Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 19.10.2000, Blaðsíða 18

Fréttir - Eyjafréttir - 19.10.2000, Blaðsíða 18
18 Fréttir Fimmtudagur 19. október 2000 Landa- KIRKJA - hjartanlega velkomin! Fimmtudagur 19. október Kl. 10:00 Foreldramorgun, fræðsla um sjálfstyrkingu, sr. Bára Friðriksdóttir Kl. 17:30 TTT Tíu til tólf ára starf undir handleiðslu Olafs Jóhanns. Föstudagur 20. október kl. 13:45-14:30 Litlir lærisveinar, yngri hópur, safnaðarheimili. Laugardagur 21. október kl. 14:00 Sameiginleg æfing yngri og eldri hóps í Safnaðarheimili. Það er engin önnur æfing í gangi þessa viku. Sunnudagur 22. október 11.00 Sunnudagaskólinn iðandi af lífi með söng leik fræðslu og helgi- myndum. Lofgjörðin hefst í kirkjunni síðan verður skipting í yngri og eldri deild. Kl. 13-14. Stafkirkjan opin. Kl. 14:00 Guðsþjónusta. Ferming- arböm lesa ritningarlestra. Kl. 15:15 Guðsþjónusta á Hraun- búðum Kl.20:30 Æskulýðsfundur. Alltaf fjölgar í hópnum, undirbúningur undir æskulýðsmót. Þriðjudagur 24. október Kl. 16:30 Kirkjuprakkarar, heim- sókn á slökkviliðsstöð. Miðvikudagur 25. október Kl. 12-12:30 Kyrrðarstund, tekið er á móti bænarefnum af prestunum. Kl. 14:40 - 17:15 Fermingar- fræðsla. Kl. 20:00 Opið hús fyrir unglinga í KFUM&K-húsinu. Hleypt inn meðan húsrúm leyfir. Fimmtudagur 26. október Kl. 14:30 Helgistund á Heil- brigðisstofnun, setustofu 3. Hæð. Allir velkomnir. Kl. 17:30 TTT-starfið. Prestar Landakirkju minna á nýtt símanúmer kirkjunnar 488 1500. Hvítasunnu- KIRKJAN Fimmtudagurinn Kl. 20.30 Biblíulestur - Er Guði sama um mannlega bresti? Laugardagur Kl. 20.30 Bænasamkoma - umsjón Lilja Óskarsd. Sunnudagur Kl. 15.00 Vakningarsamkoma- umsjón Steingr. A. Jónsson Þriðjudagur Kl. 17.30 Krakkakirkjan Verið hjartanlega velkomin að leita Drottins meðan hann er að finna! Hvítasunnukirkjan Allir hjartanlega velkomnir Aðventkirkjan Laugardagur 21. október Kl. 10.00 Biblíurannsókn. Allir hjartanlega velkomnir. Biblían talar sími 481-1585 í minningu Helgu, Kristins og Sigurður Að standa á sínu og standa við sitt eru orð sem sennilega lýsa þeim Kristni og Sigurði best og það sama má segja um Helgu. Saman eru þau fulltrúar atvinnu- og mannlífs í Eyjum og gilda sem hafa einkennt þetta samfélag og verður svo vonandi áfram. Helga Björgvinsdóttir, Kristinn Páls- son og Sigurður Einarsson voru jarðsett með viku millibili, Helga laugardaginn 7. október og þeir Kristinn og Sigurður viku síðar. Þau tilheyrðu sitt hverri kynslóðinni og lífshlaup þeirra var með ólíkum hætti. En þau áttu samt ýmislegt sameigin- legt og öll voru þau hlekkir í þeirri keðju sem mótað hafa það mannlíf sem við þekkjum í Vestmannaeyjum. Öll hafa þau náð að setja mark sitt á samtímann þó með misjöfnum hætti sé og í mismiklum mæli. Helga Helga Björgvinsdóttir náði ekki að verða 60 ára og lést eftir erfið veikindi sem hún tók með miklu æðmleysi. Það verður seint sagt um Helgu að hún hafi fæðst með silfurskeið í munni og ekki var mulið undir hana þegar kom fram á ævina. En hún stóð nokk fyrir sínu, kom upp fjórum sonum og vann í fiski, lengst af í ísfélaginu, á meðan heilsan leyfði. Afraksturinn var ekki mikill í veraldlegum gæðum en strákamir komust til manns og em þrír komnir með fjölskyldu en Oddur, sá elsti, bjó alla tíð með móður sinni. Þeir urðu hennar auður. Kristinn Kristinn Pálsson, útgerðarmaður og skipstjóri, frá Þingholti í Vestmanna- eyjum, var þeirra elstur, fæddur 1926. Hann tilheyrir því þeirri kynslóð sem lagði gmnninn að íslensku þjóðfélagi nútímans. Kristinn þurfti ungur að axla mikla ábyrgð þegar faðir hans, Páll í Þingholti fórst í flugslysi í byijun árs 1951. Þá stóð Þórsteina í Þingholti