreind. Ymsir endar séu lausir í þessu máli og ljóst sé að framkvæmdir verði ekki hafnar á ný fyrr en þeir hafi verið hnýttir. Eins og áður segir gæti það tekið úrskurðamefnd nokkum tíma að vinna úr því. Hjalti sagði ennfremur að kærendur hefðu haft samband og kvartað yfir því að enn væru framkvæmdir í gangi. „Okkur skilst að bæjarstjóm hafi gefið leyfi til að húsinu yrði lokað og teljum ekki ástæðu til að amast við því enda tekið fram í úrskurðinum að ganga skuli þannig frá að fyllsta öryggis sé gætt. En um frekari framkvæmdir verður ekki að ræða fyrr en úrskurðamefnd hefur gefið sitt álit,“ sagði Hjalti. Leysum þetta mál Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri, segir að úrskurðurinn hafi komið sér á óvart, ekki hvað síst það sem snýr að mengunarþættinum. „Það er heil- brigðiseftirlit Suðurlands og heilbrigðisfulltrúi Vestmannaeyja sem hafa með þessi mál að gera en ekki hollustuvemd. Svo er það ágrein- ingurinn um bflastæðin og fjölda þeirra. Ákveðið var að taka tillit til íbúanna og færa bflastæðin niður á opið svæði. Ef á að breyta því, í samræmi við úrskurðinn, verður að færa þau á áður úthlutaða lóð, þau þyrftu þá að fara austur fyrir og það held ég að sé íbúunum ekki í hag. Þá er nýtingarhlutfall hússins 0,2 sem er mjög gott en í Eyjum má það vera að hámarki 0,35 til 0,4. Það er unnið í því á fullu að leysa þetta mál þannig að það valdi sem minnstu tjóni, t.d. reikna ég með að hollustuvemd gefi sinn úrskurð fljótlega. Skipulags- og bygginganefnd bæjarins fundaði í fyrradag vegna ágreinings um bflastæðin og von mín er sú að ekki þurfi að líða langur tími þar til unnt verður að halda áfram þessum framkvæmdum,“ sagði Guðjón. Minni mengunarhætta en áður Sigmar V. Hjartarson, heilbrigðis- fulltrúi, segir að þegar farið hafi verið fram á það á sínum tíma að hann gæfi sína umsögn, hafi hann rætt við hollustuvemd ríkisins og þeir ekki talið ástæðu til að hafa sérstakar áhyggjur af þessu máli. „Kannski var ekki nægilega skýrt tekið fram í umsögn þeirri er ég sendi frá mér um þetta mál, varðandi hættu á mengun vatnsins, og var hún þó unnin í samráði við hollustuvemd. Ég skoðaði fyrirliggjandi teikningar og verð að segja að ég tel vatnið í tankinum mun betur varðveitt eftir þessar framkvæmdir en áður var. Fram til þessa hefur regnvatn legið á tankinum og engar drenlagnir til staðar við tankinn til að taka við yfirborðsvatni. Nú er búið að ganga mjög vel frá öllu slíku auk þess sem allt frárennsli er eins og best verður á kosið. Ég tel því hverfandi hættu á mengun frá húsinu og ekki ástæðu til að stöðva framkvæmdir á þeim grundvelli. Ég fullyrði að hætta á mengun vamsins er minni eftir þessar framkvæmdir en var áður,“ segir Sigmar. Frábær stuðningur bæjarbúa „Ég á bara ekki til orð yfir það hvemig menn geta látið,“ segir Grímur Þ. Gíslason, annar byggingaraðila húss- ins á vatnstankinum. „Að þrír aðilar skuli geta stöðvað framkvæmdir sem allir aðrir virðast vera sammála um, finnst mér líka nokkuð sérstakt. En við emm bjartsýnir. Okkur virðist sem það sé lítilræði sem þetta strandar á og því verður væntanlega kippt í liðinn. Sumtafþvísemþamaerverið að stoppa okkur á, era hlutir sem yfirleitt er gengið frá á seinni stigum framkvæmda en nú er þess krafist að þeir séu klárir og það verður gert.“ Grímur segir að þegar verktakinn frá Límtré hafi klárað að loka húsinu, sé hans þætti lokið og aðrir verktakar taki þá við. Því sé ekki um beint fjárhags- legt tjón að ræða ennþá, aftur á móti tapist dýrmætur tími ef þessi stöðvun dregst eitthvað á langinn. „En ég hef ekki miklar áhyggjur af þessu. Höfum við ekki vitað það áður, þá vitum við núna að við eram með meginhluta bæjarbúa á bak við okkur í þessu. Við höfum fengið frábæran stuðning frá bæjarbúum á undan- fömum dögum og fyrir það eram við virkilega þakklátir. Það er stórkostlegt að finna að við stöndum ekki einir í þessu og það stappar enn frekar í okkur stálinu að halda áfram ótrauðir," sagði Grímur. Staðfesting á athugasemdum okkar „Þessi úrskurður gerir í raun ekkert annað en að staðfesta þær athuga- semdir sem við höfum bent á við afgreiðslu þessa máls,“ segir Friðbjöm Valtýsson sem er er einn þeirra sem hefur haft uppi mótmæli gegn því að byggingin rísi á vatnstankinum. „Ef bæjaryfirvöld hefðu ekki hundsað þær, sem raun ber vitni, væri þetta leiðindamál ekki í þeirri sjálfheldu sem það virðist komið í. Það er sem betur fer enginn flokkspólitískur ágreiningur innan bæjarkerfisins í málinu, hér bera allir jafna ábyrgð. Mér er það hulin ráðgáta hvemig mál þetta rann í gegnum allt bæjar- kerfið án þess að nokkur kæmi auga á allar þær brotalamir sem úrskurðar- nefndin bendir á. Sveitarfélög setja sér reglugerðir og hafa lög til að fara eftir. Það er því umhugsunarefni þegar þeir hinir sömu þverbijóta allt þvers og krass eftir hentugleikum. í dag er málið í algjörri blindgötu, húsið risið og trúlega komið til að vera. Ég tel alls ekki fullreynt hvort hægt sé að ná einhverri lendingu í málinu. Hitt er dagljóst að sú lending næst ekki ef enginn vill hlusta. Það er í raun lágmarkskrafa að bæjarstjóm komi með afsökunar- beiðni til þeirra aðila sem hlut eiga að máli, bæði nágranna og enn þá frekar byggingaraðila. Það hafa margir orðið fyrir óþægindum og kostnaðarauka vegna alvarlegra mistaka af hálfu bæjaryfirvalda í máli þessu,“ segir Friðbjöm. Samantekt: Sigurg.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.