Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 19.10.2000, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 19.10.2000, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 19. október2000 Fréttir 13 Lúðvík Bergvinsson skrifar: Makalaus ákvörðun um sameiningu Land- Búnaðarbankans -Undarlegt hlutskipti ráðherra neytenda- og samkeppnismála Það er erfitt að ímynda sér dapurlegra hlutskipti nokkurs ráðherra neytenda- og samkeppnismála en að vera send út af örkinni í því skyni að sannfæra almenning um að sameining fyrir- tækja á fákeppnismarkaði sé lykillinn að bættri þjónustu og lægra verði til almennings. Ef sagan hefur kennt okkur eitthvað, er það að einokun og fákeppni greiðir almenningur dým verði í formi okurverða og lélegrar þjónustu. íslenskur bankamarkaður íslenskur bankamarkaður er fá- keppnismarkaður. Þar má því líka fínna hæstu útlánsvexti og þjónustu- gjöld í V-Evrópu. Líklega er vaxta- munur á kjörvöxtum bankalána á Islandi og annarra OECD ríkja nú um stundir u.þ.b. 6-7%. Við þessar að- stæður leyfir ráðherra neytenda- og samkeppnismála, Valgerður Sverris- dóttir, sér að koma fram fyrir alþjóð og tilkynna um nauðsyn þess að fækka bönkum, sameina Lands- og Búnaðarbanka; það sé lykillinn að lægri vöxtum og betri þjónustu. Hér hefur öllu verið snúið á hvolf. Menn fækka ekki keppinautum til að auka samkeppni; eða stuðla að lægri verð- um, hvað þá á fákeppnismarkaði. Fækkun keppinauta hefur þveröfug áhrif. Hún leiðir til þess að almenn- ingur og fyrirtæki hér landi borga hærri vexú og fá verri þjónustu en ella. Hefur ráðherra neytenda ekkert fylgst með því hvað gerst hefur á öðrum fákeppnismörkuðum, eins og olíú-, trygginga- og matvörumarkaði? Vill hún kannski líka renna oltu- og tryggingafélögunum saman til þess að auka samkeppni og bæta þjónustu? Telur ráðherrann eða ríkistjómin það virkilega til hagsbóta fyrir almenning hér á landi að fákeppni sé aukin eða er þetta enn eitt dæmið um, þar sem hin sterku peningaöfl innan Sjálfstæðis- flokksins ráða för? Hlutverk Fram- sóknar virðist ekki stórt í þeim leik; það helst að taka að sér það hlutverk fyrir íhaldið að sannfæra almenning um að svart sé hvítt; er mögulegt að fá betri vin!! Hagræðing? Mikið hefur verið rætt um hagræðingu í tengslum við umræddan bankasam- mna. Það kann vel að vera að ein- hverjir fjármunir sparist. Aðalatriðið er hins vegar að vegna þeirrar sam- keppni sem tapast mun sú hagræðing, ef einhver er, örugglega ekki skila sér til neytenda; þar munu væntanlegir eigendur fyrst komast að. Hefur sam- keppnisráðherrann gleymt því að samkeppnin er besta aðferðin til að tryggja hagræðingu og að slík hagræð- ing skili sér til fólksins í landinu? Neytendur munu því ekki hagnast á þessari sameiningu og hljóta spyrja, erinda hvers gengur ráðherra þeirra? Enn fremur verður að segja þá sögu eins og hún er að það er ekki tilhlökkunarefni fyrir starfsfólk þess- ara fyrirtækja að vita til þess að þeir muni eiga starf sitt undir pólitíkusum, þegar kemur að því að hagræða, sem á mannamáli þýðir uppsagnir starfs- fólks. Niðurlag Þegar við horfum til þess í fyrsta lagi, að ekkert liggur fyrir um að þessi aðferðafræði