uppi með stóran barnahóp en sam- einuð náði íjölskyldan að komast yfir erfiðleikana og átti Kristinn sinn þátt í því. Kristinn lét mikið til sín taka í Vest- mannaeyjum, bæði sem skipstjóri og útgerðarmaður og hann var líka mjög virkur í félagsmálum. Lengst var hann skipstjóri og útgerðarmaður á Berg VE og við hann kenndur. Hann var því þátttakandi í því uppgangsskeiði í Vestmannaeyjum sem hófst um miðja síðustu öld þegar komu inn stærri og öflugri bátar sem juku möguleikana á að sækja lengra og nýta sér nýjustu tækni í veiðum. Þama var lagður gmnnurinn að mörgum þeim einstak- lingsútgerðum sem hvað best hafa staðið í Vestmannaeyjum allt fram á þennan dag. Kristinn hætti á sjónum og fór í land fyrir 1970 en hann lagði ekki árar í bát, heldur sinnti útgerðinni, átti þátt í stofnun Bergs- Hugins sem í dag er þriðja stærsta sjávarútvegfyrirtæki í Vestmanna- eyjum og þá sat hann lengi í stjóm ísfélagsins og sat í mörg ár sem stjómarformaður. í sviði félagsmála lét hann til sín taka í Utvegs- bændafélaginu þar sem hann var formaður og hjá Lífeyrissjóði Vest- mannaeyinga. Því miður naut krafta Kristins allt of skammt við því síðustu árin átti hann við heilsuleysi að stríða. En hann tók því sem hverju öðm verkefni og barðist hetjulega og af meðfæddri bjartsýni. Hefði margur verið búinn að gefast upp fyrir löngu en þá hugsun átti Kristinn ekki til. Sigurður Sigurður Einarsson stendur öllum Vestmannaeyingum ljóslifandi fyrir sjónum enda ekki ár síðan að í ljós kom að hann var haldinn alvarlegum sjúkdómi. Sigurður ákvað ungur að feta í fótspor föður síns, Einars Sig- urðssonar ríka, og tók við rekstri Hraðfrystistöðvarinnar árið 1975 þá 25 ára gamall. Fyrirtækið var þá varla nema nafnið eitt því frystihúsið hafði farið undir hraun og loðnubræðslan hafði ekki farið varhluta af gosinu 1973. Sigurður lét það ekki aftra sér og á nokkmm ámm tókst honum með útsjónarsemi og dugnaði að koma Hraðfrystistöðinni á skrið. Breyttar aðstæður í fiskveiðum og vinnslu urðu til þess að um áramótin 1991 og 1992 sameinast ísfélag og Hraðfrystistöð undir nafni Isfélagsins og settist Sigurður í forstjórastólinn. Hann hélt sínu striki að efla fyrirtækið og hefur það nú yfir að ráða frystihúsi og loðnubræðslu sem bæði em með því nýtískulegasta sem þekkist hér á landi. Styrkur Sigurðar í rekstrinum var að hann valdi sér meðstjómendur sem saman mynduðu sterka heild. Sjálfur hafði hann samt alla enda í eigin hendi og var vakinn og sofinn yfir öllu sem gerðist í fyrirtækinu. Þama nýtti hann gáfur sínar, góða athygli, skipulags- hæfileika og þann eiginleika að vera fljótur að greina hismið ffá kjamanum. Svo var hann ekkert að eyða orku í það sem honum fannst sér ekki koma við. Allir í ísfélaginu þekktu Sigga Einars og þegar hann gekk um fyrirtækið kom í ljós að þeir vom ekki margir sem hann ekki þekkti með nafni og ekki var fólkið feimið við að senda honum létt skot. Þrátt fyrir að veita stóm fyrirtæki forstöðu gaf Sigurður sér tíma til afskipta af félagsmálum og bar þar hæst stjómmálastarf. Hann átti sæti í bæjarstjóm fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá árinu 1986 til 1994 og svo frá 1998 til dauðadags. Það átti illa við Sigurð að sitja í minnihluta eins og varð hlutskipti hans kjörtímabilið 1986 til 1990 en í meirihluta lét hann til sín taka svo um munaði og kom hann mörgu góðu til leiðar. En þakklæti heimsins er ekki alltaf klapp á kollinn. Því fékk Sigurður og fjölskylda hans að kynnast á þessum ljómm ámm. Það var kannski ástæða þess að hann gaf ekki kost á sér næsta kjörtímabil en sló svo til 1998. Markmiðið var aðeins eitt, eins og svo oft áður, hann vildi hag Vestmannaeyja