Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 19.10.2000, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 19.10.2000, Blaðsíða 14
14 Frcttir Miðvikudagur 19. október 2000 -sem koma fram í þætti á Stöð 2 næsta þriðjudagskvöld Næsta þriðjudag, 24. október klukkun 22 verður sýnd á Stöð 2 íslensk heimildamynd um líf sjó- mannskvenna í fímm löndum og þremur heimsálfum. Ein þeirra er Þórunn Rúnarsdóttir, hárgreiðslu- meistari á Hárhúsinu, en höfundur og stjórnandi er Margrét Jónsdóttir sagnfræðingur. Myndin heitir Haf- meyjar á háum hælum, ástarsögur og er framleidd af Magus. Síðasti valsinn Frumraun Margrétar í þáttagerð er Síðasti valsinn, heimildarmynd í þremur þáttum um þorskastríðin sem sýnd var fyrr á þessu ári. Var þama um mjög athyglisverða mynd að ræða sem varpaði á ýmsan hátt nýrri sýn á landhelgisstríð Islendinga og Breta sem lauk með fullnaðarsigri Islend- inga á 8. áratug síðustu aldar. Má segja að hugmyndin að Hafmeyjunum hafi kviknað í kjölfar Síðasta valsins. í Hafmeyjunum er sagt frá lífi fimm sjómannskvenna frá fímm löndum. Þómnn er fulltrúi íslensku kvennanna en hún er, ásamt konu frá Noregi, fulltrúi yngri kynslóðarinnar. Kona frá Japan er á miðjum aldri og konur frá Hull á Englandi og Nova Scotia eru fulltrúar eldri kynslóðarinnar. „Þær síðasttöldu eiga það sameiginlegt að hafa upplifað miklar breytingar á sínum högum þegar gmndvellinum er kippt undan ftskveiðunum," segir Margrét í samtali við Fréttir. Þegar hún er spurð um hvemig hug- myndin að Hafmeyjunum hafi komið til segist hún hafa verið að sækja um að komast að í doktorsnámi í Englandi þegar hún vann að Síðasta valsinum. „Mig langaði til að halda áfram með þorskastríðin og taka inn konur og böm mannanna sem misstu vinnuna þegar bresku togaramir gátu ekki lengur sótt á Islandsmið. Mig langaði líka til að taka fyrir annað samfélag sem hlotið hafði sömu örlög. Þá lá beinast við að kíkja til Kanada en þar hafði þorskstofninn hmnið. Eg og samstarfsfólk mitt vomm að tala um hvað það gæti verið gaman að fá hlið kvennanna og þá ekki síst hvaða áhrif þessar breytingar hefðu haft á þær og líf þeirra. Hugmyndin var svo þróuð með dagskrárstjómm Stöðvar 2. Þetta þróaðist upp í hugmynd um að gera þátt um konur togarasjómanna og sjá hvemig lífi þær lifðu. Við vildum skoða nokkur lönd og beina athyglinni að því hvað þær ættu sameiginlegt og hvort lífsmynstrið væri það sama þó þjóðfélögin væm ólik.“ Litlar heimildir um konumar sem öllu stjómuðu í landi Margrét segir mikið til af heimildum um sjómenn en það sama væri ekki hægt að segja um konur þeirra sem stýrðu öllu í landi. „Þegar við vomm að taka upp Síðasta valsinn kynntumst við því hvað sjómannskonur hafa frá miklu að segja og hvað margar þeirra em sterkir persónuleikar. „Við höfð- um strax mikinn áhuga á að ná til eldri kvenna sem á sínum tíma vissu ósköp lítið um það sem var að gerast út á sjó HAFMEYJAN Þórunnog Margrét þáttagerðarmaður. en niðurstaðan varð sú að fá konur á mismunandi aldri og frá fleiru en einu landi. Þá fómm við að velta fyrir okkur hvað ungar sjómannskonur hugsa. Þetta er í stuttu máli hugmyndin að baki Hafmeyjanna," segir Margrét. I íyrstu ætluðu þau að halda sig við Norður-Atlantshafið og ræða við íjórar konur en til að víkka hringinn var ákveðið að tala við konu í Japan. „Japan er gjörólíkt en byggir mikið á fiskveiðum eins og við. Reyndar hefur það breyst eins og annars staðar. Það sýnir sig núna að þetta var rétt ákvörðun því það gerir þáttinn betri að hafa japönsku konuna með.