Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 19.10.2000, Blaðsíða 17

Fréttir - Eyjafréttir - 19.10.2000, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 19. október 2000 Fréttir 17 BUTTON á þremur hjólum eftir að hann missti bílinn út af og þar með var 8. bíHinn úr leik. um skjátlaðist hrapalega. „Þetta var miklu meira en maður hefði nokkum tíma getað gert sér í hugarlund. Stúkan sem við vorum í var við beygju og þegar þeir skiptu niður var það eins og góðar bombur í Dalnum á Þjóðhátíð. Þegar maður horfði inni í felgumar sá maður að þær vom rauðglóandi sem lýsir best átökunum. Það var mælt með eymatöppum en ég tímdi ekki að nota þá, ég vildi fá áhrifin óskert. Lyktin, hávaðinn, æsingurinn og lætin, allt var þetta ólýsanlegt og mér fannst eins og ég væri kominn í einhvem draumaheim. Það er ekki mikið um framúrakstra í Formúlunni en við sáum nokkra í beygjunni þar sem við voram og það skemmdi ekki fyrir.“ Afram hélt kappaksturinn hring eftir hring og alltaf jókst æsingurinn og lætin ekki síst þar sem heima- maðurinn var að sigra. „I lokin var allt orðið brjálað og þegar flaggað var til merkis um að bílamir væra í síðasta hring raddist fólkið yfir háar girðingar og inn á brautina. Þá var klukkan um ijögurleytið enda var maður alveg búinn að vera eftir að hafa beðið frá því klukkan 7 um morguninn og standandi upp á endann í þrjá tíma. Það eina sem ég átti eftir að gera var að koma mér inn á brautina og kyssa hana.“ Ekki treystu þau sér til að koma sér að staðnum þar sem verðlaunin vora afhent heldur hugsuðu um það eitt að komast að rútunni. Það var ekki um annað að ræða en að fylgja straumn- um því Siggi Bjami telur að þama hafi verið á milli 200 þúsund og 250 þúsund manns. Sáuð þið þá ekki kappana? „Jú. Aður en keppnin hófst var þeim keyrt um á pallbíl þar sem þeir veifuðu til áhorfenda." Þau vora komin í rútuna um ki. 6 um kvöldið og gekk það vel því það var enginn troðningur á fólkinu. Þá skemmdi ekki að ítlamir vora í sigurvímu. Þau komu til Rimini um miðnætti og hafði ferðalagið því staðið í nákvæmlega sólarhring. Það er eins í Fomiúlunni og fótbolt- anum, menn eiga sínar hetjur og hatast út aðra. „Við studdum allir Hakkinen nema Ófeigur Hallgrímsson sem er ennþá í sjöunda himni eftir ferðina.“ Era konumar líka með bensín í blóðinu? „Þær höfðu ekkert gaman af Formúlunni fyrir þessa ferð en í dag þarf ekki að að pína Ólöfu fyrir framan sjónvarpið og það er ekki spuming hvort heldur hvenær verður farið næst.“ Ertu ekki súr yfir þvj að Hakkinen skyldi ekki vinna? „Eg var ekkert mjög glaður en þetta er með Ferrari eins og KR, það gerist á margra áratuga fresti að þeir ná einhverjum árangri. Það er því öraggur titill á næsta ári hjá mínum manni." Síðasta keppni ársins verður um helgina. „Eg verð mættur framan við kassann, bæði á tímatökunni og keppninni. McLaren á ennþá smá möguleika á að vinna liðakeppnina þannig að þetta getur orðið spennandi. Eg mæli eindregið með því að fólk fari á keppni í Formúlunni. Þetta er ótrúleg upplifun en fólk ætti helst að verða sér úti um númeraða miða. Til þess þarf að huga tímanlega að ferðinni því miðar liggja ekki á lausu.