sem mestan. Hér verður ekki reynt að tíunda afrek Sigurðar Einarssonar, það verður gert á öðmm vettvangi og ekki verður heldur reynt að skilgreina mikilvægi hans fyrir Vestmannaeyjar nema að litlum hluta. En ekki verður held ég ofsögum sagt að Vest- mannaeyjar væm fátækari í dag ef nýútskrifaði lögfræðingurinn, Sigurð- ur Einarsson, hefði tekið ákvörðun um að setjast að í Reykjavík og snúa sér að lögfræðistöríúm í stað þess að halda til Eyja og taka þar við fyrirtæki fjölskyldunnar. Að axla ábyrgðina í upphafi greinarinnar minnist ég þeirra þriggja, Helgu, Kristins og Sigurðar en öllum fylgdi ég síðasta spölinn með viku millibili. Það var ýmislegt sem þau áttu sameiginlegt og má þar fyrst nefna að öll vom þau kölluð til ábyrgðar ung að ámm. Innan við tvítugt varð Helga móðir og í allt urðu drengimir fjórir. Hún axlaði uppeldi þeirra að miklum hluta ein og kom þeim til manns. Það eitt út af fyrir sig er afrek þó ömgglega hafi Helga ekki séð það með þeim augum. Kristinn var ekki gamall þegar hann ásamt elstu systkinum sínum varð að sjá fyrir fjölskyldunni. Það var gert með æðmleysi og án þess að hann teldi sér það til tekna. Þetta þótti bara sjálfsagður hlutur. Sigurður tók ungur við fyrirtæki fjölskyldunnar í Vestmannaeyjum og þó margt hafi verið honum mótdrægt í upphafi óx honum ásmegin um leið og reksturinn náði sér á strik. Þar kom fram mikill metnaður og vilji til að gera sitt besta og oft var vinnudag- urinn langur. En það kom ekki í veg fyrir að hann gæfi sér tíma til að sinna félagsmálum og fjölskyldunni. Hann gleymdi aldrei fundum og þær vom ekki alltaf stórar uppákomumar þar sem Sigurður var mættur með drengina sína Ijóra sem fengu allt starf föðurins alltaf beint í æð. Verðugir fulltrúar Með Kristni og Sigurði em gengnir merkir fulltrúar athafnalífs í Vest- mannaeyjum síðustu áratugina. Þeir áttu þá sameiginlegu sýn að það þjónaði rekstri þeirra best að öflugt mannlíf þróaðist í Eyjum. Hvomgur barst á í einkalífinu og báðir bám þeir mikla virðingu fyrir öllu sínu starfsfólki. Gerðu þeir sér fyllilega grein fyrir að án fólksins yrði ekkert fyrirtæki til. Oft réttu þeir fólki sínu líka hjálparhönd án þess að það væri borið á torg og fléttað saman við ímyndarstefnu fyrirtækjanna. Það var bara ekki þeirra háttur. En þrátt fyrir að horfa inn á við verða Kristinn og Sigurður seint sak- aðir um nesjamennsku því þeir stóðu á sínu út á við þegar þeim henta þótti og höfðu þeir áhrif langt út fyrir Vest- mannaeyjar. Að standa á sínu og standa við sitt em orð sem sennilga lýsa þeim Kristni og Sigurði best og það sama má segja um Helgu. Saman em þau fulltrúar atvinnu- og mannlífs í Eyjum og gilda sem hafa einkennt þetta samfélag og verður svo vonandi áfram. Það var mitt lán að fá að kynnast þessu fólki sem hvert með sínum hætti hefur mótað skoðanir mínar til lífsins. Þau sáu líka oft skoplegu hliðina á tilvemnni sem er ómetanlegur kostur hjá hverjum manni. Eg vil svo í lokin votta aðstand- endum mína dýpstu samúð. Þeirra er missirinn mestur þó Vestmanna- eyingar séu líka að sjá á eftir mætu fólki og vonandi munu þeir sem taka við bera kyndil þeirra þriggja inn í framtíöina með sömu reisn og þau gerðu. Omar Garðarsson, ritstjóri s * ARNY Heiðarsdóttir gerir það ekki endasleppt í frjálsum. A íslandsmeistaramóti öldunga, þar sem hún keppti í 45 flokki, var hún stigahæsta konan með 880 stig sem hún fékk fyrir að stökkva 4,91 m í langstökki með atrennu. Hún fékk bikar til eignar fyrir afrekið. Með henni er Kristján Gissurarson FH sem var stigahæsti karlinn. Hann fékk 1004 stig fyrir að stökkva 4,30 í hástökki.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.