leiði til þess að ríkis- sjóður fái meira í sinn hlut, komi til sölu. I öðm lagi sýna allar rannsóknir fram á að þar sem bankar hafa verið sameinaðir hefur það ekki leitt til lægri vaxta og þjónustugjalda, virðist ein- boðið að eitthvað annað liggi að baki þeirri ákvörðun ríkisstjómarinnar að sameina bankana. Hvað getur það verið? Það skyldi þó ekki vera að fjármálaöfl innan beggja flokkanna hafi knúið forystumenn flokkanna til að fara þessa leið í þeirri von að klófesta megi stærri feng í einu lagi?! Það hefur gerst áður. Það er hins vegar augljóst að það em aðrir hags- munir en neytenda sem þama eru í fyrirrúmi, því ráðherra bankamála er fullkunnugt um að þegar sammni Islandsbanka og FB A var samþykktur var það gert á þeirri forsendu að sameiningin skaðaði ekki hefðbundna viðskiptabankastarfsemi þ.e.a.s. innlán og útlán til einstaklinga og minni fyrirtækja. Það var forsenda þess að samruninn var heimilaður. Það þarf engan snilling til að átta sig á því að hér eiga andstæð sjónarmið við. Það er því ekki nema von að spurt sé, hvað gengur ríkisstjóminni til? Höfundur er a’.inngismaöur. Sigurður Oddur Friðriksson skrifar: Smurningur í „Dýrey" f stuttu máli langar mig til að segja frá ótrúlegu atviki sem ég lenti í. Þann 8. sept. sl. fór ég í eina af bygginga- vömversl- unum bæjarins til að kaupa gúmmíborða í fræsaða gluggalista. Ég, náttúmlega gmnlaus, ætlaði að styrkja mína heimabyggð og versla í Eyjum. Keypti ég 134 metra af áðumefndum borða og auk þess gluggalista, skrúfur og fleira til- heyrandi. Gúmmíborðinn kostaði 148 kr. metrinn og var það stærsta upphæðin í pakkanum en heildar- upphæðin var 19.832 kr. Fannst mér verðið á borðunum frekar hátt en hugsaði ekki meira út í það þar sem ári áður hafði ég unnið við að gleija heilt hús og var borðinn þá á svipuðu verði, eða í kringum 150 kr. metrinn. En á mánudeginum á eftir kannaði ég verð á alveg eins borðum í Tréverki og verslunum í Reykjavík. Þá kom eftirfarandi í ljós: Byko 78 kr. Tréverk 80 kr. Húsasmiðjan 83 kr. Húsey 148 kr. (98 kr) Sami borðinn, sami framleiðandinn, allt nákvæmlega eins. Þar af leiðandi tók ég mína 134 metra af borðum, sem hlutu að vera úr gulli, miðað við verðið, og skilaði þeim. Afgreiðslu- mennimir tóku við borðunum en sögðu að ég þyrfti að eiga þetta við eigandann og gáfu mér upp símanúmer hans. Eftir margar til- raunir náði ég í hann og var honum brugðið. Hann vissi náttúrulega ekki neitt og sagði: „Þetta hlýtur að vera vitlaust verðmerkt, þetta hljóta að vera mistök.“ Þetta hefur þá verið vitlaust verðmerkt í langan tíma (a.m.k. eitt ár). Ekki vildi hann gera neitt veður úr þessu og ég skyldi fá borðann á 80 kr. metrann, eins og í Tréverki. Ég sættist á það en heila viku tók það mig að ná aftur tali af eigandanum. Þá brást hann við, eins og svo oft áður, með hroka og látum, sagðist nú ætla að sýna mér ruglið í sjálfum mér og kom með tvær mismunandi gerðir gúmmíborða. Auðvitað var hans gerð miklu betri en hin sem Tréverk átti að vera að selja (að hans sögn). En ég var búinn að kynna mér málið vel, (annað en eigandinn) og sýndi fram á tvo borða sem voru sinn úr hvorri versluninni og viti menn, þeir voru nákvæmlega eins, allt nema verðið. Hreytti hann síðan í mig mismun- inum, 8.200 kr., og kallaði síðan á eftir mér á leið minni út úr búðinni: „Tréverk er að selja þetta allt of ódýrt og það er þeirra tap.