“ En svona að lokum, er þetta ekki algjör endaleysa að ánetjast For- múlunni? „Mér fannst það fyrst en svo er eins og maður detti inni í þetta. Maður fer að sjá út á hvað Formúlan gengur, fer að spá í viðgerðarhléin og svo taktikina sem liðin nota. Keppni getur ráðist í viðgerðarhléunum og að þessu sinni hafði Schumacher heppnina með sér,“ sagði Siggi Bjami að lokum. O.G. ÞAÐ var ekki um annað að ræða en fylgja straumnum út af keppnissvæðinu. Elías Jensson, skipverji á íslendingi: Ævintýri frá upphafi til enda ÍSLENDINGUR við bryggju í South Street Seaport í New York sem er í fjármálahverfi borgarinnar. Safn er VÍð bryggjuna. Myndir Guðrún Kr. Sigureirsdóttir. ÞAU tóku á móti íslendingi. F.v. Þóra Guðný Sigurðardóttir, Sigríður Gísladóttir, Inga Steina Ágústsdóttir, Jóna Guðrún Ólafsdóttir, Sigurbjörg Helgadóttir, Guðlinna Eggertsdóttir, Baldvin Guðfinnsson og Aldís Gunnarsdóttir. Gunnar Marel Eggertsson og hans menn á víkingaskipinu Islendingi komu til New York þann 5. októ- ber og þar með lauk þriggja og hálfs mánaða siglingu þeirra frá íslandi. Alls Iögðu þeir 4200 sjómílur að baki og gekk siglingin að óskum ef frá er talin barátta við ís og brælu við Grænland og tvær nætur fengu þeir slæmt veður á milli Nova Scotia og Nýfundna- lands. Jens Elíasson er einn átta Vest- mannaeyinga í áhöfn Islendings og kom hann til landsins og Vestmanna- eyja í síðustu viku. I samtali við Fréttir segir hann að ferðin hafi verið eitt ævintýri frá upphafi til enda. Komið var víða við á leiðinni og kom Islendingur á tvo staði á Grænlandi, tíu á Nýfundnalandi, tvo á Nova Scotia og sex í Bandaríkjunum. Fyrir utan siglinguna sjálfa má segja að þetta hafi verið stanslaus veisluhöld, sérstaklega á Nýfundna- landi,“ Elías. „Móttökumar þar vora sérstaklega góðar og alls staðar þar sem við komum vora fjölmiðlamir á eftir okkur. Já, ég gæti trúað að Gunnar Marel sé í dag frægasti Vest- mannaeyingurinn,“ sagði Elías að- spurður. „Umstangið var miklu meira í krignum okkur en maður átti von á og dagskráin miklu meiri en lagt var upp með. Það var bara vegna þess hvað ferðin vakti mikla athygli. Hvar sem við komum var fólk að bjóða okkur í mat, veislur og alls konar uppákomur.“ Elías segir að nokkur hópur fólks hafi tekið á móti jreim í New York en þama var ekkert fleira fólk en tók á móti þeim annars staðar í Banda- ríkjunum. „Auðvitað er gaman að hafa komið til New York en hún er bæði stærri og meiri en maður á venjast. Og mér líkaði hvorki þar eða í Boston fyrir utan það hvað New York er dýr, hún hreinlega étur upp peningana. Eg er feginn að vera kominn heim þó það sé austan rok og rigning.“ Hann segist aldrei hafa verið í vafa um að Islendingur réði við verkefnið og hann væri til í að fara aftur. „Á þessum árstíma er þetta ekkert stórmál og ég væri til í að fara aftur. En ég vildi þá vera óháður tíma því pressan núna var of mikil að komast á milli staða. Eg á eftir að sakna íslendings, sérstaklega ef hann kemur ekki aftur til Islands. Hingað á örugglega eftir að koma fjöldi ferðamanna til að skoða skipið og það verður hálf nöturlegt að þurfa að segja þeim að hann sé ekki að finna hér á landi.“ ÁHÖFNIN, f.v. Gunnar Marel. Herjólfur Bárðarson, Pálmi Magnússon, Sterfán Geir Gunnarsson, Ellen Ingvadóttir og Hörður Guðjónsson á Hvoli. Á myndina vantar Elías Jensson, Jóel Gunnarsson og Hörð Adolfsson.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.