Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 19.10.2000, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 19.10.2000, Blaðsíða 10
10 Fréttir Fimmtudagur 19. október 2000 íslendingar þekkja Prince Polo betur en ég -segir Pólverjinn Anna Wiktoria Federowics sem dvalið hefur í Eyjum fró óramótum og hefur ekki enn fengið heimþrá. Anna: -Þessi dvöl mín er svolítið meira en bara au pair, þetta er líka það sem kallað er „cult exchange“ og er ekki ósvipað skiptinemakerfinu. Þetta gefur ungu fólki tækifæri til að kynnast lífi og starfi í öðrum löndum. Oft hneykslast íslendingar á fáfræði útlendinga um ísland og íslenskar aðstæður. Hella úr eyrunum af vanþóknun þegar fólk heldur að við búum í snjóhúsum eða séum bara ein stjarna í bandaríska fánanum. En hvernig skyldi svo kunnátta Islendinga sjálfra vera um aðrar þjóðir, jafnvel þjóðir sem ekki eru svo ýkja íangt frá okkur á landakortinu? Hvað skyldu íslendingar almennt vita um Pólland, annað en að þar er fram- leitt Prins Póló kex og Vyborowa vodka? Jú, þar eru líka skipasmíðastöðvar sem unnið hafa verkefni fyrir íslenska flotann, eitthvað af flotanum okkar hefur líka verið smíðað þar. Líklega eru ekki allir sem vita að Pólverjar eru einhver elsta menningar- þjóð Evrópu, með langa sögu og merkilega að baki. Aftur á móti hafa þeir lengstum mátt líða fyrir að eiga volduga nágranna, bæði í austri og vestri, nágranna sem hafa ásælst pólskt land og skipst á að leggja það land undir sig. Engin Evrópuþjóð hefur orðið að líða annað eins og Pólverjar vegna styrjalda og í síðari heims- styrjöldinni misstu Pólverjar fleiri mannslíf en nokkur önnur þjóð sem tengdist þeim hildarleik. Ekki er langt síðan Pólverjar losnuðu undan því oki sem kommún- isminn lagði á þær þjóðir sem voru austan járn- tjaldsins svonefnda. Þó svo að frelsi ríki nú í þeim löndum er þó enn langt í land með að efnahagur og almenn velferð nái því sem þykir eðlilegt á vestrænan mælikvarða. Atvinnuleysi er t.d. verulegt í Póllandi og algengt að verkafólk þaðan hafi verið fengið til starfa við fiskvinnsluna á Islandi. Á þessu ári hefur einn Pólverji (a.m.k.) dvalið í Vestmannaeyjum. Ekki þó í fiskvinnslu heldur sem au pair hjá þeim Jarli Sigurgeirssyni og Helgu Dís Gísladóttur á Steinsstöðum. Þetta er tvítug stúlka, Anna Wiktoria Fedorowicz, kom hingað í janúar og verður hér út árið að minnsta kosti. Anna er frá vesturhluta Póllands, skammt frá þýsku landamærunum og var borgarbam fram að 16 ára aldri en þá flutti fjölskyldan út í sveit þar sem hún býr nú. Þar er mikil náttúru- fegurð, segir Anna, og þar eru þau með hundarækt. Faðir Önnu er smið- ur að atvinnu en móðir hennar rekur sveitakrá og nú er fjölskyldan á næst- unni að fara að opna matvöruverslun. Anna á tvö systkin, bróður sem er ári eldri en hún og yngri systur, Mariku, sem heimsótti hana til Eyja í sumar. Er skólakerfið í Póllandi svipað og hér á landi? „Krakkar byrja í skóla um svipað leyti og hér og grunnskólanum lýkur um 16 ára aldur. Þá hefur fólk um tvennt að velja, bóknám í menntaskóla sem tekur venjulega um íjögur ár eða verklegt nám sem alla jafna tekur þrjú ár. Eg lauk mínu skyldunámi 15 ára og er búin með íjögur ár í framhalds- skóla. Mér hefur alltaf þótt gaman að læra og ætlunin er að halda áfram í háskóla í listtengdu námi, með áherslu á hönnun.