“ Talaði við 35 konur Þau byrjuðu að vinna í nóvember í fyrra og byggðu á grunnrannsóknum vegna Síðasta valsins. „Ég fór á alla staðina og tók viðtöl við alls 35 konur og valdi eina úr á hverjum stað. Ég hagaði valinu þannig að sameiginlega skila þær því sem ég tel að gefi góða mynd af lífi sjómannskvenna. Um leið gætti ég þess að þær héldu sínum ein- kennum, sinni eigin sögu. Ég var mjög spennt að sjá viðbrögð strákanna sem vinna með mér á vali mínu. Þeir vom mjög ánægðir og kolféllu fyrir öllum konunum. Þeir sögðust hafa haft hug- myndir um sjálfa sig sem ákveðna töffara en það hmndi gjörsamlega þegar þeir kynntust konunum.“ Eiga margt sameiginlegt Hvað kom þér mest á óvart? „Það er hvað þær eiga margt sameiginlegt, svo stafaði frá þeim einhver ró og styrkur sem maður finnur ekki dags daglega hjá fólki. Hjá þeim em vandamál til að leysa þau og þær hugsa ekki langt fram í tímann heldur láta hveijum degi nægja sína þjáningu. Þær em mjög ólíkar en þetta sameinaði þær.“ Elsta konan er frá Kanada og var hennar maður kominn í land. „En hann dó á meðan við vomm að klippa þáttinn. Hún sagði okkur frá við- brögðum sínum þegar maðurinn hætti á sjónum. Enska konan á sex böm, er fráskilin en gift öðmm sjómanni. Hann er reyndar ekki á togara þessa stundina heldur á aðstoðarskipi fyrir olíuborpalla. Maður japönsku kon- unnar er tímabundið í landi sem fulltrúi starfsmanna útgerðarinnar, sem gerir út frá Chile, en oftast er hann tíu til tólf mánuði á sjó og tvo í landi. Þau eiga tvö böm. Sú norska er borgarstúlka, fráskilin og býr með öðmm sjómanni. Þau eru bamlaus. Hún vinnur á diskóteki. Svo er það hún Þómnn okkar sem á fjögur og fimm ef ég er talin með,“ segir Mar- grét og hlær. Af hveiju varð Þómnn fyrir valinu? „Ég var búin að skilgreina hvemig ég vildi sjá íslensku konuna þegar kona frá Vestmannaeyjum benti mér á Þómnni. Um leið og ég hitti hana vissi ég að hún var rétta manneskjan." Afraksturinn var 36 klukkutímar af efni og þar af vom viðtölin átta. Þetta þurftu Margrét og hennar fólk að klippa niður í 52 mínútna þátt sem við fáum að sjá á Stöð tvö á þriðjudaginn. Þórunn: Kom mér á óvart Af þómnni er það að segja að hún er 33 ára hárgreiðslumeistari og rekur hárhúsið í félagi við Maríu Péturs- dóttur. Hún er gift Kristni Val- geirssyni, skipverja á Vestmannaey, og bömin em fjögur, Sveinn Agúst 12 ára, Daníel Andri 9 ára, Sigdór Yngvi 5 ára og Indíana Guðný sem verður 4 ára í dag. Þórunn er Reykjavíkurmær og þekkti ekkert til lífs sjómannskvenna þegar þau Kristinn byrjuðu að mgla saman reytum. „Það lá alltaf fyrir að Kiddi færi á sjóinn og ég varð bara að taka því. Nei, ég er ekki komin af sjómannsíjölskyldu. Reyndar var pabbi eitthvað á sjó en ég var þá það lítil að ég man ekkert eftir því,“ segir Þómnn. Hún segist hafa verið fljót að venjast aðstæðum. „Ég hef alveg nóg að gera að reka heimili með fjómm bömum og reka fyrirtækið en þetta gengur mjög vel. Ég sé um allt í landi og það eina sem hann þarf að gera er að koma í land og búa til böm,“ segir Þómnn og hlær. „Kannski er maður ekki sáttur við þetta fyrirkomulag en það þýðir ekkert að hugsa út í það. Vilji maður aura verður að gefa eitt- hvað á móti.“ Kom þér á óvart að vera valin í þáttinn? „Já! Guð, því mér fannst ég ekkert merkileg. Ég sagði samt já og sé ekki eftir því. Ég hef kynnst mörgu frábæm fólki í gegnum þetta. Kiddi er mjög stoltur af mér og bömunum finnst ég ofboðslega flott í myndinni. Já, ég er að verða nokkuð spennt en ég er búin að sjá þáttinn nokkmm sinnum og ég verð að segja eins og er; mér finnst ég hallærislegri því oftar sem ég sé hann,“ sagði Þómnn að lokum. Kiddi verður á sjó þegar þátturinn verður sýndur en Þómnn ætlar að horfa á hann með fjölskyldunni og nánustu vinum. I Reykjavík verður hann kynntur í sérstöku konuboði í dag, fimmtudag, hvað annað? Við hin verðum svo að bíða fram á þriðjudag að sjá Hafmeyjar á háum hælum, ástarsögur. Þórunn Rúnarsdóttir hórgreiðslumeistari og sjómannskona: Er ein fimm haf- meyja á háum hælum

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.