“ Reyndar er nú búið að lækka verðið á borðunum niður í 98 kr. En hellingur af vömm er enn á uppsprengdu verði og ekki langar mig til að versla í búð þar sem alltaf er ýtt á plústakkann og enginn veit hvað hlutimir í rauninni eiga að kosta. Það er skrýtið að alltaf þurfi einhver leiðindi til að rétta vöruverðið komi í ljós. Þetta er skrýtinn verslunarmáti og svona hrokamenn eiga ekki heima í þjónustu. Sigurður Oddur Friðriksson Vilhjálmur Bjarnason skrifar: I minningu Sigurðar Einarssonar ísland er lítið land og íbúamir em, þegar allt kemur til alls, ein stór fjöl- skylda. Þegar sorgin ber að dymm þá finnum við til með þeim sem við þekkjum. Fallinn er í valinn á miðj- um aldri og frá hálfnuðu lífsstarfi Sigurður Einarsson, forstjóri ísfélags Vestmannaeyja hf„ eftir stutta en óvægna baráttu. Samferðamenn setur hljóða. Allt í kringum landið byggist mannlífið og atvinnulífið á sjávar- fangi. Hvemig fiskast? Hvemig er verðið á afurðum? Ef vel veiðist og verðið er hátt, þá er mannlífið blómlegt. Að baki atvinnulífmu standa menn sem vilja sjá hjólin snúast, vilja að allir hafi nóg að gera til að sem flestir geti notið sín. Sigurður Einarsson var þannig maður, hann var athafnamaður, sem bar hag byggðarinnar sinnar í Vest- mannaeyjum fyrir bijósti. Sigurður Einarsson fæddist í Reykjavík þann 1. nóvember 1950, sonur hjónanna Svövu Agústsdóttur og Einars Sigurðssonar útgerðar- manns frá Vestmannaeyjum. Hann var eldri bróðirinn í hópi átta systra, samtals vom systkinin tíu. Sigurður ólst upp í Reykjavík, rétt við mið- bæinn og höfnina þar sem sjávar- loftið lék um vanga. Ekki fór það þó svo að hann legði fyrir sig sjó- mennsku. Sigurður fylgdi snemma föður sínum í erindum útgerðar og fisk- vinnslu auk þess sem hann vann í Hraðfrystistöðinni í námsleyfum. Eitt sumar dvaldi Sigurður í Boston og stjómaði útgerð þriggja skipa á síldveiðum úti fyrir ströndum Nýja Englands. Ekkert skal um það sagt hvort það var meðvituð ákvörðun þeirra feðga að Sigurður hæfi störf við fyrirtæki Einars en víst er að Sigurður undirbjó sig undir lífs- starfið strax í æsku. Sigurður valdi sér námsgrein sem kemur víða við í samfélaginu. Að loknu stúdentsprófi hóf hann nám í lögfræði og lauk embættisprófi með góðum árangri á fjórum ámm. Það er með því skemmsta á síðari ámm. Hann skrifaði vandaða ritgerð um flókið efni; „Um stofnun skaða- bótaábyrgðar seljanda vegna galla í kaupum um ákveðna eign, lausafé og fasteign." Réttarheimildir um þetta efhi em fyrst og fremst byggðar á dómavenjum en ekki á laga- setningu. Ritgerðin þykir góð samantekt um þetta efni og birtist í tveim hlutum í Úlfljóti, tímariti laganema, á ámnum 1974 og 1975. Til ritgerðarinnar er oft vitnað í málflutningi, enda fátt aðgengilegt til um efnið. Þrátt fyrir annir aflaði Sigurður sér réttinda til málflutnings í héraði en aldrei varð þó mál- flutningur lífsstarf hans. Sigurður taldi eðlilegra að treysta á sér- hæfinguna og láta starfandi lögmenn sjá