“ Vill vera lengur Hvemig stóð á því að þú ákvaðst að koma sem au pair til Islands? „Þessi dvöl mín er svolítið meira en bara au pair, þetta er líka það sem kallað er „cult exchange" og er ekki ósvipað skiptinemakerfmu. Þetta gef- ur ungu fólki tækifæri til að kynnast lífi og starfi í öðrum löndum. Eg sótti um að fara til Belgíu en þegar til kom var það ekki hægt. Eg gat valið um að fara til Bandaríkjanna, Noregs, Svíþjóðar og íslands. Mér fannst Island mest spennandi og valdi þann kost. Og ég sé ekki eftir því, þetta er búið að vera frábært. Eg kom hingað í janúar og dvalarleyfið mitt gildir í eitt ár. En ég ætla að reyna að fá það framlengt unt þrjá mánuði, það kæmi sér betur fyrir mig þar sem ég sæi fram á dauðan tíma sem ekki myndi nýtast mér í námi ef ég færi heim í janúar á næsta ári.“ Þú hefur verið í námi í Framhalds- skólanum, hvemig hefur það gengið? , Já, í vetur var ég á listabraut sem var mjög skemmtilegt og nú í haust langaði mig að bæta meiru við. Ég hef mjög góðan tíma þar sem ég er ekki þjökuð af heimilisstörfum og íjölskyldan mín á Steinsstöðum vill að ég geri það sem ég hef áhuga fyrir. í haust langaði mig þess vegna til að fá svolítinn samanburð af skólakerfmu héma og heima og komast um leið betur niður í íslensku. Ég er búin að vera í tölvutímum sem er líka mjög gaman. En íslenskan er alveg svaka- lega erfitt tungumál. Rússneska ekki lengur skyldufag Anna skilur íslensku prýðilega og talar hana ágætlega, kveður sterkt að orði og vandar framburðinn mjög þegar hún talar íslensku. Þá talar hún mjög góða ensku. Er enskukunnátta almenn meðal Pól- veija? „Við læmm ensku í tvö ár í grann- skólanámi og fjögur ár í framhalds- námi. Reyndar er hægt að velja um þrjú tungumál í framhaldsnáminu, ensku, þýsku og frönsku en flestir velja ensku. Sá tími er liðinn þegar rússneska var skyldunám í skólum, reyndar lenti bróðir minn í því að læra rússnesku eitt ár og foreldrar mínir kunna báðir rússnesku. En ensku- kunnátta er mjög bundin við yngra fólk, það er ekki mikið um að fólk yfir fertugsaldri tali ensku. Aftur á móti finnst mér eins og allir íslendingar skilji ensku og geti talað hana, meira að segja börn sem ekki era búin að læra hana í skóla. Ég held að sjón- varpið haft þar mikil áhrif. Hér er talið látið halda sér á kvikmyndum en þær svo textaðar á fslensku, öfugt við það sem er víðast hvar í Evrópu, þar sem myndir era talsettar eða eins og er algengt heima, þá er enska talið haft mjög lágt en svo kemur þulur sem þýðir á pólsku það sem sagt er. Mér finnst þetta frábært eins og það er héma, þá get ég bæði haldið enskunni við og auk þess lært íslensku af textanum.“ Með skömmtunarseðla út í búð Getur þú borið saman lífið í Póllandi í dag, miðað við það sem var þegar kommúnismi var ríkjandi í landinu? „Ég man voðalega lítið eftir þeim tíma. Þó man ég eftir því þegar við systkinin voram send út í búð til að kaupa kjöt. Það var mjög lítið til af því og var skammtað, við voram með skömmtunarseðla og afgreiðslukonan klippti af kortinu þegar við voram búin að fá okkar skammt. Og svo er það sú pólska vara sem Islendingar þekkja líklega hvað best, Prince Polo. Það hefur verið til á fslandi í áratugi en ekki mörg ár síðan farið var að selja það í verslunum í Póllandi. Jafnaldrar mínir á íslandi þekkja þetta pólska kex miklu betur en ég. Aftur á móti veit ég ekki hvort fólki líkar betur eða verr við þetta nýja kerfi. Þó held ég að þetta sé betra, við höfum alla vega ffelsi til flestra hluta,

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.