um réttargæslu og málflutning fyrir fyrirtæki sitt. Sem fyrr segir þá hóf Sigurður strax að námi loknu störf við út- gerðarfyrirtæki föður síns. Þá voru tímar þannig að eldgos hafði eytt frystihúsinu í Vestmannaeyjum og fiskimjölsverksmiðjan hafði skemmst, húsið gengið til á undir- stöðum og þræmar fyllst af hrauni og ösku. Skömmu síðar féll Einar Sigurðsson frá, 71 árs að aldri. Teningunum var kastað og lífsstarf Sigurðar varð í Vestmannaeyjum. Fiskiskipaflotinn breyttist, loðnuskip stækkuðu, vertíðarbátar vom yfir- byggðir og skuttogarar öfluðu hráefnis fyrir frystihúsin. Sigurður tók þá ákvörðun að byggja rekst- urinn á vönduðum vertíðarbátum og stómm loðnuskipum. Þegar yfir lauk stjómaði Sigurður átta vönduðum skipum. Þungamiðjan í rekstrinum er bræðsla loðnu og sfldar í endur- nýjaðri verksmiðju auk frystingar loðnu, sfldar og botnfiskafurða. Fyrirtæki Sigurðar á sína föstu kaupendur frystra loðnuafurða í Japan. Kynni okkar Sigurðar ná yfir 35 ár. Ég var 13 ára og hann 15 þegar fundum okkar bar saman. Aldurs- munur var mikill, tvö ár og heil ferming! Hver svo sem trúir, þá vom samskiptin ekki mikil vegna feimni okkar beggja. Víst er að við vissum af hvor öðmm á meðan á mennta- skóla- og háskólanámi stóð. Svo bar fundum okkar aftur saman úti í Vestmannaeyjum þegar ég hóf störf sem útibússtjóri Útvegsbankans í Vestmannaeyjum. Þar hittust tveir kappsfullir menn, annar vildi gera mikið en hinn vildi verja hagsmuni bankans. Stundum hvessti en undir niðri var alltaf umhyggjan íyrir hvor öðmm. Sigurður kenndi mér margt sem ég ætla ekki að tíunda hér, ég ætla að eiga það fyrir mig. Við áttum oft góðar stundir saman og ég eign- aðist trúnað hans. Eitt sinn sagði ég honum að ég hefði keypt mynd í Reykjavík af hliðinu á æskuheimili hans á Bárugötunni. Þessa mynd ætlaði ég honum! Sigurður var fullur efasemda en þegar hann sá myndina varð hann aftur lítill strákur! Ég minnist líka samfunda með þeim hjónum, Guðbjörgu og Sig- urði, á veitingastað á hóteli í Stamford Connecticut. Ég spurði þau hvort við ættum ekki að skreppa í bfltúr og fara á Café Mozart í New York að fá okkur rjómatertu og súkkulaði? Það stafaði hlýju frá þeim hjónum og þessi einfalda ferð varð mér verðmæt minning. Þegar Sigurður Einarsson er metinn sem stjómandi þá er það ein- falt. Hann var einstaklingshyggju- maður sem fór sínar leiðir. Ákvarðanir hans byggðust á íhugun en ekki geðþótta. Hann vildi ráða sjálfur í sínu fyrirtæki en hann vissi að hann gat ekki ráðið öllu. Því valdi hann sér samverkamenn sem hann fól verk og treysti þeim fullkomlega. Hann var góður húsbóndi á vinnu- stað. Þegar hann sat í stjómum fyrirtækja treysti hann stjómarfor- manni og forstjóra þar til hann lýsti ágreiningi og rökstuddi þá skoðanir sínar. Hann var heill í öllu og vildi sættir við alla. Ég kveð Sigurð Einarsson með þökk fyrir samfýlgdina. Hugur minn er hjá Guðbjörgu, konu Sigurðar og sonum þeirra. Guðbjörg er einstök kona, sem hefur kennt okkur vinum Sigurðar að takast á við söknuðinn. Dagar lífsins glata lit þegar góður drengur fellur. Far þú vel, vinur. Guð geymi Sigurð Einarsson.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.